Tíminn - 22.11.1974, Qupperneq 3

Tíminn - 22.11.1974, Qupperneq 3
Föstudagur 22. nóvember 1974. TÍMINN 3 Stjórnmálayfirlýsing sextánda flokksþings Framsóknarmanna: Blómleg byggð verði efld um landið allt Stefna flokksins í utanríkis-og varnarmálum eróbreytt í blaöinu i gær birtust þrir fyrstu kaflar stjórnmálayfir- lýsingar sextánda flokkþings Framsóknarfiokksins. Tveir siðustu kaflarnir, sem fjalla um byggöamál og utanrikismál fara hér á eftir. Aörar ályktanir þingsins veröa birtar siöar: IV Flokksþing Framsóknar- flokksins fagnar áföngum, sem náðust i byggðamálum i tiö vinstri stjórnarinnar undir forystu Framsóknarflokksins. Mikilvægast var aö þá tókst að endurvekja bjartsýni fólksins i dreifbýlinu og stöðva flóttann til höfuðborgarsvæðisins, þannig að á siðast liðnu ári var fólksfjölgun meiri á landsbyggðinni. Flokksþingið telur mikilsvert, að margra ára baráttumál Framsóknarflokksins um aukið framlag til Byggðasjóðs hefur náðst fram. Jafnframt ber að leggja á það áherzlu, að fjármagn Byggðasjóðs verði fyrst og fremst notað til eflingar atvinnu- lifs landsbyggðarinnar. Flokksþingið treystir því að Framsóknarflokkurinn muni i núverandi stjórnarsamstarfi halda áfram þvi uppbyggingar- starfi, sem unnið var á undan- förnum árum, og bendir m.a. á eftirtalin atriði, sem markmið i byggðastefnu Framsóknar- flokksins. A. Aö viöhalda og efla blómlega byggö um.landiö allt, og tryggja þannig grundvöll efnalega sjálf- stæös veiferöarþjóöfélags fyrir komandi kynslóöir. Einnig aö komið veröi á efnalegu og menningarlegu jafnrétti þegn- anna hvar á landinu, sem þeir búa. B. Að jafna aðstööu iandsmanna til menntunar og þátttöku i menningarlifi þjóöarinnar. C. Aö miöa nýtingu islenzkra auðlinda og atvinnuuppbyggingu, og þá alveg sérstakiega iðnþróun næstu áratuga, einkum viö þörf hinna dreiföu byggða fyrir fjöl- breytt atvinnulif. Höfuðeinkenni atvinnulifs landsbyggðarinnar, er hversu einhæft og árstiðabundið það er. Mörg byggðarlög byggja tilveru sina nær eingöngu á sjávarútvegi eða landbúnaði. Þvi verður: að standa traustan vörð um unninn sigur I landhelgismálinu, að skipuleggja hráefnisöflunina, að tryggja samræmi i eflingu fiski- skipaflotans og endurbótum á vinnslustöðvum sjávaraflans, að efla iðnað á landsbyggðinni, að auðvelda uppbyggingu vinnslu- stöðva landbúnaðarins, að auka fjármagn til rannsókna á auðlind- um landsins, sem gætu orðið grundvöllur hagkvæmrar fram- leiðslu. D. Aö tryggja öllum lands- mönnum margháttaöa opinbera þjónustu á jöfnunarverði og að húsnæðisskortur veröi ekki til hindrunar eðlilegri byggðaþróun. Ein frumforsenda fjölbreytts atvinnullfs úti á landsbyggðinni er útrýming þess verulega mis- munar, sem er á samkeppnisað- stöðu fyrirtækja þar og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Gildir það jafnt um flutningskostnað, raf- magn og sima og um margs konar sérfræðiþjónustu. Nútima þjóðfélag byggist mikið á greið- um samgöngum, þvi er bezta leiðin til þess að tryggja öfluga byggðastefnu að stórbæta sam- göngukerfið. Stórauka verður framlög i vegasjóð. Hraða