Tíminn - 22.11.1974, Síða 14

Tíminn - 22.11.1974, Síða 14
14 TÍMINN Föstudagur 22. nóvember 1974. ,,Nei", svaraði Katrín. „Þeim dvelst". „Hvernig skyldi þetta fara? Það er komið ofsarok", sagði Beta áhyggjufull. Elvíra reikaði út að glugganum. Það var óvenjulegur alvörublær á fasi hennar öllu, en léttar, hvítar hendurn- ar f itluðu æsilega við svuntufaldinn. „Hvað heldur þú að tefji þá, Beta?" spurði hún uggandi. „Það er ómögulegt að segja. En vonandi hafa þeir náð landi einhvers staðar. Yfir sundið fer enginn í þessu veðri". Þessi nótt var lengi, hræðilega lengi að líða. Það var eins og hver mínúta væri heil eilífð. Stormurinn skók húsið og hvein við upsirnar og strompinn. Stundum komu lyngtætlur og sprek fjúkandi utan úr myrkrinu og slengdust beint á gluggann. Útidyrahurðin hrökk upp og barðir við dyrastaf ihn með miklum hávaða. Það var eins og ótal árar hefðu losnað úr læðingi og herjuðu nú á kotið uppi á ásnum. Og það var ekkert hægt að gera, nema bíða— bíða. Katrín sat enn á sængurstokknum. Það var einsog hún héldi fölskvuðum lífsneistanum við í helsjúk- um líkama barnsins með árvekni óþreytandi augna sinna. En hún þorði ekki að gera neitt, af ótta við það að það spillti fremur en bætti. Það var eins og þekkingar- skorturinn og úrræðaleysið hefði bundið hana á höndum og fótum. Beta húkti á stól við hlóðirnar. Þurrahóstinn i henni og hryglan í barninu voru einu hljóðin, sem eyrað nam þessa ógnþrungnu nótt, auk veðurdynsins. Undir morguninn seig mók á Betu, þar sem hún sat við hlóðarsteininn. En Katrín sat keik í sæti eins og stein- runnin væri. Hún vissi ekki lengur, hvað tímanum leið, — henni fannst tíminn hafa runnið út í endaleysu eilífðar- innar. Allt í einu hrukku þær upp af mókinu við fótatak og mannamál úti f yrir. Beta tók óvænt viðbragð og spratt á fætur, og jafnvel Katrín hófst í sæti sínu og starði full eftirvæntingar á dyrnar. Hurðinni var lokið upp, og gustur fór um herbergið og fyllti það hrásalgalegri sjávarlykt. Fjórir blautir og veðurbitnir menn vöguðu inn gólfið. „Guði sé iof og dýrð", sagði Beta feginsrómi. Varir Katrínar bærðust, en hún gat ekkert sagt. Læknirinn, læknirinn, læknirinn, hljómaði í sífellu fyrir eyrum hennar. ,, Hingað erum við komnir", sagði Jóhann og tennurnar nötruðu í munni hans. Hann var blautur frá hvirfli til ilja, fölur og vesaldarlegur. „Gefið okkur eitthvað volgt", sagði annar ókunni maðurinn, er reyndist vera læknirinn. Beta flýtti sér að kveikja upp og ylja kaffikönnuna. Læknirinn fór úr þykkum, þungum og rennvotum f rakka sínum og þó sér um hendurnar. Síðan leitaði hann uppi kollóttan bolla og rétti hann í áttina til Betu, er strax þreif kaffikönnuna eins og af gömlum vana og hellti í hann. Læknirinn svolgraði svart kaffið úr bollanum í einum teyg og setti hann síðan f rá sér. Að svo búnu gekk hann að bekknum, þar sem barnið lá. Hann rannsakaði það vandlega, án þess að mæla orð frá vörum. Katrín stóð hjá og fylgdi hverri hreyf ingu hins ókunnuga, vizku- ríka manns, sem nú hafði líf og heilsu barnsins hennar á valdi sínu. Beta gaf hinum komumönnunum heitt kaffi og hlust- aði á ferðasöguna, sem þeir sögðu í hálfum hljóðum, milli þess sem þeir sötruðu í sig kaffið. Þá hafði hrakið af leið í kænu Erikssons, en loks náðu þeir þó landi á litl- um hólma i skerjagarðinum. Þar bjó fiskimaður, er gat lánað þeim traustari bát, og á honum lögðu þeir af stað aftur eftir skamma hvíld og fiskimaðurinn sjálfur með þeim. Það hafði verið löng og hættuleg sjóferð til Þórseyjar, en nú voru þeir þó komnir alla