Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 39

Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 39
Sunnudagur. 20. október. 1974 TÍMINN 39 /i Framhaldssaga ! |FYRIR BÖRN Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla Heimshorn málum i Sovétrikjunum. Hann átti auðheyrilega við þá afstöðu Bandarikjaþings að neita að veita Sovétmönnum sömu við- skiptakjör i Bandarikjunum og ýmsar aðrar þjóðir njóta. Þingið hefur bundið veitingu slikra viðskiptakjara þvi skilyrði, að Gyðingum, sem búsettir eru i Sovétrikjunum verði leyft að flytjast úr landi án nokkurra takmarkana. tJt úr þessum ummælum Brezjneffs má lesa reiði Sovétstjórnarinn- ar i garð Bandarikjastjórnar, ekki aðeins vegna synjunar þingsins, heldur og vegna bannsins við efndum á korn- sölusamningunum. * Stjórnarkrepþan á ítaliu er enn óleyst, þegar þetta er skrifað. Á mánudag lét Amintore Fanfani, leiðtogi kristilegra demókrata, loks til leiðast að mynda nýja stjórn. Fréttaskýrendur telja óliklegt, að Fanfani takist stjórnar- myndunin, að minnsta kosti er enn óbrúað hið breiða bil, sem virðist vera á milli sósialdemókrata og sósialista út af afstöðunni til kommúnista. Kommúnistar á Italíu hafa að undanförnu sótt fast að komast i rikisstjórn — sósialistar hafa áhuga á stjórnarsamvinnu við þá, en sósialdemókratar eru henni algerlega andvigir. ★ er, ef þið viljið sverja það að þegja. Ég heiti ekki heldur Fillips”. „Við skulum ekkert segja”, sagði Tumi, „en ef þú ert ekki Júpiter Dunlap, þarftu ekki að segja okkur, hver þú ert”. „Hvers vegna ekki?” „Af þvi að ef þú ert ekki hann, þá ertu Jaki tviburabróðir hans. Þið eruð alveg eins”. „Já, það er rétt, ég er Jaki. En hvernig stendur á þvi, að þið strákahvolparnir þekkið okkur?” Tumi sagði honum frá ævintýrum okkar árið áður hjá Silasi frænda. Og þegar Jaki skildi, að við vissum allt um ættingja hans og reyndar um hann sjálfan lika, þá leysti hann frá skjóðunni og talaði éins og honum bjó I brjósti. Hann dró enga dul á liferni sitt, en sagði, að hann hefði verið mesti ó- nytjungur og væri það enn og mundi halda á- fram að vera það til æviloka. Það væri auðvitað hættulegt lif, það játaði hann, og.... Hann hrökk saman og lagði undir flatt eins og hann væri að hlusta. Við sögðum ekkert, og það varð steinhljóð I klefanum nokkra stund. Ekkert hljóð heyrðist nema brestir i tré og smellir i vélinni fyrir neðan okkur. Þegar hann hafði jafnað sig aftur, sögð- um við honum af ætt- Nóbelsverölaunum i eðlis- og efnafræði var úthlutað fyrr i vikunni. Að undanförnu hefur sænska akademian úthlutað hverjum nóbelsverðlaununum á fætur öðrum, og hafa verð- launaveitingarnar ekki verið gagnrýndar utan sú ákvörðun að veita Sviunum Eyvind Johnson og Harry Martinson bókmenntaverðlaunin. Úthlutun nefndar norska stórþingsins á friðarverðlaunum Nóbels hefur mælzt misjafnlega fyrir. Að flestra dómi átti Irinn Sean MacBride fyllilega skilið að hljóta verðlaunin fyrir störf á sviði mannréttinda- og mannúðarmála. Afturámóti hefur sú ákvörðun, að veita Eisaku Sato, fyrrum forsætis- ráöherra Japan, friðar- verðlaunin, verið harðlega gagnrýnd . Rökstuðningur út- hlutunarnefndarinnar er ekki sannfærandi, og ekki hefur bætt úr skák, að Sato er talínn hafa beitt öllum tiltækum ráðum til að fá verðlaunin, þ.