Tíminn - 22.11.1974, Síða 11

Tíminn - 22.11.1974, Síða 11
10 TÍMINN Föstudagur 22. nóvember 1974. Föstudagur 22. nóvember 1974. TÍMINN 11 mmm tmm. 'mek orBið hér að meðaltali tut.ugu eldgos á öld. Þetta eru eyðingar- öfl, sem ekki er á mannlegu valdi að stöðva, þótt reynt sé eftir mætti að bæta eftir á úr þvi tjóni sem þau valda. Hins vegar getum við að talsveröu leyti fyrirbyggt og dregið úr skemmdum af völdum vatns og vinda. Og ein er sú orsök gróðurskemmda, sem hér hefur ekki verið talin með, en er algerlega á okkar valdi að koma í veg fyrir, en það er gróðurrýnun og skemmdir af völdum ofþrengsla í högum. Verður það mál gert að umtals- efni i næsta kafla. Gróðurnýting Gróðurvernd er fyrst og fremst fólgin i þvi að fyrirbyggja að gróður sé nýttur umfram beitar- þol. Að þvi marki er beit ekki skaðleg fyrir plönturnar, en ofbeit leiðir til gróðurrýrnunar, sem getur orðið upphaf gróður- eyðingar af völdum vatns og vinda. Fullur árangur næst ekki af landgræðslustarfinu, og land- græðsluféð kemur ekki að fullum notum, nema tryggð verði hófleg gróðurnýting i landinu. A undanförnum árum hefur verið unnið að þvi að kanna beitarþol landsins. Er það verk vel á veg komið, bæði gróður- kortagerð og aðrar nauðsynlegar rannsóknir, þótt enn hafi landið allt ekki verið kannað. Þessar rannsóknir hafa leitt i ljós, að vlöa um land er ofbeit, einkum á hálendinu. Þó mun að sjálfsögðu ekki liggja fyrir töluleg vitneskja um hve viðtæk ofbeitin er, fyrr en allt landið hefur verið kortlagt. En svör heimamanna við spurningum landgræðslunefndar um nýtingu gróðurs i hverri sýslu voru mjög i samræmi við niður- stöður rannsóknanna, þótt þeim bæri ekki algerlega saman, frekar en vænta mátti. í ljós kemur, að aðeins i þremur sýslum er gróður ekki talinn fullnýttur, i ellefu er hann talinn fullnýttur, en ekki ofnýttur, i sjö fullnýttur á láglendi, en ofnýttur á hálendi og i tveimur er hann tal- inn ofnýttur bæði á láglendi og hálendi. t niu sýslum er þannig ofbeit, litil eða mikil, en aðeins i þremur sýslum er beitiland talið vera aflögu. Það er i Dalasýslu og Vestur- og Norður-Isafjarðar- sýslum, en i engri þessara sýslna er viðáttumikið beitiland. Sam- kvæmt 'þessu má færa býsna sterk rök fyrir þvi, sem áöur hefur verið sagt, að beitiland skorti fyrir talsverðan hluta þessa bústofns, sem nú er i landinu. Talið er, að gróðurrýrnun af völdum ofnýtingar sé mikil eða ‘Jiam Ingvi Þorsteinsson magister skrifar um gróðureyöingu, gróðurvernd og landgræðslu. t þessari grein verður skýrt frá helztu niðurstöðum þeirrar könn- unar, sem Landgræðslu- og land- nýtingarnefnd lét gera á ástandi gróðurs og jarövegs i landinu. I þeim tilgangi var leitaö til fjöl- margra stofnana, sem um þessi mál fjalla og heimamanna, þ.e.a.s. búnaðarsambanda og gróðurverndarnefnda i hverri sýslu. Var fyrst og fremst leitað upplýsinga um eftirtalin atriði:' Gróöur- og jarðvegseyðingu, stærð gróðurlendis og nýtingu þess, jafnvægi milli eyðingar og uppgræðslu og möguleika til ræktunar haglendis. Það kom i ljós, eins og vænta mátti, að miklu meira er vitað um gróður á hálendi