Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 54

Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 54
Endurkoma í SÍF flótta Þrettán starfsmenn SÍF yfirgáfu félagið til að stofna nýtt félag um sölu á saltfiski. Þennan hluta starf- semi SÍF átti að selja, en hópurinn sá sitt óvænna og hljópst á brott. Forsvarsmenn SÍF telja þennan skyndilega flótta ekki munu hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins. „Ekki ertu einn í ráðum,“ mælti Gilitrutt við bónda og svo mun að margra mati einnig vera í flóttanum frá SÍF. Þær sögur fljúga víða að höfuðpaurinn í flóttan- um og stofnun nýja fyrirtækisins sé ekki ókunnur þessum rekstri. Talið er að fyrrverandi forstjóri félagsins, Gunnar Örn Gunnarsson, hafi ljáð þessum áformum krafta sína. Meðal þeirra sem hann hafi rætt við um flutninga á af- urðum nýja félagsins sé Eimskipafélagið. Það er talið bera þess vott að Landsbankinn hafi verið með í ráðum, enda eldað grátt silfur við SÍF í gegn- um SH sem bankinn og eigendur hans eiga stóran hlut í. Skuldabréfaskortur Fyrir aðra en þá sem lifa og hrærast á markaði er skuldabréfamarkaður ekki sérlega sexí eða spenn- andi. Eins og annars staðar búa menn sér til ánægju af starfi sínu og finna eitthvað til þess að hlakka til. Fyrirsjáanlegt er að Íbúðalánasjóður mun draga verulega úr skuldabréfaútgáfu á árinu. Við það fer ávöxtunarkrafan lækkandi. Í þeirri lækkun gætu bankarnir séð smugu í að gefa út skuldabréf til þess að fjármagna eigin lán. Á mark- aðnum telja menn þó líklegt að bankarnir hinkri enn um sinn en bíði spenntir eftir því hver ríði á vaðið og hvenær. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.377 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 227 Velta: 1.276 milljónir +0,98% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Þriggja mínútu þögn var í Kauphöll Íslands á hádegi í gær til að minnast fórnarlamba nátt- úruhamfaranna í Asíu. Gistinætur á hótelum fjölgaði um sex prósent milli nóvember- mánaðar 2003 og 2004. Mest var aukningin á Suðurlandi. Þetta kom fram á vef Hagstofu Íslands í gær. Hlutabréf í FTSE vísitölunni lækkuðu í gær. Vísitalan féll um 0,69 prósent. Í gær voru langmest viðskipti með bréf KB banka í Kauphöll- inni. Næst mest var verslað með bréf í Flugleiðum og bréf í Kög- un voru í þriðja sæti. Bæði Flug- leiðir og Kögun komu ný inn í Úrvalsvísitöluna um áramót. 22 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Sigurjón Sighvatsson, kvik- myndaframleiðandi og fjár- festir, hefur keypt ráðandi hlut í 66˚ Norður. Hann seg- ir vöruþróun fyrir kröfu- harðan heimamarkað for- sendu sóknar á erlendan markað. Sigurjón Sighvatsson er stærsti eig- andi 66˚ Norður og tók við rekstri fyrirtækisins í gær. 66˚ Norður er leiðandi fyrirtæki í útivistarfatnaði hér á landi og hefur verið að feta sig áfram með markaðssetningu á er- lendum markaði. Sigurjón segir að útrás fyrirtæk- isins byggist á að hlúa að innlenda markaðnum. „Kjarninn í starfsem- inni er hér. Þetta er íslensk vara þróuð fyrir íslenskar aðstæður með gæðin að leiðarljósi,“ segir Sigur- jón. Hann segir lykilinn að útrás fyrirtækisins vera að þjóna kröfu- hörðum heimamarkaði með fram- leiðslu fatnaðar fyrir sjómenn og björgunarsveitarfólk sem geri miklar kröfur um gæði fatnaðarins. Sigurjón er þekktastur fyrir starf sitt sem framleiðandi kvik- mynda. Í Hollywood hefur hann unnið með leikstjórum á borð við David Lynch. Hann er ekki ókunnur fataframleiðslu og tísku. „Ég var í stjórn Joe Boxer á miklu vaxtar- skeiði fyrirtækisins og án þess að ég sé sérfræðingur í markaðsmál- um þá þekki ég til að mynda til markaðssetningar Nike, þar sem fyrirtæki mitt gerði sjónvarpsaug- lýsingar fyrir Nike á árunum 1990 til 1993,“ segir Sigurjón. Sigurjón þekkir vel til sögu 66˚ Norður og verið minnihlutaeigandi í fyrirtækinu um nokkurt skeið. „Ég hef fylgst með fyrirtækinu lengi og veit að þar hefur verið unnið mjög gott starf að undanförnu og tekin skref á alþjóðlegum markaði,“ Hann segir möguleikann til útrásar vera helstu ástæðu þess að hann sóttist eftir að kaupa meirihluta í fyrirtækinu. Sjálfur reiknar hann með því að 80 prósent af tíma sínum verji hann í kvikmyndagerð. „Ég reikna með að framleiða fimm kvik- myndir víða um heim á þessu ári.