Fréttablaðið - 06.01.2005, Side 18

Fréttablaðið - 06.01.2005, Side 18
Barnung fórnarlömb boðin til kaups Óttast er að óprúttnir glæpamenn reyni að ræna munaðarlausum fórnarlömbum hamfaranna við Indlandshaf og selji þau í ánauð. Rúm milljón barna lendir í höndum smyglara ár hvert. BARNARÁN Tugþúsundir barna við Indlandshaf eru munaðarlausar eftir hamfarirnar þar og er óttast að glæpamenn freisti þess að ræna einhverjum þeirra til að selja til ættleiðinga eða í þræl- dóm. Talið er að rúm milljón barna lendi árlega í höndum smyglara í heiminum. Félagið Íslensk ætt- leiðing telur útilokað að börn sem numin eru á brott komi hingað til ættleiðinga. Þótt flóðin hafi rénað við Indlandshaf er hamförunum ekki lokið. Tugþúsundir barna hafa misst foreldra sína eða ættingja og los hefur komist á hundruð þús- unda fjölskyldna um allt hamfara- svæðið. Í Aceh-héraði á Súmötru er talið að 35.000 börn séu munað- arlaus. Sérfræðingar óttast að glæpamenn sæti lagi í þessu upp- lausnarástandi og ræni börnum sem enginn veit hvort séu lífs eða liðin. Þegar eru farnar að berast óhugnanlegar en óljósar fregnir af slíkum ránum. Margir á Vestur- löndum hrukku í kút þegar fregn- ir bárust af tólf ára gömlum sænskum dreng sem átti að hafa verið numinn af brott af sjúkra- húsi í Taílandi. Að líkindum er þar misskilningur á ferðinni því nú hafa þarlend yfirvöld neitað að drengurinn hafi yfirleitt verið á sjúkrahúsinu. Barnahjálp Sam- einuðu þjóðanna, Unicef, segir að maður í Indlandi hafi villt á sér heimildir þegar hann gerði tilkall til telpu í þeirra vörslu með því að segjast vera frændi hennar. Texta- skilaboð hafa gengið manna á milli í Indónesíu þar sem 300 munaðar- leysingjar frá Aceh eru auglýstir til sölu. Talsmaður Unicef í Indónesíu segist hafa áreiðanlega heimildir fyrir að minnsta kosti einu tilviki þar sem barni frá Aceh var smyglað á brott af glæpa- mönnum en auk þess eru tugir óstaðfestra tilvika um slíkt. Skammt frá Aceh er hafnarborgin Medan sem er miðstöð smyglara í þessum heimshluta. Stjórnvöld í Indónesíu hafa sett farbann á börn yngri en sextán ára sem eru frá Aceh en auk þess hafa hjálparsamtök sett saman áætl- anir til að vernda börn fyrir þess- um voða. „Mörg börn hafa misst sína nánustu og þau eru því í stór- hættu. Save the Children og Unicef eru að setja upp sameigin- legar skrifstofur til að skrá börnin til að geta fylgst með hvaða börn eru á staðnum, auk þess að sjá þeim fyrir mat og húsaskjóli,“ segir Kristín Jónasdóttir, fram- kvæmdastjóri Barnaheilla. Ekki er útilokað að einhver þeirra barna sem óttast er um hafi látist í sjálfum hamförunum og svo eru dæmi um að fólk hafi einfaldlega tekið þau að sér af einskærri samúð án þess að tilkynna það sér- staklega. Skipulögð rán og smygl á börn- um eru ekki ný af nálinni. Unicef telur að allt að 1,2 milljónir barna lendi árlega í höndum smyglara, mörg þeirra eru seld til ættleið- inga en sum eru hneppt í vinnu- og kynlífsþrælkun. Barnasmygl er hluti af skipulegri glæpastarfsemi sem teygir anga sína um allan heim og er talið að höfuðpaurar hennar hafi stórfé upp úr krafsinu. Guðrún Sveinsdóttir, hjá félag- inu Íslenskri ættleiðingu, telur nán- ast útilokað að börn frá Indlandi og Taílandi sem hingað koma til ætt- leiðingar hafi komið eftir ólögleg- um leiðum. „Allar ættleiðingar eru á vegum yfirvalda þannig að þar- lend stjórnvöld fullvissa sig um að börnin séu raunverulega munaðar- laus og eigi enga ættingja sem vilji taka þau að sér áður en þau fara til ættleiðingar úr landi.