Tíminn - 22.11.1974, Side 1

Tíminn - 22.11.1974, Side 1
 HREYFILHITARAR í VÖRUBÍLA OG VINNUVÉLAR Vörubílasturtur Tjakkar — Dælur Stjórnventlar HFHÖRÐUR GUNNARSSON , SKÚLATUNI 6 - SÍMI (91)19460 ÍDAG Blómleg byggð um land allt — sjó bls. 3 Olíukreppan á íslandi — sjd bls 7 Vorum á skytteríi — segja meintir landhelgis- brjótar — sjá bls. 3 c 232. tölublað — Föstudagur 22. nóvember—58. árgangur. Landvélar hf Harðar deilur Sjálfstæðis- manna í Kópavoai — Hlutafélagið Þorri angi tangarsóknar gegn núverandi forystumönnum og ætlað að ná eignum Sjálfstæðismanna þar syðra MIKLIR ÚFAR hafa risið með Sjálfstæðismönnum i Kópavogi, og á fulltrúaráðsfundi, sem haidinn var á þriðjudagskvöldið, sauð upp úr. Orsök þessara sviptinga er mikil tangarsókn Sjálfstæðishúsið f Kópavogi, sem hlutafélagið Þorri er að reyna að ná undir sig. Tlmamynd: Róbert. KORNVERÐ HEFUR ÞRE- FALDAZT Á TVEIM ÁRUM Margar þjóðir tregar að selja SJ-Reykjavík. Verð á korni hefur farið hækkandi undanfarin tvö, þrjú ár. Sem dæmi um hækkanir á korntegundum má nefna, að bygg er nú boðið til kaups i Evrópu á 180 dollara tonnið, en það bygg sem keypt var til iandsins fyrir tveim árum fékkst á 00 doilara, og nú siðast i sumar keypti Samband isienzkra sam- vinnufélaga bygg hingað til Iands á 135 dollara. Við fengum Gisla Theódorsson hjá Sambandi isienzkra sam- vinnufélaga til að skýra okkur nánar frá þessum máium og Endanleg skýrsla um Union Carbide í næstu viku HJ-Reykjavik. Þær tiliögur, sem viðræðunefnd okkar um orku- frekan iðnað gerði, að loknum viðræðum við fulltrúa bandariska fyrirtækisins Union Carbide, voru ræddar litillega á rikisstjórnar- fundi í gærmorgun. Tillögurnar munu þó ekki fullfrágengnar og á enn eftir að upplýsa nokkur atriði. Búast má við, að endanleg skýrsla liggi fyrir einhvern tima i næstu viku og verði hún þá send þingflokkunum og borin undir þingið. þeim áhrifum, sem ástand þeirra hefur hér á landi. — Vegna mikilla fyrirframkaupa okkar mun fóðrið ekki hækka hjá okkur fyrr en eftir áramót og þá aðeins um 10-15% til að byrja með, sem er óverulegt miðað við erlendar hækkanir nú i haust, sagði Gisli Theódórsson. Verð á kjarnfóðri hefur hækkað jafnt og þétt og óhjákvæmileg af leiðing þess er að innflutningur hefur minnkað verulega á þessu ári. Samkvæmt hagskýrslum er innflutningurinn fyrstu niu mánuði ársins um 42.000 tonn en var sama timabil i fyrra um 51.000 tonn og hefur þvi minnkað um 9.000 tonn. A sama tima hefur cif-verðmæti þessa innflutnings hins vegar aukizt um 164 milljónir króna, sem stafar af erlendum hækkunum og lækkun krónunnar. Það er fyrirsjáanlegt að innflutningur okkar i Sam- bandinu verður mjög svipaður á þessu ári og hann var i fyrra, eða um 40.000 tonn, en það mun vera um 2/3 heildarinnflutningsins. Þó að verð á fóðurkorni hafi stöðugt sigið upp á við s.l. tvö ár sveiflaðist það alltaf dálitið upp og niður og þvi er nauðsynlegt að fylgjast vel með og velja rétta timann til kaupa. Þess vegna er- um við i nær daglegu sambandi við kornseljendur I Danmörku, Þýzkalandi, Hollandi, Kanada og i Bandarikjunum. Þegar við teljum verðið hag- stætt kaupum við oft korn og tilbúið fóður langt fram i timann og tekst okkur þannig oft að draga á langinn að verðhækkanir,. sem sagter frá erlendis komi hér eða jafnvel forðast þær að mestu, er verðið sveiflast aftur niður. Fyrirframkaup eru lika nauðsyn- leg til að tryggja nægilegar fóðurbirgöir, sérstaklega þegar uppskera er viða léleg eins og nú var I haust. Það kann að þykja fróðlegt að skoða verðþróunina s.l. 2-3 ár, og taka sem dæmi Kúafóður B, sem -mest sala er i hjá okkur en hún litur þannig út. Nóvember 1971 8.900.00 pr. tn. Desember 1972 12.140.00 Október 1973 17.560.00 April 1974 22. 