Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 65

Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 65
33FIMMTUDAGUR 6. janúar 2005 ■ TÓNLEIKAR Kjalarvogi • 104 Reykjavík • Sími 458 8000 • Fax 458 8100 • samskip.is 458 8000 Nýtt símanúmer a rg u s – 0 4 -0 8 1 0 Hin nýja bygging hýsir aðalskrifstofur fyrirtækisins á Íslandi, Landflutninga-Samskip og Jóna Transport. Samskip þakka viðskiptavinum sínum þolinmæði og skilning meðan á flutningum stóð og hlakka til samstarfs á nýju ári í nýju húsi. eru flutt í nýjar höfuðstöðvar við Kjalarvog Háskólabíó er komið í hátíðar- búning eins og jafnan á þessum árstíma í tilefni af Vínartónleik- um Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Réttara væri þó kannski að segja felubúning, því starfs- fólk Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands hefur reynt eftir bestu getu að fela sælgætissöluna og annað sem minnir á bíórekstur í Háskólabíói. Prúðbúnir tónleikagestir gengu inn á rauðum dregli í gærkvöld þegar fyrstu tónleik- arnir voru haldnir. Alls verða Vínartónleikarnir í ár haldnir fjórum sinnum og er nánast uppselt öll kvöldin, sem þýðir að um það bil fjögur þúsund manns leggi leið sína í Háskólabíó þetta árið til að hlýða á létta og töfrandi Vínar- tóna leika um salinn. Þessi aðsókn er þó hreint ekkert eindæmi heldur fastur liður í byrjun hvers árs. Ekkert lát er greinilega á vinsældum Vínartónleika Sinfóníunnar. „Ég held að þetta sé bara góð upplyfting í skammdeginu. Jólin og áramótin eru búin og þá er gaman að gera eitthvað skemmtilegt í framhaldinu,“ segir Ingveldur Ýr Jónsdóttir sópransöngkona þegar hún er spurð hvort hún kunni einhverja skýringu á þessum vinsældum Vínartónlistarinnar. „Þetta er skemmtileg hefð sem hefur myndast út um allan heim. Vínarfílharmónían er alltaf með sína tónleika á þess- um árstíma og þetta hefur smit- að út frá sér.“ Ingveldur er einsöngvari tón- leikanna í ár, en á sínum tíma lærði hún söng í Vínarborg og þekkir því vel til þessarar tón- listar. Stjórnandi hljómsveitar- innar er Michael Dittrich, sem er sjálfur Vínarbúi og hefur yf- irburðaþekkingu á tónlist þeirra Strauss-feðga og annarra Vínar- tónskálda sem ómissandi er að leika verk eftir á Vínartónleik- um. „Við hljómsveitin skiptumst á um að spila Vínarvalsa og syngja Vínarljóð. Hljómsveitin spilar líka mikið af forleikjum úr óperettum svo syng ég arí- urnar úr þeim. Þetta verður mjög létt og skemmtileg dag- skrá eins og alltaf.“ Sjálf setur Ingveldur Ýr með ótvíræðum hætti mark sitt á tónleikana með líflegri sviðs- framkomu og ýmsum óvæntum uppákomum, auk þess sem hún hefur að hluta valið lög á efnis- skrána. ■ INGVELDUR ÝR Hún er einsöngvari á Vínartónleikum Sinfóníunnar þetta árið. Skemmtileg hefð í skammdeginu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.