Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 32

Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 32
F2 6 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR                                       !    "   "   #$ #  #      "                    % #    &                                 Þó að Pétur Gaut- ur myndlistarmaður sé fluttur úr Reykja- vík í Hafnarfjörð, segist hann ekki eiga eftir að sakna höfuðborgarinnar mikið þrátt fyrir að hafa búið þar stærsta hluta ævi sinnar. Efstasund, 1966 til 1986 Æskuheimilið mitt er við Efstasund í Reykjavík. Ég var það heppinn að eiga mjög reglusama fjölskyldu, því þarna bjó ég fyrstu tuttugu ár lífs míns. Þessi gata á því óneitanlega mjög sterk tök í mér og þaðan á ég fullt af minningum um leikfélaga og fólk sem er löngu horfið úr götunni í dag. Mamma mín býr enn þá þarna og ég reyni að koma þangað á hverjum degi til þess að drekka kaffi með henni. Það má því með sanni segja, að maður haldi enn svolítið fast við ræturnar. Herling, Jótland, sumrin 1981 og 1982 Ég fór í sveit til Danmerkur tvö sum- ur í röð, fimmtán og sextán ára. Fyrra árið vann ég á kúabúi þar sem ég mjólkaði kýr allan daginn. Hitt sumar- ið vann ég á grísabúi. Sveitin í Dan- mörku er allt öðruvísi heldur en á Ís- landi. Þarna var allt snyrtilegt, vélarn- ar keyrðar inn og hreinsaðar en ekki látnar standa og ryðga. Þarna var fólk líka mjög meðvitað að það væri að framleiða kjöt. Ég bjó hjá mjög öldr- uðu en góðu fólki sem var svolítið nískt. Þegar átti að kaupa ný stígvél, hjálpuðust allir á heimilinu við að finna besta tilboðið í blöðunum. Svo var keyrt upp undir fjörtíu kílómetra til þess að kaupa þessi ódýru stígvél. Þessi tvö sumur upplifði ég því hina sönnu sveitarómantík og ekki skemm- di fyrir að fólkið úti á landi er allt öðruvísi en íbúar í Kaupmannahöfn, sem hafa orð á sér fyrir að vera yfir- borðskenndir og kaldir. Njálsgata, 1986 til 1991 Ég er það heppinn að eiga tvær mömmur, en Edda móðursystur mín bjó á ættaróðalinu á Njálsgötu, þar sem afi minn og amma höfðu búið. Þar leigði ég meðan ég stundaði nám í myndlistarskólanum. Þetta var alveg frábær partístaður og það var aldrei kvartað undan því að Duran Duran og Wham væru hækkuð í botn enda móðursystir mín mjög þolinmóð kona. Dalslandsgade/Öresundskollege, 1991 til 1997 Eftir að hafa búið hjá „mæðrum“ mín- um, voru ferðatöskurnar loksins teknar upp og haldið í víking til Danmerkur. Ég flutti fyrst á Edmundskollege sem var afskaplega fínt einkakollege, en ég var þar ekki lengi því ég kynntist alveg yndislegri konu sem bjó á Öresunds- kollege. Hún var í raun það yndisleg að hún fékk mig til þess að flytja af þessu fína einkakollege yfir í kollege sem samanstóð af tólf stórum ljótum blokkum. Arkitektinn, sem hannaði þetta, fékk sérstök verðlaun fyrir að troða svona mörgu fólki inn í eitt hús. Þetta er fjölmenningarsamfélag og við bjuggum í einum þremur íbúðum á þessum árum, við hliðina á fólki frá öllum heimshornum. Síðasta íbúðin var stærst og best en það vildi ekki betur til en svo, að fyrir neðan okkur var Zulu fjölskylda frá Afríku. Þau virtust ekki hafa neitt ann- að fyrir stafni en að spila á skemmtara, trommur, kyrja og dansa. En þó að Zulu fólkið hafi verið sér- stakt, þá voru við hliðina á okkur Pakistanar sem höfðu ekki fengið kennslu í því að fara út með ruslið. Pokar með matarleifum voru því iðulega skildir eftir frammi á gangi og lyktin gat oft á tíðum orðið óbærileg. Eftir að hafa verið í námi í eitt ár, fór ég að vinna hjá hinu Konunglega danska leikhúsi. Það kom mér mjög á óvart hversu mikið var drukkið á vinnustaðnum og hversu mörg verkföll voru. Það voru samúðarverkföll með einhverjum strætisvagnabílstjórum á Jótlandi og þar fram eftir götunum. Það var líka stéttaskipting innan leik- hússins, sem var eitthvað sem ég hafði ekki vanist frá árum mínum innan Þjóðleikhússins þar sem var mikill samgangur. Við máttum helst ekki yrða á óperusöngvarana eða ballett- dansarana. Ég reyndar hrósaði finnsk- um baritón, Jorma Hinannen, sem virtist kunna vel við það enda held ég að við höfum verið sammála um að þetta væri alveg