Fréttablaðið - 06.01.2005, Blaðsíða 34
Jólin eru ekki fyrr búin en verslanir
landsins eru farnar að auglýsa útsölur.
Smáralindin var snemma í því í ár. Út-
sölur þar byrjuðu strax þriðja janúar en
Kringlan byrjar formlega með útsölur í
dag. Fólk skiptist yfirleitt í tvo flokka
þegar kemur að útsölum, annaðhvort
elskar fólk þær eða hatar. Það er þó
sama í hvorum flokknum fólk er – allir
geta gert góð kaup þegar útsölur eru
annars vegar. Á útsölu er gott að kaupa
praktíska hluti eða grunninn í fataskáp-
inn eins og hvítar skyrtur og svartar
buxur. Hver kona þarf að eiga að
minnsta kosti eina gollu í fataskápnum
og því er sniðugt að kaupa slíka peysu á
útsölum. Einfaldir bómullarbolir eru
líka kjörin vara til að kaupa á útsölum.
Það er mjög sniðugt að kaupa klassísk-
an fatnað á útsölum en svo getur líka
verið æði gaman að fjárfesta í einhverju
glysgjörnu sem þú myndir aldrei tíma
að kaupa á fullu verði. Það getur verið
glitrandi pallíettuveski, skræpóttir skór
eða litríkt belti.
Láttu vaða
Þó að konum finnist yfirleitt skemmti-
legra að rápa á milli verslana en körlum
þá geta þeir að sjálfsögðu einnig gert
góð kaup á útsölum. Allir menn verða
að eiga að minnsta kosti ein jakkaföt og
því er tilvalið að fjárfesta í einum slík-
um á útsölu. Skyrtumenn ættu líka að
geta nýtt útsölurnar vel. Víkjum að
skófatnaði. Það er gífurlega mikil
pilsatíska í gangi og það hentar íslensk-
um konum best að vera í stígvélum við
þau vegna veðurfarsins. Það er því til-
valið að kaupa stígvél á útsölu því það er
ekki verra að eiga stígvél til skiptanna.
Það má vel kaupa svört eða brún klass-
ísk dömustígvél með smá hæl. Eins má
kaupa háhælaða skó í dansstíl eða hefð-
bundna hælaskó sem passa bæði við pils
og buxur. Ef þú rekst á draumaskóna
sem þig dreplangaði að eignast í haust
skaltu kaupa þá ef þér finnst þeir ennþá
jafn flottir.
Málið að kaupa íþróttaföt
á útsölu
Að kaupa íþróttafatnað á útsölu er bráð-
sniðugt því sú tíska tekur ekki jafn mikl-
um stökkbreytingum og hin venjulega
fatatíska. Þegar fjárfest er í íþróttafötum
á fólk á heldur ekki að elta tískustrauma
heldur að reyna að finna föt sem eru
klæðileg. Þröngar, teygjanlegar kven-
íþróttabuxur geta til dæmis verið æði
misjafnar og misklæðilegar. Þegar keypt
eru íþróttaföt er best að hafa eftirfarandi
í huga. Ef fólk er mjög virkt í ræktinni
þarf það að eiga nokkur dress til skipt-
anna. Ef fólk nennir alls ekki að drullast
af stað getur það virkað sem mjög mikil
hvatning að kaupa nýjan trimmgalla.
Best er að eiga íþróttaföt sem ganga hver
með öðru. Það er ekki vitlaus
hugmynd að vera með litakvóta,
ekki fara út fyrir þrjá liti. Svart,
grátt og lillað er sem dæmi falleg
litasinfonía ásamt dökkbláum, ljósbláum
og hvítum. Ef þú ert enn litaglaðari get-
ur þú farið út í rauðan, bleikan og app-
elsínugulan eða raðað þeim litum saman
sem þér finnast fallegir. Það er alltaf
hægt að afsaka kaupin með því að þú
hafir fengið fötin á útsölu.
F2 8 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Cube blandarinn frá
ViceVERSA á Ítalíu.
Hannaður af Luca Trazzi.
Verð kr.13.900.
Tix blandarinn kemur líka
frá VICE VERSA á Ítalíu.
Hannaður af Luca Trazzi.
Verð kr. 12.500.
Öflugur blandari frá
Waring Pro. Brýtur ísinn
auðveldlega og er
auðveldur í notkun.
Sérlega auðvelt að þrífa
blandarann, könnuna má
setja í uppþvottavél
Waring blandarinn er
framleiddur í USA.
Verð kr. 19.900.
Hrist & hrært!
CUBE
TIX
Fyrir nýja árið!
Í allri pilsatískunni er nauðsynlegt að
eiga stígvél til skiptanna. Ekki er verra
að hafa stígvélin í örlitlum kúrekastíl en
sú tíska heldur velli.
Það er auðveldara að verða íþróttaálfur
ef maður er vel gallaður.
Það verður hver karl-
maður að eiga ein svört
jakkaföt. Ekki er verra
að kaupa þau á útsölu.
