Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.10.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur. 20. október. 1974 Raunsæi og stefnufesta í islenzkri stjórnmálasögu, eru árin 1874—1916, timabil flokka- drátta, sem fyrst og fremst byggðust á óliku mati manna til stöðu íslands i danska rikinu. Þá mynduðust skammtima hóp- ar I kringum ákveðna forystu- menn i baráttunni um mismun- andi leiðir i sjálfstæðismálun- um. 1 löndunum umhverfis okkur var flokkaskipting, sem einkum var byggð á stéttarlegum og fé- lagsmálalegum grundvelli orðin föst i sessi. Þar voru komnir fram verkamanna- og jafnaðar- mannaflokkar, sem vildu rót- tækar þjóðfélagsbreytingar, m.a. með viðtækri þjóðnýtingu til auðjöfnunar. Umbótasinnað- ir og frjálslyndir milliflokkar, með fjöldafylgi bænda og milli- stétta i bæjum, vildu hægfara, en öruggar, umbætur á félags- og efnahagssviðunum. Ihalds- flokkar boðuðu hinsvegar einkaframtak, frjálsa sam- keppni og sem minnst rikisaf- skipti. Þeim flokkum fylgdu flestir þeir, er voru á móti breytingum. Voru þar efstar á blaði gömlu yfirstéttirnar, en ennfremur nýrikir atvinnuveit- endur og fleiri. Ekki var óeðlilegt, að einhver flokkaskipíing, i likingu við þá, sem komin var á i nágranna- löndunum, kæmist hér á einnig. Það varð þeim mun eðlilegra, sem við fengum meiri innan- landsréttindi, t.d. með Heima- stjórn 1904 og með aukinni á- herzlu á verklega þætti. Sam- fara breyttri verkaskiptingu, jókst bilið milli auðugra og fá- tækra. I bændasamfélagi þvi, er á tslandi hafði verið, var ekki eins áberandi stéttamunur og rikti fyrstu áratugi hinnar nýju verkaskiptingar. Þegar B ændaflokkurinn (eldri) var stofnaður á Alþingi, 1913, var það ótviræður vottur um, að ný flokkaskipan var i deiglunni. Stjórnmálaviðhorí, sem einkum voru byggð á stétt- arlegum atriðum voru nú farin að ryðja sér til rúms hér á landi. Helztu einkennin: þrjú skaut Árið 1916 markar timamót i þeirri þróun, er að framan get- ur. Þá var Alþýðuflokkurinn, sósialskur verkalýðsflokkur, stofnaður og einnig ASl. Seinna, sama ár, var Framsóknarflokk- urinn, frjálslyndur, umbóta- sinnaður flokkur bænda og ann- arra samvinnu- og félags- hyggjumanna i millistétt, stofn- aður. Á grundvelli Borgara- flokksins var siðan 3ja skautið i islenzka flokkakerfinu, Ihalds- flokkurinn stofnaður, 1924. Hann sameinaðist slðan Frjáls- lynda flokknum og mynduðu þeir, árið 1929, Sjálfstæðisflokk- inn, flokk fjármagnseigenda og einstaklingshy ggjumanna. Þrátt fyrir það, að hinn stétt- arlegi munur i þjóðfélaginu sé ekki eins skýr nú á dögum og hann var áður, er þó enn um all- nokkurn hugmyndafræðilegan ágreining milli stjórnmála- skautanna þriggja að ræða. Sá ágreiningur byggist á stéttar- legum og þjóðfélagslegum upp- runa þeirra þriggja skauta is- lenzka flokkakerfisins, sem hér er fjallað um. Margflokkakerfið, sem hér komst á, 1916—1929, hefur fallið vel að íslenzka þjóðféiaginu. Það má m.a. marka af við- brögðum gegn rótlausum og timabundnum dægurflokkum, sem við og við hafa skotið upp kollinum. Þeir hafa horfið inn I hinar rótgrónu stjórnmálafylk- ingar skautanna þriggja. Það er engin eðlisbreyting á islenzka flokkakerfinu, þótt Samtökin og jafnvel Alþýðu- flokkurinn hverfi i næstu þing- kosningum. Aðeins væri um stigbreytingu að ræða, þar sem aðalskautin þrjú yrðu eftir sem áður til staðar. Ef marka má orð nokkurra forystumanna Alþýðubanda- lagsins, er sá flokkur nú orðinn jafnaðarmannaflokkur (sósfal demókratiskur). Rétt eins og Alþýðuflokkurinn gerði hér áður fyrr, hefur Alþýðubandalagið i æ rikari mæli lagt fyrri stefnu- mið um gjörbylt þjóðfélag á hilluna. Þá leið fóru báðir flokk- arnir með það fyrir augum, að öðlast fjöldafylgi. Sú stefna leiddi þrisvar til klofnings Al- þýðuflokksins og framboð Fylkingarinnar i siðustu kosn- ingum gefur sambærilega þróun innan Alþýðubandalags til