en á láglendi, bæði um stærð gróins lands og beitarþol þess. Eins og áður hefur verið getið, hafa um 3/5 hlutar hinna islausu svæða landsins verið kortlagðir, og m.a. allt miöhálendið. Hálendið hefur verið látið sitja i fyrirrúmi, af þvi að þar er gróður og jarðvegur viökvæmastur og gróðureyðing örust. En jafnframt er hálendið aðal sumarbeitiland sauðfjárins. Þó hefur verið lokið við að kort- leggja láglendi i Borgarfjarðar- sýslu og Austur-Skaftafellssýslu, og verður nú lagt kapp á að hraða þeirri vinnu i öllum sýslum. Eins og gefur að skilja var ekki unnt að afla tölulegrar vitneskju nema um fá af þeim atriðum, sem leitað var svara við, t.d. viðáttu sandfoks- og uppblásturssvæða I hverri sýslu, hve mikið landbrot á sér stað, um stærð ræktanlegs lands o.s.frv. Það hefði krafizt lengri tima en nefndin hafði til umráða og var þvi gripið til þess ráðs að gefa þessum atriðum einkunn i hverri sýslu. Hvers konar gróðureyðing og rýrnun var þannig metin i 4 flokkum: engin, nokkur, mikil, mjög mikil og hröð. Sömu flokkar voru notaðir fyrir ræktunarmöguleika, nýting var metin eftir þvi, hvort gróður var talinn vannýttur, hóflega nýttur eða ofnýttur og gróðurjafnvægi eftir þvi, hvort gróður i sýslunni i heild var talinn I framför, i jafnvægi eða i hnignun. Reynt var að fram- kvæma þessa einkunnargjöf á þann hátt, að hver tegund eyðingar hefði jafnt vægi eða gildi. Þetta er að visu gróf flokkun, en hún á engu að siður að geta gefiö visbendingu um, hve mikil gróðureyðingin er i hveri sýslu, um nýtingu og ástand gróðurs og« þá möguleika til úrbóta, sem fel- ast i ræktun og hagabótum. Vissulega hefði verið betra að hafa meiri tölulegar upplýsingar við gerð landgræðsluáætlunar- innar og vonandi verður þess ekki langt að biða, að þær liggi fyrir. Jarðvegs- og gróðureyðing Vindurinn er án efa það afl, sem veldur mestri jarðvegs- og gróöureyðingu hér á landi. Verði gróður of veikbyggður eða gisinn, t.d. af völdum ofbeitar, nær vindurinn tökum á jarðveginum og feykir honum burt. En islenzkur jarðvegur er mjög laus i sér og fokgjarn m.a. vegna mikillar gosösku. Sandfok getur valdið gifurlegu tjóni, bæði með þvi að fjúka yfir ög kæfa plönt- urnar i nærliggjandi gróður- lendum og með þvi aö sverfa plönturnar og drepa þær þannig. Vatn á einnig drjúgan þátt I gróöureyingunni og veldur senni- lega meira tjóni en virðist i fljótu bragði. Það er einkum i bratt- lendi, sem vatnið grefur sér far- vegi, og fáar plöntur eru betur til þess fallnar að koma i veg fyrir slikar skemmdir en tré. og runnar. Vatnsgröftur er oft fyrsta stigið i viðtækum gróður- skemmdum, af þvi að þar sem myndast sár i gróðurbreiðuna, nær vindurinn taki á jarð- veginum. Þvi veikari sem gróðurinn er þvi auðveldara gengur þetta fyrir sig. Það er oft dýrt og erfitt að stöðva landbrot af völdum fallvatna. Ýmsir aðrir eyðingarvaldar eru fyrir hendi, en ætla má, að maðurinn sjálfur sé að verða sá virkasti af þeim með stórfram- kvæmdum og auknum kröfum til landrýmis i ýmsum tilgangi. 1 töflunni hér á eftir er sýnt hvernig gróðureyðingin var metin i sýslum landsins. 