Tíminn - 22.11.1974, Qupperneq 8

Tíminn - 22.11.1974, Qupperneq 8
8 TÍMINN Föstudagur 22. nóvember 1974. II ■ i III Aburðarverksmiðja rikisins i Gufunesi. Verður Áburðarverk smiðjan stækkuð? PdII Pétursson hefur tillögu um könnun þ Páll Pétursson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stækk- un Aburðarverksmiðju rikisins svohljóðandi: „Alþingi alyktar, að fela rikis- stjórninni að láta nú þegar gera könnun á þvi hvort ekki sé tima- bært að hefjast þegar handa um stækkun Aburðarverksmiðju rikisins i Gufunesi, þannig að hún geti sem allra fyrst fullnægt þörf landsmanna fyrir framleiðslu- vörur verksmiðjunnar. Enn fremur verður gerð könn- un á þvi hvort ekki komi tii greina stækkun verksmiöjunnar meö út- flutning áburðar fyrir augum. Ef könnun þessi íeiðir það i ljós að stækkun verksmiöjunnar sé þjóðhagsiega hagkvæm, felur Alþingi rikisstjórn að iáta semja og leggja fram á Alþingi frumvarp um stækkun verk- smiðjunnar. Könnun þessari verði hraðað svo sem frekast er kostur, þannig að niöurstööur hennar, liggi fyrir áöur en þeirri raforku, sem tiltæk verður i landinu i nánustu framtíð er ráðstafað til annarra greina orkufreks iðnaðar." 1 greinargerð segir flutnings- maður: „Það er alkunna hversu áburð- arverð I veröldinni hefur hækkað stórkostlega undanfarið. Sam- flutt þingsályktunar- ss efnis Páll Pétursson kvæmt upplýsingum Aburðar- verksmiðju rikisins mun áburöarverð til bænda a .m .k. tvö- faldast á næsta vori. Bændur hafa af þvi miklar áhyggjur hvernig þeir geti mætt þessari stórfelldu hækkun. Það er augljóst að allra leiða verður að leita til þess að halda niðri áburðarverðinu, enda hefur það áhrif á afkomu landsmanna allra. Fyrirsjáanlegt er að notkun áburðar ætti að stóraukast i land- inu á næstu árum, m.a. vegna þess að ákveðiö hefur verið að gera mikið átak i landgræðslu. Nú mun Aburðarverksmiðjan framleiða um 2/3 af árlegri áburðarþörf landsmanna og það er fyrst og fremst hið háa kaup- verð á þeim þriöjungi, sem við flytjum inn, en gætum að mestu leyti framleitt sjálfir, sem sprengir upp áburðarverð svo mjög sem raun ber vitni. Þar sem framleiðsla áburöar i Gufu- nesi byggist að langmestu leyti á raforku úr fallvötnum, en ekki á oliu, eins og vlðast er erlendis, hafa forsendur eldri áætlana breytzt islenzkri framleiðslu I hag. Flutningsmaður leggur áherzlu á það, að eðlilegra sé að verja þeirri raforku, sem tiltæk verður I landinu i næstu framtið, til áburðarframleiðslu fremur en til annarra greina orkufreks iðnað- ar. Reynsla og verkkunnátta ts- lendinga viö áburðarframleiðslu er fyrir hendi, þörfin á auknu framleiðslumagni er brýn, fram- leiðslan veldur ekki náttúru- spjöllum heldur hiö gagnstæða, verkefnið ekki stærra en svo, að það er viðráðanlegt fyrir tslend- inga, og eðlilegra að islenzk fall- vötn mali fremur þessari þjóð gull en útlendingum.” Flokksbræður á öndverðum meiði Snörp orðaskipti áttu sér staö milli sjávarútvegsráð- herra Matthiasar Bjarnason- ar og flokksbróður hans Guö- laugs Gislasonar I n eðri deild I gær, er frumvarp um sam- ræmda vinnslu sjávarafia og veiða var til fyrstu umræðu, en það er stjórnarfrumvarp. Taldi Guðlaugur, að með þessu frumvarpi væri veriö að hreyfa við veiðiheimildum og iögfesta frekari hömlur á þvi sviði. Matthias Bjarnason sagði, að sú skoðun þingmannsins væri byggö á algerum mis- skilningi. Meö þessu frum- varpi væri að- eins verið aö stuðla aö samræmingu milli veiði- heimilda samkvæmt sérstökum leyfum ráöu- neytisins til rækju og skel- fiskveiða og vinnslugetu þessara greina fiskiðnaðarins, meðal annars með skiptingu afla milli vinnslustöðva og þeirra báta, em veiðileyfi hljóta. 