kynna. Ýmsir „athafnamenn” I hópi sjálfstæðismanna kalla nú flokk sinn „kratiskan” til niðurlæg- ingar. Það gera þeir af þeim sökum, að forysta hans hefur neyðst til að láta undan þrýst- ingi og gagnrýni andstæðinga á grundvallarstefnu flokksins: ó- heft einkaframtak, byggt á hug- myndáfræði kapitalisma. For- ystan hefur séð sina sæng út- reidda, nema þvi aðeins að sveigja frá langtlmastefnu þeirri, er fram var sett af þeim Jóni Þorlákssyni og félögum, 1929. Stefnuföst islenzk miðfiokksstefna Þeim öru þjóðfélagsbreyting- um, sem átt hafa sér stað hér á landi, 1916—1974, fylgja að sjálfsögðu breytingar á dægur- málastefnum allra stjórnmála- flokka. Enda má greinilega merkja þróun i velferðarrikis- stjórnmálum siðustu ára frá kreddufestu (dogmatisma) að hagnýtum úrlausnum (prag- matisma). Langtimastefnumið eiga hinsvegar að breytast hægt og lttið, sé allt með felldu. ÞJÓÐFÉLAGS- UMBÆTUR BLANDAD HAGKERFI ILLISTÉTT MILLISTÉTT SAMKEPPNI — ÞJÓÐFÉLAGSÞEGNA KAPlTALISMI FJÁRMAGNS- EIGENDUR Framsóknarflokkur 1916 Sósialistaflokkur- inn — sameiningar- flokkur alþýöu 1938 Sjálfstæöis- lleima- Sjálfstæöis- flokkur eldri- stjórnar flokkur eldri þversum flokkur langsum BorgaraflokkurX 1923 Sjálfstæöisfiokkur eldri thalds- flokkur 1924 Alþýöu Samtök | Alþýöu- • |nokkurllFrjáls- flokkurinn "?og Vinstri|| -* manna I 1969 I F.Iagiö >“ agiö Frjálslyndi flokkur 1927 T~ Sjálfstæöisflokkur Þjóöernis- hreyfing tslendinga 1933-1938 Þjóövcldisflokkur 1942 ’! Lýöveldisflokkur . »953 Framsóknar- Sjálfstæöis- flokkurinn flokkurinn 1 i Sú gagnrýni heyrist, að Framsóknarflokkurinn sé „op- inn I báða enda”. Vizt er, að miðflokkar liggja oft allvel við höggi I þeim efnum, en hér skyldu gagnrýnendurnir lita i eiginn barm. Upphafleg lang- timastefnumið Framsóknar- flokksins hafa, eftir þvi sem bezt verður séð, staðizt bezt og flokkurinn haldið sér við grund- vallarstefnu sina a.m.k. jafnvel og aðrir flokkar. Framsóknarflokkurinn var stofnaður án tengsla við erlenda „isma” og með islenzka hagsmuni i huga. Æ ofan i æ hafa hinir flokkarnir gert upp- hafleg stefnumál hans að „sin- um”. Nægir að benda á byggða- stefnuna hér. Að henni hefur Framsóknarflokkurinn starfað óslitið siðan 1916 og sjaldan hef- ur árangurinn komið betur i ljós en frá 1971. Nú er byggðastefna i „tizku” hjá öllum flokkum. Framsóknarflokkurinn hefur alltaf verið flokkur þjóðlegrar reisnar og þjóðfrelsis, svo sem forysta hans I landhelgismálun- um vitnar glöggt um. Hann er ekki flokkur einangrunarstefnu, en það má m.a. sjá af afstöðu hans til herstöðvarmálanna undanfarinn áratug. Þar hefur flokkurinn lagt áherzlu á is- lenzkt frumkvæði, án vinslita við bandamenn okkar og með tilliti til þeirra. Hann hefur ætið lagt áherzlu á samstarf við öll almannasamtök i landinu I kjaramálum. Þessi sannindi mættu aðilar vinnumarkaðarins og aðrir landsmenn athuga áður en þeir trúa rökleysum um skort á stefnufestu. Meginmarkmið Framsóknar- flokksins er, eins og Eysteinn Jónsson setti það eitt sinn fram: „Frjálst lýðræðis- og menn- ingarþjóðfélag efnalega sjálf- stæðra manna”. Það efnalega sjálfstæði næst þvi aðeins, ab tillit sé tekið til aðstæðna hverju sinni. Slikt raunsættmat er ein- mitt eitt helzta aðalsmerki mið- flokks. H.W.H. HIN ÞOGLA BYLTING Samfélagsþróunin á Islandi um- liöna áratugi á það m.a. sam- merkt með þróuninni i ýmsum öðrum löndum að hún hefur ein- kennst af mjög miklum og örum fólksflutningum úr hinum dreifðu byggðum til þéttbýlis- ins, og þá fyrst og fremst til Reykjavikursvæðisins. Fyrir þessu eru að sjálfsgögðu margvislegar ástæður, og er efunarmál að hér hefði risið það iðnaðar- og velmegunarsam- félag sem við nú lifum i án röskunar á þvi sveitaþjóðfélagi, sem hér var fyrrum, og byggðum þess. Hitt er annað mál að þessar breytingar hafa verið svo örar og byltingarkenndar að þær hafa leitt af sér ýmsan vanda: annars