0 táknar enga, 1 nokkra, 2 mikla og 3 mjög mikla og hraða eyöingu. Eins og vænta mátti er sandfok og uppblástur langstærsti þáttur gróöureyðingarinnar. Enda þótt Landgræðslunni hafi oröið vel ágengt i báráttunni viö sandfokið viöa um lknd, er það enn fyrir hendi i sextán sýslum og mikið vandamál i átta þeirra (3). Upplástur gróins lands er i átján sýslum og mikill i sex þeirra (3). Aðeins i tveimur sýslum, Dalasýslu og Stranda- sýslu er ekki getið um sandfok né uppblástur svo að nokkru nemi. Þetta sýnir, hve alvarlegt vanda- málið er i raun og veru og að viða þarf að gera stórátak til þess að draga úr áhrifum þessara eyðingarvalda. Hafa verður I huga, að það, sem nú er viða flokkað sem nokkur (1), en ekki mikill uppblástur, getur fljótt aukizt að vöxtum við versnandi tiðarfar eða við ógætilega meðferð og óhóflega nýtingu gróðursins. Eyðingar af völdum landbrots er getið i fjórtán sýslum og sem all mikils (2) vandamáls i þremur þeirra. Engin sérstök löggjöf er til um heftingu landbrots og varnir gegn ágangi vatna nema það, sem er i vatnalögum frá 1923. Vegagerð rikisins hefur til þessa gert til- lögur til Alþingis um nauðsyn- legar fjárveitingar i þessu skyni, og hefur sú stofnun oftast annazt framkvæmdir og lagt til fag- þekkingu. 1 áliti Landgræðslu- nefndar er lögð fram tillaga um frumvarp til laga um þetta efni. önnur eyðing, þ.e. tap á gróöurlendi af öðrum völdum en vatns og vinda, er talin vera i sex sýslum. t Gullbringu- og Kjósar- sýslum einkum vegna þéttbýlis og verklegra framkvæmda. t Norður-tsafjarðarsýslu er tap á gróöurlendi vegna vegagerðar talið vera tilfinnanlegra en I öörum sýslum vegna land- þrengsla. Að öðru leyti eru gróðurskemmdir meðfram vegum ekki teknar með i þessari úttekt, þvi að samkvæmt lögum er Vegagerð rikisins skylt að græða að nýju það land, sem spillist vegna vegagerðar. Og verður að telja, að Vegagerðin hafi rækt þessa skyldu vel undan- farin ár. 1 Múlasýslum valda hreindýr oft nokkrum skemmdum á gróðurlendi i byggð á veturna. t Vestur-Skaftafellssýslu vinnur gæs árlega mikið tjón á graslendi bæði i byggð og á hálendi, svo og grasmaðkur með vissu árabili. Ekki eru taldir fleiri orsaka- valdar að árlegri gróður- og jarðvegseyðingu i þessari úttekt. En vissulega eru orsakir eyðingarinnar fleiri. Eldgos, skriðuföll, framhlaup jökla og jökulhlaup hafa valdið gifurlegu tjóni á gróðri, enda má minnast þess, að siðan land byggðist, hafa Allt er hljótt og kyrrt, og andvarinn rfslar hóglega I grasinu — I fjarlægð fjöll og jöklar. Hin frjálsa náttúra er auður, sem ekki verður metinn til fjár, en er samt sem áður manninum meira virði en allt, sem forgengilegt er. Gróið land skilar einnig beinum arði. Hér er Húnvetningur með fjárrekstur, en niðri á bakkanum eru hestar á beit. mjög mikil (3) i tveimur sýslum, i átján sýslum er hún nokkur eða mikil, en I þremur sýslum er engin gróðurrýrnun af þessum völdum. Sú rýrnun, sem verður af völdum ofbeitar, er fólgin i þvi, að með timanum hverfa beztu beitarplönturnar, gróðurinn gisnar, og uppskera minnkar. Þessum áhrifum hefur verið miklu minni gaumur gefinn