leið heilu og höldnu. Læknirinn vatt sér að Katrínu, er hann hafði lokið rannsókn sinni. „Þetta barn hefur aldrei verið hraust", sagði hann. „Nei, það var hún ekki", svaraði Katrín. „Hún gæti aldrei orðið hraust..." byrjaði læknirinn, en Katrín greip fram í fyrir honum: „Er öll von úti, læknir?" Læknirinn ræskti sig og hugsaði sig um. Síðan leit hann fast á Katrínu og mælti með alvöruþunga? „Það vil ég ekki segja. Henni getur batnað. — Lifi hún morgundag- inn af, þá mun hún hjarna við". Katrín sleppti ekki augunum af lækninum. Þreytt og vansvefta beindust þau nú jaf n eindregið að honum sem að barninu áður. Það var eins og hún ætlaði að þröngva honum til þess að gef a sér betri von en þetta. Hin gráu, skæru auqu læknisins mættu auaum konunn- ar hiklaust. En loks stóðst hann ekki þögula örvænting una, sem speglaðist í augnaráði móðurinnar, hann sneri sér undan og fór að raða áhöldum sínum í töskuna og sagði í fáum orðum, hvernig ætti að hjúkra sjúklingnum. Skyndilega hríslaðist ósegjanlegur hrollur um líkama hans. Hann settist á bekkinn, og Katrín sá, hve dauð- þreyttur hann var og úrvinda. Henni datt í hug að bjóða Föstudagur 22. nóvember 700 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barn- anna kl. 9.15: Guðrún Guð- laugsdöttir les „örlaganótt- ina”, ævintýri eftir Tove Janson (4). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur kl. 10.05. ,,Hin gömlu kynni”. Sverrir Kjartansson sér um þátt með tönlist og frásögnum frá liðnum árum. Morgun- tónleikar kl. 11.00: Fil- hamóniusveit Berlinar leik- ur Sinfóniu nr. 3 i F-dúr op. 90 eftir Brahms / Sylvia Kersenbaum leikur á pianó Sónötu nr. 2 i b-moll op. 35 eftir Chopin. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar 14.30 Miðdegissagan: „Fann- ey á Furuvöllum” eftir Hugrúnu Höfundur les (11). 15.00 Miðdegistónleikar: Tón- list eftir Benjamin Britten. Marianne Mallnas sópran- söngkona, kammerkórinn og útvarpskórinn i Stokk- hólmi flytja „Óð til heilagr- ar Sesseliu” op. 7, Eric Ericson stj. Mark'Lubotsky og Enska kammersveitin leika Konsert fyrir fiðlu og hljómsveit, höfundur stj. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim” eftir Stefán Jónsson Gisli Hall- dórsson les (12). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá. Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Frá tónleikum alþjóð- lega tónlistarráðsins i Paris i janúar sl. Árni Kristjáns- son tónlistarstjóri kynnir. 21.05 Maður morgunroöans. Jón R. Hjálmarsson skóla- stjóri flytur erindi um Bald- vin Einarsson 21.30 Útvarpssagan: „Gang- virkið” eftir ölaf Jóh. Sigurðsson. Þorsteinn Gunnarsson leikari les (18). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Húsnæðis- og byggingarmál. ólafur Jensson talar við Daða Ágústsson tæknifræðing um ljóö og lýsingu. 22.35 Bob Dylan. Ómar Valdimarsson les úr þýð- ingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur — fjórði þáttur. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Illlil—I Föstudagur 22. nóvember|1974 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Eldfuglaeyjarnar. önnur fræðslumyndin af sex um dýralif og náttúrufar i Trinidad og nærliggjandi eyjum i Vestur-Indium. Myrkurfuglar. Þýðandi og þulur Gisli Sigurkalsson. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 21.10 Lögregluforinginn. Hvað kom fyrir Gertrude Stein? Þýsk sakamálamynd. Þýð- andi Auður Gestsdóttir. 22.10 Kastljós. Frétta- skýringaþáttur. Umsjónar- maöur Guðjón Einarsson. Dagskrárlok um kiukkan 23.00.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.