Tíminn - 22.11.1974, Side 7

Tíminn - 22.11.1974, Side 7
Föstudagur 22. nóvember 1974. TÍMINN 7 OLÍUKREPPAN Á ÍSLANDI — Orð og athafnir — Nýlega vaknaði almenningur við það, að þjóðarbúið var kom- ið i mörg þúsund milljóna kr. skuld við Sovétrikin fyrir oliu- vörur, keyptar af þeim sam- kvæmt venju um langt árabil með tilliti til jafnvirðiskaupa, sem ekki voru lengur fyrir hendi eftir að oliuvörur af þekktum orsökum hækkuðu i verði langt umfram þær vörur, sem áður höfðu verið látnar i skiptum fyr- ir þær. Var af nefndum ástæðum óhjákvæmilegt að leita samn- inga við Sovétmenn um aukinn gjaldfrest og aukin innkaup af þeirra hálfu, og hefir nú náðst nokkur árangur um hvort- tveggja samkvæmt upplýsing- um viðskiptamálaráðherrans, sem jafnframt benti á, hversu nauðsynlegt væri að gæta sparnaðar i eyðslu hinnar dýru innfluttu orku (þ.e. ollunnar). En mörgum mun finnast að raunhæfari stefna en hingað til heföi átt að rikja varðandi nefndan sparnað undir hand- leiðslu helztu stjórnenda þjóðarbúsins. Verður i þessu sambandi hugsað til þess að á þessu ári krepputals og 19% söluskatts (þar i framlenging á neyðar- sjóðstillagi) hafa Islendingar samkvæmt hinum opinberu hagtiðindum flutt inn nálega 10.000 bila fyrir nærri 3000 millj.kr. að cif.-verði á 9 mánuðum þessa árs (frá jan.- sept). Þessum innflutningi bila fylg- ir svo auðvitað aukinn innflutn- ingur oliuvara og alls konar varahluta og aukin bilaeign kallar á aukinn vegakostnað rikis, bæja og sveitafélaga, sem er þegar orðinn iskyggilega hár hér á landi. Má minna á, að vegakostnaður rikisins er nú kominn upp á milli 3 og 4 þúsund milljóna kr. á ári, og samt er óánægja, eins og fram kom nú i haust I sambandi við Þorláks- hafnarveg. Svo eru það bilaferjurnar. Keypt hefir verið ein fyrir leið- ina Akranes — Reykjavik fyrir 130 millj. kr., en til þess að hún nýtist á nokkurn viðunandi hátt vantar hafnarmannvirki bæði á Akranesi og i Reykjavik, sem kosta munu marga tugi milljóna kr. og er enn alls óvist hvenær þau verða gerð á báðum stöð- um, svo aðgagni megi verða, en á meðan fyrnist skipið og er fyrirsjáanlegur mikill árlegur rekstrarhalli á þvl. 80% rikisábyrgð á kaupverði Akranesferju mun hafa verið veitt og tilsvarandi rikisábyrgð mun eiga að gilda fyrir Vest- mannaeyjaferju, sem Viðlaga- sjóði (neyðarsjóði landsmanna) hefur með undarlegum hætti veriö blandað i að bjóða út til smlðar, þótt fé vanti til að byggja ibúðarhús fyrir það fólk, sem vill flytja aftur til Vest- mannaeyja og búa þar. Vitað er, að það er fyrst og fremst áhugi um bilaflutning Vestmannaeyinga einna yfir miðsumarið, sem rekur á eftir þvi aö nýtt ferjuskip verði strax fengið i stað þess að biða hæfi- legrar fyrningar á núverandi Vestmannaeyja-strandferða- skipi, en aðrir en heimamenn i Vestmannaeyjum munu vart eiga erindi þangað út með bila svo neinu nemi. Er þvi útlit fyr- ir, aö skip, sem er miklu stærra og dýrara en ella með tilliti til hins umrædda takmarkaða bflaflutnings, muni fá mjög erfiöa rekstrarafkomu og mun það þvi verða leiðinlegt áiita- mál