Fréttablaðið - 23.12.2004, Page 20

Fréttablaðið - 23.12.2004, Page 20
Verndardýrlingur Ís- lands er Þorlákur Þór- hallsson. Þorlákur fæddist á Hlíðarenda í Fljótshlíð. Hann hlaut góða menntun í Odda á Rangárvöllum, hjá Eyjólfi Sæmundssyni fróða. Hann virðist hafa tekið prestvígslu áður en hann náði tví- tugsaldri. Hann varð biskup í Skálholti frá 1178 til dauðadags 1193. Um það leyti sem hann dó var hann að huga að því að hverfa af biskupsstóli og fara aftur í klaustur. Þorlák- ur stundaði nám í Frakklandi (París) og Englandi (Lincoln). Hann var sex ár utan- lands og varð fyrir áhrifum af endurbóta- hreyfingum í kirkjunni á tólftu öld. Eftir að hann koma heim varð hann munkur í Kirkju- bæ á Síðu og ábóti í ný- stofnuðu klaustri í Þykkvabæ, fyrsta Ágústínusarklaustrinu á Íslandi. Hann var kjörinn biskup þegar hann var fjörutíu og fimm ára gamall. Á biskupsstóli reyndi hann að bæta siðferði presta og leikmanna og auka sjálfstæði og völd kirkjunn- ar. Sjálfur var hann ókvæntur, andstætt mörgum klerkum og biskupum um hans daga. Hann krafðist þess að leikmenn létu eignarrétt sinn yfir kirkjueignum í hendur kirkjunnar. Um þetta snerust staðamálin. Ekki náði Þorlákur miklum ár- angri í þessu enda var við öfluga andstæðinga að eiga. Þeirra á meðal var Jón Loftsson í Odda, sem þar að auki hafði tekið systur Þorláks frillutaki. Þetta sveið Þor- láki líklega öðru fremur. Þorlákur Þórhallsson var þegar á sínum dög- um tignaður sem helgur maður. Í sögu hans, sem kom út í ágætri út- gáfu, segir af helgi hans og sögur eru þar um jarteinir. Við andlátið skáru menn hár hans og varðveittu sem helgan dóm. Jarteinasögurnar mögnuðust. Fjórum vetrum eftir andlátið vitjaði hann í draumi prests eins fyrir norðan og mælti svo fyrir um, að líkami sinn skyldi tekinn úr jörðu og með áheitum prófað, hvort því fylgdi einhver helgi. Prestur sagði Brandi biskupi á Hólum draum sinn, og fleiri bættust við, sem vildu láta reyna á helgi Þorláks. Hann var blessaður fimm árum eftir dauðann en þá lét eftirmaður hans og frændi, Páll Jónsson, taka upp bein hans og gera honum kapellu. Á Péturs- messu og Páls þann 29. júní leyfði Páll Jónsson biskup í Skálholti landsmönnum að heita á Þorlák biskup og hafa á honum átrúnað sem helgum manni. Þrem vikum síðar, 20. júlí 1198, voru beinin bor- in í kirkju. Er sá dagur honum síð- an helgaður og kallast Þorláks- messa á sumri. Mörg kraftaverk voru skrásett og þökkuð fyrirbæn hans. Sumarið 1199 var Þorláksmessa á vetri í lög leidd, og skyldi syngja hana á andláts- degi Þorláks, 23. desem- ber. Þorlákstíðir eru honum helgaðar, gregoríanskur söngur sem varðveittur er á skinnbókarblöðum frá miðöldum, elsti vitnis- burður um fornan messusöng Íslendinga. Heimildir eru um varðveislu Þorláks- skríns í Skálholti fram á 19. öld. Kirkja var rifin 1802 og voru seldir á uppboði ýmsir gripir, meðal annars Þorláks- skrín. Fljótlega varð Þorlákur helgi dýrling- ur á íslandi þótt ekki kæmist hann í hina op- inberu dýrlingatölu kirkjunnar. Um fimm- tíu kirkjur voru helgað- ar honum í kaþólskum sið. Allt til þessa hafa menn heitið á Þorlák til árnaðar, til dæmis við bruggun. Er sá siður