Tíminn - 22.11.1974, Qupperneq 6

Tíminn - 22.11.1974, Qupperneq 6
6 TÍMINN Föstudagur 22. nóvember 1974. Það sér enginn eftir því að hafa komið til okkar... BH ræðir við tvo forystumenn Góðtemplara ó Akranesi í tilefni kynningardags starfs þeirra næstkomandi sunnudag Næstkomandi sunnudagur, 23. nóvem- ber verður sérstakur kynningardagur fyrir Góðtemplararegluna á íslandi, á fimm stöðum á landinu, Reykjavik, Hafnarfirði, Keflavik, Akranesi og Akureyri. Kynningin fer fram á vegum Stórstúku ís- lands, Islenzkra ung- templara og unglinga- reglunnar á íslandi. Haldnir verða út- breiðslufundir á þessum stöðum i þeim tilgangi að kynna fólki utan Reglunnar starfsemi hennar og starfshætti. Hér er ekki um sérstaka hátið að ræða, heldur fyrst og fremst fundi, þar sem þessi mál verða rædd og fyrirspurnum svarað af forsvars- mönnum Reglunnar á hverjum stað. Sérstök undirbúningsnefnd hef- ur verið kosin á hverjum stað, en Stórstúkan sér um kynningu dagsins i fjölmiðlum. i tilefni þessa ræddi blaöið við tvo forvigismenn Reglunnar á Akranesi, þau Valbjörgu Krist- mundsdóttur og Ara Gislason, og varð okkur fyrst til að spyrja, til hverra ætlun þeirra væri að ná með kynningarstarfseminni. — Til allra, sem vilja koma til okkar, svaraði Valbjörg, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Reglan tekur á móti öllum I starfið til hennar til að vera með, hvort sem það eru menn, sem hyggjast verja sig gegn drykkju- skap, eða um er að ræða ungt fólk, sem vill koma til okkar af einhverri félagslegri þörf. Það er auðvitað ósk okkar, að sem flestir vildu koma og vera með okkur. Barnastúkurnar eru alltaf vinsælar Við ræðum þá um augljósar af- leiðingar hins mikla drykkju- skapar, og spyrjum Valbjörgu, hvernig starf Reglunnar standi I dag, hvort um sókn sé að ræða, eða hvort hún standi i stað. — Þvi miður, mér finnst hún standa I stað, vegna þess að það bætist svo lítið við hana. Fólkið eldist, sem I henni er, og þegar ekki kemur nýtt fólk, er afskap- lega eðlilegt, að hún standi I stað. En barnastúkurnar hafa alltaf verið vinsælar og halda vinsældum slnum? — Já barnastúkurnar eru vinsælar og það gengur vel með þær, en þegar börnin eru komin um fermingaraldur, þá hætta þau I stúkunni og fara ekki i eldri stúkurnar. Það eru að sönnu ung- templarafélög, sem starfa sum hver með ágætum, en hjá okkur á Akranesi, hefur að vísu verið stofnað síikt félag, en það hefur ekki gengið reglulega vel með það. Hvort sem það hefur stafað af þvi, að það hefur vantað for- ystumenn til þess, veit ég ekki, en forysta er alltaf ákaflega erfitt starf, ekki sizt fyrir unglinga. Fullorðnu fóki hefur veitzt nógu erfitt að halda saman svona félagsskap, hvað þá unglingum. Það er einmitt mergurinn málsins. Okkur skortir forystu- menn i dag. Þetta krefst mikillar vinnu, og það eru ekki margir, sem gefa sig i sjálfboðavinnu hjá félögum I dag. Það er mikil breyting, sem var, þvi að fólkið hefur svo mikið að gera, og það getur fengið peninga fyrir allt, sem það vinnur, og þá er siður hægt að fá fólk til að starfa, hvort sem það er i félagsskap eða annars staðar sem sjálfboðaliðar. Nú, svo eru félögin orðin svo af- skaplega mörg, að það kemst enginn yfir það, ásamt ef til vill mikilli vinnu, að vera i félögum starfa þar