“ sveinng@frettabladid.is Af öllum vítamínum, fæðubótarefnum og bætiefnum meðan birgðir endast. Tilboðin gilda í öllum verslunum Lyfju dagana 4.-8. janúar. 20afsláttur % 25% afslátturaf blóðfitumælingu 18 Slysavarnafélagið Landsbjörg fékk á dögunum 28 nætursjónauka að gjöf frá tryggingafélaginu Sjóvá-Almenn- um. Valgeir Elíasson, upplýsingafull- trúi Landsbjargar, segir að sjónauk- arnir muni auðvelda leit á hafi úti í myrki umtalsvert. Þeir auka líka öryggi áhafna því menn geta betur gert sér grein fyrir aðstæðum við leit og björgunarstörf. Hversu oft þurfið þið að nota slíka sjónauka? Ég gæti trúað því að helmingur út- kalla okkar á björgunarskipunum sé kvölds og nætur. Útköll og aðgerðir björgunarskipa eru 150-200 á ári þannig að sjónaukarnir munu nýtast okkur vel. Notið þið ekki sjónaukann fyrst og fremst á veturna? Jú, hann er góður við björgunarstörf- in á þessum árstíma. Svona nætur- sjónauki er afar nauðsynlegur fyrir okkur yfir dimmustu mánuðina. Er hann flókinn í notkun? Hann er frekar einfaldur í notkun og það er fljótlegt að læra á hann. Með stuttri kynningu getur hvaða björg- unarsveitarmaður sem er notað hann. ■ VALGEIR ELÍASSON Ánægjuleg jólagjöf NÆTURSJÓNAUKAR LANDSBJARGAR SPURT OG SVARAÐ Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðar- hús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Lögun fjalla og úrkoma Langflest snjóflóð falla í hlíðum sem hafa 30 til 50 gráðu halla og meiri snjóflóðahætta er í ávölum brekkum en íhvolfum þar sem togspenna er meiri þar. Snjór safnast gjarnan í hvilftir og mörg gil eru í fjallshlíð og getur það stóraukið snjóflóðahættu. Þegar snjókoma er mikil er hætt við að snjóþekjan bindist ekki sem skyldi. Undirlagið skiptir einnig miklu máli. Algengt er hér á landi að í kjölfar snjókomu hlýni og snjórinn þyngist. Þungur og blautur snjór sest ofan á léttari snjó sem veldur því að snjóflóð falla oft í hrinum. Fylgi sterkur vindur úrkomu safnast snjórinn saman hlé megin í fjallshlíðum, giljum og skorningum og þegar skefur fram af fjallsbrúnum er hætta á hengjumyndun. Orsök flestra snjóflóða sem falla á Vestfjörðum er þegar vindur blæs yfir fjöll sem eru flöt að ofan. Gerðir snjóflóða Snjóflóðum er jafnan skipt í tvo flokka: lausasnjóflóð og flekaflóð en einnig eru þau undirflokkuð í kófhlaup, þurr og vot hlaup. Upptök lausasnjóflóða eru yfirleitt í efsta hluta snjó- þekjunnar í lausum snjó þar sem lítil binding er. Lausa- snjóflóð falla yfirleitt í eða rétt eftir mikla snjókomu. Í flekahlaupum skríður snjóþekjan af stað í heillegum flekum vegna samloðunar, en stór svæði geta farið af stað í einu og flutt með sér mikið snjómagn. Fleka- flóðin eru mun algengari hérlendis en lausasnjóflóðin þó að mörkin þar á milli séu ekki mjög skýr. Rennslishraði snjóflóða er mismikill, þurr flóð renna hraðar en blaut. Kófhlaup geta náð mjög miklum hraða en á undan þeim fer kröftug þrýstibylgja sem getur splundrað því sem á vegi verður, þar á meðal húsum og bílum. ■ Splundra öllu sem á vegi verður FBL GREINING: SNJÓFLÓÐ 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR MUNAÐARLEYSINGI Í GÓÐUM HÖNDUM Þessi litla indónesíska telpa missti foreldra sína í flóðunum á dögunum en komst í hendur hjálparstarfsmanna. Munaðarlaus börn frá Aceh-héraði eru talin í stórhættu vegna glæpamanna sem ásælast þau. AP M YN D

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.