sprottinn af jartein í sögu dýrlingsins og enn trúa Íslendingar því að ef heitið er á hann „komi ekki skjaðak í ölið“. Margir halda því fram að skötuát á Þorláksmessu sé vest- firskur siður. Svo er ekki. Skötuát tíðkaðist um allt vestanvert landið og austur í sjávarbyggðir sunnan- lands. Að eta fisk á Þorláksmessu á sér rætur í því að dagurinn er síðasti dagur jólaföstu en þá neyttu menn ekki kets í pápískum sið. Þorláksmessa á vetri var not- uð til þrifa og þvotta á fyrri tíð. Þá var algengt að fólk ætti ekki föt til skiptanna. Því var mikilvægt að fá þurrt veður til þess arna á Þorláks- messu, því allir vildu vera í hrein- um leppum á jólunum. Því var þurrkur þennan dag kallaður „fá- tækraþerrir“. Þótt Íslendingar hefðu helgi á Þorláki sínum leið langur tími þar til kennivald kirkj- unnar samþykkti hann. 1984 lýsti Jóhannes Páll páfi II loks yfir því að Þorlákur Þórhallsson væri „verndardýrlingur Íslands“. ■ 20 23. desember 2004 FIMMTUDAGUR „Hafið ekki áhyggjur - þeir koma til þess að frelsa mig.“ - Þetta voru síðustu orð hans en rættust ekki því þeir myrtu hann. Dagur Þorláks helga TÍMAMÓT: ÞORLÁKSMESSA AÐ VETRI JOSEPH SMITH JR. Upphafsmaður mormónahreyfingarinnar fædd- ist þennan dag. Hann var drepinn af æstum múg 1844. timamot@frettabladid.is ÞORLÁKUR HELGI Sumarið 1199 var Þorláksmessa á vetri í lög leidd, og skyldi syngja hana á andlátsdegi Þorláks, 23. desember. Þorlákstíðir eru honum helgaðar. Þennan dag árið 1968 var áhöfnin á bandaríska njósnaskipinu Pueblo látin laus úr haldi, eftir ell- efu mánaða vist. Skipið, með 83 manna áhöfn, var hertekið af Norður-Kóreumönnum 23. janúar 1968 og héldu þeir því fram að skipið hefði rofið landhelgi Norð- ur-Kóreu. Johnson Bandaríkjafor- seti varð ævareiður. Hann hélt því fram að taka skipsins tengdist nýárssókn Þjóðfrelsisfylkingarinn- ar, Tet-sókninni, þótt ekki væri unnt að færa sönnur á það. Bandaríkjastjórn reyndi að fá Ör- yggisráð SÞ til þess að fordæma töku Pueblo og þrýsti á Sovétríkin um að fá Norður-Kóreu til þess að sleppa áhöfninni. Ellefu mánuðir liðu án þess að þessar tilraunir bæru árangur og áhöfnin sætti illri meðferð í prísund Kim Il Sung. Það var ekki fyrr en skipstjórinn skrifaði undir játningu um að hann hefði verið að njósna um Norður-Kóreu að áhöfnin var látin laus. Játningarskjalið var svo not- að í áróðursstríði norðanmanna gegn höfuðríki heimsvaldasinn- anna, Bandaríkjunum. Johnson forseti var harðlega gagnrýndur heima fyrir linkind og hvernig hann hefði haldið á málinu. Gagnrýnendur héldu því fram að beita hefði átt Norður-Kóreu refs- ingum og viðskiptaþvingunum. Málið var enn eitt áfallið fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna gagnvart kommúnistaríkjunum. NJÓSNASKIPIÐ PUEBLO: Norður- Kóreumenn létu áhöfnina lausa þennan dag 1968 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1620 Uppbygging hafin í Plymouth í Massachusetts, fyrstu nýlendu Evrópu- manna á austurströnd Am- eríku. 1905 Páll Ólafsson skáld lést, 68 ára gamall. Hann orti m.a. „Ó, blessuð vertu sumar- sól“. 1944 Liðhlaupinn Eddie Slovik tekinn af lífi. Fyrsti Banda- ríkjamaðurinn til þess að hljóta þau örlög síðan í borgarastríðinu. 