Aðalútsölutíminn að hefjast
Útsölur eru líka fyrir stráka
Frá borginni minni Boston
Jón Steinsson er búinn að búa í
fjögur ár í Boston. Hann stundar nám
í hagfræði við Harvard háskóla. Það
sem heillar hann mest við borgina er
stúdentalífið. Hann býr í Harvard
Square sem er í Cambridge þar sem
allt er iðandi í lífi og fjöri.
„Mér finnst námsmannalífið ákaf-
lega gott í Boston. Í Harvard Square
er mikið af góðum veitingastöðum
eins og indverskum og kínverskum
og það besta er að það er hægt að
fara hérna út að borða án þess að
það kosti mikið,“ segir Jón. Í frí-
stundum fer hann mikið á völlinn til
að horfa á Boston Red Socks spila.
Þegar hann er beðinn um að nefna
uppáhaldsbarinn sinn kemur The
West Side Lounge fyrst upp í hugann
en hann er staðsettur milli Harvard
square og Porter Square.
„Þetta er lítill huggulegur kokkteil-
bar sem ég heimsæki reglulega því
ég drekk ekki bjór. Það eru engin
læti þarna þó barinn
sé yfirleitt þéttset-
inn.“ Jón segist ekki
vera mikið í búðun-
um þegar hann er
spurður um uppá-
haldsverslunina sína í
Boston.
„Ég kaupi eiginlega
allt sem ég þarf að
kaupa í gegnum
internetið og þá
kaupi ég mest í gegn-
um amazon.com.
Annars er fullt af fín-
um bókabúðum í Boston. Ein besta
bókabúðin er Harvard Coop sem er á
þremur hæðum og maður getur eytt
klukkutímum saman þar. Svo er
bókabúðin The Harvard Bookstore
líka mjög fín. Fyrir þá sem ætla að
versla föt er Newbury street aðalgat-
an. Hún byrjar á Chanel og Burberry
verslunum en svo verða verslanirnar
alltaf ódýrari og ódýrari eftir því sem
maður gengur lengur í vestur. Þar er
líka einn af uppáhaldsstöðunum
mínum sem heitir Sonsie. Hann er á
Newbury Street 327. Afganski veit-
ingastaðurinn Helmand er líka í
miklu uppáhaldi hjá mér. Ég mæli
með graskersréttinum, hann leynir á
sér,“ segir Jón.
Afganskur graskersréttur í mestu uppáhaldi
Alltaf hægt
að gera
góð kaup
Óli Boggi klippari á Solid
Ætlar þú að kíkja
á útsölur í ár?
Nei, ég geri ekki
ráð fyrir því. Ég
held ég eigi nóg af
öllu og vanti ekki
neitt. Annars er ég
frekar lítið fyrir út-
sölur almennt.
Hefur þú gert góð kaup á útsölu?
Já, ég keypti mér ótrúlega flotta svarta
spariskó á útsölunni í GK í sumar en ég
minnist þess ekki að hafa gert vond
kaup á útsölu.
Hugrún Harðardóttir fegurðar-
drottning Íslands 2004
Ætlar þú að kíkja
á útsölur í ár?
Nei, ég held ekki
því ég hef bara ekki
efni á því núna.
Ertu mikið fyrir
útsölur al-
mennt? Já, ég er
það. Mér finnst yfirleitt gaman að
versla.
Hver eru bestu kaup sem þú hefur
gert á útsölu? Ég keypti mér einu
sinni leðurkápu í versluninni Mangó á
Spáni. Ég nota hana rosalega mikið og
því flokkast kápan undir bestu kaup.
Hefur þú einhvern tímann gert
vond kaup? Ég hef oft keypt mér
eitthvað sem ég hef aldrei farið í og svo
hafa þær hangið inni í skáp mánuðum
saman með verðmiðanum og öllu án
þess að farið sé í þær. Ég er samt löngu
hætt að gera slík mistök.
Kjartan Guðbrandsson plötu-
snúður með meiru
Ætlar þú að
kíkja á útsölur í
ár? Já, ég ætla að
gera það. Húsgögn
og útivistarföt eru
það sem ég ætla að
kíkja eftir, en mig
vatnar húsgögn í
stofuna. Ég er meira að segja með til-
búinn pening sem ég er búinn að láta
til hliðar til fjármagna þessi kaup. Svo
gæti vel verið að ég keypti tölvu á út-
sölu því ég hef góða reynslu af því.
Ertu mikið fyrir útsölur almennt?
Já, ég reyni yfirleitt að elta útsölurnar
með ákveðna hluti. Eru ekki allir alltaf
að leita eftir góðum díl?
Hver eru bestu kaup sem þú hef-
ur gert á útsölu? Ég keypti einu
sinni fartölvu á frábæru útsölutilboði
sem nú er kominn tími til að endur-
nýja.
En þau verstu? Þau tengjast öll ein-
hverjum fatnaði og því forðast ég það
eins og heitan eldinn að kaupa föt á
útsölu.
Það má alltaf hressa upp á klæðaskápinn
með dúllulegum toppum.
Brúnt belti er ómissandi við gallabuxur.
Rauð golla hressir
upp á skammdegið.