en sjálfri eyðingunni, en enginn vafi er á, að geysileg rýrnun hefur orðið á landsgæðum af þessum sökum 'siðan land byggðist. Slik rýrnun leiðir ekki ævinlega til gróður- og jarðvegseyðingar, en er mjög oft undanfari hennar. Tæknilega er hægt að snúa dæminu við, stöðva gróðurrýrnun og auka gróður þessara svæða með áburðardreifingu. En það er ekki hagkvæmt né fjárhagslega framkvæmanlegt að gera þetta á öllu þvi landflæmi, sem um er að ræða. Og á hálendi er sú aðferð ekki æskileg. Eina skynsamlega leiöin er að létta beitarþunganum af sliku landi, ekki aðeins niður að þeim mörkum, sem svara til beitarþols, heldur enn meira, á meðan gróðurfarið er að batna og styrkjast. Um gróðurjafnvægi i landinu er það að segja, að i tveimur sýslum er gróður I heild talinn vera á uppleið, þ.e.a.s. uppgræðsla af náttúrunnar og manna völdum er þar meiri en eyðing. I átta sýslum er jafnvægi, en i þrettán sýslum er gróður talinn vera á undanhaldi. Ræktunarmöguleikar Þær niðurstöður, sem hér hafa verið raktar um nýtingu >rýrnun, eyðingu og jafnvægi, eða frekar jafnvægisleysi gróðurs i landinu, tala sinu máli, og þær eru vissu- lega ekki nógu hagstæðar. t nær öllum sýslum landsins er þörf einhverra landgræðsluaðgerða til þess að stöðva eyðingu, og stórátak þarf til a.m.k. i niu þeirra. t ellefu sýslum er gróður- lendi fullnýtt. Þar þarf fljótlega að rækta bithaga til þess að hægt sé að auka bústofn á næstu árum og áratugum. 1 niu sýslum er beitiland ofnýtt og þar þarf nú þegar að rækta bithaga til þess að koma i veg fyrir gróður- skemmdir. Á þessu sést, að stórfelldrar ræktunar er þörf og væri nú fróð- legt að sjá, hvernig háttar til um ræktunarmöguleika i sýslum landsins. Tölurnar tákna: 0 — engir, 1 — litlir, 2 — verulegir, 3 — miklir möguleikar til haglendis. (Tafla — Ræktunarmöguleikar). Það skal tekið fram, að hér er ekki talið ræktanlegt land á hálendi, þ.e.a.s. ofan 3-400 m hæðar. Einkunnagjöfin er að nokkru leyti byggð á mati, en einnig á mælingum, sem gerðar voru á flatarmáli gróins lands. t ljós kemur, að viðast er nægt land, sem hentar a.m.k. til þeirrar ræktunar, sem nauðsyn- leg er til að bæta bithaga. 1 sextán sýslum eru slikir möguleikar miklir, I fjórum verulegir, en litlir i þremur sýslum. Svo vel vill til, að þar sem ræktunarmöguleikarnir eru mestir, er þeirra einnig mest þörf. Má þar nefna Árnes-, Rang- árvalla-, Vestur-Skaftafells- og Þingeyjarsýslur, þar sem einna mest sandfok og uppblástur er i landinu. Ennfremur Borgar- fjaröar-, Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslur, þar sem þrengst er i högum, ásamt Árnes- og Rangárvallasýslum. Það skal tekiö fram, að i mörgum sýslum hefur þegar verið unnið stórátak i ræktun haglendis með framræslu, áburði, ræktun ógróins lands o.s.frv. Það verður varla sagt, að þjóð, sem á slika varasjóði sé á flæði skeri stödd. Hvers vegna gróið land? Uppgræðsla landsins mun kosta gifurlegt fé, og það er vonlegt, að sú spurning vakni, i hvaða tilgangi hún sé gerð. Svarið virðist augljóst, en þó er oft eins og menn leggi of þröngan skilning I markmið uppgræðslunnar. Þaö fer