Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 06.01.2005, Qupperneq 70
38 6. janúar 2005 FIMMTUDAGUR Bergur Björnsson er titlaður reikimeistari. Ekki vita allir hvað það þýðir en Bergur hefur stund- að þetta nærri aldarfjórðung og haldið mörg námskeið í þessum fræðum. „Reiki er ekki beinlínis starf heldur lífsstíll. Þegar þú lærir reiki þá ertu tengdur við reikiorkuna og hún fer að hafa áhrif á þig. Þú getur þá notað hana bæði fyrir sjálfan þig og aðra. Ég stend í þeirri meiningu að við séum andlegar verur sem höfum tekið okkur bólfestu í mannlegum líkama. Í reiki eru engar fjarlægðir og engir veggir. Við getum sent reiki til mann- eskju í annarri heimsálfu eins auðveldlega og manneskju í næsta herbergi. Reiki er ein teg- und af heilun og tengist í raun- inni öllum þeim sem vinna með fólk. Þeir sem starfa við nudd, jóga eða sjúkraþjálfun og hafa lært reiki eru mun sterkari í sínu starfi fyrir vikið.“ Aðspurður hvernig áhrifum fólk verður fyrir á námskeiðun- um segir hann: „Flestir finna fyrir því þegar þeim er sent reiki. Þeir sem eru veikir fyrir finna þó mest fyrir reikinu því þá er það sterkast. Reikið tekur á fyrirstöðu og losar um orku- hnúta. Ef þú sendir reiki til manneskju sem ekkert er að getur það virkað sem slökun eða hugleiðsla. Ef hún er í andlegu ójafnvægi eða stressuð þá róast hún og henni líður betur. Það er eins og þú sért kominn með fleiri verkfæri til þess að leysa vanda- málin og meiri orku til þess að vinna með. Þannig verkar reikið fyrir okkur sem höfum lært það.“ Á milli þess sem Bergur stundar þetta fag keyrir hann sendibíl. „Á tímabili var þetta fullt starf og þá var ég að kenna fólki reiki. Svo er eins og það sé heldur lítill hluti af fólki sem þetta höfðar til. Þegar ég er búinn að kenna þeim þá hafa hin- ir sem eftir eru engan áhuga. Mörgum finnst þetta vera bull.“ Bergur byrjaði að læra reiki árið ‘89 en þá var fyrsta nám- skeiðið haldið hérlendis. „Ég fór svo til Ameríku og lærði meira og varð meistari. Ég hef kennt mörg- um reikimeisturum. Þetta er frek- ar auðvelt að læra og námskeiðið tekur aðeins tvo daga. Þar fær fólk tilsögn um hvernig skal nota reiki. Aðalatriðið er að fá vígslur þar sem þú ert tengdur við ork- una. Eftir það finnur þú fyrir því að hún er til staðar. Reiki styrkir í rauninni eiginleika þína og ef þú hefur andlega hæfileika þá styrkjast þeir eftir að þú lærir reiki.“ hilda@frettabladid.is Jólahátíð Rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar á Íslandi hefst í kvöld með messu í Friðrikskapellu klukk- an 23.00. Stendur hún yfir fram yfir miðnætti, hugsanlega til 2.00. Hátíð kirkjunnar miðast við at- burðinn þegar vitringarnir þrír sáu jólastjörnuna sem leiddi þá að jötu Krists. Að sögn Ksenia Ólafs- son, talsmanns rétttrúnaðarkirkj- unnar á Íslandi, markar messan upphaf jólanna og verða aðalhá- tíðarhöldin á morgun. Meðlimum kirkjunnar hefur fjölgað nokkuð hér á landi undan- farið og eru þeir nú um 120. Serbar og Úkraínumenn eru á meðal þeirra sem mæta á mess- una í kvöld. Auk þess mun íslensk- ur kór syngja eins og undanfarin ár og það að sjálfsögðu á rúss- nesku. Nýverið fékk rétttrúnaðarkirkj- an vilyrði fyrir lóð undir nýja kirkju í svonefndri Leynimýri í Öskjuhlíð. „Það er yndislegur stað- ur og mjög spennandi,“ segir Ksenia. „Það kemur hingað prestur í apríl og verður í því að skipuleggja bygginguna. Ég vona að við getum byrjað að byggja eftir eitt ár,“ segir hún og óskar öllum gleðilegra jóla á rússnesku: S Rozhdestvom! ■ BERGUR BJÖRNSSON REIKIMEISTARI Hefur stundað reiki síðan 1989 og kennt ófáum reikimeisturum fag sitt. AÐ MÍNU SKAPI JÓN ODDUR HALLDÓRSSON, FRJÁLSÍÞRÓTTAMAÐUR