Tíminn - 22.11.1974, Side 19

Tíminn - 22.11.1974, Side 19
Föstudagur 22. nóvember 1974. TÍMINN 19 Framhaldssaga FYRIR BÖRN Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla FIMMTI KAFLI Það var ekki búið að gera við vélina fyrr en seint um daginn, og sólin var um það bil að ganga undir, þegar við komum á leiðar- enda. Við gengum þvi eins hratt og við gát- um beina leið i lund- inn til þess að láta Jaka vita ástæðuna til þess, að við vorum svona seint á ferðinni. Siðan ætluðum við að biðja hann að biða þar, þangað til við værum búnir að fara til Brúsa og lita eftir þvi, hvort öllu væri ó- hætt. Það var farið að skyggja, þegar við komum lafmóðir og sveittir að útjaðri lundsins. I sömu svif- um sáum við tvo menn hlaupa i sprett- inum inn i lundinn og heyrðum hrópað tvisvar eða þrisvar sinnum á hjálp. Við sögum hvor við annan, að þetta væri auðvitað Jaki, vesl- ingurinn, sem nú væri verið að myrða, og við urðum svo hræddir, að okkur rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Við hlupum burtu yfir á tóbaksakurinn og földum okkur þar, og við skulfum svo mikið, að við sjálft lá, að spjarirnar tylldu ekki utan á okkur. Um leið og við komum þangað komu tveir menn aðrir hlaupandi og skunduðu inn i lundinn, og andartaki seinna komu fjórir Þrjú skákmót hjá T.R. á næstunni Nú nýlega lauk hraöskákmóti haustmóts T.R. og urðu Ingi R. Jóhannsson og Friðrik ólafsson sigurvegarar, hlutu 15 v. hver, en Ingi fékk 1. verðlaun, þar sem hann var efstur fyrir siðustu umf. í 3. sæti varð Jóhann örn Sigurjónsson með 14 1/2 v. í 4-G sæti urðu Guðm. Sigurjónsson, Bragi Kristjánsson og Guðmund- ur Pálmason, með 14. v. hver. Hin nýja stjórn T.R. sem kosin var nú fyrir skömmu hefur lagt drög að starfsemi félagsins fram til áramóta og er hún sem hér segir: Föstudaginn 22. nóv. — i dag — byrjar svokallað bikarmót T.R. Er þetta mót útsláttarkeppni og falla þeir úr, sem tapað hafa 5. skákum. Hver keppandi hefur 30. min. til að ljúka skákinni. Teflt veröur á föstudags- og þriðjudagskvöldum, og eru 3. umferðir á kvöldi. Þátttökugjald verður 500 kr. fyrir félagsmenn, en 750 kr. fyrir utanfélagsmenn. Skákstjóri verður ögmundur Kristinsson. Miövikudaginn 27. nó.v hefst Opna mót T.R., og er þetta mót einkum til þess ætlað að þeir menn, sem telja sig vera of lágir á Elo stigum fái tækifæri til að vinna sér inn stig. Tefldar verða 7 umferðir annað hvort eftir Monrad eða riðlakeppni, eftir þátttökufjölda. Hver keppandi hefur 2 tima á 40 leiki. Teflt verður á miðvikudags- og sunnu- dagskvöldum, og verður þátt- tökugjald það sama og i bikar- mótinu. Jólahraðskákmót T.R. verður haldið dagana 3. og 4. i jólum og verður sérstaklega til þess 0 Verkfall fylkingar verkfallsmanna, hafa látið deigan siga og byrjuðu að tinast til vinnu i gær. (Svo virðist sem almenningur i Frakklandi óttist vinnustöðvun á þessu stigi málsins, þegar enn er allt i óvissu um framþróun efna- hagsmála. Lita má og á þróun mála I Frakklandi siðustu daga, sem sigur fyrir stjórn Valery Gis- card d’Estaings forseta). 