Tíminn - 22.11.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. nóvember 1974.
TÍMINN
5
fuLBLAZER
30 hestöfl
ORSEMAN
21 hestafl
tícrseman 8g
sleðinn nýi ei^|
mikið endurbaetf
°9 þær
% innifaldar á/M
K' í verði iHf 'l
BH-Reykjavik. —„Héyrnarvernd
getur aldrei talizt fullnægjandi
fyrr en kerfisbundiö eftirlit er
haft meö öllum hávaðasömum
vinnustöðum. En opinbert eftirlit
er ekki nóg, heldur verður að
koma til samvinna allra hlutað-
eigandi aðila. Heyrnarvernd á
vinnustöðnm kostar fjárútlát. En
iitum á þessi fjárútlát sem skyn-
samlega fjárfestingu. Rannsókn-
ir hafa sýnt, að hávaði á vinnu-
stað rýrir bæði afköst og heilsufar
starfsfólksins. Og ef svo heyrnar-
tap bætist ofan á öll ósköpin
margfaidast vandamálin. Við
verðum að gera okkur ljóst, að
heyrnartap er ekki einangrað
vandamál. Sú félagslega fötlun,
sem skapast af heyrnartapi, gerir
vart við sig jafnt á vinnustað sem
utan. Þessi staðreynd er þvl mið-
ur ekki nægilega greypt inn I vit-
und manna, og þvi gerir starfs-
fólk á hávaðasömum vinnustöð-
um sjaldan nógu róttækar kröfur
til ráðstafanir til heyrnarverndar
fyrr en um seinan.”
Þannig segir i skýrslu, sem blað
inu hefur borizt um heyrnar-
mælingar á vinnustöðum, en
skýrsla þessi er unnin af þeim
Gylfa Baldurssyni, forstöðu-
manni heyrnardeildar Heilsu-
verndarstöðvar Reykjavikur, og
Skúla G. Johnsen, borgarlækni.
í skýrslunni kemur fram m.a.,
að hávaðamælingar á vegum
Heilbrigðiseftirlits Reykjavlkur
hefjast árið 1956. Var I fyrstu lögð
megináherzla á mælingar hávaða
íhlbýlum,en fljótlega beindist at-
hyglin einnig að hávaðasömum
vinnustöðum. Það eftirlit hefur
siðan farið vaxandi með hverju
ári.
Arið 1962 er komið á stofn visi
að heyrnardeild við Heilsu-
verndarstöðina i Reykjavik. Eftir
það er fljótlega byrjað að fylgjast
með heyrn starfsmanna á nokkr-
um vinnustöðum, þar sem hávaði
hafði mælzt yfir hættumörkum.
Árið 1967 er gerð heildarkönnun á
heyrn starfsmanna á nokkrum
hávaðasömum vinnustöðum i
Reykjavik, og gáfu niðurstöðurn-
ar tilefni til itarlegri aðgerða,
sem vissulega hafa borið góðan
árangur, þótt betur megi, ef duga
skal, eins og segir i skýrslunni.
Vorið 1973 var boðað til funda
að undirlagi Heilbrigðiseftirlits
Reykjavikurborgar með
hópskoðun á heyrn starfsmanna i
málmiðnaði i huga, þar sem
ákveðið var að hefjast handa um
kerfisbundnar heyrnarskoðanir,
sem hófust þá um haustið. Sú
könnun stóð til vors 1974, og er
skýrslan, sem hér um ræðir
byggð á niðurstöðum hennar. Er
ætlunin, að sambærileg könnun
fari fram árlega.
Ljóst er af niðurstöðum þessar-
ar rannsóknar. að heyrn starfs-
manna á havaðasömum vinnustöð
um er mjög ábótavant, og má
telja fullvist að rekja megi
vandamálið fyrst og fremst til
ófullnægjandi heyrnarverndar.
Þegar i yngstu aldursflokkunum
verður vart við veruleg frávik frá
eðlilegri heyrn, og i elstu aldurs-
flokkunum eru frávikin uggvæn-
leg.
1 fljótu bragði virðast niður-
stöður rannsóknarinnar benda á
að hlífanotkun hefti fremur litið
framrás heyrnartapsins. Hins
vegar ber að hafa I huga, að hlifa-
notkun var til skamms tima nán-
ast óþekkt fyrirbæri hér á landi
og margir þeir, sem notuðu hlifar
að staðaldri á rannsóknartima-
bilinu, höfðu fundið fyrir tals-
verðri heyrnarskerðingu áður en
þeir byrjuðu að nota hlifar. Þann-
ig réði oft alvarleg heyrnarskerð-
ing eða ótti við frekari skerðingu
þvi, að starfsmaðurinn byrjaði að
nota hlifar. Þar sem mjög er ein-
staklingsbundið hversu næm eyru
manna eru fyrir hávaðaskaða,
má á sama hátt gera ráð fyrir að
margir þeir, sem ekki hafa fundið
til teljandi heyrnarskerðingar,
þykist ekki þurfa á hlifum að
halda.
