Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 4
4 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR MALASÍA, AP Rizal Shahputra, 23 ára Indónesi, fannst á lífi fljótandi á trjágreinum og ýmsu braki um 160 kílómetra undan strönd Súmötru átta dögum eftir að flóð- bylgjan skall á landið. Skipverjar á flutningakipi frá Malasíu komu auga á Shahputra úti á rúmsjó á mánudaginn og virtist hann ótrú- lega vel á sig kominn þegar honum var bjargað um borð. Hann kom síðan aftur á fast land í gær þegar flutningskipið kom til hafnar í Malasíu. Shahputra var að þrífa mosku í Banda Aceh á Súmötru þegar flóð- bylgjan skall á. Hann segir að börn hafi hlaupið inn í moskuna til að vara hann við en það hafi verið um seinan. Hann hafi sogast með öldunni út á haf. „Í fyrstu hékk ég á trjágrein- um með nokkrum vinum mínum,“ segir Shahputra. „Eftir nokkra daga voru þeir farnir. Ég sá lík allt í kringum mig.“ Shahputra segir að eitt skip hafi siglt framhjá honum án þess að taka eftir honum áður en skip- verjar flutningakipsins komu auga á hann. Hann segist hafa haldið lífi með því að borða kókos- hnetur sem hann braut með hurð- arhún og drekka regnvatn. Á föstudaginn fannst kona á lífi úti á sjó. Hún hafði haldið lífi með því að borða ávexti af trénu sem hún hékk á. ■ ■ FLÓÐBYLGJANHjálparmiðstöðvar: Börn misnotuð SRI LANKA, AP Þrjú tilfelli um kyn- ferðislega misnotkun á börnum, sem lifðu af flóðbylgjuna sem skall á Sri Lanka á annan í jólum, hafa verið tilkynnt yfir- völdum þar. Börnin voru staðsett í hjálparmiðstöðvum þegar þau voru misnotuð. Einnig er vitað um tvær hópnauðganir á konum skammt frá hjálparmiðstöðvum. Þá rétt slapp sautján ára stúlka sem lá á gólfi inni í skýli einnar hjálpar- miðstöðvarinnar við að verða nauðgað af afa sínum í vikunni. Starfsmenn hjálparmiðstöðv- anna standa agndofa frammi fyrir þessari nýju ógn því nú er ekki nóg með að þeir þurfi að hlúa að fórnarlömbunum heldur þurfa þeir einnig að gæta þess að kynferðisbrotamenn komist ekki nálægt þeim. ■ Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar KAUP Gengisvísitala krónunnar 113,44 -0,13% SALA GENGI GJALDMIÐLA 05.01.2005 GENGIÐ Bandaríkjadalur 62,77 63,07 Sterlingspund 117,63 118,21 Evra 83,05 83,51 Dönsk króna 11,17 11,23 Norsk króna 10,00 10,06 Sænsk króna 9,16 9,22 Japanskt jen 0,60 0,60 SDR 95,69 96,27 HAMFARIR Alþjóðasamfélagið hefur heitið 190 milljörðum króna í hjálparstarf og uppbyggingu í kjölfar hamfaranna í Asíu. Ástralía er sú þjóð sem heitið hefur mestu fjármagni. Ástralar hafa þegar samþykkt að verja 48 milljörðum íslenskra króna í verkefnið. Þjóðverjar tilkynntu í gær að þeir hygðust veita 42 millj- örðum króna til hjálparstarfsins og er Þýskaland þar með sú Evr- ópuþjóð sem veitir mestu fé. Með 10 milljóna króna fram- lagi Reykjavíkurborgar, sem ákveðið var í fyrradag, hafa nú safnast um 80 milljónir króna á Íslandi til hjálparstarfs Rauða krossins á hamfarasvæðunum. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, heimsótti Aceh-hérað á Súmötru í gær en héraðið er á því svæði sem fór hvað verst út úr hamförunum. „Ég hef verið í stríði og séð eyðilegginguna sem því fylgir. Ég hef farið á svæði eftir að fellibylir hafa lagt allt í rúst en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Powell eftir heimsóknina. Enn er á reiki hversu margir hafa nákvæmlega látist vegna jarðskjálftanna og flóðbylgnanna sem þeim fylgdu. BBC greindi frá því í gær að um 140 þúsund manns væru taldir af en aðrar fréttastofur hafa nefnt tölur allt upp í 150 þúsund. Langflestir létust í Indónesíu eða 94 þúsund manns en næstflestir létust á Sri Lanka eða ríflega 30 þúsund manns. Þúsundir starfsmanna og sjálf- boðaliða Rauða krossins dreifa nú hjálpargögnum á stórum svæðum með flugvélum, bílum og bátum. Smám saman er hjálparstarfið að ná betur til afskekktari svæða í Indónesíu. Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands fara til Indónesíu í dag en fyrir eru þrír sendifulltrúar á hamfarasvæðun- um, einn á Sri Lanka og tveir í Indónesíu. Samkvæmt upplýsing- um frá skrifstofu Rauða krossins á Íslandi hefur alþjóða Rauði krossinn einsett sér að aðstoða fórnarlömb hamfaranna til lengri tíma og er talið að sú aðstoð muni kosta um 35 milljarða íslenskra króna. trausti@frettabladid.is Nærri 200 milljarðar króna hafa safnast Ástralar gefa mest allra þjóða til hjálparstarfs vegna hamfaranna. Colin Powell heimsótti Súmötru í gær og segist aldrei hafa séð þvílíka eyðileggingu. Tveir sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi fara til Indónesíu í dag. COLIN POWELL VARÐ FYRIR ÁFALLI Utanríkisráðherra Bandaríkjanna ræðir við fórnarlamb flóðbylgjunnar í Aceh-héraði á Súmötru. Powell segist hafa orðið fyrir áfalli þegar hann sá eyðilegginguna eftir hamfararnir. FRAMLAG Á ÍBÚA Í KRÓNUM Ástralía 2.400 Þýskaland 500 Japan 250 Bandaríkin 75 Noregur 2.100 Ísland 270 Ástralía Þýskaland Japan Bandaríkin Noregur Ísland FRAMLÖG RÍKJA VEGNA HAMFARANNA Í ASÍU 48,1 41,6 31,5 22,1 11,4 0,08 Land Milljarðar króna SÆNSKA STRÁKNUM EKKI RÆNT Sænska stráknum Kristian Walker, var ekki rænt af sjúkrahúsi á Taílandi, eins og talið var. Komið hefur í ljós að um annan dreng var að ræða og þýskur maður sem kom með hann á sjúkrahúsið. Kristians er því enn leitað. NORÐUR-KÓREA GEFUR Hið sárfá- tæka ríki Norður-Kórea hefur gefið sem nemur um tíu milljónum króna til hjálparstarfsins vegna hamfar- anna í Asíu. Afganar ætla líka að leggja sitt af mörkum og senda lækna á hamfarasvæðin. HJÁLPARGÖGN TIL SÚMÖTRU OG SRÍ LANKA Um sex hundruð manns starfa á vegum Rauða krossins að hjálparstarfinu á Súmötru. Þegar er búið að dreifa hjálpargögnum til 8.500 manna á Súmötru en á næstu vikum er gert ráð fyrir að ná til 300.000 manna. Á Srí Lanka starfa um 3.000 sjálfboðaliðar Rauða krossins. Gert er ráð fyrir að á næstu vikum muni Rauði krossinn sinna þörfum 80.000 manna á Srí Lanka. 60 ÞJÓÐVERJAR LÁTNIR Af þeim út- lendingum sem staðfest er að látist hafi í hamförunum í Asíu eru flest- ir frá Þýskalandi eða 60 samkvæmt fréttastofu AP. Staðfest er að 52 Svíar hafi látist, 41 Breti og 23 Svisslendingar og Japanar. Þá er staðfest að 15 Finnar hafi látist, 12 Norðmenn og sjö Danir. SCHUMACHER GEFUR 630 MILLJ- ÓNIR Þýski Formúlu 1 ökumaður- inn Michael Schumacher hefur gefið 630 milljónir króna til hjálp- arstarfsins í Asíu. Einn af lífvörð- um Schumachers fórst í flóðbylgjunni. SÖFNUN RAUÐA KROSSINS Almenningur á Íslandi sem vill styðja hjálparstarfið getur hringt í 907 2020 og þannig lagt fram 1.000 krónur til aðstoðar vegna flóðanna. Einnig er hægt er að styðja hjálp- arstarfið með því að leggja inn á reikning 1151-26-12, kennitalan er 530269-264. Fannst á lífi á trjágreinum og braki úti á sjó: Sá lík allt í kringum sig VEIFAR TIL SKIPVERJA Skipverjar á malasísku flutningaskipi tóku mynd af Rizal Shahputra skömmu áður en þeir björguðu honum um borð. Á innfelldu myndinni sést hann ganga á land í Malasíu. Hamfarirnar: Stjórnvöld gagnrýnd SKANDINAVÍA Stjórnvöld í Skand- inavíu hafa mátt þola mikla gagnrýni vegna þess hvernig staðið var að viðbrögðum og björgunaraðgerðum Norðmanna og Svía eftir hamfarirnar í lönd- unum við Indlandshaf. Í Svíþjóð hefur birst skoðana- könnun sem sýnir að annar hver Svíi telur að Laila Freivalds utanríkisráðherra hafi staðið sig illa í málinu en hinsvegar er Göran Persson forsætisráð- herra talinn hafa staðið sig betur. Í Svíðþjóð hafa verið uppi háværar kröfur um afsögn utanríkisráðherrans. Þá hafa stjórnvöld í Noregi legið undir ámæli fyrir að hafa ofmetið fjölda þeirra sem var saknað. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.