þarf gerð flugvalla i öllum héruðum landsins og við þá verða nauðsynlegur öryggisútbúnaður. Enn fremur þarf að auka framlög til hafnargerðar. Aherzlu ber að leggja á að jafna vöruverð i landinu, tryggja lands- mönnum öllum ódýra raforku, gera móttöku sjónvarps og út- varps viðunandi, og stórbæta póst- og simaþjónustu lands- byggðarinnar. E. Aö efla sjálfstjórn byggöanna meö breyttu stjórnsýslukerfi. Samtök sveitarfélaga þarf að lögskipa sem þátt i stjórnsýslu- kerfi þjóðarinnar. Sjálfstæði sveitarfélaga verði aukið bæði hvaðsnertir aukna tekjustofna og aukið valdsvið. Tekið verði upp staögreiðslu- kerfi útsvara. Flokksþingið telur, hð meðal mikilvægustu aðgerða til að sporna við hinu sivaxandi miðstjórnarvaldi sé að flytja opinberar stofnanir til hinna ýmsu landshluta. Stefna verður að þvi, að slikur flutningur nái til menntastofnana, þjónustu- stofnana og stjórnsýslustofnana. F. Aö efla þátttöku samvinnu- félaganna I atvinnulifi lands- manna. Samvinnufelögin eru þau sam- tök manna, sem bezt hafa staðið vörð um eðlilega byggðaþróun I landinu. 1 ljósi þess ber að stuðla að aukinni hlutdeild þeirra I at- vinnulifinu, svo þau fái rækt það mikilvæga hlutverk að auka og halda vörð um fjölbreytni I at- vinnulifi landsbyggðarinnar. G. Að jafna upphitunarkostnaö um iand ailt. Mjög mikill mis- munur á upphitunarkostnaði þeirra, sem á jarðhitasvæðum FINNSKIR TONLISTARAAENN í HLJÓAALEIKAFERÐ HÉR gébé— Reykjavlk. — Norrænir kynningartónleikar verða haldn- ir: A tsafiröi 22. nóvember, Akur- eyri 24. nóvember og I Reykjavík 26. nóvember n.k. Þaö var Fin- lands solistförening, sem valdi barytonsöngvarann Jorma Hynninnen og planóleikarann Ralf Gothoni til hljómleikahalds- ins 1974, en auk þess aö koma til íslands, munu þau halda hljóm- leika i Svlþjóð, Noregi og Dan- mörku. Hugmyndin að norrænum kynningartónleikum var fyrst borin fram af finnska einleikara og einsöngvarafélaginu „Fin- lands solistförening” á fundi „Nordisk Solistrads” I Reykjavik sumarið 1972. Tilgangurinn með þessum kynningartónleikum er aukið samband á milli norrænna tónlistarmanna og áheyrenda þeirra. Fyrsta hljómleikaferðalagið i þeim flokki var farið I nóvember 1973, en til þess var pianóleikar- inn Halldór Kristjánsson valinn af Félagi isl. tónlistarmanna og tókst það ferðalag með afbrigðum vel. Kynningartónleikarnir eru skipulagðir sem tilraun, miðuð við fimm ára timabil, en á þvl er svo til ætlazt að hvert Norður- landanna fyrir sig velji tónlistar- menn og viðfangsefni fyrir nor- rænt hljómleikaferðalag. Jorma Hynninener fæddur 1941 i Lappövirta I Finnlandi. Hann hefur stundað söngnám hjá Matti búa, og hinna, sem ekki fá notið jarðhitans, veldur miklum ójöfnuði, og mun valda byggða- röskun, ef ekkert er að gert. Um leið og leggja ber áherzlu á að hraða nýtingu innlendra orku- linda til upphitunar, er nauðsyn- legt að stefna að jöfnun á upphitunarkostnaði um land allt. Flokksþingið leggur áherzlu á að i utanrikismálum haldi Island sjálfstæðri stefnu, sem miðist við að tryggja stjórnarfarslegt og efnahagslegt sjálfstæði