Fréttablaðið - 28.12.2004, Síða 12

Fréttablaðið - 28.12.2004, Síða 12
12 28. desember 2004 ÞRIÐJUDAGUR Mahmoud Abbas, leiðtogi PLO, fylgist með framvindu mála á fundi með Dang Jianxu- an, aðstoðarforsætisráðherra Kína, en sá heimsótti opinberar skrifstofur yfirvalda í Palestínu í Ramallah í gær. Jólin lögðust á helgi og margir mættu þungir og þreyttir til vinnu í gær: Styttra frí á næsta ári RAUÐIR DAGAR Mörgum fannst hann heldur þunnur þrettándinn þetta árið því jólafríið var með allra stysta móti og sama máli gegnir um áramótin. Á næsta ári verður fríið þó enn styttra. Þessi jólin var aðeins frí á að- fangadag, sem raunar er ekki lög- bundinn frídagur nema frá klukk- an 13. Sú hefð hefur þó skapast víða að gefa fólki frí allan daginn. Sama er uppi á teningnum á gaml- ársdag, hann er ekki lögbundinn frídagur nema til hálfs. Frídagarnir um hátíðirnar að þessu sinni eru því aðeins tveir, að- fangadagur og gamlársdagur. Á næsta ári verða aðfangadag- ur og gamlársdagur á laugardegi og annar í jólum því eini lögbundni frídagurinn sem fellur á virkan dag. Lögbundnir frídagar sem flakka fram og aftur dagatalið og falla til skiptis á alla daga vikunn- ar eru alls sjö. Á árinu 2005 falla aðeins tveir þeirra á virka daga og gefa frí. Aðrir lögbundnir frídagar sem ávallt falla á virka daga eru sjö. - bþs Þurfti að þrábiðja um hjartaaðgerð Áttræður karlmaður var settur á forgangslista fyrir hjartaþræðingu eftir skoðun hjá hjartalækni um miðjan desember. Hann átti að bíða fram í janúar eftir aðgerð vegna fjárskorts. Sonur hans fékk aðgerðinni flýtt með þrákelkni. HEILBRIGÐISMÁL Það var aðeins fyr- ir þrábeiðni ættingja sem karl- maður á áttræðisaldri var sendur í bráðaðgerð á Landspítala - há- skólasjúkrahúsi vegna hjartveiki. Maðurinn var skráður á forgangs- lista fyrir hjartaþræðingu af hjartalækni eftir skoðun þann 13. desember. Sjúklingar á þeim lista eiga ekki að þurfa að bíða lengur en tvær til þrjár vikur eftir að- gerð. Hann fékk þau svör á Land- spítalanum að það væri ekki hægt að skera hann upp fyrr en í janúar vegna fjárskorts og lokana á spít- alanum. Á meðan var honum gert að taka sprengitöflur oft á dag til að halda veikindunum í skefjum. Ættingjar mannsins óttuðust um heilsu hans, enda var hann illa haldinn, gat varla komist upp stiga heima hjá sér og lá að mestu fyrir. Sonur hans sætti sig ekki við biðina og hafði samband við starfsfólk hjartadeildar. Þar var honum sagt að snúa sér til Trygg- ingastofnunar ríkisins en þaðan var honum vísað á embætti Land- læknis. Aðstoðarlandlæknir sagði þetta ekki vera mál er varðaði embættið og sagði það á ábyrgð spítalans. Því næst hringdi sonur mannsins í fjárreiðudeild Land- spítala - háskólasjúkrahúss og spurðist fyrir um hvort ekki væri til fé fyrir aðgerðinni. Þar varð fátt um svör en að lokum fékk hann farsímanúmer hjá starfs- manni deildarinnar sem greiddi úr málinu og boðaði manninn í að- gerð daginn eftir, þann 23. desem- ber. Aðgerðin heppnaðist vel og hann var útskrifaður samdægurs. Gestur Þorgeirsson, yfirlæknir á hjartadeild Landspítala - há- skólasjúkrahúsi, segist ekki þekkja þetta einstaka mál og vilji því ekki tjá sig um það. Því sé hins vegar ekki að neita að fjármagn til reksturs deildarinnar sé tak- markað og gera mætti betur í rekstrinum með meira fé og fleira starfsfólki. Almennar sparnaðar- aðgerðir séu í gangi og deildir spítalans séu reknar á of litlu fjár- magni. Hann segir biðlista eftir hjartaþræðingum hafa lengst vegna þess að það