Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 1
MÓTMÆLA STÖÐVUN Ölgerðin segir yfirvöld mismuna innlendum framleiðend- um með því að stöðva dreifingu á vítamín- bættum drykk. Yfirvöld segja að vegna EES sé ekki hægt að fylgjast náið með hvað sé á markaðnum. Sjá síðu 2 HÚSHITUNARVERÐ HÆKKAR Verð á rafmagni til húshitunar hækkar um 15 til 20 prósent vegna breytinga á lögum um raforkusölu. Sjá síðu 4 ÁTTA HUNDRUÐ Á HVERN Saman- lögð framlög Íslendinga til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Asíu er minna en flestra Norðurlanda en mun meira en for- ystuþjóða Vesturlanda. Sjá síðu 6 STYTTRI VINNUTÍMI Áramótaávörp biskups og forsætisráðherra vöktu athygli en báðir fjölluðu um stöðu fjölskyldunnar. Skiptar skoðanir eru um ummæli tvímenninganna. Sjá síðu 8 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 62 Tónlist 58 Leikhús 58 Myndlist 58 Íþróttir 48 Sjónvarp 64 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 9. janúar 2005 – 7. tölublað – 5. árgangur DAGAR EFTIR AF JANÚARTILBOÐI TOYOTA 23 Avensis Tilboðsverð 2.220.000 kr. VETRARKULDI MEÐ BJARTVIÐRI Þykknar upp sunnan og vestan til síðdegis eða í kvöld. Frost 2-12 stig, kaldast til landsins. Sjá síðu 4 TÓNLEIKAR Í SALNUM Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari sem stundar nám við Juilliardskólann, heldur tónleika í Salnum í Kópavogi. Víkingur Heiðar flytur verk eftir Bach, Schumann, Bartok og Schubert. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Me›allestur dagblaða Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallups nóvember 2004 MorgunblaðiðFréttablaðið 69% 49% Friðrik Ólafsson: Skilnaður Brad Pitt og Jennifer Aniston skekur Hollywood Þórarinn Hávarðsson: Breytti fisk- vinnsluhúsi í skemmtistað SÍÐA 18 ▲ SÍÐa 30 ▲ Stórmeistari á tímamótum SÍÐUR 16 & 17 ▲ Maður hryggbrotnaði: Kastaðist af vélsleða SLYS Vélsleðamaður hryggbrotn- aði þegar hann kastaðist af vélsleða sínum austan við Sauða- fell á Mosfellsheiði á tólfta tíman- um í gærmorgun. Maðurinn hafði ekið sleðanum ofan í dæld í landslaginu og kastaðist við það af sleðanum. Björgunarsveitirnar Kyndill í Mosfellsbæ og Kjölur á Kjalar- nesi voru kallaðar út til að ná í manninn sem var ásamt þremur félögum sínum skammt utan við þjóðveginn. Sauðafell er á milli Skála- fellsafleggjara og Kjósar- afleggjara. Meiðsl vélsleða- mannsins eru talin alvarleg og þarf hann í aðgerð vegna hrygg- brotsins. Sjúkrabíll flutti hinn slasaða af slysstað á Landsspítala – háskólasjúkrahús í Fossvogi. -þlg Á SNJÓBRETTUM VIÐ ARNARHÓL Snjóbrettamót var haldið á Arnarhóli í gærkvöld. Margir tóku þátt í mótinu og sýndu snilldartilþrif. Snjóbrettaíþróttin á vaxandi vinsældum að fagna hérlendis, sérstaklega hjá yngri kynslóðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. kostar birtingu auglýsingarinnar PALESTÍNA, AP Forsetakosningar fara fram í Palestínu í dag. Sjö manns eru í framboði en nær ör- uggt er talið að Mahmoud Abbas beri sigur úr býtum og taki þar með við af Jasser Arafat sem lést í nóvember. Abbas er frambjóð- andi Fatah, stærstu fylkingarinn- ar innan Frelsissamtaka Palest- ínumanna (PLO). Hamas-samtök- in ætla að sniðganga kosningarn- ar. Mustafa Barghouti er sá sem helst er talinn geta velgt Abbas undir uggum. Mustafa er skyldur uppreisnarleiðtoganum Marwans Barghouti sem situr í fangelsi fyrir hryðjuverk. Hinir fimm frambjóðendurnir eru taldir hafa litla möguleika á sigri. Alls hafa 1,8 milljónir Palestínumanna kosningarétt en ríflega milljón manns hafa skráð sig til þátttöku. Þrjú þúsund kjörstaðir eru í land- inu og verður þeim lokað klukkan fimm síðdegis. Um klukkustund síðar verða birtar útgönguspár. Ísraelsk stjórnvöld hótuðu í gær að standa ekki við áður gefið loforð sitt um aukið ferðafrelsi fyrir fólk á Vesturbakkanum og Gaza sem þarf að komast á kjör- stað. Ísraelar hótuðu þessu eftir að palestínskur uppreisnarmaður skaut ísraelskan hermann til bana. Töluverð ólga var í Palest- ínu í gær og var palestínskur lög- reglumaður meðal annars skotinn til bana af ísraelskum hermanni við landamæri Ísraels. Ísraelsk stjórnvöld segja að maðurinn hafi verið kominn inn á öryggissvæði vopnaður riffli og þess vegna hafi hann verið skotinn. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna og BSRB, er staddur í Palestínu. Sjá síðu 2 Nær öruggt talið að Abbas sigri Palestínumenn kjósa sér nýjan forseta í dag. Mahmoud Abbas er talinn lang- líklegasti arftaki Arafats. Útgönguspár verða birtar klukkan sex síðdegis. Norðurlönd: Fimm létust í óveðri NORÐURLÖND, AP Fimm létust í fár- viðri sem geisaði á Norðurlöndum í gær. Í Danmörku lést maður í Óðins- véum þegar tré fauk á bíl hans á 170 kílómetra hraða. Annars staðar á Fjóni létust tvær manneskjur þegar þak af sumarhúsi fauk á þær. Í Sví- þjóð létust tveir ökumenn eftir að tré féllu á bíla þeirra. Meira en hundrað þúsund heimili urðu rafmagnslaus í suð- urhluta Svíþjóðar og yfirvöld hvöttu íbúa til að halda sig heima. Vindurinn náði 121 kílómetra hraða. Yfirborð sjávar náði sögu- legu hámarki. Raða varð sandpok- um við sjávarsíðu í Helsinki í Finnlandi, nálægt forsetahöllinni. Almenningssamgöngur lágu niðri vegna veðursins. Ferjur voru bundnar við bryggjur og var Eyrarsundsbrúnni meðal annars lokað. Veðurofsinn stafar af djúpri lægð yfir Skagerrak en svo nefnist hafsvæðið milli Noregs og Danmerkur. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.