á.m. haft áhrif á einstaka nefndarmenn. Ekki verður lagður dómur á réttmæti ofangreindra verð- launaveitinga, en sá grunur læðist að — eigi gagnrýnin við einhver rök að styðjast — að taka beri úthlutnunarreglur þær, er nóbelsverðlaun varða, til gagngerrar endurskoðunar. O Hin þögia... veitir hún fólki ekki það manneskjulega umhverfi sem að skal stefnt. Aðeins margvis- legur smárekstur getur tryggt nægilega fjölbreytni i atvinnu- lifi og æskilega fólksdreifingu i þéttbýliskjörnum um landið. Vandi hreppanna og sveitar- félaga yfirleitt verður brýnt úr- lausnarefni i þessu sambandi. Aðalvandinn er smæð eininganna andspænis þeim verkefnum sem fram undan eru. Það er hins vegar aftur- haldsspor að ætla að rifa hreppana upp með rótum með valdboði. Þvert á móti ber að treysta samstarf þeirra, auk sjálfstæði þeirra og fela þeim stóraukin verkefni. Vera má að erfitt sé að dreifa stjórnarstofn- unum út um landið frá höfuð- borginni, en hins vegar er tækur kostur að draga úr valdi þeirra og dreifa þvi. ótrúin á reikni - stokkinn, skrifborðið og em- bættismanninn verður að vikja ef árangri skal náð. Húsnæðismálin eru stórmál viöast úti á landi og standa framförum mjög fyrir þrifum. Vinstristjórnin boðaði miklar umbætur á þessu sviði og verður að treysta þvi að þær komist i framkvæmd. Þær breytingar á stjórnsýslu og ákvarðanavaldi sem leiðir af hinni þöglu byltingu verða ekki geröar i einu vetfangi. Og það á að vanda sem vel og lengi á að standa. Þessi efni verða menn að hugleiða i tima til þess að ráðrúm verði til þess að ganga til verks af þeirri varúð sem hæfirmikilsverðu þjóðþrifa- verki og verða þó ekki til að tefja það. JS Aðalfundur Framsóknarfélags O íþróttir Akureyri. Lið HSH, Snæfellsness- og Hnappadalssýslu sigraði með yfirburðum og vann sæti i I. deild. Á þetta var minnzt lauslega i blöðum og ég er meira að segja efins i að á það hafi enn verið minnzt i þessu blaði. I. deildar- flokkur HSH i frjálsum iþróttum fékk enga fjármúni frá bæjar- eða sveitarfélögum. Þetta siðasta dæmi segir sina sögu. — Ertu bjartsýnn á framtfð frjálsiþrótta á tslandi, örn? — Ég er sannfærður um, að árangurinn muni batna, en vandamálin eru mörg og virðast fara vaxandi. Eins og ég hefi get- ið um fyrr i þessu viðtali eru iþróttavellirnir slæmir og hvergi verri i Evrópu en hér, hvað frjáls- ar iþróttir áhrærir. Innanhússað- staða er afleit, þó að hennar sé hvergi meiri þörf en hér vegna hins langa vetrar. Ef við eigum ekki að dragast enn meira aftur úr, þarf t.d. að koma hér a.m.k. einn völlur með tartan-efni, en slikir vellir eru nú I nær öllum Evrópulöndum, nema Islandi. Iþróttahöll, sem er með 75x50 metra gólffleti mun risa hér I Reykjavik á næstu árum og þá verður bylting i aðstöðu frjáls- Iþróttafólks. Þýðingarmest af öllu verður samt áhugi og ást á iþróttinni, og I framhaldi af þvi koma siðan einstaka afreksmenn, sem við verðum að hlúa að og gefa tækifæri til