1 athugasemdum viö laga- frumvarpið segir m.a.: „Veiðar á ýmsum tegundum sjávarafurða eru eins og kunnugt er háðar sérstökum leyfum sjávarútvegsráöu- neytisins. Hefur ásókn i slik leyfi einkum skelfisk- og alveg sérstaklega rækjuveiðileyfi á mörgum veiðisvæðum, verið mun meiri en æskilegt hefur þótt. Hefur ráðuneytiö þvi oft þurft aö ákveða reglur til tak- mörkunar bæði á afla og sókn i þessar veiöar. Skal I þvi sam- bandi bent á ýmis skilyrði, sem ráðuneytiö hefur sett til þess að menn geti fengið rækju- og skelfiskveiðileyfi á ákveðnum svæðum, svo sem kröfur um að eigendur og skipstjóri báts hafi verið bú- settir á viðkomandi svæði I eitt ár, báturinn sé þar skrásettur og jafnvel að báturinn megi ekki vera undir eða yfir ákveöinni stærð. Þá hefur þess oftast verið krafist i leyfis- bréfum til rækju- og skelfisk- veiða á ákveðnum svæðum, að afli sé unninn 1 viðurkenndri vinnslustöð á viðkomandi svæði. Loks eru að finna i flestum veiðileyfum ákvæöi um einhvers konar aflatak- markanir til verndunar þeim stofni, er leyfið heimilar veið- ar á. Þrátt fyrir að ráðuneytið hafi bæði fyrr og siðar sett slikar almennar reglur bæði um veiðarnar sjálfar og um skilyrði til þess, að menn geti yfir höfuð fengið veiöileyfi, þá hefur þó reynst mjög erfitt að halda sókn I þessar veiðar i skefjum. Er héreinkum um að kenna þvi, að litil sem engin samræming hefur verið á þessum afla- eða sóknartak- mörkunum og byggingu vinnslustööva á viðkomandi sviðum. Ljóst er að of margar eða afkastamiklar vinnslu- stöövar eru til þess fallnar að auka ásókn i veiðarnar og það þvi meir sem samkeppnin um hið takmarkaða hráefni verð- ur meiri. Getur þetta komið illa niður á rækju- og skelfisk- stofnunum. Framkvæmda sjóður Suðurnesja Frumvarp Gunnars Sveinssonar var til fyrstu umræðu í neðri deild í gær i gær var tii fyrstu umræðu i neðri deild Alþingis frumvarp um framkvæmdastjóð Suðurnesja. Flutningsmaðurinn, Gunnar Svcinsson gerði grein fyrir frum- varpinu, en þetta var jafnframt jómfrúrræða hans.í ræðu sinni sagði Gunnar m.a.: Það sem felst I þvi frumvarpi, sem hér er lagt fram, er I stuttu máli, að stofnaður verði sjóður til stuðnings innlendri atvinnu- starfsemi á Suðurnesjum. Lagt er til, að tekjur sjóðsins séu skattur af verktakastarfsemi á Kefla- vlkurflugvelli, hluti af aðstöðu- gjöldum sveitarfélaga á sama stað og gjald af rikisfyrirtækjum á Keflavikurflugvelli, sem nú eru skattfrjáls. Á Suðurnesjum eru 7 sveitar- félög, en Suðurnes tel ég byggðina sunnan Hafnarfjarðar Með þessum sveitarfélögum hefur á siðustu árum tekist gott samstarf um þjónustustarfsemi og framkvæmdir, er varða öll sveitarfélögin á svæðinu. Verður þvi aö telja eðlilegt, að sveitar- félögin ráði þessum sjóöi og lán- veitingum úr honum, samkvæmt markmiðum hans. Margir munu ef til vill segja, að ekki sé ástæða fyrir Suðurnesja- menn að fara fram á slika stofnun sem hér er stungið upp á, þeir hafi flugvöllinn og varnarstööina og þaðan steymi fé og skatt- tekjur. Astæðan fyrir þessum hugsanagangi, sem við Suöur- nesjamenn verðum svo oft varir við, er sú, að fjölmargir álita, að allt það fólk, sem vinnur á Kefla- vikurflugvelli, séu Suðurnesja- menn. Svo er þó ekki. Stór hluti þess eru Reykvíkingar og aðrir aðkomumenn. Það er að visu satt og rétt, að Suöurnesjamenn hafa á margan hátt atvinnulega séð notið góðs af staösetningu flug- vallarins og varnarstöövarinnar. Þó er það i mun minna mæli en margur heldur. Innlent atvinnulif og þá sér- staklega frumatvinnuvegur okkar Suðurnesjamanna, útgerð og fiskvinnsla, hefur átt og á i harðri samkeppni viö flugvöllinn og varnarstöðina um vinnuaflið á Suðurnesjum. Þessi samkeppni hefur að mörgu leyti skapað óeðlilegt ástand varðandi rekstur þessara atvinnugreina. Nær- tækasta dæmið i þessu sambandi, sem benda má á, kemur fram i úttekt þeirri, sem nú er gerð á vegum rikisstjórnarinnar og leitt hefur I ljós, að útgerð og fisk- vinnsla er einna verst sett á Suðurnesjum á öllu landinu. Staðreyndin er, að bæjar- og sveitarfélögin á Suðurnesjum fá óverulegar skatttekjur af þeim rekstri og umsveifum, er fram fer á Keflavikurflugvelli.