OG SILFURHAFI Á ÓLYMPÍULEIKUM FATLAÐRA Í 100M HLAUPI TÓNLISTIN Góður vinur vakti áhuga minn á klassískri tónlist fyrir þremur árum síðan og síðan hef ég nær eingöngu hlustað á hana og keypt mér til eignar. Ég er einkar hrifinn af Mozart, Tsjækovskíj, Bach og Beethoven, en níunda sinfónía Beethovens er í miklu uppáhaldi. Beethoven er svo kraftmikill. Ef ég er í leiðu skapi verð ég strax léttari í lund við að hlusta á tónlist hans. Klassísk tónlist er tímalaus og maður fær aldrei leið á henni. BÓKIN Ég les mjög mikið og nýti bóka- safnsskírteinið vel. Las Syni duftsins um jól- in, en ég er nýbyrjaður á Arnaldi og ákvað að byrja á byrjuninni. Bókin kom á óvart og er spennandi lesning sem tekst á við sið- ferðislegar spurningar sem voru í umræð- unni á þeim tíma; hvort rétt eða rangt sé að klóna menn. Annars les ég mest vísinda- skáldskap og fantasíur í anda Hringadrótt- inssögu. BÍÓMYNDIN Ég verð að nefna The Passion of Christ, þótt ég sé slappur trúmaður. Mér þótti gaman að sjá leikstjóra fjalla um Krist sjálfan en ekki boðskap hans. Það var áhugavert að sjá hvernig Kristi leið og upp- lifa þjáningar hans á píslargöngunni. Ég varð ansi snortinn, enda grimmdin mikil, og Gyðingar og Rómverjar sýndir í verulega ljótu ljósi. BORGIN Aþena; enda mikil söguborg. Eftir að hafa skoðað gamlar rústir á Akrópólis- hæðinni og hof Póseidons kom ég heim með mikinn doðrant um gríska sögu og goðafræði, og fékk mikinn áhuga á þessum fræðum. Grikkir eru hressir og skemmti- legir; alltaf tilbúnir að gera manni til geðs og ganga lengra en skyldan býður. BÚÐIN Rúmfatalagerinn er bestur. Bæði vinn ég þar og þeir eru aðalstyrktaraðilar Íþróttasambands fatlaðra til margra ára. Þetta er búð sem kann að styrkja gott mál- efni, auk þess sem ég versla mjög mikið þar. VERKEFNIÐ Ég byrja í grunnnámi rafiðna í Iðnskólanum á morgun og ætla síðan í raf- eindavirkjann. Þá er Íslandsmót innanhúss framundan og næsta sumar Evrópumeist- aramót í Finnlandi þar sem ég þarf að verja tvo titla, en ég er Evrópumeistari í 100m og 200m hlaupi. Það er því spennandi og krefjandi ár framundan. Klassísk tónlist, grísk goðafræði og þjáningar Krists ...fá þær hljómsveitir og lista- menn sem halda styrktar- og minningartónleika um Pétur W. Kristjánsson tónlistarmann á Broadway í kvöld. HRÓSIÐ Lárétt: 2 vináttuvottur, 6 frá, 8 arinn, 9 skordýr, 11 tímamælir, 12 eldhúsáhöld, 14 geggjaða, 16 áttir, 17 ábreiða, 18 mjöl, 20 tveir eins, 21 kvísl. Lóðrétt: 1 fara undir yfirborð vatns, 3 lausung plús l, 4 sorgbitnar, 5 vann eið, 7 farartæki, 10 reykja, 13 fataefni, 15 smjörlíki, 16 lítil, 19 í röð. Lausn 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Lárétt: 2koss,6af, 8stó,9fló,11úr, 12ausur, 14galna,16sv, 17lak, 18mél,20rr, 21álma. Lóðrétt: 1kafa,3os,4stúrnar, 5sór, 7flugvél, 10ósa,13ull,15akra, 16, smá, 19lm. KSENIA ÓLAFSSON Ksenia Ólafsson er talsmaður Rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. S Rozhdestvom eða gleðileg jól Hvað er reiki? Ólíkt öðrum heilunaraðferðum er reiki byggt á mannlegum orku- stöðvum. Reiki leitar eftir reglu í líkama þar sem orkan er komin í ójafnvægi eða hefur stíflast. Reiki hefur nokkur grunnáhrif: úr því næst alger slökun, eyði- leggur allt sem lokar orkuna inni og hreinsar líkamann. Í reiki staðsetur reikimeistarinn hendurnar fyrir ofan þiggjand- ann og þiggjandinn fær þá orku sem hann þarfnast. Þiggjandinn tekur því fullan þátt í heiluninni. BERGUR BJÖRNSSON REIKIMEISTARI: TENGIR FÓLK VIÐ REIKIORKU Losar um orkuhnúta Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is » FA S T U R » PUNKTUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.