“ Við eigendaskiptin verða einnig forstjóraskipti. Marinó Guðmunds- son, sem síðast var fjármálastjóri Norðurljósa, heldur sig í norðrinu og verður forstjóri 66˚ Norður. Hann tekur við því starfi af Þórarni Elmari Jensen sem stýrt hefur fyr- irtækinu frá því að hann keypti það árið 1966. Fyrirtækið sjálft er 80 ára gamalt og hefur fylgst með tímunum og tekið miklum breyting- um á langri ævi. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,30 -1,54% ... Atorka 5,80 +0,17% ... Bakkavör 24,00 - ... Burðarás 11,85 - ... Flugleiðir 9,85 - 0,51% ... Íslandsbanki 11,00 - ... KB banki 457,00 +3,04% ... Kögun 46,70 +0,43% ... Landsbankinn 12,00 +0,42% ... Marel 48,80 - ... Medcare 6,05 -0,82% ... Og fjarskipti 3,22 -0,31% ... Samherji 11,00 - 0,90% ... Straumur 9,30 -2,11% ... Össur 76,50 Kvikmyndaframleiðandi í kuldafatatískunnni Síminn 3,66% KB banki 3,04% SÍF 1,05% Vinnslustöðin -13,92% Straumur -2,11% Actavis -1,54% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Umframáskrift var í hlutafjárút- boði Íslandsbanka. Hluthafar sem eiga 87 prósent hluta í bank- anum skráðu sig fyrir kaupum, en þeir eru um 40 prósent hlut- hafa í bankanum. Þeir hluthafar sem skráðu sig fyrir aukningunni vildu hins vegar meira en í boði var. Umframeftirspurn var því 42 prósent og var því sem af gekk úthlutað í samræmi við eignar- hlut hvers fyrir sig. Alls aflaði bankinn um sextán milljarða í út- boðinu. Nýtt hlutafé bankans verður notað til kaupa á norska bankan- um BN bank og hefur Íslands- banki tryggt sér yfir 99 prósenta hlut í bankanum. Íslandsbanki hefur heimild hluthafafundar til frekari útgáfu hlutafjár upp á 500 milljónir að nafnvirði og mun nýta sér 300 milljónir af heimildinni. ■ Vöruskiptahallinn við útlönd í nóvember í fyrra var heldur minni heldur en spár höfðu gert ráð fyrir. Hallinn á vöruskiptum var 2,5 milljarðar króna. Á fyrstu ellefu mánuðum ársins nam hall- inn 35,2 milljörðum en var 14,3 á sama tíma árið 2003. Í nóvember 2003 fluttu Íslend- ingar út vörur fyrir 0,2 milljörð- um króna minna en sem nam inn- flutningi. Útflutningur fyrstu ellefu mánuði ársins 2004 var um tíu prósentum meiri en árið áður. Sjávarafurðir voru sextíu prósent af útflutningi og jókst verðmæti þeirra um tæp sjö prósent. Verð- mæti útfluttra iðnvara jókst um ríflega fjórtán prósent. Í frétt frá Hagstofu Íslands kemur fram að stærstan þátt í þeirri aukningu eigi lyfja- og lækningavörur ásamt áli. Þá jókst verðmæti útfluttra landbúnaðarvara um 27 prósent. Innflutningurinn jókst hins vegar um rúm tuttugu prósent á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við árið 2003. Mest var aukningin á flutningatækjum, hrá- og rekstrarvöru, fjárfesting- arvöru og eldsneyti. Innflutningur á flutningatækj- um jókst úr 25,3 milljörðum í 35,6 milljarða, eða um tæp fjörtíu pró- sent, en flutningatæki eru meðal annars fólksbílar. ■ BYGGT Á INNANLANDSMARKAÐI Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi tók við rekstri 66˚ Norður í gær. Hann hyggst áfram beina meginhluta krafta sinna að kvikmyndagerð og hefur ráðið Marinó Guðmundsson til þess að leiða sókn 66˚ Norður. MIKIÐ FLUTT INN TIL LANDSINS Íslendingar fluttu inn vörur fyrir 219 milljarða á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra en útflutningur var 184 milljarðar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Vöruskiptahallinn minni en spáð var Á fyrstu ellefu mánuðum ársins fluttu Íslendingar út vörur fyrir 35 milljörðum minna en sem nam innflutningi. Mikil aukning er á innflutningi flutningatækja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R BJARNI ÁR- MANNSSON FORSTJÓRI ÍS- LANDSBANKA Umframeftirspurn var í hlutafjárútboði Íslandsbanka. Stærri hluthafar voru áfjáðir en margir hinna minni sóttust ekki eftir auknum hlut í bankanum. Hluthafar vildu meira FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.