að iðka Iþróttina, án þess að biða fjárhagslegt tjón, þvi að timinn, sem afreksmaður- inn fórnar til æfinga og keppni nú orðið er sllkur, að ekki er hægt að ætlast til þess að hann geri það án þess að njóta stuðnings. Velour 20 LITIR HAFNARSTRÆTI 22 (Gamla smjörhúsið) SIMI 2-77-27. Símar 1-23-23 og 26-500 SAFNAST ÞEGAR SAMAN ^ SAMVINNUBANKINN Rangæinga verður haldinn I félagsheimilinu að Hvoli Hvolsvelli, fimmtu- daginn 24. okt. kl. 2 0.30. Dagskrá: Skýrsla stjórnar. Kosning i stjórn og fulltrúaráð. Kosning á kjördæmaþing. Kosning fulltrúa á flokksþing. önnur mál. Stjórnin. 16. flokksþing framsóknarmanna Akveðið hefur verið að flýta 16. flokksþingi framsóknarmanna um einn dag, frá þvi sem áður hafði verið ákveðið. Hefst þingið sunnudaginn 17. nóv. kl. 10 f.h. i Glæsibæ. Þess er vænzt, að flokksfélög kjósi fulltrúa sem fyrst, og til- kynni það flokksskrifstofunni i Reykjavik. Snæfellsnes Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfellinga verður haldinn Lionshúsinu i Stykkishólmi laugardaginn 26. okt. kl. 14.00. O Sykursjúkir fellingu tollanna, eingöngu að koma sykursjúkum til góða. Helgi kvað ýmsar lausnir hafa komið fram á þessu vandamáli i nágrannalöndunum. 1 Noregi er sykursjúkum t.d. séð fyrir ákveð- inni upphæð mánaðarlega til að standa straum af þeim aukna fæðukostnaði, sem af sérstöku mataræði sykursykisjúklinga leiðir. Eitthvað svipað er uppi á teningnum i Þýzkalandi, en hér eru þessi mál enn á viðræðustigi og ekki hægt að spá um væntan- lega lausn á þessu stigi málsins. Helgi kvað Samtök sykursjúkra hafa verið stofnuð siðla árs 1971, og hefði allmikið unnizt i mál- efnum sykursjúkra siðan. Stærsti sigurinn væri sá, að hinn 11. janúar s.l. var tekin i notkun göngudeild fyrir sykursjúka við Landspitalann, en hlutverk hennar er að greina sykursýki eftir ábendingu heimilislæknis, og veita sjúklingum alhliða fræðslu um sjúkdóminn og meöferð hans. Einnig kvað Helgi samtökin hafa gengizt fyrir blaðaútgáfu til fræðslu um málefni sykursjúkra. 1 tbl. blaðsins kom út i vor sem leið, en von er á öðru innan tiðar. Vonandi kæmi það blað fyrir augu sem flestra, þvi aðmikil þörf væri á að kynna málefni sykursjúkra. Samtökin hafa einnig beitt sér fyrir kaupum á nýjum og afar fullkomnum tækjum til rannsókna á blóðsykri.1 Þessi tæki, sem nú eru nýkomin til landsins, munu Samtökin gefa göngudeildinni. Helgi tjáði okkur að meðlimir i Samtökum sykursjúkra væru aðeins 400 að tölu, og væri það alltof lág tala miðað við fjölda sykursjúkra. Aðaltekjulind Sam- takanna er félagsgjöldin, og kvað Helgi peningaskort vera til- finnanlegan. Hann sagði, að nú fyrir jólin gengjust samtökin fyrir kortasölu, og væri það von sin, og annarra aðstandenda samtakanna, að salan gengi vel, þvi að það ylti beinlinis á henni, hvort takast mætti að greiða fyrir blóðrannsóknatækin, sem ætlunin er að gefa göngudeildinni. Timinner { peningar j Auglýsícf : iTimanum Opið til kl. 1 Rútur Hannesson og félagar Brimkló Fjölbreyttur matseði/l Opið alla daga í hádeginu og á l<völdin. HÓTEL LOFTLEIÐIR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.