Tíminn - 22.11.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.11.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 22. nóvember 1974. Spánverjar koma á óvart Það voru óánægðir áhorfend- ur, sem sneru heim frá Hamp- den Park f Glasgow, eftir að Skotland hafði tapað fyrir Spáni I Evrópukeppni lands- liða, 1-2. 92.100 áhorfendur voru komnir til að sjá Skot- land vinna stórsigur, þvi að búizt var viö miklu af Skotun- um, eftir að þeir höfðu sigraö A-Þýzkaland fyrir nokkrum vikum. Veömálaspekúlantarnir i Skotlandi voru mjög bjartsýn- ir á, aö Skotland myndi vinna, þaö sést best á þvi, að þeir buðu 7-1, ef menn vildu leggja peningana sina á spánskan sigur, þ.e.a.s. fyrir hvert eitt pund, sem veðjað var á Spán- verja, fékk sá hinn sami sjö pund i hagnað. En Spánverjar komu á óvart með að sigra, og sá sigur var verðskuldaður. Það leit að visu ekki vel út hjá þeim I byrjun, — þegar á 10. minútu leiksins skoraði Billy Bremner, eftir að Iribar hafði hálfvarið skot frá Deans. Og á 21. minútu áttu Skotar mögu- leika á að komast i 2-0, þegar Costas handfjatlaði knöttinn innan vitateigs, en Iribar varði glæsilega skot Hutchi- sons. Eftir þetta misstu Skotarnir algjörlega tökin á leiknum, og nú urðu Spánverj- ar hættulegir. Quini, bezti maður Spánverja, jafnaði á 36. minútu, og skoraði svo sigurmarkið á 61. minútu. Willie Ormond setti Peter Lorimer og Kenny Dalglish inná á 76. minútu fyrir þá Deans og Hutchison, en það dugði ekki til, — Skotar voru langt frá þvi að jafna leikinn. Leikurinn var ávallt harður, og dómarinn bókaði fimm menn, þá Villar, Migela, Planas og Rexach frá Spáni og Jordan úr skozka liðinu. Liðin voru þannig skipuð: Skotland: Harvey, Jardine, Forsyth, Bremner, McQueen, Burns, Johnstone, Souness, Deans, Jordan, Hutchison. Varamenn: Lorimer og Dal- glish. Spánn: Iribar, Castellanos, Benito, Capon, Miguel, Costas, Martinez, Villar, Quini, Planas, Rexach. Heimsmeistararnir í kröppum dansi í Aþenu Áhorfendur fengu góða skemmtun fyrir peningana sína, þegar Grikkir gerðu jafntefli (2:2) við V-Þjóðverja Evrópumeistarar og heimsmeistarar V-Þýzkalands komust i krappan dans í Aþenu# þegar þeir hófu vörn- ina á Evrópumeistaratitli sínum. Tvisvar í leiknum tóku Grikkir forystu/ en í bæði skiptin jöfnuðu Þjóð- verjar; í seinna skiptiðaðeins átta mínútum fyrir leiks- lok. I þýzka liðinu léku aðeins sex af heimsmeisturum þeirra — hinir leika annaðhvort erlendis# eða gáfu ekki kost á sér. Grikkir höfðu 1-0 forystu i hálfleik, og það mjög verðskuldaða forystu, sem þeim tókst að ná á 12. minútu, er Delikaris skoraði af þriggja metra færi eftir hornspyrnu. V-Þjóðverjar mættu einbeittir til leiks i seinni hálfleik, og eftir sex minútna leik höfðu þeir jafnaö. Cullmann var þar að verki, eftir þvögu innan vitateigs Grikkja. En Grikkir voru ekki af baki dottnir, og þeir náðu forystunni aftur á 70 minútu, er Eleftherakis skoraði framhjá Maier. Helmut Schön setti þá Kapelmann inn á i staðinn fyrir Cullmann, og aðeins tveimur minútum seinna, á 82. minútu, skoraði Wimmer eftir skemmtilegan samleik milli Hölzenbein og Kapellmann. Eftir þetta gerðu Þjóðverjar allt hvað þeir gátu til að knýja fram sigur, og oft munaði mjóu, en Economopoulos I marki Grikkja varði vel. Leikurinn var prúðmannlega leikinn, og þurfti dómarinn ekki að bóka neinn leikmann. Áhorfendurnir sem voru 17.000, fengu lika góða skemmtan fyrir peningana sina. Liðin voru þannig skipuð: Grikkland: Economopoulos, Kyrastas, Iosifides, Siokos, Glezos, Eleftherakis, Sarafis^Terzanides, Papaioannou, Domazos, Delikaris. V-Þýzkaland: Mair, Vogts, H. Kremers, Schwarzenbeck, Becken- bauer, Cullmann, Geye, Honeness, Hölzenbein, Wimmer Heynckes. Ó.O. Áhorfendur fóru án