Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 19
Sunnudagur. 20. október. 1974
ÉWf
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof-
ur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasfmi 19523.
. Verð f lausasölu kr. 35.00.
Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Villandi tölur
Eitt af blöðum stjórnarandstöðunnar birti ný-
lega útreikninga á þá leið, að 1800 milljónum
króna minna sé til skipta hjá sjómönnum vegna
bráðabirgðalaga, sem rikisstjórnin hefur sett.
Tilgangurinn með þessum útreikningum er ber-
sýnilega sá, að ýta undir kaupkröfur hjá
sjómönnum. Hér skal ekki rætt um það, hvernig
þessi tala er tilkomin, en hún veitir tilefni til að
varpa fram spurningu, sem ástæða er til að menn
velti fyrir sér. Spurningin er þessi: Hvað miklu
minna væri til skiptanna, ef umrædd bráða-
birgðalög hefðu ekki verið sett? Þá hefði af-
leiðingin orðin sú, að fjöldi skipa hefði stöðvazt,
og hjá mörgum sjómönnum væri þá ekki aðeins
minna til skiptanna, heldur væri þá blátt áfram
ekkert til skiptanna, þvi að skipin hefðu legið i
höfn og ekkert aðhafzt. Ef menn athuga þetta mál
til hlitar, kemur það i ljós, að vegna bráðabirgða-
laganna verður miklu meira til skipta en ella, þvi
að þau tryggja rekstur margra skipa, sem annars
hefðu stöðvazt.
1 sama blaði er það einnig upplýst, að opinberir
starfsmenn verði fyrir allt að 39.2% launalækkun
af völdum efnahagsaðgerða, sem stjórnvöld hafa
gert á þessu ári. Það leynir sér ekki hver er
tilgangurinn með þessum tölum. En væri ekki
ástæða til þess, að menn reyndu að gera sér grein
fyrir, hvernig efnahagsástandið væri, ef laun
væru um 39% hærri en þau eru nú. Þá myndi allt
atvinnulif vera i rústum, þvi að ekkert fyrirtæki
myndi geta risið undir slikri hækkun. Og þá yrði
launalækkun ekki nein 39%, heldur myndu flestir
ekki fá nein laun.
Það er vafalitið hægt að beita ýmsum talna-
leikjum til að sýna fram á, að svo og svo mikil
kjaraskerðing hafi átt sér stað. Staðreyndin er
samt sú, að Islendingar búa nú við betri lifskjör
en flestar þjóðir aðrar og að kjör þeirra hafa
raunar aldrei verið betri en nú. Það, sem menn
hafa nú einfaldlega um að velja, er að reyna að
tryggja þessi kjör áfram eða að efna til kaup-
deilna, sem gætu leitt til kjarabóta á pappirnum,
en myndi i reynd ekki verða til annars en að
draga úr atvinnurekstrinum og auka verðbólg-
una. Þegar þetta er borið saman, ætti valið ekki
að verða erfitt.
Allar þjóðir eiga nú I erfiðri viðureign við verð-
bólguna. Yfirleitt er viðurkennt, að hún sé háski,
sem þurfi að forðast, en hins vegar gengur verr
að fá menn til að taka þátt i ráðstöfunum gegn
henni. Þá koma fljótt til sögunnar útreikningar
um svo og svo mikla kjaraskerðingu af völdum
slikra aðgerða. Einkum reyna ábyrgðarlitlir
stjórnarandstæðingar að fiska i sliku vatni.
Hér á landi verða menn að horfast i augu við þá
staðreynd, að margvislegir erfiðleikar steðja nú
að þeim atvinnuveginum, sem dregur drýgstan
hlut i þjóðarbúið, sjávarútveginum. Það verður
að vona, að þar sé aðeins um bráðabirgðaerfið-
leika að ræða, þótt ekki verði neitt fullyrt um það.
Meðan svo er ástatt, verður þjóðin að sýna skiln-
ing og nokkra þolinmæði. Það ætti lika að vera
búið að lærast af reynslunni, að aukin verðbólga
er a.m.k. launastéttunum ekki neinn gróði,
heldur hið gagnstæða. — Þ.Þ.