hafi dregið úr starfsemi hjartadeildarinnar í sumar. Ekki hafi tekist að vinna upp biðlista síðan þá og því þurfi að forgangsraða eftir ástandi sjúklinga. ghg@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR FÁIR FRÍDAGAR Launþegar fá færri frídaga á næsta ári en því sem nú er að líða. FRÍDAGAR SEM FALLA Á VIRKA DAGA: 2000 9 2001 13 2002 14 2003 14 2004 11 2005 9 2006 10 Aðstoðaryfirlögregluþjónn hafði áður stolið riffli Lögregluhjón óku um á stolnum jeppa – hefur þú séð DV í dag? ÞRÍR Á SLYSADEILD Umferðarslys varð á gatnamótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar rétt fyrir hádegi í gær. Þrír voru í kjölfarið fluttir á slysadeild en ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl þeirra voru. ELDUR Í OFNI Reykræsta þurfti íbúð í Stigahlíð eftir að eldur kom upp í henni. Eldurinn kviknaði í eldhúsinu, nánar tiltekið í eldavél- inni. Lítið tjón varð á íbúðinni ann- að en reykskemmdir. ÁREKSTUR Á AÐFANGADAG Harður árekstur varð á gatnamótum Fífu- hvammsvegar og Arnarnesvegar seinni partinn á aðfangadag. Einn var fluttur á slysadeild vegna minniháttar meiðsla. ÓK INN Í GARÐ Maður sem grunað- ur er um ölvun við akstur ók inn í garð á Hlíðarvegi í Kópavogi í gærmorgun. Ferð mannsins lauk þegar hann ók utan í tré í garðin- um. LANDSPÍTALINN - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Áhyggjufullur sonur þrábað heilbrigðisyfirvöld um að flýta hjartaþræðingu á öldruðum föður sínum vegna veikinda hans. Hann átti að bíða fram í janúar eftir aðgerð vegna fjár- skorts á spítalanum. HEILBRIGÐISMÁL Þrjú inflúensutil- felli af A stofni höfðu greinst með vissu á landinu í gær, sam- kvæmt upplýsingum frá land- læknisembættinu. Því má búast við að inflúensan færist í aukana á næstu vikum. Helstu einkenni flensunnar sem farin er að ganga hér eru hár hiti sem byrjar skyndilega, höfuðverkur og beinverkir, hósti, hæsi, nefrennsli og háls- særindi, kviðverkir og uppköst sem einkum eru áberandi hjá börnum. Sjúklingum með inflúensu er ráðlagt að halda kyrru fyrir heima, hvíla sig vel og drekka vökva ríkulega. Hitalækkandi lyf eru árangursrík til að lækka hitann og lina óþægindi en börn ættu ekki að neyta aspirínlyfja, magnýls, vegna hættu á svoköll- uðu Reye-heilkenni. Reye-heil- kenni er sjaldgæfur en alvarleg- ur sjúkdómur í lifur og mið- taugakerfi sem einkum hefur verið lýst hjá einstaklingum með inflúensu og hlaupabólu sem neyta aspirínlyfja. Á markaði eru til lyf gegn veirunni sem eru árangursrík einkum ef þau eru notuð á fyrstu tveimur dögum veikindanna. ■ SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Inflúensutilfelli eru farin að greinast hér á landi, að sögn landlæknis. Landlæknisembættið: Inflúensan færist í aukana Sjálfsmorðsárás í Írak: Níu liggja í valnum BAGDAD, AP, AFP Níu fórust og 39 særðust í sprengjuárás í Bagdad í gær. Leiðtogi stærsta stjórn- málaflokks sjía var skotmark árásarmannsins en hann sakaði hins vegar ekki. Tilræðismaðurinn ók að heim- ili Abdul Aziz al-Hakim, forseta Íslamska byltingarráðsins í Írak, annars stærsta stjórnmálaflokks sjía og sprengdi þar sjálfan sig í loft upp. Níu manns létu lífið og 39 særðust í sprengingunni en al- Hakim slapp án meiðsla. Ammar, sonur al-Hakims, tel- ur að stuðningsmenn Saddams Hussein hafi staðið á bak við til- ræðið en þeir eru flestir úr hópi súnnía. Þeir óttast um sinn hag nái sjíar völdum í kosningum sem eiga að fara fram í næsta mánuði. ■ AP M YN D

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.