Fréttablaðið - 06.01.2005, Page 1

Fréttablaðið - 06.01.2005, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR NÝ MYNDLIST Klukkan þrjú í dag kem- ur listamaðurinn Egill Sæbjörnsson fram í Listasafni Íslands í tengslum við verkið You Take All My Time á sýningunni Ný íslensk myndlist. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 6. janúar 2005 – 4. tölublað – 5. árgangur ● losar um orkuhnúta Reikimeistari Bergur Björnsson: ▲ SÍÐA 38 AÐSTÆÐUR ENDURMETNAR Hættu- ástand í Bolungarvík verður endurmetið í hádeginu í dag en í gær þótti ekki óhætt að hleypa 92 íbúum til síns heima. Hættu- ástandinu var aflétt í Ísafjarðarbæ seinni partinn í gær. Sjá síðu 2 VILJA LANDIÐ AF LISTANUM Mikill meirihluti landsmanna vill Ísland burt af lista hinna „staðföstu þjóða“ sem studdu innrásina í Írak. Í þeim hópi eru 80 prósent framsóknarmanna og 58 prósent sjálfstæð- ismanna. Sjá síðu 6 ÓTTAST MEIRI SAMDRÁTT Yfirlækn- irinn á Vogi óttast að til enn frekari sam- dráttar komi í starfi SÁÁ vegna kostnaðar við viðhaldsmeðferð ópíumfíkla. Samdráttur sem þegar hefur verið ráðist í bitnar mest á bráðveiku fólki. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 34 Tónlist 30 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 26 Sjónvarp 36 ● tíska ● heimili Hlýja mér í hjartanu Katrín Guðmundsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS BJARTVIÐRI AUSTAN TIL Él norðan til og á Vestfjörðum. Skýjað um sunnanvert landið. Frost 0-6 stig. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Í GRÍMSEY Ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið í jarðskjálftahrinu sem hófst um miðjan dag í gær austsuðaustur af Grímsey. Norðurland: Tveir snarpir jarðskjálftar JARÐSKJÁLFTAR Snarpir jarðskjálftar urðu um 20 kílómetra austsuðaust- ur af Grímsey um miðjan dag í gær. Skjálftarnir fundust víða á Norð- urlandi, m.a. í Grímsey, á Akureyri og á Húsavík, án þess þó að tjón hafi hlotist af. Ragnhildur Hjaltadóttir, íbúi í Grímsey, sagðist hafa fundið skjálftana vel og vissi til þess að í sumum húsum í eyjunni hafi mynd- ir skekkst á veggjum. „Þetta byrjaði með skjálfta upp á um 4 á Richter fimmtán mínútur fyrir fjögur og svo fimm mínútum seinna varð annar upp á 5,5 á Richter,“ sagði Steinunn Jakobs- dóttir, deildarstjóri á Veðurstofu Ís- lands. Eftirskjálftarnir voru sumir allt að 3 á Richter og taldi hún að bú- ast mætti við nokkrum slíkum. - óká SAMGÖNGUR Ekkert skipa íslenskra flutningafyrirtækja er skráð hér á landi utan eins sem bara sinnir inn- anlandsmarkaði. Tvö ný flutninga- skip Samskipa verða skráð í Fær- eyjum ásamt áhöfnum þeirra. Höskuldur H. Ólafsson, aðstoð- arforstjóri Eimskips, segir á annað hundrað milljóna króna myndu sparast árlega væru allar áhafnir skipa fyrirtækisins erlendar. Eim- skip hugleiðir einnig að skrá ís- lenskar áhafnir í Færeyjum: „Við hugleiðum þetta ekki út frá öðru en að aðrir hafa kostnaðarlega yfir- burði af því að skrá áhafnir erlend- is, hvort sem það er í Færeyjum eða annars staðar í heiminum,“ segir Höskuldur og bendir á að Atlantsskip notist bara við erlendar áhafnir, en það þrýsti á keppinaut- ana að bregðast eins við. „Hingað til höfum við viljað hafa íslenskar áhafnir á skipum í föstum áætlana- siglingum til og frá landinu, en það verður auðvitað að endurskoða í ljósi aðstæðna á hverjum tíma.