Fréttablaðið - 06.01.2005, Síða 66
Brian Wilson, fyrrum forsprakki
The Beach Boys, er miður sín
eftir að tilkynning barst um að
Svíans Markus Sandlund, sem
spilaði á selló á plötu hans Smile!,
væri saknað úr flóðunum í Asíu.
Sandlund var í fríi í Taílandi
þegar hamfarirnar urðu 26. janúar
og hefur ekkert spurst til hans síð-
an. „Við biðjum fyrir þeim sem fór-
ust og fjölskyldum þeirra. Einnig
vona ég að þið biðjið fyrir því að
Markus snúi aftur heill á húfi,“
sagði Wilson í yfirlýsingu sinni. ■
34 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR
FRÁBÆR SKEMMTUN
Sýnd kl. 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.30 m/ísl. tali
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 m/ensku tali
MBL HHH Algjört augnayndi!
FBL Hressir ræningjar!
Kvikmyndir.com HHH
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15
HHHHH
Mbl
Nýársmyndin 2005
Sama Bridget. Glæný dagbók.
Nýársmyndin 2005
HHHHH
Mbl
Sýnd kl. 6, 8 og 10.40
Sýnd í LÚXUS VIP kl. 8 & 10.40
Ein stærsta opnun frá upphafi
í des í USA.
MBL HHH Algjört augnayndi!
FBL Hressir ræningjar!
Kvikmyndir.com HHH
Sýnd kl. 3.30 & 5.30 m/íslensku tali
Sýnd kl. 5.30, 8 & 10.30 m/ensku tali
POLAR EXPRESS SÝND KL. 5.30 & 8 m/ísl. taliSURVIVING CHRISTMAS SÝND KL. 4 & 8.30
POLAR EXPRESS SÝND KL. 10.30 m/ens. tali
Sýnd kl. 6, 8.40 og 10.30 Sýnd í LÚXUS VIP kl. 3.30
Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10
Sýnd í LÚXUS kl. 5, 7 og 9
"séríslenskt
Fönn, fönn,
fönn!"
HHH
SV Mbl
"...bráðvel
heppnuð
skemmtun,
grín og fjör..."
Sýnd kl. 8 & 10 B.i. 14
Sýnd kl. 4 og 6 Sýnd kl. 10.15 B.i. 14Sýnd kl. 5.45 og 8
Yfir 17.000 áhorfendur
Yfir 20.000 gestir
Yfir 20.000 gestir
HHH
kvikmyndir.com
■ TÓNLIST
■ TÓNLIST
Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is
Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu
Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms.
Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti-
legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum:
Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski
Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich.
Örfá sæti laus
Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich
Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir
HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – UPPSELT
LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – ÖRFÁ SÆTI LAUS
Græn tónleikaröð #3
Kennt þri., fim. og lau.
Reiðskólinn Þyrill
Næstu námskeið byrja 11. janúar
Fyrir börn kl. 16.30
Fullorðnir byrjendur kl. 18.30
Fullorðnir framhald kl. 17.30
REIÐSKÓLINN ÞYRILL
Uppl. og
skráning
í síma
896 1248
Sellóleikara Wilsons saknað
Bandaríski dúettinn Nina Sky
verður aðalnúmerið á Shockwave-
kvöldi FM 957 sem verður haldið á
skemmtistaðnum Broadway á
laugardagskvöld.
Dúettinn, sem samanstendur af
hinum eineggja tvíburasystrum
Natalie og Nicole Albino frá New
York, sló í gegn með slagaranum
Move Your Body sem hefur náð
mikilli útvarpsspilun í heiminum.
Nýverið gáfu þær út samnefnda
plötu sem hefur notið töluverðra
vinsælda. Platan er nokkurs konar
blanda af r&b tónlist, hip hop og
sígildu rokki; eitthvað sem allir
ættu að geta haft gaman af.
Nicole lærði á sínum tíma að
spila sem plötusnúður af föður
sínum. Á svipuðum tíma lærði hún
á gítar og trommur og er því sann-
arlega fjölhæfur tónlistarmaður.
Þær systur hafa verið ákaflega
uppteknar undanfarið við tón-
leikahald. „Við höfum ferðast
mikið og spilað úti um allt. Við
komum frá Evrópu í síðustu viku.
Við spiluðum í Belgíu, Þýskalandi
og Hollandi. Við höfum eiginlega
verið alls staðar,“ sagði Nicole í
spjalli við Fréttablaðið.
Nina Sky og fylgdarlið þeirra
kemur hingað til lands á morgun.
Nicole segist vera spennt fyrir því
að syngja hér á landi og vonast til
að íslenskir áhorfendur verði í
góðu stuði á Broadway. „Við höf-
um fengið mjög góðar viðtökur á
tónleikum okkar og það hafa
margir komið að sjá okkur. Ég lofa
góðri stemningu á Íslandi og
hlakka mikið til,“ sagði hún.
Hinn heimsþekkti DMC-plötu-
snúður DJ Peter Parker frá New
York mun sýna listir sínar bæði á
undan og á eftir Nina Sky en til að
hita upp fyrir hann mun DJ
Rampage þeyta skífum. Aðrir hip
hop-listamenn sem koma fram á
Shockwave-kvöldinu eru Opee,
Anna og hljómsveitin Hæsta
hendin. Miðasala á tónleikana fer
fram í verslunum Skífunnar og á
concert.is. freyr@frettabladid.is
Klósettpappír
á uppboði
Klósettpappírsrúlla sem Bítlarnir
neituðu að nota hefur nú verið sett á
uppboð á Ebay. Upphafsverðið er
40.000 pund. Bítlarnir hunsuðu
klósettrúlluna þegar þeir tóku upp í
Abbey Road stúdíóinu vegna þess
að þeim þótti pappírinn „of harður
og glansandi“. Einnig þótti þeim
viðbjóðslegt að á hvert pappírsblað
hafði verið stimplað „EMI LTD.“.
Með pappírnum fylgir bréf sem
er skrifað af fyrrverandi umboðs-
manninum Ken Townsend og á því
segir: „Flest gekk eins og í sögu hjá
Bítlunum í Abbey Road stúdíóinu –
nema þessi klósettrúlla sem þeir
kvörtuðu yfir að væri of hörð og
glansandi. Einnig þótti þeim það til
skammar að á hverju blaði væri
stimplað „EMI LTD.“. Rúllan var
fjarlægð eins og skot og hlutirnir
gengu mun betur eftir það.“ ■
NINA SKY
Dúettinn Nina Sky hefur
slegið í gegn undanfarið
með laginu Move
Your Body.
Alls staðar nema á Íslandi
■ TÓNLIST