til gagns. Áfengishugsun- arhátturinn iskyggilegt þjóðarböl Við spyrjum Valbjörgu eftir starfinu uppi á Akranesi, hvort það séu margir, sem taka þátt i starfinu þar. — Nei, svarar Valbjörg. Hún er ekki fjölmenn, stúkan okkar, og þaö er yfirleitt sama fólkið, sem kemur á fundina. Þetta er elsku- legt fólk, sem vill gjarnan starfa. Við viljum áreiðanlega öll, ef við gætum, láta gott af okkur leiða, en það er ákaflega erfitt, þar sem er fámenni. Við getum ekki náð þannig til fólks, þó að við álitum, að það sé öllum fyrir beztu að koma I félagsskapinn til okkar. Við getum bara sagt það, sem okkur finnst, en við getum tæp- lega gefið öðrum trúna á það. En trúin á sigur málstaðarins er óbifandi og baráttan heldur áfram? — Mér finnst það vera afskap- lega Iskyggilegt hvað það er áberandi, að fólki er talin trú um, að það sé nauðsynlegt að hafa áfengi alltaf um hönd, til dæmis þar sem fólk er að skemmta sér. Þetta finnst mér iskyggilegt þjóð- félagsböl. Ég held að fólk, sem hefur heilbrigða sál, hljóti að geta skemmt sér mjög vel án þess að drekka áfengi, sem er svo aftur á móti okkur hinum svo mikill ógn- valdur. Fólk gerir kannski ýmis- legt, sem það svo sér eftir alla ævina,einmitt þegar það er að skemmta sér og ætlar að vera glatt, þá fer það út i að drekka og þá verður þetta svona. Það er talað afskaplega mikið um áfengisbölið, en þó er eins og ákaflega mörgu fólki finnist þetta alveg nauðsynlegt. Enginn ungur maður eða ung stúlka, sem byrjar á að smakka áfengi, ætlar sér að verða eins og vesalingarnir, sem liggja á götunum, heldur ætla þau að verða eins og finu mennirnir, sem drekka i hófi eins og kallað er, og þess vegna finnst mér hvlla mikil ábyrgð á þeim, að hafa þetta fyrir unga fólkinu i dag. Hlöðu breytt i félagsheimili Þau Valbjörg og Ari eru i for- ustusveit bindindismanna á Akranesi, og nú biðjum við Ara að segja okkur, hvernig þeir hátti kynningardegi sinum á sunnu- daginn. — Það, sem fyrirhugað er hjá okkur i sambandi við þennan dag, það er eiginlega það, sem kallaður er „Opinn fundur”. Hann byrjar með söng, svo er ætlunin, að flutt verði þrjú stutt ávörp, eitt um Góðtemplara- regluna, almennt, kynningarorð, annað um barnastúkustarfið, og hið þriðja um áfengisbölið al- mennt, eins og það er i dag. Svo er búið að fá mann frá AA-sam- tökunum til að tala, og að lokum er fyrirhugað, að hann og ein- hverjir okkar sitji fyrir svörum, svari fyrirspurnum og öðru sliku, sem komið gæti til greina. Siðan vorum við að hugsa um að hafa einhvern mann eða menn til þess að veita upplýsingár um Regluna og starf hennar, ef einhver vildi sérstakar upplýsingar. Þá berst talið að þvi, hvaða húsnæði templarar eigi á Akra- nesi. — Við eigum ágætt hús, svarar Ari, félagsheimili, sem reist var fyrir nokkuð mörgum árum, tuttugu og fimm árum. Frómt frá sagt, þá er þetta hlaða. Við höfð- um verið i vandræðum með hús- næði, en keyptum þá hlöðu og breyttum henni I fyrirmyndar hús. Við höfum þarna tvo sali, Akranes. Blómleg byggð I fögru umhverfi. Tlmamynd: Róbert. Valbjörg Kristmundsdóttir. eldhús og snyrtingu. Þegar börnin eru flest á fundi, eða um 140 fylla þau nokkurn veginn út i salinn. Það er alveg rétt, sem Valbjörg sagði, að við erum fá, en þetta er samstilltur hópur og góður, og