“ Pálmar Óli Magnússon, fram- kvæmdastjóri rekstarsviðs Sam- skipa, segir nýju skipin skráð í Færeyjum til að tryggja íslensku sjómönnunum áframhaldandi vinnu, fyrirtækið væri ekki sam- keppnishæft gerði það skipin út héðan. Sjómannafélag Reykjavíkur skorar á stjórnvöld að laga rekstr- arumhverfi kaupskipaútgerða að því sem gerist í nágrannalöndunum og tryggja íslenskum sjómönnum vinnu. Jónas Garðarsson formaður félagsins gagnrýnir að tekið hafi stjórnvöld á annað ár að skoða hvort hægt sé að endurskoða lög um kaupskip, þau séu með seina- ganginum að glopra störfum frá landinu. Pálmar segist ekki sjá hag í að færa skráningu skipa hingað aftur nema íslensk stjórnvöld gerðu bet- ur en tíðkist í löndunum í kring, enda fylgi kostnaður svo umfangs- miklum breytingum. Undir það tek- ur Höskuldur: „Þegar fyrirtæki eru búin að hreyfa sig einu sinni þarf að gera heldur betur til þess að það hreyfi sig aftur.“ - gag Flutningaskipin skráð erlendis Eimskip myndi spara á annað hundrað milljóna króna ef áhafnir fyrir- tækisins væru erlendar. Sjómannafélag Reykjavíkur segir stjórnvöld glopra störfum úr landinu með ósamkeppnishæfu skattaumhverfi. DAGAR EFTIR AF JANÚARTILBOÐI TOYOTA 26 Corolla Tilboðsverð 1.669.000 kr. LÁTIÐ BARN BORIÐ Í LÍKHÚS Taílenskur læknir ber lítið barn í líkhús í Takuapa í suðurhluta Taílands í gær. Alls hafa nú safnast um 80 milljónir króna á Íslandi til hjálparstarfs Rauða krossins á hamfarasvæðunum í Asíu. Ástralía er það ríki sem heitið hefur mestu fjármagni til hjálparstarfsins eða um 48 milljörðum króna. Sjá síðu 2,4 og 18. SKATTRANNSÓKN Baugur unir ekki endurálagningu ríkisskattstjóra vegna tekjuáranna 1998 til 2002. Í yfirlýsingu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns félagsins segir að félagið sætti sig ekki við for- sendur álagningarinnar og muni skjóta málinu til yfirskattanefnd- ar og dómstóla ef þörf er á. Heildarfjárhæð endurálagn- ingarinnar nemur 464 milljónum króna. Þar af myndi félagið sjálft að óbreyttu bera 282 milljónir króna að teknu tilliti til greiðslna sem þegar hafa verið inntar af hendi og endurkröfurétti á þriðja aðila. Af þessum 282 milljónum eru 223 milljónir ágreiningur milli Baugs og skattayfirvalda um söluhagnað vegna samruna Hag- kaupa og Bónuss árið 1998. Endurálagningin nær til fimm rekstrarára og voru tekjur félags- ins á tímabilinu 150 milljarðar króna. Félagið færði til gjalda af varúðarástæðum tekjuskattskvöð í samræmi við frumskýrslu í árs- uppgjöri félagsins fyrir 2003. Hagnaður Baugs fyrir það ár var 9,5 milljarðar króna. Í lok yfirlýsingar harmar stjórnarformaður Baugs leka til fjölmiðla um rannsókn á málefn- um félagsins og áréttar mikilvægi þess að félagið fái frið til að færa fram athugasemdir sínar gagn- vart réttum yfirvöldum. - hh Baugur kærir endurálagningu fimm ára tímabils: Heildarupphæðin 464 milljónir Útsölubæklingur BT fylgir blaðinu í dag Útsalan hefst kl. 11:00 í dag Impregilo: Bara einn fékk svar VINNUMARKAÐUR Alþýðusambandið segir ítalska verktakafyrirtækið Impregilo draga lappirnar í manna- ráðningum í gegnum evrópska vinnumiðlunarvefinn Eures. Þegar fyrirtækið var látið aug- lýsa þar áður munu hafa borist á annað hundrað umsóknir og 80 um- sækjendur uppfyllt gerðar kröfur, en enginn fengið svar nema Norð- maður einn sem var þrjóskur og gafst ekki upp. „Hann gerði athuga- semd við það að íslensk stjórnvöld stæðu að birtingu auglýsinga sem þau ættu ekkert að gera með,“ segir Halldór Grönvold, framkvæmda- stjóri ASÍ. Impregilo vísar ásökunum ASÍ á bug. sjá síðu 10 - ghs AP M YN D

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.