landsins. Á alþjóðavettvangi skipti Island sér I þann þjóðahóp, sem vill hjálpa þróunarlöndunum til sjálfsbjargar og jafnréttis við efnaðri þjóðir. Draga þarf úr viðsjám I heiminum og stuðla að sáttum og langþráðum friði með auknum kynnum milli þjóða og almennri afvopnun. Hafa skal sérstaklega náin tengsl við Norðurlandaþjóðirnar og leggja rækt við þátttöku Islands I störf- um Sameinuðu þjóðanna. Flokksþingið áréttar fyrri stefnu i öryggis- og varnarmál- um (Að óbreyttum aðstæðum er rétt, að tslendingar séu aðilar að varnarsamtökum vestrænna þjóða, en minnt skal á þann fyrir- vara, sem gerður var af hálfu Is- lendinga, er þeir gerðust aðilar aö Atlantshafsbandalaginu, um að á íslandi yrði ekki herlið á friðar- timum, að það væri algerlega á valdi Islendinga sjálfra, hvenær hér væri erlent herlið, og að Is- lendingar hefðu ekki eigin her og ætluðu ekki að setja hann á fót. Samkvæmt þessum fyrirvara og I samræmi við fyrri yfirlýsingar vill Framsóknarflokkurinn vinna að þvi, að varnarliðið hverfi úr landi i áföngum) ,þó að nú um sinn sé ekki þingfylgi til að fylgja henni fram. Af langvarandi dvöl erlends hers I landinu stafar hætta fyrir hugarfar og þjóðerniskennd Is- lendinga. Þvi ber að þakka for- ystuliði Framsóknarflokksins forgöngu þess um takmörkun á útsendingu sjónvarpsstöðvar bandariska hersins á Keflavlkur- flugvelli og ráðstafanir til að- greiningar hans frá islenzku þjóðlífi. Flokksþingið telur, að þær breytingar, sem nú hafa verið gerðar á framkvæmd varnarsamningsins, seu spor i rétta átt og telur rétt, að viðræðum um fyrirkomulag varnarmálanna verði haldið áfram með það fyrir augum, aö þeim sé ávallt sem bezt fyrir komið frá sjónarmiði Islendinga. Þingið hvetur forvigismenn flokksins og málgögn hans að berjast gegn öllum tilraunum til að festa I sessi áhrif hersins á is- lenzkt þjóðlif. Tuloisela og Anti Kaskinen við Sfbeliusar-akademiuna i Helsing- fors, einnig hjá Luigi Ricci I Róm og Kurt Overhof i Salzburg. Hann hefur komið fram á vegum ýmissa tónlistarfélaga i Finn- landi og 1973 efndi hann til hljóm- leika i London við góða dóma. Hann heimsækir nú Island I fyrsta skipti. Ralf Gothoni er fæddur 1946 I Finnlandi og hóf nám i pianóleik þegar á fimmta ári. Hann naut kennslu Tapani Valsta við Sibeliusar-akademiuna, auk þess hjá Erwins Laszlo I Sviss og Det- levs Kraus i Vestur-Þýzkalandi. Hann kom fyrst opinberlega fram sem pianóleikari á tónlistahátið i Jyvaskyla 1967. Viðfangsefni hans hafa verið mjög fjölbreytt, bæði i heimalandi hans og víðs vegar i Evrópu og Bandarikjun- um. Þetta er einnig i fyrsta skipti sem hann heimsækir Island. Á SKYTTERfl OG LÚÐUVEIÐUM — segja skipstjórar bdtanna tveggja, sem Sýr stóð að meintum ólöglegum togveiðum Gsal-Reykjavik. Landhelgisbrot hafa verið nokkur síðustu daga, eins og kunnugt er af fréttum. Landhelgisgæzluflugvélin Sýr stóð á þriðjudag tvo báta aö meintum óiöglegum togveiöum, annan undan Haganesvik og hinn á Breiðafiröi, skammt norður af Melrakkaey. Voru þaö bátarnir Jökultindur SU-200 og Kópur SH- 132, en skipstjórar beggja bátanna