Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 44
Hárgreiðslumaðurinn
Böðvar Eggertsson á
Solid, eða Böddi eins og
hann er kallaður, flaug á vit
ævintýranna í vikunni. Ferð-
inni var heitið til Prag í
Tékklandi þar sem hann
mun hafa hendur í hári yfir
20 yngismeyja. Stelpurnar
starfa allar hjá Vero Moda
þar í borg og að sögn
Bödda eru þær til í allt hvað
hárið varðar.
Það var kominn gríðarlegur ferða-
hugur í Bödda þegar F2 heyrði í
honum áður en hann hélt af landi
brott. Þótt hann verði bara í fimm
daga í Prag var hann með mikinn far-
angur enda með stútfullar töskur af
hárlitum, skærum og öllu tilheyrandi.
„Það gengur víst ekki að lita allar
stelpurnar með sama hárlitnum þess
vegna þarf ég að hafa flestalla liti með-
ferðis. Ég er samt nett stressaður að
verða tekinn í tollinum með allt þetta
dót og þarf að finna einhverja leið til
að tilkynna hvað ég er að fara að gera,“
segir Böddi. Spurður um ástæðu ferð-
arinnar segir hann að eigandi Vero
Moda í Prag sé íslensk og komi reglu-
lega í klippingu til hans.
„Þegar hún orðaði þetta við mig í
upphafi hélt ég að þetta væri eitthvert
grín en ákvað að sjálfsögðu að slá til
þegar ég sá að henni var alvara,“ segir
Böddi. En koma hans mun vera jóla-
gjöf eiganda Vero Moda til starfs-
fólksins og eru eigendur fyrirtækisins
búnir að fá leigða hárgreiðslustofu svo
öll vinnuaðstaða sé til fyrirmyndar.
Fyrstu tveir dagar ferðarinnar fara í að
gera starfsfólkið upp með flottri klipp-
ingu og lit, en svo verður Böddi tekinn
í óvissuferð ásamt kærustunni Hörpu.
„Við fáum ekkert að vita nema það
að við munum gista í íbúð í miðborg-
inni og farið verður með okkur á
flotta veitinga- og skemmtistaði um
helgina.“
Eftirá í tískunni
„Ég hef heyrt að hártískan í Prag sé
töluvert eftirá miðað við hér heima.
Ég er voðalega spenntur að hitta allar
þessar stelpur því ég er búinn að heyra
að þær séu opnar fyrir öllu og spennt-
ar fyrir breytingum. Það eru reyndar
tvær eða þrjár með skilaboð frá
kærustunum að þær megi alls ekki láta
breyta hárinu mikið,“ segir Böddi
hlæjandi og heldur áfram.
„Maður heyrir þetta stundum
hérna heima að kærastarnir ráði en
það er þó í minnihluta. Það er aðallega
ef stelpurnar eru með mjög sítt hár, þá
vilja kærastarnir alls ekki að þær
klippi sig,“ segir hann. Spurður um
það heitasta í hártískunni segir hann
að styttur hafi sjaldan verið vinsælli.
„Það eru ofboðslega miklar styttur
í síða hárinu núna. Mér finnst maður
alltaf vera að tala um þessa 80’s tísku
en sannleikurinn er sá að hún er alveg
í hámarki núna. Hvað klippilínur
varðar er toppurinn stuttur en mjög
þungur. Margir eru með toppa alveg
frá hvirfli og fram að enni. Fyrir þær
stelpur sem eru með liði er um að gera
að ýkja þá aðeins.“ Böddi segir að það
sé fátt sem ber að varast í hártískunni
nema kannski permanett.
„Það má alls ekki setja permanett í
aflitað hár en stelpum hættir til að biðja
um það. Þær sjá flottar auglýsingamynd-
ir í tískublöðunum þar sem krullur eru
allsráðandi en málið er að í fæstum til-
fellum er um permanett að ræða. Í 95%
tilvika eru fyrirsæturnar með liðað hár
sem er búið að ýkja eða hár sem er krull-
að með krullujárnum eða rúllum. Hárið
fer í flestum tilfellum mjög illa á þessum
sterku efnum sem eru í permanetti og ég
tala nú ekki um þegar það er sett í litað
hár. Tískan er að öðru leyti mjög
skemmtileg og mér finnst flestir vera
óhræddir við að prófa eitthvað nýtt,“
segir Böddi sem beið spenntur eftir að
komast upp í flugvél á vit ævintýranna,
enda aldrei komið áður til Prag.
-MMJ
Böddi á Solid var keyptur til Prag til að klippa starfsfólk Vero Moda:
Með 50 hárliti að vopni
Íslenskur húmor birtist ekki ein-
göngu í kvikmyndum, bókum eða
tónlist heldur einnig á bolum.
Svo virðist sem bola-æði hafi
gripið landann og nú er í tísku að
ganga í flottum bolum með ein-
hverri skemmtilegri mynd eða fyrir-
sögn.
