Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 24
Ferskt útlit
Taktu klípu af dagkreminu og klípu af meiki, blandaðu því saman og berðu svo á húðina. Þannig
fær húðin raka og þú færð smá lit í andlitið. Settu varasalva á varirnar eða gloss og þú færð ferskt
og fallegt útlit á örskotsstundu og ekki væri verra ef þú myndir brosa þínu blíðasta því fallegt bros
er alltaf í tísku.[
Hlý og góð lopaherðasjöl
Aðalheiður með barnabarni sínu, Steinunni Jónsdóttur, sem klæðist prjónasali eftir ömmu sína.
Aðalheiður Helgadóttir prjónar í frístundum
sínum og selur afurðirnar á vægu veðri.
„Ég byrjaði á því að prjóna barnateppi fyrir börn
og barnabörn. Ég hef misst tölu á því í hve mörg ár
ég hef prjónað teppin en þau hafa verið mjög vin-
sæl í sængurgjafir. Ég hef líka prjónað litlar ullar-
treyjur á ungabörn að sex mánaða aldri,“ segir
Aðalheiður.
Prjón og hekl hafa verið í tísku að undanförnu
og hefur Aðalheiður ekki misst af þeirri tísku-
bylgju. „Ég byrjaði að prjóna lopaherðasjöl í fyrra-
haust. Dóttir mín bað mig um að prjóna sjal sem
væri eins og efri partur af lopapeysu. Ég hef síðan
prjónað þannig sjöl en breytt litunum og það hefur
verið mjög vinsælt. Ég prjóna líka einlit sjöl sem
ég bjó sjálf til uppskriftina að og þau hafa líka selst
vel. Sjölin ná niður fyrir brjóst og eru voðalega hlý
og góð. Ég hef þau ekki síðari, nema þau séu sér-
staklega pöntuð, því þá geta konur bæði notað þau
innan undir úlpu og yfir jakka. Þau kosta fjögur
þúsund krónur sem er ekki hátt tímakaup,“ segir
Aðalheiður og hlær dátt og bætir við að hún taki
glöð við hvers konar sérpöntunum.
Aðalheiður hefur aðeins verið að fitla við heklið
en einbeitir sér helst að prjóninu. „Sólarhringurinn
þyrfti eiginlega að vera lengri hjá mér. En mér
finnst voðalega afslappandi og gaman að prjóna.
Nema þegar ég sit lengi þá tekur aðeins í herð-
arnar,“ segir hún, en Aðalheiður er búin að vinna á
skammtímaheimili fyrir fötluð börn í sautján ár
þannig að prjónið er hlutastarf. „Ég vann alltaf á
næturvöktunum og tók auðvitað í prjónana þá. Nú
er ég hætt á vöktunum og farin að vinna í eldhús-
inu þannig að ég prjóna bara þegar ég kem heim.“
lilja@frettabladid.is
Skósnillingurinn Manolo Blahnik
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 12, s. 562 2466
Jólasendingin af Pilgrim
skartgripum komin.
Einnig mikið úrval af nælum og
öðrum semelíu skartgripum.
Sendum í póstkröfu.
Stærðir 27-41
Bómull: Svartir og rauðir
Satín blóma: svartir, rauðir og dökkbláir
Flauel: Svartir og brúnir ( stærðir 35-41)
Einnig mikið úrval af blómaskóm
í mörgum litum og stærðum.
KÍNASKÓR
Mikið úrval af kínaskóm
í barna- og fullorðinsstærðum
Tilboð - Eitt par kr. 1290 • Tvö pör kr. 2000 -
SKARTHÚSIÐ
Laugavegi 12, s. 562 2466
Jólasendingin af Pilgrim
skartgripum komin.
Einnig mikið úrval af nælum og
öðrum semelíu skartgripum.
Sendum í póstkröfu.
ÚTSALA Í SKARTHÚSINU
20-50% afsláttur af töskum
30% afsláttur af Elsie Ryan kjólum og toppum.
Mikið úrval af sjölum, treflum, alpahúfum
og flísfóðruðum vettlingum
Sendum
í póstkröfu
Laugavegi 62
sími 511 6699
Glæsibæ
sími 511 6698
www.sjon.is
sjon@sjon.is
Garðatorgi
sími 511 6696
NÝ SEN
DING
]
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
Margar konur kannast við „skó-
áráttuna“, þ.e. að eiga erfitt með
að standast fallegt skópar þó svo
að heima sé troðfullur skápur af
allskyns skóm sem enn eru í fullu
gildi.
Þessar sömu konur kannast þá
eflaust við spænska skóhönnuð-
inn Manolo Blahnik sem hlaut
alþjóðaathygli þegar Carrie og
vinkonur hennar í sjónvarpsþætt-
inum „Sex and the City“ birtust á
skjánum fyrir nokkrum árum.
Carrie gekk nær undantekningar-
laust í Blahnik skóm en skapari
hennar, Sarah Jessica Parker, er
sömuleiðis mikill áðdáandi sem
og margar stjörnur úti í hinum
stóra heimi.
Manolo Blahnik á sér þó mun
lengri sögu því árið 1973 opnaði
hann sína fyrstu skóverslun í
Chelsea hverfinu í London. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjávar,
Blahnik á nú búðir um allan heim
og ásamt því að hanna undir eigin
nafni er hann einnig í samstarfi
við stóra hönnuði eins og John
Galliano og Michael Kors. Öll
framleiðslan fer fram á Ítalíu og
það sem fullkomnar hönnunina er
að lokavinnslan er öll unnin í
höndunum. Mikil natni er lögð í
hvert einasta par svo að skórnir
verða mjög persónulegir, efnin og
leðrið er í hæsta gæðaflokki og
kvenleikinn er í fyrirrúmi. Skórnir hennar Carrie.