vegar heldur við eyð- ingu I sumum héruðum en hins vegar gætir æ meir erfiðleika borgarlifsins á suðvesturhorni landsins. Á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi býr nú aðeins um það bil fjórðungur landsmanna, en þar bjuggu um 40% Islendinga i upphafi siðari heimsstyrjaldar. Má nærri geta að jafnframt þvi sem atvinnu- lif, menningarstarfsemi og margháttuð þjónusta hafa blómgast á einu horni landsins, hafa skilyrði vaxtar og grósku að sama skapi verið skert viðs- vegar um landið. Það þjóðfélag sem við nú bú- um við einkennist i vaxandi mæli af þeim vandamálum sem striða á borgarsamfélögum i öðrum löndum. Það hefur nokkur siðustu árin verið að veröa mönnum ijóst að mal- biksmenningin leiðir það af sér að maðurinn er rifinn upp með rótum, og að slikt gerist ekki án þess að af þvi hljótist óæski- legar afleiðingar. Aliir vildu Lilju kveðið hafa Jafnframt þessum atburðum hafa skapast aðstæður til að hagnýta verkþekkinguna, vel- megunina og hagvöxtinn, sem orðinn er, i þvi skyni að snúa byggðaþróuninni við. Þéttbýlið við Faxaflóa á að geta orðið hlifiskjöldur fyrir aukinni fjöl- breytni i atvinnulifi og vaxandi fólksfjölda úti um byggðir landsins. Það fer ekki á milli mála að borg sem þó er ekki stærri en Reykjavik býr þegar yfir ýms- um meinlegustu einkennum stórborgarinnar. Mannleg sam- skipti verða vélræn, kynni þverra, og almenningur stendur gjarnan ráðþrota gegn bákni rikisvalds og stórfyrirtækja. Samhliða þessu verður stétta- skipting skýrari og bilið milli manna breiðara. Það er hins vegar ekki fyrr en þetta er orðið daglegt brauð að augu manna opnast fyrir þvi að þetta ástand er ekki heppilegt, ekki lifvæn- legt, og fæstir vilja arfleiða af- komendur sina að slíku ástandi. Það lætur að líkum að þær stjórnmálahreyfingar sem einkum hafa beitt sér fyrir iðn- væðingu, hagvexti og þéttbýlis- þróun standa örvilnaðar and- spænis þeim vanda sem blindnin i framkvæmd stefn- unnar hefur leitt yfir þjóðina. Það er þvi ekki að undra, að byggðastefna er nú orðin kjör- orð iafnt jafnaðarmanna og sósialista af öllum gráðum sem ihaldsaflanna. „Allir vildu Lilju hveðið hafa” — má segja um ráðþrota andstæðinga þegar þeir taka nú upp hugmyndir Framsóknarmanna um þessi efni. Og það má gjarnan minna á það að þeir kölluðu áður þess- ar skoðanir Framsóknarmanna „blint afturhald” og skilnings- leysi á „kall samtiðarinnar”. Við nýjar og gjörbreyttar að- stæður hefur Framsóknarstefn- an þvi einnig á þessu sviði reynst farsæl og sannað gildi sitt. Með þeirri byggðastefnu sem mótuð var undir forystu Fram- sóknarmanna fyrir nokkrum árum náðist sá árangur að það tókst i fyrsta sinn um nærfellt aldar skeið að snúa þróuninni i þessum málum við. Loks er nú að þvi komið að fólk leitar frem- ur út á land en utan af landi. Hér hefur á siðustu fáum árum orðið þögul bylting. Enn sem komið er hefur hún ekki náð að festa rætur svo sem nægilegt gæti talizt, og er þvi mikið undir þvi komið að hun verði ekki heft eða hindruð á neinn hátt. 1 þessu ljósi ber sérstaklega að fagna þeim stórauknu fjárveitingum til Byggðasjóðs sem núverandi rikisstjórn hefur boðað Nokkur vandamál Bygðastefnan hefur frá upphafi verið mikilvægt atriði i stefnu Framsóknarmanna. Nú, er hin þögula bylting er hafin, munu þeir leggja allt kapp á að fylgja henni fram. Framsóknin til meira jafnvægis i byggð landsins felur hins vegar I sér ýmis vandamál og mun taka langan tima. Það er timabært að menn velti þessum vanda- málum fyrir sér, og skal hér drepið á nokkur þeirra. Aukið byggðajafnvægi felur það I sér að lögð sé sérstök áherzla á hag og viðgang smáfyrirtækja og smárekstrar i ýmsum myndum. Stóriðja á Islandi getur aldrei orðið nema hlekkur i keðjunni. Hún getur verið mikilvæg, en leiðir til frekari röskunar I héruðunum ef einblint er á hana, og samtimis Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.