TÍMINN
19
ERLENT YFIRLIT
Verður Dani kjörinn
Bandaríkjaforseti
Vaxandi umtal um Bentsen sem forsetaefni
Lloyd M. Bentsen
EFTIR að Edward Kennedy
dró sig í hlé sem forsetaefni
demókrata við kosningarnar
1976, rikir fullkomin óvissa
um, hver frambjóðandi þeirra
verður. Margir koma til
greina, en enginn hefur fylgi á
við Kennedy eða er eins þekkt-
ur og hann. Einna oftast heyr-
ast nú nefndir þrir öldunga-
deildarþingmenn og eiga allir
það sameiginlegt að vera af
norrænu bergi brotnir. Þessir
menn eru Henry Jackson
öldungadeildarþingmaður frá
Washingtonriki, Walter F.
Mondale frá Minnesota og
Lloyd M. Bentsen frá Texas.
Tveir þeir fyrstnefndu, sem
báðir eru af norskum ættum,
hafa verið taldir likleg for-
setaefni um talsvert skeið, en
hvorugur þó þótt verulega
sigurstranglegur. Jackson
nýtur nú stuðnings hægri
manna I flokknum, utan
Suðurrikjanna, en Mondale
þykir liklegur til að fá stuðn-
ing vinstri armsins eftir að
Kennedy dró sig i hlé.
Það er fyrst i seinni tið sem
Bentsen hefur verið nefndur
sem forsetaefni og hann fer
ekki dult með, að hann muni
gefa kost á sér, ef hann telur
sig fá sæmilegan stuðning.
Upphaflega var Bentsen tal-
inn frekar hægri sinnaður, en
hann hefur siðan hann tók sæti
i öldungadeildinni, fært sig
hægt og hægt yfir á miðjuna,
ef svo mætti segja, og telur sig
nú vera fulltrúa miðaflanna I
flokknum. Margt bendir til, að
Bentsen geti aflað sér veru-
legs fylgis, en hann er t.d.
beztur sjónvarpsmaður þeirra
þremenninganna. Þótt Bent-
sen sé öldungadeildarþing-
maður frá Texas, hefur hann
ekki hinn hefðbundna stil
Texasmannsins, sem þykir
minna á kúreka og frumstætt
lif. Andstæðingar Bentsen
hafa það m.a. I flimtingum, að
hann geri sér far um, síðan
hann fór að hugsa um framboð
i forsetakosningunum, að
minna sem minnst á Johnson
forseta. Framkoma Bentsen i
sjónvarpi er látlaus og róleg.
Hann gerir yfirleitt vel grein
fyrir máli sinu og reynir ekki
að fara fram hjá þvi, sem
spurt er um. Þess vegna tekst
honum að vera sannfærandi
og að vinna sér traust. Það
spillir svo ekki fyrir honum,
að hann er myndarlegur i sjón
og hefur þægilegt bros, þegar
hann telur það við eiga.
LIOYD M. Bentsen er af
dönskum ættum. Foreldrar
hans fluttu til Texas fyrir um
sextiu árum. Hann er nú 53
ára að aldri. Hann var i flug-
hernum á stríðsárunum, og
gat sér þar gott orð. Þegar
hann kom heim úr striðinu,
var hann nær strax kjörinn
dómari i heimabyggð sinni, þá
25 ára gamall. Tveimur árum
seinna náði hann kjöri sem
fulltrúadeildarþingmaður og
var þá yngsti maður, sem átti
sæti i fulltrúadeild Banda-
rikjaþings. Hann sat I full-
trúadeildinni i þrjú kjörtima-
bil. Þá var hann búinn að fá
nóg af stjórnmálum að sinni
og gaf ekki kost á sér aftur.
Hann sneri sér þá að viðskipt-
um og fékkst einkum við
tryggingar og lánastarfsemi.
Honum farnaðist svo vel á
þessu sviði, að árið 1970 voru
eignir hans metnar á 2.3
milljónir dollara. Þá var hann
lika búinn að fá nóg af við-
skiptastarfseminni og ákvað
að snúa sér að stjórnmálum
aftur. Ralph Yarborough, sem
var i hópi frjálslyndustu þing-
manna i öldungadeild Banda-
rikjaþings, sótti þá um endur-
kjör og var talinn sigurviss.