á ókomnum árum, hver á að borga rekstrarhallann. Athygli skal vakin á þvi, að Akranesferjan, sem svo mjög að stærð og gerð er smiðuð fyrir bilaflutning, hefir rúmlega hel- mingi meiri vélaorku en hið fyrra skip á leiðinni og eyðir þar meö helmingi meiri oliu, þvi að þótt 10 minútna timasparnaður verði á venjulegri siglingu milli Akraness og Reykjavikur, þá mun hið nýja skip eyða meiri oliu i beitun og i höfnum, þannig að oliueyðslan verði alveg tvö- föld. Sama mun verða upp á teningnum i sambandi við Vest- mannaéyjaferjuna. Henni mun ætað að hafa 2000 ha. aðalvél á móti 960 hö i núverandi Vest- mannaeyjaskipi, Herjólfi, ásamt mun meiri hjálparvélum, þannig að oliukostnaður mun verða sem næst tvöfaldur, þótt sigling á meginleiðum taki ofur- litið skemmri tima, t.d. með hóflegu vélaálagi svo sem hálf- tima skemur á milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar (3 tima I stað 3,5 tima) hvora leið. Oliukostnaður Herjólfs er nú sem næst kr. 23.000.- i einni ferð Ve-Þh-Ve, en mun samkvæmt framangreindu verða nálega tvöfaldur fyrir umtalaða ferju allar ferðir ársins, ekki bara þær fáu ferðir yfir miðsumarið, þegar ætla má að stærð skipsins með bílaflutningsrúmi verði sæmilega nýtt. Fyrr i sumar sló ég þvi fram i trúnaðarbréfi til nokkurra áhrifamanna, hvort ekki kæmi til greina, að Vestmannaeyjar kæmu sér upp strætisvagna- þjónustu með svo sem tveim 80 farþega vögnum i likingu við stytztu (3.-4. km) hringkeyrslu- leið slikra vagna i Reykjavlk, sem veita um það bil 10 minútna tiðni I ferðum, en væri þetta gert mátti telja vist, að margur Vestmannaeyingur myndi spara sér kostnað af einkabil meö mjög takmörkuðu notagildi i hinum litla kaupstað, sem stendur á aðeins rúmlega eins ferkilómetra flatarmáli og þar sem fyrning bila er óvenjulega mikil vegna saltdriftarálags og nú að einhverju leyti sandfoks úr hinu óhefta hraunlandi. Einhverjir, sem setja metnað sinn I kröfugerð á þjóðfélagið, fréttu af nefndri uppástungu minni og tóku það sem hreina móðgun að ætla Vestmanna- eyingum að nota að einhverju leyti strætisvagna i heimabyggð sinni, og til áróðurs sneru svo þessir menn hugmynd minni i það horf, að ég hefði beinlinis krafizt þess, að Vestmanna- eyingar seldu alla sina einka- bila. Hefi ég ekki hirt um að leiðrétta þennan ómerkilega útúrsnúning fyrr en nú. En úr þvi að á þetta er minnzt, er ekki úr vegi að varpa fram þeirri spurningu með tilliti til hins mikla almenna kostnaðar Is- lendinga af einkabilum, hvort ekki gæti borgað sig fyrir þjóðarbúið að stórauka þjónustu almenningsvagna og láta hana i té ókeypis innan ákveðinna marka eða gegn miklu lægra gjaldi en nú tiðkast og vinna þannig á móti óskaplegum kostnaði af einkabilum, húsum og stæðum fyrir þá, og ennfrem- ur til að greiða úr umferðartöf- um o.fl. o.fl. Skal þá aftur vikið að þvi, sem fyrr var frá horfið, að Islending- ar hafa á 9 mánuðum flutt inn nálega bila fyrir 3000 millj. kr., og svo má telja, að fjárfesting i bilaferjurnar tvær verði með hafnarmannvirkjum nálægt 1000 millj. kr., en ferjurnar