160.00 Nóvember 1974 28.160.00 Það er að sjálfsögðu ekki aðeins Framhald á 19. siðu dálitils hóps manna, sem bundizt hefur samtökum um að leggja undir sig stofnanir Sjálfstæðis- manna I Kópavogi. Fólk úr þess- um hópi hefur þegar náð kosningu til formennsku I tveimur Sjálf stæðisfélögum þar syðra, Stefnir Helgason i Sjálfstæðisfélaginu og Ásthildur Pétursdóttir I kven- félaginu Eddu, og á fulltrúaráðs- fundi á þriðjudaginn var gerð harðvítug tilraun til þess að koma eignum Sjáifstæðismanna I Kópa- vogi undir umráð þessara manna. Margir ráku upp stór augu, er það spurðist á dögunum, að stofnað hefði verið i Kópavogi hlutafélagið Þorri, sem sam- kvæmt firmaskráningu á jöfnum höndum að stunda fasteigna- brask, lánastarfsemi og stjórn- málabaráttu i þágu Sjálfstæðis- flokksins. Höfðu menn aldrei fyrr séð getið hlutafélags, sem hafði þess háttar samsuðu að mark- miði. En það hékk hér á spýtunni, að hlutafélagið Þorri var ein sveitin, sem teflt var fram i tangarsókn þeirra, er hafin var til þess að ná völdum innan samtaka Sjálfstæðismanna i Kópavogi. Það var þetta, sem kom upp á yfirborðið á fulltrúaráðsfundin- um á þriðjudaginn. Svo er mál með vexti, að Sjálf- stæöismenn i Kópavogi eiga húseign I vesturbænum á hálsin- um skammt frá Hafnarfjarðar- veginum. Hún er talin tiu til tólf milljóna króna virði, á henni hvilir aðeins 78 þúsund króna skuld, og hún gefur veru- legan arð, þvi að verzlun er á jaröhæð. Hlutafélagið Þorri er aftur á móti stofnað af þrjátiu til fjörutiu mönnum, sem hver um sig hefur lagt fram eitt hundrað þúsund krónur, og er þvi hlutafé þess vegna þrjár til fjórar milljónir samtals. Nú var farið fram á það við fulltrúaráðið, að húseign Sjálf- stæöismanna yrði afhent hluta- félaginu Þorra gegn aðeins 51% hlutabréfa, þótt framlagið væri þrisvar til fjórum sinnum meira en þeirra, sem stofnuöu hluta- félagið og eiga að halda 49%. Beittu þeir Stefnir Helgason, Erlingur Hansson og Richard Framhald á 19. siðu „íslenzkan lítils eða einskis virði!”: Uppástunga um að „svissa yfir á ensku" — flutt í blaði verzlunarskólanema og á æskulýðssíðu Morgunblaðsins 1 GÆR bar þaö til tiðinda, að Morgunblaðið flutti landslýð þann boðskap á æskulýðssiðu sinni, að Islenzk tunga skuli lögð niður og „svissað yfir á ensku” eins og svo smekklega er að orði komizt. Boðberinn er Emil K. Thorarnensen, nemandi i Verzlunarskóla ls- lands, og birtist greinin upphafiega i Viljanum málgagni verzlunarskóla- nema, en Morgunblaðið sá ástæðu til þess að endurrpenta hana athugasemdalaust af sinni hálfu. I greininni segir i upphafi: „Staða islenzkunnar fer stöðugt versnandi. Yngri kyn- slóðin hefur yfirleitt ekki vald á islenzkri tungu. Kemur það meðal annars fram i þvi, hve erfitt við eigum með að tjá hug okkar”. Siöar i greininni segir: „Maður kemst þvi að þeirri niðurstöðu, þegar hugsað er um hina miklu málakennslu, bæði I V.l. og annars staðar, að Islenzkan sé litils eða einsk- is virði. Með tilliti til þess legg ég eindregið til, að islenzkan verði lögð niður og ensk tunga tekin upp. Það yrði geysilegur munur fyrir okkur alla is- lendinga, þegar sú breyting væri afstaðin....Með þvi að svissa yfir á ensku myndum við Islendingar leggja okkar lóð á þá vogarskál að samein- ast um eitt allsherjarheims- mál. Jafnvel þó ekki tækist að koma þvi i gegn, að enska yrði alþjóðlegt mál, værum við miklu betur settir en með okk- ar islenzku....Ég vonast til þess, að sem fæstir séu með þá flugu I höfðinu, að okkur beri að halda uppi islenzkunni”. 1 þessari sömu grein er einnig lagt til, að enskan skuli ein tungumála vera skyldu- námsgrein I skólum. Það eru nú liðin tvö hundruð ár siðan lagt hefur verið til, að Islenzkan skuli lögð fyrir róða. Það gerðu tveir menn á átjándu öld, mestu eymdar- öldinni i sögu þjóðarinnar. Sveinn lögmaður Sölvason og Bjarni Jónsson Skálholts- rektor, er töldu, að Islending- ar ættu að „dependera af þeim dönsku”.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.