Þótt svo virðist sem notkun
hllfa fari vaxandi og heyrnar-
vernd sé sifellt meiri gaumur gef-
inn má sjá greinileg merki
heyrnarskerðingar i yngstu
aldursflokkunum. Athuga ber
einnig að niðurstöður af heyrnar-
mælingunum eru fram settar sem
meðaltöl eða miðgildi. Segir slikt
ekkert um ástand þeirra sem
versteru settir. 1 forsendum fyrir
vali þátttakenda var þess aðeins
krafizt að hávaðastarfsmenn
ynnu i skaðlegum hávaða 3 klst á
dag og að þeir hefðu unnið við
sambærileg vinnuskilyrði a.m.k.
helming sinnar starfsævi. Þar
sem aðeins liðlega helmingur
þátttakenda hefur stundað vinnu I
skaðlegum hávaða meirihluta
starfsævi sinnar hefur sú stað-
Ferðamálin og
þíóðarbúskapurinn
— eitt þeirra mála, sem um verður
fjallað á ferðamálaráðstefnunni
Það eru vinsamleg tilmæli
Ferðamálaráðs, að allir þeir, sem
starfa að ferðamannaþjónustu 1
byggð og bæjum og áhuga hafa á
ferðamálum, sæki ráðstefnuna.
Ferðamálaráð hefur ákveðið, að
efna til hinnar árlegu Ferðamála-
ráðstefnu föstudaginn 29. nóvem-
ber n.k.. Ráðstefnan verður sett
að Hótei Sögu kl. 9.30 f.h.. Að
þessu sinni stendur ráðstefnan
einn dag og lýkur fyrir kl. 18.00.
Ekki er gert ráð fyrir að ráð-
stefnan gangi endanlega frá til-
lögum og ályktunum, eða nefndir
starfi á ráðstefnunni, svo sem
verið hefur. Hins vegar er það
ásetningur Ferðamálaráðs, að
efna til ráðstefnu að vori, enda
mundu þá væntanlegum tillögum
og ályktunum þessarar ráð-
stefnu visað til Ferðamálaráð-
stefnunnar 1975, til endanlegrar
afgreiðslu.
Dagskrá Ferðamálaráðstefn-
. unnar 1974, verður i meginatrið-
um á þá leið, að flutt verður
skýrsla Ferðamálaráðs fyrir
starfsárið 1973. Gerð verður
m.a. grein fyrir fjölda erlendra
ferðamanna til landsins á árinu,
gjaldeyristekjum þeirra vegna
o.fl. Flutt verður erindi um þátt
ferðamálanna i þjóðarbúskapn-
um.
reynd enn mildandi áhrif á
heildarútkomuna, enda sýnir
lausleg könnun, að þeir sem vinna
og hafa unnið i stöðugum hávaða,
eru almennt meira heyrnarskert-
ir en jafnaldrar þeirra, sem
stunda aðeins hluta vinnu sinnar i
hávaða.
Það er ljóst, að ástandið á
hávaðasömum vinnustöðum er i
þessum efnum uggvænlegt. Or-
sökin er kunn og það er lika vitað,
hvað hægt er að gera til að forðast
afleiðingarnar. En það er ekki
nóg að vita, að það sé hægt. Mest
er um vert, að allir hlutaðeigandi,
starfsfólk jafnt sem vinnuveit-
endur, þekki þá hættu, sem
hávaðanum fylgir og séu reiðu-
búnir að taka höndum saman.
OPIÐ TIL 10 í KVÖLD
OG TIL 12 LAUGARDAG
Reynið viðskiptin
KJÖRBÚÐIN
OaMB
SÍÐUAAÚLA 8
SÍMI 33-800
Ævintýralegt verð á
~E VINRUDE
BÝÐST Á SVO LÁGU V
Rafstart, CD transitor-kvei
20 tommu belti, há og lág
DE LUXE búnaðar
e>.mihf Traílblazcr
Auglýsícf
iXimanum
Osta
StaKYNNIIMÖ
I DAG KL. 14—18
Kristin Stefánsdóttir, húsmæðrakennari kynnir
nýjar uppskriftir af ostaréttum.
Ókeypis nýr bæklingur með fjölda úrvals
uppskrifta.
—
og smjörbúðin - Snorrabraut 54
Niðurstöður heyrnmælinga:
Uggvænlegt ástand á há-
vaðasömum vinnustöðum
Ný, glæsileg kjörbúð
Mjólk — Brauð — Fiskur — Kjöt -
Nýlenduvörur