naumast milli mála, að megintilgangurinn er sá að hafa arð af landinu, búfjárafurðir af beitilandinu, trjávið úr skógunum o.s.frv. En gróður gegnir einnig öðru hlutverki, sem er ekki siður mikilvægt. Hann kemur i veg fyrir, að jarðvegur eyðist, hann er snar þáttur i jarðvegsmyndun og gerir þannig landið frjó- samara og betra. Gróður stuðlar að betri vatnsbúskap i landinu með þvi að jafna vatnsrennsli og draga úr flóðahættu. Tré og runnar bæta veðurfar og veita skjól, sem ekki er vanþörf á i okkar vindbarða landi. Gróður fegrar og bætir mann- lifiö, um það þarf enginn að efast. Nútímamaðurinn leitar út i náttúruna, þegar þrengslin, hávaðinn og streitan keyra úr hófi, og hann fer þangað, sem gróðurinn veitir bezt skilyrði til endurnæringar. Þörf mannsins fyrir gróður og útivist verður sifellt meiri með vaxandi þéttbýli og hraða, og það verður að ætla honum landrými i þessu skyni. Það er auðvelt að meta þessá þýðingu gróðurs fyrir þjóðfélagið I beinhörðum peningum, þvi að hún er fólgin i betri likams- og geöheilsu og meiri vinnuaf- köstum hvers einstaklings. Af þessum og eflaust fleiri ástæðum er uppgræðsla tslands ekki einkamál neinnar einstakrar stéttar eða hóps manna, heldur velferðarmál allra, sem i landinu búa. Hér verður látið lokið þessu skrifum um Landgræðsluáætlun, 1975-1979. Hefur þó ekki verið fjallað um alla þætti hennar, ástand skóglendis viðs vegar um land, landnýtingu i viðtækasta skilningi, frumvörp til laga og lagabreytinga o.s.frv. Ef til vill finnur einhver hvöt hjá sér til að gera þvi efni skil. Það var ætlunin að reyna að varpa ljósi á orsakir og tilgang áætlunarinnar, þvi að hún þarf um langa framtið á beinum og óbeinum stuðningi allra lands- manna að halda. Áætlunin er aöeins einn áfangi á langri leið að þvi marki að græða að nýju það land, sem orðið hefur örfoka, siöan búseta hófst. Þar er raunar um að ræða 25-30 þúsund ferkiló- metra lands og er engan veginn vist, að það sé framkvæmanlegt né hagkvæmt að setja markið svo hátt. En á þessu stigi skiptir mestu, að menn geri sér ljóst, hve mikið og brýnt verkefni það er að stöðva landeyðingu og hef ja land- vinninga. LANDEYÐING Sýslur Sandfok Gullbringusýsla 1 Kjósarsýsla 0 Borgarfjarðarsýsla 0 Mýrasýsla 2 Snæf. og Hnappadalss. 0 Dalasýsla 0 A-Barðastrandarsýsla 0 V-Barðastrandarsýsla 3 V-lsafjafrðarsýsla 1 N-tsafjaröarsýsla 1 Strandasýsla 0 V-Húnavatnssýsla 1 A-Húnavatnssýsla 1 Skagafjarðarsýsla 1 Eyjafjarðarsýsla 0 S-Þingeyjarsýsla 3 N-Þingeyjarsýsla 3 N-Múlasýsla 1 S-Múlasýsla 1 A-Skaftafellssýsla 2 V-Skaftafellssýsla 3 Rangárvallasýsla 3 Arnessýsla 3 Upp- blástur Landbrot RÆKTUNARMÖGULEIKAR Sýslur Gullbringusýsla Kjósarsýsla Borgarfjaröarsýsla Mýrasyála Snæf. og Hnappadalss. Dalasýsla A-Baröastrar.darsýsla V-Baröastrandarsýlsa V-lsafjarðarsýsla N-tsafjarðarsýsla Strandasýsla V-Húnavatnssýsla A-Húnavatnssýsla Skagafjarðarsýsla Eyjafjarðarsýsla S-Þingeyjarsýsla N-Þingeyjarsýsla N-Múlasýsla S-Múlasýsla A-Skaftafellssýsla V-Skaftafellssýsla Rangárvallasýsla Árnessýsla Gróiö land ógróið land

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.