Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 40
F2 14 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR á Hótel Örk Fjáröflunardansleikur Zontaklúbbs Selfoss til styrktar Geðhjálp á Suðurlandi 8. janúar 2005 Dansleikurinn hefst klukkan 19.00 með fordrykk. Glæsilegur fimm rétta hátíðarkvöldverður. Dansleikur með hljómsveit hússins til 03.00. Veislustjóri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Einsöngvari: Guðrún Ingimarsdóttir. Undirleikur: Anna Guðný Guðmundsdóttir Einleikur á fiðlu: Sigrún Eðvaldsdóttir Hljómsveit: Veislutríóið ásamt Sigrúni Eðvaldsdóttur spilar milli 20.00 og 24.00. Matseðill: Humar og hörpuskelsmús með ástríðualdinsósu og steinseljufrauði. * Villisveppa cappuchino. * Vatnsmelónu carpaccio með ávaxtatartar og mintu. * Andabringa gljáð með mandarínu og engifer, framreidd með kryddsoðinni kartöflu og seljurótarkremi ásamt aprikósupiparsósu og ristuðum fennel. * Súkkalaðiturn á vanillugrunni með pistasiuhnetum. Verð með gistingu: 10.100,- kr. á mann í tvíbýli. Verð án gistingar: 6.800,- kr. Pantanir í síma 483 4700, info@hotel-ork.is Hvaða mat gætirðu ekki lifað án? Það myndi vera maturinn hennar mömmu, samt lést hún fyrir 14 árum. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Örugglega, ég hef bara aldrei smakkað hann. Fyrsta minningin um mat? Þegar ég er að fikta í brjóstunum á konunni minni, þá vekur það upp gamla minn- ingu. Besta máltíð sem þú hefur feng- ið? Það var á veitingastað í New York ´90, sem heitir China Grill, það er svona franskur staður með kínversku ívafi, og ég man að í aðalrétt fékk ég stökka önd og eftirrétturinn var súkkulaðifondue, man ekki alveg for- réttinn, en vínið var Chateau Palmer ´85. Þetta var í annað skipti af tveim- ur, sem ég hef borðað yfir mig og staulaðist veikur heim á Hótel. Hitt skiptið var á pítsustað í Osló ´83 Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Ég man nú ekki eftir neinu skrýtnu þannig. Ég borðaði dúf- ur einu sinni í Þýskalandi og svo fékk ég mér villigölt a la Asterix á ítölskum veitingastað í New York, það var alveg rosalega góður matur, minnti pínulítið á hreindýrakjöt, svo smakkaði ég líka vísund á veitingastað í Tribeca í New York, sem Robert deNiro átti, og var það herramannsmatur, enda kostaði hann sitt. Það skrýtnasta, sem ég hef drukkið var romm í hitaveituvatni hjá þeim feðgum Guðjóni og Guðmundi í Ólafsfirði. Það var mjög gott. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Það væri þá ekki leyndarmál lengur, en nammið er yfirleitt geymt í skápnum, ætti helst að standa á því: „ Þar sem Eyfi nær ekki til“. Hvað áttu alltaf í ís- skápnum? Ljós og kulda, það er alveg sama hvað ég reyni, en það kviknar alltaf ljós, þegar ég opna bannsettan skápinn. Annars er, held ég, alltaf til eggjabakki í ísskápnum. Hvað borðar þú þeg- ar þú þarft að láta þér líða betur Það er yfirleitt holla fæðið, sem ræður ríkjum þá, aðallega súrdeigsbrauð, kotasæla, ávextir og vatn. Nei, nei, það er að sjálfsögðu kók og nammi, sem ég kalla einu nafni „Slúmm“! Ef þú værir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndirðu taka með þér? Ætli það yrði bara ekki Lauf- skálarétt, þá hefði ég allavega nóg af lambakjöti, annars gæti ég nú varla sleppt rjúpunum, þær eru ýkt góðar eins og einhver myndi segja. Matgæðingurinn Eyjólfur Kristjánsson Borðaði yfir sig í New York Hvar og hver Veitingastaðurinn Hornið, Hafnarstræti 15 Hvernig er stemningin Hornið er sennilega með einhverjum grónustu veitingastöðum á landinu. Hornið er jafnan þaulsetið og hafa vinsældir staðarins varla dvínað síðan hann var opnaður 1979. Innandyra hefur nánast engu verið breytt frá opnun en staðurinn er vinsæll meðal þeirra sem kunna að meta ekta ítalsk- ar pizzur og hann á sína fastakúnna. Á veitingastaðnum er Galleríið þar sem gestir geta tyllt sér á meðan þeir bíða eftir borði, eða hreinlega borðað þar. Þá býr veitingastaðurinn einnig yfir Djúpinu sem er hópsalur og getur tekið á móti þrjátíu og fimm manns. Veitingastaðurinn er með opið frá ellefu á morgnana til hálf tólf á kvöldin. Matseðillinn Þó að Hornið sé þekktast fyrir pizzurnar sínar er mat- seðillinn fjölbreyttur. Hægt er að fá ljúffengar súpur, fiskrétti, kjötrétti, grænmetisrétti, pasta og ýmsa smá- rétti. Þá býður staðurinn upp á sér- stakt hádegisverðartilboð frá ellefu til fjögur. Vinsælt Pizzurnar eru