fáranlegt. Njálsgata, 1997 til 2004 Ég flutti aftur á ættaróðalið eftir dvöl- ina í Danmörku og hafði þá fimmfald- að mig. Ég festi einnig kaup á gömlu versluninni Örnólfi þar sem ég hafði verslað með henni ömmu minni sem lítill strákur. Þar hef ég núna mína eig- in vinnustofu og sýningarsal. Arnarhraun, Hafnarfjörður, 2004 Á meðan dvölinni á Öresundskollege stóð lofaði ég sjálfum mér að kaupa einbýlishús og það hefur nú loksins gerst, en þó ekki í Reykjavík, heldur í Hafnarfirði. Ég er reyndar svo nýflutt- ur þangað að ég man nafnið á götunni með því að blanda saman Arnarnesinu og Litla-Hrauni, það er Arnarhraun. Ég kann ákaflega vel við mig í Hafnarfirði, þótt það sé stutt frá því að ég flutti. Hér býr mjög gott fólk og stemningin í bænum minnir á bæina úti á landi. Það þekkja allir alla. Þetta er eini bærinn sem ég hef komið í þar sem ókunnugt fólk snýr sér við og býður mann velkominn. Það sem ég held að hafi ráði mestu um að við ákváðum að setj- ast að hérna er að við vild- um komast í gott einbýlis- hús með bílskúr sem ég gæti notað sem vinnuaðstöðu og góð- um garði fyrir konuna, enda er hún landslagsarkitekt. Húsið varð að vera nálægt góðum skóla og útivistarsvæði og ekki hvað síst að strákarnir okkar gætu hjólað um, en það var ekki hægt á Njálsgötunni. Allt þetta fundum við á Arnarhrauni sem er mjög skrítin gata. Þar eru samankomin ljótustu og fallegustu steinhús Hafnarfirði. Það var bæði vont og gott að flytja úr mið- borg Reykjavíkur, en því miður finnst mér hún hafa misst töluvert af sínum sjarma. Bjó fyrir ofan syngjandi Zulu fólk Karl IngiKarlsson ereinn af þremur söngvur- um í hljómsveit- inni Dáðadrengir. Þeir eru þessa dag- ana að setja saman plötu sem hann segir að eigi eftir að springa í andlitið á öllum á næsta ári. „Platan verður mesta spark í andlitið sem fólk hefur upplif- að! Við munum ekki senda út neitt hálfklárað efni.“ Karl valdi þrjá ómissandi hluti. Nintendo Ég vel Nintendo-tölvuna vegna þess að hún er hlutur sem markar mína kynslóð. Hún er óþrjótandi lind ævintýra og þeirri þrá að vera ungur aftur. Uppáhaldsleikurinn minn er Super Mario 3. Trommusóló Af því að þau eru tákn fyrir rokk og ról. Þetta er ákveð- ið karl- mennsku- tákn án þess að vera karlrembutákn. Svo eru þau líka geðveikt kúl. Ég tromma stundum en er samt ekk- ert spes trommuleikari. Mér finnst ég sjaldan vera jafn mikil og góð manneskja og þegar ég tek trommusóló. Það verða allir að prófa þetta til þess að komast í snertingu við sjálfan sig. Kossar Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra af hverju kossar eru mér ómisandi. Ef fólk sem les þetta er ekki sam- mála mér um að kossar séu mikilvægir þá veit ég ekki hvað ég á að segja til þess að sannfæra það. Það væri mér óskiljanlegt. Gu ð r ú nH e i ð u rÍsaksdóttir er bassaleikari hljómsveitarinnar Mammút. Þau stefna að því að taka upp plötu í febrúar og eru núna á fullu að æfa og semja ný lög. „Við viljum koma með þétt prógram árið 2005. Á milli þess sem ég æfi með hljómsveitinni er ég á kaffi- húsum með vinum mínum.“ Bassinn minn veitir mér and- lega ánægju. Ég túlka tilfinn- ingar mínar mikið í gegnum hann hvort sem ég er að spila með Mammút eða ein inni í herbergi. Mér finnst svolítið eins og hann skilji mig. Ljósmyndirnar mínar eru mikilvæg- ar því þær eru af fólki sem mér þykir vænt um. Ég er með fullt af myndum uppi á vegg úti um allt af fólki sem ég elska. Mér finnst gaman að horfa á þær og sjá hvað ég er heppin að hafa svona mikið af góðu fólki í kringum mig. Geisladiskarnir mínir Ég hlusta á tónlist á hverjum einasta degi og gæti ekki án hennar verið. Þessa dagana er ég mikið að hlusta á Mugison en einnig eru Neutral Milk Hotel, The Yeah Yeah Yeah’s, Nick Drake og Billie Holiday mikið í uppáhaldi hjá mér. Kossar og bassinn Karl Ingi Karlsson, söngvari í Dáðadrengjum, og Guðrún Heiður Ísaksdóttir, bassaleikari í Mammút, völdu sér þrjá ómissandi hluti. GÖTURNAR Í LÍFI Péturs Gauts myndlistamanns FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L B ER G M AN Efstasund Herling Njálsgata Dalslandsgade Arnarhraun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.