Að sögn Þórdísar Classen, einn
eiganda bolabúðarinnar Ósoma, voru
þeir sem keyptu á öllum aldri og virt-
ust gjafirnar vera handa öllum aldurs-
hópum. Staðbundinn íslenskur
húmor virðist því fara vel í landann.
„Þetta er svona sígildur íslenskur
húmor,“ segir hún.
Þannig voru bolir þar sem á stóð
Farðu í Rassgat og Afsakið hlé mjög
vinsælir meðal Íslendinga. Þá var
kindin, sem er vörumerki búðarinnar,
einnig mjög vinsæl. „Bolur sem sýndi
tvær kindur í samförum seldist mjög
vel og hljómsveitarbolirnir ruku líka
út.“ Útlendingar keyptu mikið bolinn
Be Kind sem þeir lásu sem „Vertu
góður“ en var upphaflega hugsaður
sem „Vertu Kind“.
Stefán Valberg, eigandi verslun-
arinnar Dogma, sagði íslensku bolina
alltaf vekja mestu eftirtektina og um-
tal. „Það er erfitt að benda á einhvern
einn vinsælan bol, en íslensku bolirnir
seldust mjög vel, Ég þekki Ásgeir
Kolbeins, Ég deita bara módel og
Kærastan mín er módel voru mjög
vinsælir ásamt Eign þvottahúss Ríkis-
spítalanna.“
F2 18 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
Upplýsingar og miðasala: Sími: 551 1200
midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is
Sýning annað kvöld!
Bolir í stað bóka?
Vertu Kind
Be kind
Útlendingar keyptu
mest þennan bol
Farðu í rassgat
Einhverjum hefur
vafalust brugðið
við þesi skilaboð
á aðfangadag
Samfarir rollna
Þrátt fyrir óhefðbundið
myndform seldist þessi
bolur mjög vel
Ég þekki Ásgeir Kolbeins
Svo virðist sem margir þekki sjónvarps-
manninn Ásgeir Kolbeins
Böddi hlakkar til að taka starfsstúlkur Vero Moda alveg í gegn því hann veit að hann
hefur töluvert frjálsar hendur.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Fröken Freyja leysir vandann
Góður hugur – hörmuleg gjöf
Tengdamamma fór nýlega á leirlista-
námskeið og ákvað að leysa helstu
jólagjafirnar þetta árið með því að
búa þær til sjálf. Hún gaf okkur vegg-
platta sem hún hafði augljóslega lagt
mikla vinnu í en því miður er hann
alveg foráttu ljótur. Konan mín vill
samt endilega hengja hann upp á
vegg og segir að við eigum að meta
hugarfarið að baki gjöfinni. Ég afber
hins vegar ekki einu sinni þá tilhugs-
un að hafa plattaskrattann fyrir aug-
unum um ókomna framtíð. Hvað er
til ráða?
GM, Reykjavík
Nei, fjandakornið! Hvað gengur að
fólki þegar kemur að jólagjöfum nú-
orðið?! Allir þykjast geta orðið lista-
menn án þess að eiga nokkurt erindi í
þann geira. Það er vitaskuld voðalegt
að koma fólki í þessa aðstöðu. Það er
heppilegt að platti er disklaga og þú
getir hæglega stungið upp á augljósu
notagildi hans sem kökudisks eða
öskubakka og geymt hann undir því
yfirvarpi bakvið luktar dyr eldhús-
skápanna. En ekki örvænta ef betri
helmingurinn kaupir ekki þá hug-
mynd. Slysin gera ekki boð á undan
sér. Með hamarinn á lofti, tilbúinn að
festa plattann á besta stað í stofunni
getur þú „misst“ hroðann í gólfið og þá
er málið afgreitt með einu „fyrirgefðu“.
Þrautseigur vonbiðill
Ég á í miklum vanda með einn
vinnufélaga minn. Þetta er nokkuð
skemmtilegur gaur og ekki ómyndar-
legur. Vandamálið er hins vegar að ég
hef ekki áhuga á honum og hann
virðist alls ekki skilja það. Þetta var
bara skemmtilegt þar til hann fór að
senda mér sms og tölvupósta með
mjög nærgöngulum myndum af sjálf-
um sér sem hann tekur með GSM
símanum sínum. Ég er eiginlega í
öngum mínum.
BLG, Kópavogi
Þetta er greinilega sérstaklega hress
náungi og myndasendingarnar sýna
að ekki vantar sjálfstraustið hjá hon-
um. Ég er hins vegar viss um að þær
sendingar myndu snarhætta af þú
tækir þig til og svaraðir einum
myndapóstinum með því að ýta óvart
á allir@vinnustaðurinnþinn.is og
leyfðir myndunum að
fara með tölvu-
póstinum til baka.
Þannig gætir þú
jafnvel losnað við
hann af vinnu-
staðnum líka og
fyrir fullt og allt
úr lífi þínu.
Sendið fyrirspurnir og vandamál til
fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Rvk
eða sendið henni tölvupóst á netfangið
frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda
verða ekki gefin upp í blaðinu.