0 Kópavogur Björgvinsson, sem kvað eiga að vera formaður fulltrúaráðsins, sér mjög fyrir þessu, en gegn þvi snerust Sigurður Helgason, bæjarfulltrúi og ólafur St. Sigurðsson, núverandi fulltrúa- ráðsformaður, enda markmiðið með þessu brambolti að einangra þá og svipta þá völdum, ásamt Axel Jónssyni alþingismanni, sem teljast verður öðrum fremur fulltrúi Sjálfstæðismanna i Kópa- vogi á þingi. Sjálfur er Stefnir Helgason að byggja hús við Álfhólsveg, og bera andstæðingar hans og þeirra félaga, sem nú er að brjóta stofnanir Sjálfstæðisflokksins i Kópavogi undir sig, að mark- miðiö sé, ef hlutafélagið Þorri nær tangarhaldi á Sjálf- stæöishúsinu, að veðsetja það og kaupa siðan hæð i húsi Stefnis. Deilurnar út af þessum húsmálum og ásælni hluta- félagsins Þorra urðu svo harðar á fulltrúaráðsfundinum, að við sjálft lá, að fulltrúaráðið sundraðist. Niðurstaðan varð þó að visa málinu til afgreiðslu á aöalfundifulltruaráðsins. Eru þvi nú miklar dylgjur og flokkadrætt- ir með Sjálfstæðismönnum i Kópavogi og óduldar sviptingar um völdin innan flokksins þar i bænum. Eftirtektarvert er, að forystu- menn tangarsóknarinnar á hend- ur núverandi valdamönnum Sjálf stæðismanna þar syðra, eru sumir fyrir skömmu komnir úr Alþýðuflokknum yfir i raðir Sjálfstæðismanna og hafa áður staðið saman á öðrum vettvangi. Miklar væringar hafa verið i bæjarstjórn Kópavogs milli þeirra Stefnis og Richards annars vegar og Sigurðar Helgasonar og Axels hins vegar, og harðar deilur urðu i Sjálf- stæöiskvennafélaginu Eddu, er Ásthildur var kosin formaður þess. vandað. Hraðskákæfingar félasins verða eins og venjulega á mánudags- og fimmtudags- kvöldum. Sú nýbreytni verður nú tekin upp hjá félaginu, að opið verður á þriðjudögum kl. 5-7 og menn geta fengið keypt kaffi og rætt stöður sem komið hafa upp á liðnum mótum, auk þess að tefla hægskákir. Miðvikudaginn 27. nóv. kl. 5. mun Guðlaug Þor- steinsdóttir tefla fjöltefli við kvenfólkið og er skorað á konur að mæta. Auk þess mun verða fastar æfingar fyrir kvenfólk á miðvikudögum kl. 5-7 I vetur. Byggingar- steinninn frá Létt- steypunni 1 TtMANUM I gær var ranglega sagt, aö nýju húsin i Grimsey væru hlaðin úr byggingarsteini frá Kisiliöjunni viö Mývatn. Steinninn er frá Léttsteypunni I Mývatnssveit. Léttsteypan er fyrirtæki bænda i Vogum og Reykjahlið, og selur hún byggingarstein viða um héruð. Þykir einkum hentugt að hlaða hús úr slikum steini, þar sem sækja verður möl og sand i steypu um langan veg. Sinfóníu- tónleikar Sinfóniuhljómsveit Islands heldur þriðju tónleika sina utan Reykjavikur á þessu starfsári að Borg I Grimsnesi laugardaginn 23. nóvember kl. 15 (kl. 3). Tónleikarnir eru haldnir á veg- um Félagsheimilisins Borg. Stjórnandi verður Karsten Andersen og einleikari Gunnar Egilson. Flutt verður for- leikurinn að Töfraflautunni eftir Mozart, klarinettukonsert eftir Spohr, Sinfónia nr. 4 eftir Mendelssohn og Finnlandia eftir Sibelius. 0 Alþjóðleg vælaöryggisráði, sem kallað verður World Food Security Council. 1 það á að kjósa fulltrúa 25þjóða, bæði með tilliti til land - fræðilegs jafnvægis og einnig er ætlunin, að Efnahags og þróunar- ráð Sameinuðu þjóðanna kjósi fulltrúa og að lokum velur alls- herjarþing S.þ. fulltrúana endan- lega. Mönnum var illa við það á ráöstefnunni, að vera að koma upp enn nýjum stofnunum og miklu skrifstofubákni, en þó var ekki talið kleift að komast hjá þvi i þessu tilfelli. mii— Árnesingar Framsóknarvist Framsóknarfélag Arnessýslu efnir til þriggja kvölda spila- keppni sem héfst að Aratungu föstudaginn 22. nóv. kl. 21. Ræöu- maður kvöldsins verður Vilhjálmur Hjálmarsson menntamála- ráöherra. Heildarvinningar: Ferð fyrir tvo til Mallorca með ferðaskrifstofunni Sunnu. Stjórnin. Akranes Framsóknarfélag Akraness