Á s.l. ári munu tekjur þessar hafa numið milli 10 og 12 milljóna króna i að- stöðugjöldum til allra sveitar- félaganna, en mjög misjafnlega mikiö til hvers þeirra eftir þvi, hvar fyrirtækin voru staðsett á flugvellinum. Sveitarfélögin eru þvi ekki undir það búin að hafa forustu um eðlilega innlenda at- vinnuuppbyggingu á Suður- nesjum við núverandi aðstæður. Veröur þvi að telja fullkomlega eölilegt, að sú stóriðja, ef segja má svo um þá starfrækslu, er fram fer á Keflavikurflugvelli, leggi meira af mörkum til Suður- j nesja-samfélagsins I heild en nú ' er, bæði að þvi er varðar þjónustu og uppbyggingu atvinnuvega. ! Allir flokkar hafa lýst þvi yfir, að hér eigi ekki að vera her á friðartimum. Menn greinir aftur á móti á um, hvenær þeir timar séu. Vonandi eru þeir ekki langt undan. Suðurnesjamenn geta hvorki né eiga að treysta á, að varnarstöð verði einhver af- gerandi liður i atvinnuupp- byggingu þeirra, heldur verða þeir að treysta á innlendan at- vinnurekstur I framtiðinni eins og hingað til. En þvi aðeins verður þaö hægt, að undirstöðuatvinnu- vegirnir verði ekki afskiptir með uppbyggingu og framfarir og þeir verði ekki látnir grotna niður eða kaffærðir i óraunhæfum fram- kvæmdum erlendra aðila. Við verðum að gera okkur ljóst, að aðstæður, bæði hér og erlendis, geta breyst á mjög skömmum tima.og við þvi verðum við að vera viðbúnir. Viö minnumst þess, að þegar Sildarverksmiðjur rikisins voru staösettar á Siglufirði, en þær Gunnar Sveinsson voru raunverulega fyrsta stóriðja á tslandi, voru þær að mestu skatt- og útsvarsfrjálsar. En fljótlega sáu menn, að hér hafði verið farið rangt að. Sérstaklega sáu menn þetta eftir að sildin hvarf. Siglufjarðarbær var ekki undir það búinn að taka á sig þær breytingari atvinnumálum, sem hvarf sildarinnar hafði I för með sér, að nokkru vegna þess, að aðalatvinnutækið haföi verið skattfrjálst, og eins vegna hins, að ekki hafði verið stutt viö bakið á annarri atvinnustarfsemi svo sem þurft hefði. Lánveitingar Byggðasjóða hafa komið mikið til umræðu I sam- bandi við þessi mál. Stjórn sjóðs- ins heföu samþykkt að veita ekki lán úr sjóðnum til svæðisins frá Akranesi til Þorlákshafnar. Telur stjórnin, að það samrýmist ekki þvi markmiði sjóðsins að efla jafnvægi i byggð landsins. Er það á margan hátt skiljanleg af- staða. Þrátt fyrir það höfum við Suðurnesjamenn átt mjög erfitt með að sætta okkur við þetta, enda hefur þaö komið sér mjög illa fyrir okkur I sambandi við endurnýjun bátaflotans. Má i þvi sambandi benda á, að meðalaldur báta mun hér á landi vera hæstur á Suðurnesjum, eða 16 ár. Er þvi endurnýjun flotans mjög brýn, Að þessu leyti eru þvi Suðurnesin sambærilegri við sjávarplássin úti á landi en t.d. Reykjavik. Stundum hefur beinlinis oltið á Byggðasjóði, hvort af skipa- kaupum gæti orðið á Suöur- nesjum. I slikum tilfellum hefur veriö sótt hart að sjóðnum, þvi að i annaö hús var ekki að vernda, og lánið þá fengist eftir mikla eftir- gangsmuni. Með stofnun Framkvæmda- sjóös Suðurnesja tel ég, að veriö sé að koma til móts við Suður- nesjamenn i sambandi við endur- nýjun fiskiskipa þeirra og upp- byggingu Islenzks atvinnu- rekstrar, þótt það fé, sem myndast i sjóðnum árlega, sé ekki mikiö. Lauslega áætlað ætti það að geta orðið um35 millj.kr.á ári og mundi að einhverju leyti - Framhald á 19. siðu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.