Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 41
F215FIMMTUDAGUR 6. janúar 2005
Mest spennandi
svæði Spánar
Á undanförnum árum hafa aðilarnir
sem standa á bak við víngerðarhúsin
Baron de Ley og El Coto lagt í
miklar fjárfestingar á víngerðarsvæð-
inu Cigales (svæði sem liggur næst
Ribera del Duero) í norðurhluta
Spánar og framleiða þar vínið
Museum sem er blanda úr þrúgun-
um tempranillo og cabernet sau-
vignon. Hefur vínið hlotið mikla
athygli á heimsmarkaði fyrir einstök
gæði og sérlega hagstætt verð. Victor
Chárcan sölustjóri vínfyrirtækjanna
Bodegas El Coto og Bodega Muse-
um heimsótti Ísland í fyrra til að
kynna þessi vín og hann er væntan-
legur til landsins á nýjan leik í næsta
mánuði til að kynna ný vín.
„Við vorum að hugsa um að fjár-
festa í Ribera del Duero þegar okkur
var bent á það hversu mikill fjársjóð-
ur lægi í næsta svæði við, Cigales.“
segir Victor Chárcan. „Þar hafði
löngum verið blómleg rósavínsfram-
leiðsla sem við höfðum engan áhuga
á en skilyrði til rauðvínsframleiðslu
frábær. Vínviðurinn gamall og kraft-
mikill frá nítjándu öld og hefur skilað
okkur frábæru rauðvíni. Svæðið er af
mörgum talið mest spennandi svæði
Spánar í dag. Við eigum nú sem sam-
svarar tíunda hluta af ekrunum og
erum að fikra okkur áfram með að
framleiða vín sem má kannski segja
að sé með eilítlum „Nýja-heims“ yfir-
bragði, enda loftslagið þarna ekki svo
frábrugðið því sem gerist t.d. í Ástr-
alíu, öfgakennt meginlandsloftslag,
enda köllum við La Mancha háslétt-
una „Ástralíu“ Spánar. Við segjum
stundum í gríni að við höfum níu
mánaða „inverno“ (vetur) og 3 mán-
aða „inferno“ (helvíti)! Þetta er
stærsta samfellda vínræktarsvæði
heims, 250.000 hektarar samliggj-
andi og 600.000 hektarar í heildina.
Við höfum plantað 70.000 hektörum
af alþjóðlegum vínvið, cabernet,
shiraz, merlot auk hinnar spænsku
drottningar tempranillo. Þarna erum
við sumsé að framleiða Museum, sem
hefur þegar skilað frábærum árangri.
Af öðrum vínum okkar má nefna
Maximo Tinto sem er blandað vín frá
ýmslum svæðum Spánar sem er á
mjög hagstæðu verði.“
The International Wine and Spirit
Competition í London útnefndi ný-
lega spænska vínhúsið Baron de Ley
besta spænska vínframleiðandann fyrir
árið sem var að líða. Hlaut húsið verð-
laun sem kennd eru við víngerðar-
manninn kunna Miguel Torres.
Baron De Ley var stofnað 1985 og
hefur á þessum skamma tíma unnið
sér inn orðstír sem nútímalegt vínfyr-
irtæki sem framleiðir gæðavín á góðu
verði. Sagan hófst á því að eigendurn-
ir keyptu Imaz setrið, sem er við bakka
árinar Ebro, í byrjun árs 1980. Í
kringum setrið var mikið af gömlum
vínekrum og munkaklaustrið „Finca
Monasterio“ frá 16. öld sem er bæði
notað undir höfuðstöðvar og vínkjall-
ara fyrir Baron De Lay auk þess sem
helsta vín fyrirtækisins er nefnt eftir
því. Eigendurnir plöntuðu um 90
hekturum af vínvið þar sem meirihlut-
inn var þrúgan tempranillo. Að auki
var plantað um 20 hekturum af caber-
net sauvignon þrúgunni sem er leyfi-
legt að gera samvæmt spænskum lög-
um í tilraunaskyni en mjög strangar
reglur gilda um hvaða þrúgur eru not-
aðar í vín frá Rioja þar sem tempranil-
lo er ríkjandi. Mikið gæðaeftirlit er
með vínuppskerunni og eru allar þrúg-
ur handtýndar til þess að auka á gæð-
in. Vínið er svo sett yfir á eikartunnur
þar sem amerísk eik er
notuð í meirihluta en í bland við
franska eik.
Hér á landi eru fáanleg nokkur vín
frá húsinu.
Baron De Ley Reserva er frábært
matarvín sem á vel við
flest rautt kjöt og grill-
mat.
Baron De Ley Gran
Reserva er mikið vín
sem hefur góða lengd og
endingu. Vín sem geng-
ur vel með lambi og
grilluðum nautasteikum.
Baron De Ley Finca
Monasterio er flaggskip
Baron De Ley. Hér er
notað 80% tempranillo
og 20% cabernet sauvi-
gnon og þrúgusafinn lát-
inn liggja á þrúguhýðinu
í 17 daga til þess að ná
sem mestu úr þeim. Síð-
an er vínið geymt á am-
erískri eik í 24 mánuði.
Þetta vín kallar á alvöru
steikur og er góður kost-
ur til að setja í vín-
geymsluna í nokkur ár.
Eitt mest spennandi vín
Spánar í dag.
Flex-T
vinnustöðvar
30%
TTT auglýsingastofa/Ljósm
.S
S
J
Skrifstofuhúsgögn
á frábæru verði!
Flex-T vinnustöðvar (180x180cm)
frá Kr.46.270
Bæjarlind 8-10 • Sími 510 7300 • www.ag.isHeildarlausnir í skrifstofuhúsgögnum
Mark30 skrifstofustólar
Kr.40.900
kynningarafsláttur
Flex-T er ný lína vinnustöðva
sem Guðrún Margrét Ólafsdóttir
og Oddgeir Þórðarson hafa hannað.
Vinnustöðvarnar eru með þægilegri
handvirkri hæðarstillingu, 0-20 cm
en fást einnig með rafknúinni, stig-
lausri hæðarstillingu þannig að ýmist
er hægt að sitja eða standa við vinnu.
Nú býðst Flex-T á sérstöku kynning-
artilboði.
Hæðarstilling á baki
Pumpa til að stilla
stuðning við mjóhrygg
Hæðarstillanlegir
armar
Hallastilling á baki
Sleði til að færa setu
fram og aftur
Mjúk hjól
Hæðarstilling á
setu og baki
Hægt er að stilla stífleika setu
og baks eftir þyngd notanda
Veltustilling á setu og baki
Mark er glæsileg lína skrifstofustóla
fyrir vinnustaði og heimili. Hönnuður
stólanna er Pétur B. Lúthersson.
Hægt er að velja um fjölda lita á
áklæði. Nú bjóðum við þessa stóla
á frábæru verði.
Victor Chárcan
Sölustjóri vínfyrirtækjanna Bodegas
El Coto og Bodega Museum.
Baron de Ley – spænskur
vínframleiðandi ársins