Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 10
Á sextíu ára afmæli íslenska lýð-
veldisins á nýliðnu ári byrjuðu
menn að tala um lýðræði. Það var
svo sem tími til kominn. Vissulega
er þroski þjóða misjafnlega hrað-
ur – eins og gengur og gerist hjá
manninum sjálfum – en sextíu ár
eru náttúrlega nokkuð langur tími
til að ná áttum.
Og menn byrjuðu sumsé að
tala um virkt lýðræði; hvernig
þjóðin getur á stundum fengið að
njóta sín í stað þess að láta full-
trúaveldið segja sér fyrir verk-
um. Sýknt og heilagt.
Það virðist nefnilega ekki vera
sjálfgefið að lýðurinn fái notið sín
í lýðræðisríki. Og fulltrúaveldið
eins og við þekkjum það á Íslandi
– þar sem framkvæmdavaldinu er
blandað óhóflega saman við lög-
gjafavaldið – er oft á tíðum úr
slíkum takti við blessaða þjóð-
arsálina að heilu og hálfu úthöfin
skilja þar að. Svo og himingeim-
arnir.
Altént himinn og haf.
Stundum hefur læðst að mér sá
grunur að íslenska fulltrúaveldið
sé svo að segja skíthrætt
við skrílinn sem skundar
niður Laugaveginn í
amstri sinna daga. Og
eiga það þó að heita kjós-
endur. Og æ oftar hef ég
fengið það á tilfinning-
una að ráðherrar lands-
ins, svokallaðir ráða-
menn, hvaðan sem þeir
svo sem koma, óttist það
mest af öllu að fólkið
taki af þeim völdin; þetta
fólk sem er eini raun-
verulegi mælikvarðinn á
vilja og visku þjóðarinn-
ar.
Síðasta sumar tók
þessi hópsál völdin af ís-
lenskum ráðamönnum.
Og sömu ráðamönnum
fannst erfitt að viður-
kenna það. Ef til vill er
það vegna þess að þeir
hræðast hið raunveru-
lega lýðræði; þróttmikla
og vakandi skoðun sam-
tímamanna sinna sem
vita jafnlangt nefi sínu
og hafa þar fyrir utan
fullan skilning á málefn-
um líðandi stundar –
fréttaþyrstir og fastir
fyrir.
Fólk er ekki fífl. Og
allra síst á það við um endilangan
þverskurð þjóðar sem er reiðubú-
inn að vísa leiðina þegar á þarf að
halda. Hið raunverulega og virka
lýðræði er fólgið í vilja þjóðarinn-
ar á hverjum tíma – og því ekki að
nota það sem oftast? Er eitthvað
að hræðast? Ert eitthvað einfalad-
ara, sjálfsagðara?
Auðvitað hefðu Íslendingar
aldrei samþykkt stríðsförina til
Íraks ef þeir hefðu einhverju ráð-
ið. En það var ekki íslenska þjóðin
sem réð því; aðeins tveir fulltrúar
hennar – vanir því að velja og
hafna, vanir gömlu valdsbrölti.
Og kannski er þjóðin að taka
völdin af þessum mönnum, öðru
sinni.
Kannski.
Enda þótt virkt lýðræði sé
tískuorð síðustu mánaða – og hafi
svolítið fundið til máttars síns – er
ekki þar með sagt að það nái fót-
festu hér á landi. Alla síðustu öld
var Íslendingum skammtað frelsi
úr köldum lófa valdsmanna og
embættismanna sem höfðu ótrú-
lega mikið vægi í lífi venjulegs
fólks. Þá ríkti eiginlega ráðstjórn
hér á landi. Íslendingar uppgötv-
uðu ekki möguleika frelsisins til
fullnustu fyrr en útlendingar
bentu þeim á þá við undirritun
samningsins um evrópska efna-
hagssvæðið fyrir góðum áratug,
sem líklega er merkasta sjálf-
stæðisyfirlýsingin í sögu Íslend-
inga og þar fyrir utan merkasta
framfaraskref í hagsögu þeirra.
Blessað fjórfrelsið hefur hrifsað
íslenska þjóð aftan úr fornaldar-
kreddum fimbulstjórnmála til
annarra og nýrra tíma þar sem í
ljós kemur að þörfin fyrir stjórn-
málamenn fer óðum minnkandi.
Vitaskuld eiga stöku stjórn-
málamenn erfitt með að taka
þessu.
Stöku stjórnmálaflokkar.
Og stöku fjölmiðlar.
Það er náttúlega óttalega vond
tilfinning að finna þverrandi mátt
sinna valdsmannslegu tilburða.
Og efalítið er það ennþá verri til-
finning að finna frelsið leysast úr
læðingi sakir eigin lögmála en
ekki skammtaðra, boðaðra, bann-
aðra, bölvaðra.
Kannski sjáum við fram
á tímabundið ástand þess
að stjórnmálamenn reyni
að verja völd sín. Kannski
verða komandi tímar því
marki brenndir að ráð-
herravaldið verði afbrýði-
samt út í alþjóðavæðingu
samtímans. Kannski er
þeim kynslóðum sem vaxið
hafa upp undir valdi, alltaf
nauðsynlegt að sýna svipað
vald og þær þurftu sjálfar
að þola.