Bentsen ákvað að bjóða sig
fram gegn honum og tókst að
fella hann I prófkjöri. Bentsen
naut þá mikils stuðnings
Johns B. Connally fyrrv. ríkis-
stjóra, sem slðar gerðist fjár-
málaráðherra hjá Nixon og
gekk i flokk republikana. í
sjálfum þingkosningunum
keppti Bentsen svo við George
Bush, sem siðar varð sendi-
herra Bandarikjanna hjá
Sameinuðu þjóðunum og er nú
sendiherra Bandarikjanna i
Kina. Bush þótti mjög sigur-
vænlegur frambjóðandi, enda
var farið að tala um hann sem
forsetaefni. Bentsen tókst
samt að sigra hann og þótti
það allvel gert að sigra þá
Yarborough og Bush á sama
árinu.
MEÐAL vinstrisinna hjá
demókrötum aflaði það
Bentsen verulegra óvinsælda,
að hann varð til þess að fella
Yarborough frá þingsetu. Þvi
var lika haldið fram, að Bent-
sen hefði beitt áróðri gegn
Yarborough, sem hefði minnt
á vinnuaðferðir Nixons, þegar
hann var að vinna fyrstu
kosningar sinar i Kalifórniu.
Af þessum ástæðum komst
það orð á Bentsen að hann
væri mikillhægrimaður. Þetta
breyttist þó fljótt eftir að
Bentsen tók sæti á þingi. Þá
fylgdi hann vinstri arminum
oft frekar að málum en hægri
armínum. Eftir að hafa farið
til Vietnam, gekk hann t.d. i
lið með þeim, sem vildu hætta
styrjöldinni sem fyrst. Hann
reyndist jafnframt góður
starfskraftur i þinginu, og
vann sér þvi traust
Mansfields, formanns demó-
krata i öldungadeildinni.
Samkvæmt tillögu Mansfield
var Bentsen kjörinn formaður
þeirrar nefndar, sem stjórnar
baráttu demókrata i
sambandi við kosningarnar til
öldungadeildarinnar i haust.
Þetta hefur veitt Bentsen
aðstöðu til mikilla ferðalaga
og fundarhalda, sem hafa
komið honum I kynni við
forustumenn demókrata i
mörgum fylkjum. Framkoma
hans hefur verið með þeim
hætti, að hann heyrist nú
meira og meira nefndur sem
eitt liklegasta forsetaefni
demókrata.
Bentsen hefur enn ekki lýst
yfir þvl, að hann gefi kost á sér
sem forsetaefni. Hann segist
ætla að nota sér tlmann fram
yfir áramótin til þess að kynna
sér, hvernig landið liggur.
Hann muni svo fljótlega eftir
áramótin gera grein fyrir þvi,
hvort hann gefi kost á sér eða
ekki. Almennt er þvl spáð nú,
aö hann muni gefa kost á sér.
Margt bendir til þess að
keppnin hjá demókrötum
verði mjög hörð og ströng i
prófkjörunum, sem byrja ekki
fyrr en I marz 1976. Senni-
legast þykir, að enginn vinni
endanlegan sigur i þeim, eins
og McGovern tókst 1972,
heldur verði háð löng og
ströng lokaglfma á flokksþingi
demókrata, sem útnefnir for-
setaefnið endanlega. Margir
munu hafa heltst úr lestinni
áður en flokksþingið kemur
saman. Sennilega mun sá
áróður geta haft talsverð
áhrif, að flokkurinn þurfi að
geta sýnt eitthvert nýtt andlit
og frambjóðandi megi hvorki
vera of langt til hægri eða
vinstri, ef hann á ekki aö biða
sama ósigur og McGovern
1972. Ef þetta sjónarmið verð-
ur látið ráða, getur Bentsen
orðið framarlega i hópi þeirra,
sem taka þátt I úrslitaglim-
unni.
Þ.Þ.