ir heim.r. Wales-menn sigruðu Luxemborg Wales vann auðveldan sigur I ieik gegn Luxemborg I Evrópukeppni landsliða I Swansea s.l. miðviku- dagskvöld. (Jrslitin urðu 5-0, Wales I vil, og hefði marka- munurinn getaö orðið mikiu meiri, ef ekki hefði komið til stór- góður leikur Thill I marki Luxem- borg. Hvað eftir annað varði hann, þegar óhorfendur voru farnir að fagna marki, einkum þó f fyrri hálfleik. M.a. varði hann vltspyrnu frá Leighton James á 25. mlnútu. Leikurinn var háður I úrhellis- rigningu, og voru leikmenn lengi að átta sig á vellinum. Eins og við var að búast, sóttu leikmenn Wales allan timann, en aðeins einu sinni I fyrri hálfleik tókst þeim að skora. Það var á 34. minútu, er Toshack skallaði inn eftir sendingu frá Reece. A 57. minútu skoraði Mike England með skalla eftir hornspyrnu, og svo kom markaflóðið. A 70. minútu einlék Phil Roberts upp vallarhelming Luxemborgar, og skaut þrumuskoti af 20 metra færi, sem hinn ágæti markvörður réð ekki við. A 72. mlnútu skoraði Arfon Griffiths eftir sendingu frá Leighton James, og á 75. mínútu skoraði fyrirliðinn, Terry Yorath, með þrumuskoti frá vitateigs- horni. Eftir þetta var greinilegt á leikmönnum beggja liða, að þeir voru orðnir dauðþreyttir, og þeir voru greinilega fegnir, þegar dómarinn flautaði loks af. Ahorf- endur fóru lika ánægðir heim. Það er langt siðan Wales hefur VETURINN ER KOMINN^ 'SWNNaK rafgeymarnir eitt þekktasta merki Norðurlanda - fásf hjá ___ okkur í miklu úrvali Einnig: Rafgeymasambönd, kaplar, skór og kemiskt hreinsað rafgeymavatn T3T5 ARAAULA 7 - SIMI 84450 unnið landsleik með fimm marka mun. Liðin voru þannig skipuð: Wales: Sprake, Thomas, Eng- land, Phillips, Roberts, Mahoney, Yorath, Griffiths, James, Reece, Toshack. Varamaður: Flynn. Luxemborg: Thill, Fandel, Flenghi, Hansen, Da Grava, Traerweiler, Pilot, Zuang, Langers, Dussier, Philip, Varamenn: Martin, Roember. O.O. IViðgerðir SAMVIRKI MEIRI VANDI ER AD GÆTA ||2" ENGINS FJAR ^SAMviNNniuð. nn 11^^™ FN AFIA ÞESS BINDINDISDAGVRINN 24. NÓV. STÓRSTÚKA ÍSLANDS, ÍSLENSKIR UNGTEMPLARAR, UNGLINGAREGLAN Standa fy'rii' sameiginlegum kynningardegi á störfum og stefnu samtakanna AKRANES: *k Opinn fundur kl. 20.3^ í FÉLAGSHEIMIL| te'rYiplara, Háteigi 11. Fulltrúar samtakann^ veVða til viðtals 1 frá kl. 20. i REYKJAVÍKÍ Opinn fundur í Þiilbstúku .Reýkjav.ikur kl. 14 í TEMPLARAKOLUNNI' Fulltrúar samtakanna verða til viðtals kl. 16—18 á*eftirtöldum stöðum. TEMPLARAHÖLLINNI, Eiríksgötu. SAFNAÐARHEIMILI Neskirkju. SAFNAÐARHEIMILI Grensássóknar. SAFNAÐARHEIMILI Langholtssóknar. FELLAHELLI, Breiðholti. Sögu-og starfssýning verður opin í TEMPLARAHÖLLINNI i tengslu við kynningardaginn. HAFNARFJORÐUR.-* Opinn fundur kl. 16. i GÓÐTEfylPLARAHÚSINU, Suðurgötu 7. Fulltrúar’verða til viðtals kl. 16—18 Kvöldskémmtun secoa stað kl. 20, einkum ætluð ungu fólki. Ómar Ragnarsson skemmtir. DALVÍK: Opinn fundur kl. 20.30 i VÍKURRÖST. ÁKUREYRI: Opinn fundur kl. 16. i HÓTEL VARÐBERG, Geislagötu 7. Aðalræðumaður: • Indriði Indriðason. Skemmtiatriði: Kristín Ólafsdóttir og Ipgimar EydaJ.; • ^Fulltrúar samtakanf^ verða til yiðtals kl. 13—15. « Á BINDINDISDAGINN 24. nóv. verða kynningarfundir fyrir almenning viðsvegar um land. Verða þar flutt ávörp, skemmtiatriði og bornar fram veitingar. Á sömú .stöðum verða svo fulltrúar samtakanna til viðtals og svara spurningum þdirra sem þess óska.. KEFLAVÍK: Opinn furidur. kl, 21 í KEFLAVÍKURKIRKJU. . - Meðal ræðumanna: . Vilhjálmur Hjálmarsson, memitamálaráðherra. Fulltrúar verða til viðtals frá kl. 20. I'ÍLT t>Ú Med oK*x> r . — Þekking skapar ALUR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM BÍLAVERKSTÆÐI DALVÍKUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.