vinsælastar og er boðið upp á einar ellefu gerðir af pizzum. Hægt er að fá þær í tveim- ur stærðum, níu tommum og tólf tommum. Ódýrasta pizzan er níu tomma magaríta en hún kostar 950 krónur. Hornið býður viðskiptavinum sínum upp á rétt dagsins, sem er þá ýmist forréttur eða súpa og svo aðal- réttur og er verðið á honum um 1.300 krónur. Þá er einnig boðið upp á pizzu dagsins sem kostar 1.050 krónur. Hornið Klassískur staður Matur frá Asíu hefur á undanförnum ára- tug haslað sér völl meðal vestrænna þjóða. Íris Stefánsdóttir sölustjóri hjá i8 gallerí bjó átta mánuði í borginni Kitakyushu á eyjunni Kyushu í Japan og kynntist þar- lenskri matargerð. „Það þekkja flestir japanskt sushi, en það eru til dæmis hinar svokölluðu nori rúllur með sjávarþangi utan á. Þessi réttur hefur verið mjög vin- sæll á Vesturlöndum undanfarin ár,“ segir Íris. Að sögn Írisar borða Japanar mikið af fisk og fyrir þá skipti hráefnið gífurlega mikla máli. „Þeir versla á hverjum degi og vilja að hráefnið sem þeir nota í matinn sé mjög ferskt.“ Hún segir að venjulegt japanskt borð sé yfirleitt þakið mörgum smáum réttum, sem síðan hver og einn fær sér af. Íris segir veitingastaði yfirleitt hafa eftirmyndir af réttunum sem þeir bjóða upp á úti í glugga þannig að gestirnir geti séð hvernig réttirnir líti út. „Hráefnið og framsetningin skiptir þá afar miklu máli. Það er mikið lagt upp úr allri samsetningu og á bak við hvern rétt liggja miklar pæl- ingar.“ Þá sé yfirleitt misu súpa í forrétt en það er hálfgert soð. Einn af eftirlætisréttum Írisar er Yakiniku. „Þetta er réttur sem er, að ég held, tekinn úr kóreskri matargerð en Japanar eru snillingar í að tileinka sér hætti annarra þjóða og gera þá að sínum. Þá er grill á borðinu og þunnar nautakjöt- sneiðar grillaðar ásamt lauk og grænmeti. Kjötinu er síðan dýft ofan í sósu sem mér hefur ekki enn tekist að finna uppskrift að en þetta er algjört lostæti. Yakitori er einn af mínum uppáhalds réttum. Þetta er hálfgerður skyndibiti og er sérlega einfaldur í matreiðslu. Þetta er oft selt í litlum sölutjöldum sem komið er fyrir á fjölförnum stöðum í Japan. Ýmsir hlutar kjúklingsins eru nýttir í réttinn, vinsælt er til dæmis að nota kjúklingalifur en best þykir mér þó að nota kjúklinga- bringur. Ekki skemmir fyrir að bæta við blaðlauk sem er mjög vinsælt í Japan en þá heitir rétturinn reyndar eftir besta minni Negima og gef ég hér uppskrift af þeirri útgáfu: 2 kjúklingabringur 1 blaðlaukur 1 msk sykur 2 msk sake (japansk vín – það er happa glappa hvort það er til eða ekki í ÁTVR – ef ekki þá nota ég meira af mirin en minnka á móti sykurinn) 3 msk mirin (sætt sake sem notað er í matargerð og fæst í matvöruverslunum) 3 msk sojasósa (japönsk – alls ekki sama bragðið af japanskri og t.d. kínverskri sojasósu) í Japan er þetta yfirleitt á litlum grillpinnum, ca. 10-15cm löngum en ég hef ekki rekist á þá hér. Gott ráð er að dýfa trépinnum í vatn áður en þeir fara á grillið, til að koma í veg fyrir að þeir brenni Kjúklingabringurnar eru skornar í munnbita og blaðlaukurinn í um það bil 2 til 3 cm bita. Þessu er síðan raðað til skiptis á grillpinnana, 2 kjúklingabitar á móti 1 laukbita. Síðan er sykri, sake, mirin og sojasósu blandað saman í skál og sú blanda er borin á pinnana nokkrum sinnum meðan þeir eru grill- aðir á heitu grilli, eða þar til kjúklingur- inn er eldaður í gegn. Best með ísköld- um flöskubjór. Framsetningin skiptir miklu máli í japanskri matargerð Eftirmyndir af rétt- unum úti í glugga FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Maximo, úr smiðju Baron de Ley Fyrir rúmum þremur áratugum stofnuðu eigendur Baron de Ley vínhúsið El Coto í Rioja, fremsta rauðvínshéraði Spánar, og hafa þar byggt upp eitt stærsta og fram- sæknasta fyrirtæki Rioja. Þar hefur hvergi verið til sparað og allt gert eins vel úr garði og nútíma víngerð býður upp á. Maximo er ný vínlína frá El Coto, blandað vín frá ýmsum svæðum Spánar sem er á mjög hagstæðu verði en hér er á ferðinni eitt af betri kassavínum á markaðnum. Vínið er blanda af hinni kunnu spænsku þrúgu tem- pranillo og hinni klassísku cabernet. Það er aðeins farið að sýna þroska og hefur mildan ávaxtaríkan karakter. Verð í Vínbúðum 3.690 kr. Íris Stefánsdóttir Yakitori kjúklingagrillpinnar eru í uppáhaldi eftir dvöl í Kitakyushu.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.