neita öllum sakargiftum Að sögn Hjörleifs Magnús- sonar, fulltrúa bæjarfógetans á Siglufirði, en þar var tekið fyrir mál skipstjóra Jökultinds, voru engin veiðarfæri né afli um borð i bátnum og skipstjórinn hefði neit- að með öilu að hafa verið á tog- veiðum. Hins vegar hefðu skipverjar á Jökultindi verið með byssu um borð og nokkra dauða fugla, og sagði Hjörleifur, að skipstjórinn hefði skýrt frá þvi, að þeir hefðu verið á skytterii. Ekkert hafði verið aðhafzt i málinu I gærkvöldi, er við töluð- um til Siglufjarðar,og kvaðst Hjörleifur ekki vita til þess, að i málinu yrði gert nokkuð frekar. I Kópsmálinu var réttað á miðvikudag og hófust réttarhöld kl. 2 eftir hádegi og stóðu yfir allt fram til miðnættis, — og án þess að dómur væri upp kveðinn. Skipstjórinn á Kópi SH-132 hefur allt frá þvi réttur var settur neitað öllum sakargiftum og ber fyrir sig að þeir hafi verið á lúöu- veiðum. Hins vegar hafa skipverjar viðurkennt að þeir hafi verið á togveiðum. Dómur i máli skipstjórnas á Kópi verður senni- lega kveðinn upp i dag, að sögn Þorkels Gislasonar, sýslufulltrúa i Stykkishólmi. Jón Kristinsson íslandsmeistari í skdk 1974 Gsal—Reykjavlk. —• Um siðustu helgi tefldu Ingvar Ásmundsson og Jón Kristinsson fjóröu og síö- ustu skák sina i einviginu um is- landsmeistaratitilinn I skák 1974. Crsiit skákarinnar uröu á þann veg, að keppendur sömdu um jafntefli. Höföu þar meö báöir keppendur hlotiö tvo vinninga og var þá dregið um þaö hvor hlyti titilinn — og varð Jón Kristinsson hlutskarpari I þeirri viðureign, og hlaut þar meö islandsmeistara- titiiinn I skák 1974. Ralf Gothóni Jorma Hynninen BANASLYS I EYJAFJARÐARA Gsal-Reykjavlk. Banasiys varö I grennd við Akureyri I fyrrinótt, þegar 43 ára gamali maöur, Jón Ben. Ásmundsson aö nafni, ók bil út I Eyjafjarðará. Tildrög slyssins eru afar óljós, þar sem engin vitni voru að at- burðinum. Jón heitinn var á leið til Akureyrar frá Grenivik er' slysið vildi til. Við vestustu brú Eyjafjarðarár missir Jón, ein- hverra hluta vegna, stjórn á biln- um, með þeim afleiðingum, að bíllinn kastaðist út I ána, sem var isi lögð. Talið er Hklegt að blllinn hafi lent á toppnum eða annarri hliðinni mjög nálægt bakka árinnar, þar sem isinn er hvaö þykkastur, — og blllinn siðan runnið lengra út I ána og Isinn brotnað undan þunga bilsins Þegar að var komið var bíllinn með hjólin niður i árbotninn, — og var llk Jóns inni i bílnum. Eins og kunnugir vita, eru þrjár brýr á Eyjafjarðará og mjög stuttar vegalengdir á milli þeirra. Við vestustu brúna er nokkuð kröpp beygja og svo virðist sem Jón hafi ekki náð að beygja til að komast á brúna, — heldur haldið I beina stefnu og bíllinn þvi lent nokkru noröan við sjálfa brúna. Hvort það stafar af ókunnugleika Jóns á þessum slóð- um, og hann hafi taliö sig vera kominn yfir allar brýrnar, eða af einhverri annarri ástæðu, er óhægt um að segja, þar sem engir sjónarvottar urðu að slysinu. Jón Ben. Asmundsson var 43 ára gamall. Hann var skólastjóri gagnfræðaskólans á tsafirði.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.