það verður að kallast góð fundarsókn, að alltaf skuli þó mæta um helmingur félaga á fundi I félagsheimilinu okkar við Háteig. Okkur vantar starfskrafta — unga og létta Við inntum Ara éftir þvi, hvort nokkrar nýjungar séu á döfinni, eða formið orðið það fast, að ekki verði um þokað. — Formið hjá okkur breytist nú ekki, þó að það hafi breytzt frá þvi ég gekk fyrst i stúku, en það er ekki mikið. Það er búið að sýna sig, að bindindisfélög, sem hafa engar reglur og ekkert sérstakt form, þau lifa ekki betur. Það er stúkan, sem verður lifseigust af þessu öllu saman, þrátt fyrir allt. En einhvers er þörf? — Já, okkur vantar starfskrafta, unga og létta — við erum flest orðin gamalt fólk, nema við Vala, við verðum aldrei gömul.... Nú, við skulum hafa það hugfast, að það er ekki til það barn eða sá unglingur, sem sér eftir að hafa komið til okkar, en margur hins vegar ber þess sár um ævilöng ár að hafa ekki gert það. — Stúkustarfið má heita gott á Skaganum? — Já, það má heita gott. Barna- stúkan hjá okkur er ágæt, reglu- lega góð, Þórgils Stefánsson annast hana, og hún er i góðum höndum. Að lokum beinast samræðurnar um áfengisvandamálið á víð og dreif, og enda þótt engin áfengisútsala sé á staðnum heyja þau sitt strið i annarri mynd — Nei, enginútsala, en við höfum barinn. Hann er nýkominn. Það er vist ekkert hægt að reka nema hafa brennivinið, en þeir athuga ekki frádráttinn, sem kemur á þetta allt saman. Þetta sagði Valbjörg og undir strikaði orð sin, og Ari bætir við. — En þeir á Akureyri,þar geta þeir haldið tveim hótelum gang- andi án þess að dropi komi þar inn fyrir dyr. Og með þetta sem umhugsunarefni skulum við slá botninn i rabbið við þetta ágæta fólk og óska þvi og öðrum bindindismönnum góðs gengis á sunnudaginn. K J ARAMALAÁLYKTU N MÚRARASAMBANDSINS Timanum hefur nýverið borizt kjaramálaályktun Múrarasam- bands Islands, sem samþykkt var á sambandsstjórnarfundi fyrir skömmu. Segir þar m.a. að fundurinn harmi þá þróun, sem orðið hefur I kjaramálum launþega siðustu mánuði þar sem kaupmáttur launa fari minnkandi dag frá degi. Siðan segir orðrétt: „Fundurinn mótmælir harð- lega þeirri ógildingu á kjara- samningum, sem rikisvaldið hef- ur gert með bindingu visitölu og þar á eftir stórfelldri gengislækk- un og hækkun söluskatts. Allt hef- ur þetta stórlega rýrt kjör laun- þega”. t ályktuninni segir ennfremur, að fundurinn telji, að endurskoða beri visitölugrundvöllinn frá grunni, að nú þegar beri að hefja undirbúning næstu kjarasamn- inga, — og ennfremur segir þar, að nú megi sjá blikur á lofti i byggingariðnaðinum og innað tið- ar muni koma til mikils sam- dráttar, sem muni léiða til at- vinnuleysis. Að lokum segir orðrétt: „Með hag húsbyggjenda og launþega i huga, og til þess að t^yggja atvinnuöryggi I bygg- ingariðnaði, er það krafa Múr- arasambands Islands: Að tryggt sé nægjanlegt fjármagn, með hagstæðari kjörum en nú gerist, til áframhaldandi byggingar- framkvæmda. Að uthlutun fjármagns til ibúðarbygginga sé skipulögð betur og á þann hátt sé komið i veg fyrir stórar sveiflur i bygg- ingariðnaði. Að hafður verði hemill á verð- bólgunni, þannig aö hún verði ekki meiri hér, en hjá helztu við- skiptaþjóðum okkar.”

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.