heldur framsóknarvist i félags- heimili sinu, Sunnubraut 21. sunnudaginn 24. nóv. kl. 16. öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Kornverð kornverðiö, sem hefur áhrif á verð á samsettum blöndum, held- ur einnig verð á fiskimjöli, farm- gjöld o.s.frv. Það er erfitt að spá um hver þróunin verður i þessum málum næstu ár þar sem Bandarikin eiga ekki þann varaforða korns sem hélt stöðugu verðlagi á heims- markaðinn árum saman. Það er að visu rétt, að nú er yfirlýst stefna þeirra og margra annarra þjóða aö auka kornframleiðslu sina, en þá ber þess að gæta að skortur er á áburði og hann og all- ur annar tilkostnaður við ræktun- ina fer stöðugt vaxandi. Ýmislegt getur einnig valdið lélegri upp- skeru sem enn gæti aukið á vand- ann. Margar þjóðir eru einnig tregar til að selja allt sitt korn og telja vænlegra að tryggja sig með ein- hverjum birgðum til mögru áranna. Þannig leggur t.d. Efna- hagsbandalagið há útflutnings- gjöld á kornvörur til landa utan bandalagsins, og veita auk þess ekki útflutningsleyfi nema þrjá mánuði fram i timann. o Alþingi a.m.k. losa Byggðasjóð undan þeirri ásókn, sem nú er i lán hjá honum til uppbyggingar sjávar- útvegs Suðurnesjasvæðisins, og stuðla að þvi, að Suðurnesjamenn gætu orðið sjálfum sér nógir á þessu takmarkaða sviði. Hér er um fé að ræða er myndast á svæðinu sjálfu og tilheyrir sveitarfélögunum öllum. Þvi er eðlilegt, að þau ráði þvi sjálf. Stór hluti af Suðurnesja- mönnum er aðfluttur til Suður- nesja utan af landi. Þeir og aðrir Suðurnesjamenn gleðjast yfir þeim framförum, er þar hafa átt sér staö á undanförnum árum. Þeir fagna þeim auknu mögu- leikum, sem Byggðasjóður hefur til að auka framfarir og uppbyggingu á landsbyggðinni með eflingu sjóðsins, og vilja siður en svo leggja stein i götu þeirra framfara er meö þvi geta átt sér stað, En þeir vilja jafnframt benda á þá sérstöðu, er Suðurnesin hafa i þessu máli. Sumir munu ef til vill lita svo á, að með stofnun þessa sjóðs sé verið að skapa hættulegt for- dæmi, varhugavert geti verið að leyfa svo afmörkuðu svæði að hafa sinn eigin framkvæmdasjóð. En þvi fer fjarri. Fram hafa komið hugmyndir um að byggja Byggöasjóös upp á þennan hátt, þ.e. að honum væri skipt eftir fjórðungum eða kjördæmum. Væri fyllilega athugandi, hvort sú tillaga á ekki rétt á sér. Réttilega má benda á, að hér er ekki gert ráð fyrir neinum mögu- leikum til stuðnings við sjávarút- veg Hafnarfjarðar og Rey.kjavikur þótt þeir staðir eigi ekki möguleika á fyrirgreiðslu úr Byggðasjóði skv. reglum hans. Þvi er til að svara, að Reykja- vikurborg hefur þegar sinn eigin Framkvæmdasjóðs, sem veitt hefur lán til togarakaupa. Hafn- firðingar hafa stóriðju á sinu svæði, sem reynst hefur góður skattborgari. Virðist ekki óeðli- legt, þótt einhverju af þvi fjár- magni verði varið til alhliða a\- vinnuuppbyggingar, þar á meðal I sjávarútvegi. 0 Dómssátt niður falla, með þvi að skipstjórinn greiði sekt fyrir brot sin. Var skipstjóranum gert að greiða kr. 250 þús. til Landhelgis- sjóðs fyrir brot á fiskveiðilögum og 10 þús kr. i rikissjóö fyrir brot á lögum um tollheimtu og toll- eftirlit. Erlendur Björnsson bæjarfógeti dæmdi I málinu. Snjó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum Mjög góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÖLNINGU Sendum í póstkröfu Béurnwm Nýbýlaveg 4 * Sími 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.