Tíminn - 22.11.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. nóvember 1974.
TÍMINN
9
mm
tJtgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I
Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 —
auglýsingasimi 19523.
Verð I lausasölu kr. 35.00.
Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f.
Efling lands-
byggðarinnar
Fjórði kafli stjórnmálayfirlýsingar nýlokins
flokksþings Framsóknarmanna fjallaði um
byggðamálin sérstaklega. Þar segir, að flokks-
þingið fagni áföngum, sem náðust i byggðamálum
undir forustu Framsóknarflokksins. Mikilvægast
var, að þá tókst að endurvekja bjartsýni fólksins i
dreifbýlinu og stöðva fólksflóttan þaðan, þannig
að á siðast liðnu ári var fólksfjölgunin meiri á
landsbyggðinni en I þéttbýlinu við Faxaflóa.
Þá segir, að flokksþingið treysti þvi, að Fram-
sóknarflokkurinn muni i núverandi stjórnarsam-
starfi halda áfram þvi uppbyggingarstarfi, sem
unnið var á undanförnum árum, og bendi m.a. á
eftirtalin atriði, sem markmið i byggðastefnu
Framsóknarf lokksins:
Að viðhalda og efla blómlega byggð um landið allt, og tryggja
þannig grundvöll efnalega sjálfstæðis veiferðarþjóðfélags fyrir
komandi kynslóðir.
Að jafna aðstöðu landsmanna til menntunar og þátttöku I
menningarlifi þjóðarinnar.
Að miða nýtingu islenzkra auðlinda og atvinnuuppbyggingu, og
þá alveg sérstakiega iðnþróun næstu áratuga einkum, við þörf
hinna dreifðu byggða fyrir fjölbreytt atvinnulif.
Að tryggja öllum landsmönnum margháttaða opinbera þjónustu
á jafnaðarverði og að húsnæðisskortur verði ekki til hindrunar
eðlilegri byggðaþróun.
Að efla sjálfstjórn byggðanna með breyttu stjórnsýslukerfi.
Að efla þátttöku samvinnufélaganna I atvinnulifinu.
Að jafna upphitunarkostnað um land allt.
1 yfirlýsingunni er bent á það, að höfuðeinkenni
atvinnulifs landsbyggðarinnar sé, hversu einhæft
og árstiðabundið það er, Mörg byggðarlög byggi
tilveru sina nær eingöngu á sjávarútvegi og land-
búnaði. Af þessum ástæðum beri að standa
traustan vörð um unninn sigur i landhelgismálinu,
að skipuleggja sem bezt hráefnisöflunina, að sam-
ræmi verði i eflingu fiskiflotans og endurbótum á
vinnslustöðvum fiskiðnaðarins, að auðvelduð
verði uppbygging vinnslustöðva landbúnaðarins
og að iðnaður landsbyggðarinnar verði efldur. Þá
verði auknar rannsóknir á auðlindum landsins,
sem gætu orðið grundvöllur nýrrar og hag-
kvæmrar framleiðslu.
Þá segir i yfirlýsingunni að ein frumforsenda
fjölbreytts atvinnulifs úti á landsbyggðinni sé út-
rýming þess verulega mismunar, sem sé á sam-
keppnisstöðu fyrirtækja þar og á höfuðborgar-
svæðinu. Þetta gildi um flutningskostnað, raf-
magn, sima og margskonar sérfræðiþjónustu. Þá
sé mikilvægt að bæta samgöngukerfið, og beri að
leggja jöfnum höndum áherzlu á bætta vegi, hafnir
og flugvelli. Þá þurfi að jafna verð vöru og
þjónustu.
1 yfirlýsingunni er svo bent á nauðsyn þess að
auka sjálfstæði sveitarfélaga og landshlutasam-
taka og draga úr vaxandi miðstjórnarvaldi.
Um samvinnufélögin segir, að þau séu þau sam-
tök, sem bezt hafi staðið vörð um eðlilega byggða-
þróun. í ljósi þeirrar staðreyndar beri að auka
hlutdeild þeirra i atvinnulifinu. svo að þau fái
rækt það mikilvæga hlutverk að halda við og efla
fjölbreytni i atvinnulifi landsbyggðarinnar.