1956 Nixon, varaforseti Banda- ríkjanna, heimsækir Ísland. 1958 Minnihlutastjórn Emils Jóns- sonar tekur við völdum. 1968 Átök verða í miðbæ Reykja- víkur: „Þorláksmessuslagur- inn“. 1986 „Voyager“, fyrsta loftfarið, lýkur hringferð um jörðina án þess að taka eldsneyti á níu dögum. Áhöfnin af Pueblo látin laus Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Árni Guðmundur Jónsson frá Öndólfsstöðum sem lést á heimili sínu, Höfðabrekku 27, Húsavík, laugardaginn 18. desember, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðviku- daginn 29. desember kl. 14.00. Þorgerður Aðalsteinsdóttir, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Þórveig Kristín Árnadóttir, Sighvatur Rúnar Árnason, Eva Björg Jónsdóttir, Hervör Alma Árnadóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Sólveig Ása Árna- dóttir, Gunnar Svanbergsson, Arngerður María Árnadóttir, Elmar Þór Gilbertsson og barnabörn. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Einar E. Torfason Iðunnarstöðum, Lundarreykjadal, andaðist á sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 1. desember síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðríður Sigurðardóttir, börn, tengdabörn og afabörn. Elskuleg móðir okkar Unnur H. Lárusdóttir lést á líknardeild Landakots mánudaginn 20. desember. Jón Magnússon, Ástþór Magnússon, Jónína Magnúsdóttir og Elsa Magnúsdóttir. AFMÆLI Helga Ingimundardóttir er níræð í dag. Óli Tynes fréttamaður er sextugur. Jón Baldursson bridgemeistari er fimm- tugur. Halldór Einarsson „Hen- son“ er 57 ára. Skúli Hansen er 54 ára í dag. Eyjólfur Valdemarsson yfirverkfræðing- ur hjá RÚV er 55 ára. Jónína Bjartmarz alþingismaður er 52 ára. Atli Hilmarsson hand- boltamaður er 45 ára í dag. Árni Blandon sálfræð- ingur er 54 ára. ANDLÁT Unnur H. Lárusdóttir lést mánudaginn 20. desember. Guðrún Finnbogadóttir ljósmóðir lést sunnudaginn 19. desember. Hulda Valdimarsdóttir lést föstudaginn 17. desember. Gunnar Einarsson, Vallarbraut 2, Njarð- vík, lést föstudaginn 10. desember. Jarð- arförin hefur farið fram í kyrrþey. Inga Wiium frá Fagradal lést laugardag- inn 18. desember. Guðlaug Einarsdóttir lést mánudaginn 20. desember. JARÐARFARIR 13.00 Lilja Ólafsdóttir, Sörlaskjóli 78, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju. Fastur liður í Þorláksmessu höfuð- borgarinnar eru tónleikar Bubba Morthens á Borginni. Við slógum á þráðinn til Bubba og spurðum hann hvað væri langt síðan hann byrjaði á þessu. „Þetta er í 21. skipti.“ Og uppselt? „Seldist upp fyrsta daginn.“ En platan, hvernig gengur hún? „Hún er líka uppseld, hjá útgef- anda. Einhver eintök sjálfsagt eftir í búðunum.“ Hvernig leggjast jólin í þig? „Ég er edrú og í góðu skapi. Er það ekki það sem máli skiptir? Maður siglir bara jákvæður og æðrulaus inn í hátíðirnar. Eina verkefnið mitt þessa stundina er að rifja upp söfnunarnúmerið hjá Þjóðarhreyfingunni gegn Íraks- stríðinu. Ég vona að ég geti lagt þeim lið og skora á fólk að gefa smápening í þetta. Þúsundkall, það væri fínt!“ ■ BUBBI MORTHENS Í 21. skipti á Borginni Allt uppselt

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.