sið- an aö meðtöldum vöxtum og fyrningu reknar með vel á öðru hundraði millj. króna rekstrar- halla á ári. Verður að telja að hér sé um að ræða varhugaverða þróun og raunar ámælisverða ráðs- mennsku á þjóðarbúinu, og væri nær að meirihluti umræddrar fjárfestingar rynni til virkjunar fallvatna eða jarðvarma til haldgóðra hagsbóta fyrir ibúa landsins i stað hóflausrar eyðslu i gagnstæða átt. Guðjón F. Teitsson Sögulegt leikrit sýnt nyrðra BH-Reykjavik. — Hinn nýi eig- andi Akraborgarinnar kemur á föstudaginn og sækir hana. Kaup- in eru frágengin, og enskur mað- ur, Batty að nafni hreppti þetta ágæta skip, sem aö margra áliti var selt I ótima úr landi. Kaup- verðið mun vera 67 þúsund sterlingspund eða rúmlega 18 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum, sem blaöið aflaði sér hjá Birni Magnússyni hjá Skipa og véla- eftirlitinu, verður framtiðarstarf Akraborgarinnar rannsóknir vegna oliuleita. Hinn nýi eigandi var ákaflega ánægður með skipið I alla staði, en sérstaklega var VELDUR,HVER mÍMX HELDUR SAMVINNUBANKINN hann hrifinn af vélarrúminu, sem var hvitmálað. Þetta fannst hon- um mikið til um, þvi að ensk vélar rúm eru yfirleitt svört, en þarna var allt hvitmálað og gólfið lika! Þó að mörgum þyki sjónar- sviptir að Akraborginni verður ekki annað sagt en salan sé góð. Skipið er erfitt i sölu. Það var á sinum tima byggt fyrir Borgar- ness-rútuna, og það er búið að gera margar tilraunir til að selja hana út um allan heim og búið að taka langan tima, áður en þessi sala kom til. Tilboðið barst i vor, og siðan dróst það á langinn. Batty leigði Skallagrimi Akra- borgina áfram, þegar það dróst, að nýja skipið kæmi, og þar með missti hann af þeim viðskiptum, sem hann hafði ætlað hana til, og þar af leiðandi lá honum ekkert á að fá hana þar til nú. BH-Reykjavik. — Leikfélagið Iðunn I Hrafnagilshreppi frum- sýndi sl. laugardagskvöld leikrit- ið Melkorka eftir Kristinu Sigfús- dóttur undir leikstjórn Júliusar Oddssonar. Var sýningunni mjög vel tekið og leikendur og leikstjóri klappaðir fram i leikslok. Frú Sigriður Schiöth minntist ey- firzku skáldkonunnar og verka hennar, sem svo mikillar hylli njóta viða um byggðir. Melkorka er sögulegt leikrit og hefur aldrei áður veriö flutt i heilu lagi á leiksviði. Það hefur verið flutt I útvarp og Leikfélag Ólafsvikur sýndi það á siðasta leikári. Melkorka er I fimm þáttum og eru leikendur 17 talsins. Með aðalhlutverkin, Melkorku og Höskuld Dalakollsson fara Þurlð- ur Schiöth og Stefán Aðal- steinsson. Onnur sýning var á sunnudag og eru næstu sýningar ráðgerðar á fimmtudags- og föstudagskvöld i Laugaborg. Auglýsitf í Hmanum Þannig viljum viö helzt muna Akraborgina, — hvfta og rennilega á siglingu. Kaupandinn dáðist að vélarrýminu — Akraborgin fer utan um helgina Sælgætismarkaður Kertamarkaður Opið til kl. 22 í kvöld og laugardag til kl. 12 Vörumarkaðurinn hf. Ármúla la, Matvörudeild Sími 86111 Húsgagna- og heimilistækjadeild - 86112 V ef naðarvörudeild - 86113 Skrifstofa - 86114

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.