Þ.Þ
ERLENT YFIRLIT
Ósennilegt að Rússar
og Kínverjar vingist
Chiao líklegur til að fylgja óbreyttri stefnu
ÞAÐ VAKTI talsverða athygli,
þegar tilkynnt var i Peking fyrir
nokkrum dögum, að skipaður
hefði verið nýr utanrikisráð-
herra. Siðan hefur verið talsvert
umtal um það i fjölmiðlum, hvort
þessi ráðherraskipti kunni aö
boða stefnubreytingu hjá
Kinverjum i utanrikismálum.
Einkum er orðrómur um það
tengdur því, að stjórn Kina sendi
stjórn Sovétrikjanna óvenjulega
vinsamlegt skeyti á byltingar-
afmæli Sovétrikjanna 7. þ.m. I
skeytinu var m.a. lagt til, að Kina
og Sovétrikin gerðu
griðasáttmála sin á milli. Þetta
er hugmynd, sem Rússar hafa oft
áður varpað fram, en hún hefur
ekki hlotið undirtektir hjá
Kinverjum fyrr en nú. Rússneskir
fjölmiðlar gerðu sér ekki tiðrætt
um þessa tillögu Kinverja fyrstu
dagana eftir afmælið, en siðar
lýstu rússneskir ráðamenn yfir
þvl, að þeir væru nú einsog áður
reiðubúnir til viðræðna við Kin-
verja um þetta mál.
I FRAMHALDI af þessu hefur
nokkuð verið rætt um það, hvort
einhver bati eða þiða kunni að
vera i vændum i skiptum Rússa
og Kinverja, og hvort utanrikis-
viöskiptin standi i einhverju sam-
bandi við það. Niðurstaða flestra,
sem til þekkja, er yfirleitt á þá
leið, að liklegra sé, að hér sé
frekar um áróðursbragð að ræða
en hugarfarsbreyti ngu .
Utanrlkisráðherraskiptin geti þvi
frekar boðað breytingar á áróðri
Kinverja en stefnubreytingu.
Frá sjónarmiði Kinverja gæti
það að ýmsu leyti verið klókt að
gefa til kynna, að samband Rússa
og Kinverja væri að batna.
Kinverjar hafa að undanförnu
lagt áherzlu á þann áróður, að
þeir búist alls ekki við styrjöld
milli Rússa og Kfnverja, a.m.k.
ekki i náinni framtfð. Þeir telja
ekki heldur hættu á stórstyrjöld
milli Araba og Israelsmanna. Að
vfsu geti komið til vopnaviðskipta
milli þessara aðila að nýju, en
bæði Rússar og Bandaríkjamenn
muni beita áhrifum sinum til að
koma i veg fyrir, að þau breiðist
út. Það sé hagur beggja, eins og
nú er ástatt. Þrátt fyrir þetta
halda Kfnverjar þvi fram, að
strfðshættan fari vaxandi og aðal-
hættan sé fólgin f þvi, að Rússar
ætli sér að ráðast á Vestur-
Evrópu. Rússneskir ráðamenn
hafi miklu meiri hug á þvi að ná
Vestur-Evrópu en Kina undir
yfirráð sin. Vigbúnaður þeirra við
landamæri Kina sé fyrst og
fremst þáttur í þeirri áætlun
jeirra að blekkja Evrópumenn og
fá þá til að halda, aðRússaróttist
meira styrjöld við Kina en
Vestur-Evrópu. Þessa blekkingu
verði þjóðir Vestur-Evrópu að
varast og halda vöku sinni. Þeim
sé mikilvægt að efla varnir.sinar
og styðja Atlantshafsbandalagið.
Eins og er, þá eru ekki aðrir betri
stuðningsmenn Atlantshafs-
bandalagsins en Kinverjar.
Frá þessu sjónarmiði Kinverja
væri það sennilega ekki óklókt, ef
jað álit myndaðist, að heldur
væri að draga saman með þeim
og Rússum. Þeim yrði þá senni-
lega auðveldara að halda þvi
fram, að Rússar hafi fyrst og
fremst hug á Vestur-Evrópu.
Þetta gera Rússar sér vafalaust
ljóst, og þvi leggja þeir nú kapp á
að sýna batnandi samband milli
Sovétrikjanna og Vestur-Evrópu.
Þetta mun t.d. vafalaust eiga
eftir að sjást I sambandi við för
Bréznéfs til Parisar i næsta
mánuði.
Sé sú tilgáta rétt, að hér sé
einkum um að ræða áróðursbragð
Chiao Kuan-hua
af hálfu Kinverja, má gera ráð
fyrir að sambúð þeirra og Rússa
haldistí reynd óbreytt, þrátt fyrir
gagnstæðar yfirlýsingar af
beggja hálfu. Þess ber einnig að
gæta, að báðir þurfa þeir, i
sambandi við væntanlegt
heimsþing kommúnistaflokk-
anna, að látast vilja bæta sambúð
kommúnistisku risaveldanna.
ÞVÍ ER yfirleitt spáð, að hinn
nýi utanrikisráðherra Kina,
Chiao Kuan-hua, muni reynast
slyngur áróðursmaður. Einnig er
vakin athygli á þvi, að hann sé sá
leiðtogi Kinverja, sem þekki
einna bezt til á Vesturlöndum, en
hann stundaði á árunum milli
heimsstyrjaldanna nám i Japan,
Frakklandi og Þýzkalandi og lauk
doktorsprófi i heimspeki við
háskólann i Tubingen i Þýzka-
landi. Áundanförnum árum hefur
hann tekið þátt i fjölmennum
ráðstefnum sem aðalfulltrúi
Kinverja. Sfðan Pekingstjórnin
fékk viðurkenningu 1971 sem
fulltrúi Kfna hjá Sameinuðu
þjóðunum, hefur Chiao verið
sendiherra Kina þar. A þeim vett-
vangi hefur hann kynnzt mörgum
leiðtogum vestrænna þjóða, og er
m.a. vel kunnugur Kissinger. Það
verður eitt fyrsta embættisverk
hans að taka á móti Kissinger, en
hann er væntanlegur til Peking
25. þ.m.
Chiao er 61 árs að aldri, fæddur
i Yengsheng i Kiangsufylki. Hann
gerðist ungur kommúnisti, þótt
hann væri kominn af efnuðu fólki,
sem gat stutt hann til mennta.
Doktorsritgerðin, sem hann varði
i Tubingen 1963, fjallaði um
þekktan kinverskan heimsepk-
ing, en samkvæmt siðustu
kenningum Maos er nú gert litið
úr fyrri heimspekingum Kin-
verja, og þvf er ritgerð Chiaos nú
lftt á loft haldið i Kina. Chiao hélt
heim frá Þýzkalandi 1937 og sneri
sér fljótlega að blaðamennsku
eftir heimkomuna. Á árunum
1942-1945 var hann búsettur i
Chungking og ritaði þá greinar
um utanrikismál, sem vöktu
mikla athygli. Hann fór frá
Chungking til HongKong 1946 og
gerðist þar stjórnandi þekktrar
fréttastofu. Hann gekk i þjónustu
kínversku kommúnistastjórnar-
innar 1949 og var ráðunautur
hennar á ýmsum alþjóðaráð-
stefnum, unz hann var skipaður
aðstoðarutanrikisráðherra 1964.
Hann var á þessum árum mjög
handgenginn Chou En-lai. Fyrri
kona hans hafði um skeið verið
einkaritari Chou En-lais, en hún
lézt 1970. Á tfmum menningar-
byltingarinnar féll hún i ónáð,og
sonur þeirra hjóna sat um skeið i
fangelsi hjá rauðliðum, en var
sleppt fyrir milligöngu Chou En-
lais. Það þykir hafa sýnt sig á
siöari árum, að Chou En-lai
treysti Chiao öðrum mönnum
betur, þvf að hann fól honum
hvert trúnaðarstarfið öðru meira.
Meðal annars var hann 1969
skipaður formaður nefndar þeirr-
ar, sem ræddi við rússneska
sendinefnd um landamæraþrætur
Rússa og Kinverja.
Chiao hefur getið sér gott orð
sem aðalfulltrúi Kinverja hjá
Sameinuðu þjóðunum. Hann
hefur þótt skýr og skarpur I
málflutningi og fljótur til svara,
þegar þess hefur þurft. Margir
telja, að hann hafi átt frumkvæði
að þvi, að Kínverjar tóku upp
bætta sambúð við Bandarikin og
Vestur-Evrópu, og hlotið þar
stuðning Chou En-lais. Af þvi
mætti ætla, að aukin völd hans
væru trygging fyrir þvi, að
utanrikisstefna Kinverja verði
óbreytt, en hins vegar sé að vænta
meiri sveigju og lagni i málflutn-
ingi — Þ.Þ.