Kannski.
Hitt er jafn augljóst og
munur birtu og myrkurs að
lýðræðisskilningurinn hef-
ur lítið skánað. Hann er
fólginn í því að tveir menn
rífist og á milli þeirra sitji
þurrbrjósta þáttastjórn-
andi. Og menn eru ýmist
blindir eða bullukjaftar.
Lygarar eða lúserar. Þetta
eru ekki samræður; miklu
fremur einræður – pípandi
niðurgangur njörvaðra
skoðana sem ekkert fær
haggað þar til foringinn
fer. Umburðarlyndið er
náttúrlega óþekkt stærð;
sömuleiðis samviskan,
sjálfstæðið. Hvað þá viður-
kenning þess að orka allrar
opinnar umræðu er fengin úr ólík-
um skoðunum. Og þess þá heldur
að fagna því að eins ólíkar skoðan-
ir þrífist í einu og sama landinu og
nokkur kostur er. Nei; það hentar
ekki flokksræðinu – skiptum okkur
áfram í rétt og rangt, rím og rugl.
Við lifum enn á þeim tímum að
ein skoðun virðist öðrum réttari.
Og birtum þær enn í miðopn-
unni. ■
S tofnun Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgar-firði markar viss þáttaskil í landbúnaði og skóla- og rannsókn-arstarfsemi hér á landi. Skólinn varð til með sameiningu
Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbún-
aðarins á Keldnaholti og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölf-
usi. Markmiðið með stofnun skólans er að sameina í einni stofnun
rannsóknir og kennslu á sviði hagnýtrar náttúrufræði. Skólinn mun
sinna rannsóknum á búfénaði og náttúru Íslands, auk þess að ann-
ast háskólamenntun á sviði landbúnaðar og sinna menntun fyrir
bændur og búalið á ýmsum sviðum landbúnaðar og tengdra greina.
Með sameiningu þessara þriggja stofnana hefur Guðna Ágústs-
syni landbúnaðarráðherra tekist að koma undir einn hatt á lands-
byggðinni öflugri rannsóknar- og menntastofnun sem á ekki aðeins
að koma íslenskum landbúnaði til góða heldur hlýtur starfsemi
Landbúnaðarháskólans líka að sinna ýmiskonar áhuga- og atvinnu-
málum þéttbýlisbúa, sem í auknum mæli sækja út á land til tíma-
bundinnar eða varanlegrar búsetu.
Nú þegar Landbúnaðarháskóli Íslands hefur formlega tekið til
starfa er ekki úr vegi að staldra aðeins við og huga að stöðu ís-
lensks landbúnaðar. Bændum hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu
árum og þar með hefur landið orðið strjálbýlla. Hörð gagnrýni hef-
ur oft á tíðum verið á landbúnaðarstefnuna. Gagnrýni á landbúnað-
arstefnu er ekkert sérmál okkar Íslendinga. Þvert á móti. Heitar
umræður fara oft fram innan Evrópusambandsins um landbúnaðar-
mál – niðurgreiðslur, styrki og byggðamál. Bandaríkin eru talin
vera mesta landbúnaðarland heims, og þar hefur löngum verið
mikil offramleiðsla innan landbúnaðarins. Bandaríkjastjórn hefur
þurft að kaupa umframkornbirgðir, sem síðan hefur verið dreift
sem þróunarhjálp til vanþróaðra ríkja, eða landa þar sem náttúru-
hamfarir hafa orðið.
Hér á landi hafa orðið miklar framfarir í landbúnaði á síðustu
árum, en þrátt fyrir það búa margir bændur við mjög kröpp kjör.
Landbúnaðurinn skiptist í tvær höfuðgreinar, sauðfjárrækt og kúa-
búskap. Síðan koma aðrar greinar eins og garðyrkja og skógrækt,
og á allra síðustu árum hefur kornrækt orðið sífellt útbreiddari.
Hún er kannski gott dæmi um hverju rannsóknir í landbúnaði geta
skilað okkur. En það er ekki aðeins að landbúnaður skiptist í tvær
höfuðgreinar, heldur virðist sem himinn og haf sé á milli bænda
hvað afkomu varðar, og skiptir þá ekki höfuðmáli hvar á landinu
bændur búa. Sauðfjárbændur búa almennt við lakari kjör en kúa-
bændur, og á ljósa kjötið þar stóran þátt. Kjötmarkaðurinn virðist
þó vera að ná jafnvægi, en það dugar þó varla til að bæta kjör sauð-
fjárbænda að ráði.
Landbúnaðarráðherra þarf að notfæra sér þekkingu, rannsókn-
ir og reynslu þeirra sem starfa við hinn nýja skóla til að bæta kjör
bænda, án þess að auka framlög úr ríkissjóði, þannig að hægt sé að
gera eðlilegar arðsemiskröfur til greinarinnar. ■
9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
KÁRI JÓNASSON
Sauðfjárbændur búa almennt við lakari
kjör en kúabændur.
Landbúnaðar-
háskólinn
FRÁ DEGI TIL DAGS
Landbúnaðarráðherra þarf að notfæra sér þekk-
ingu, rannsóknir og reynslu þeirra sem starfa við hinn
nýja skóla til að bæta kjör bænda, án þess að auka
framlög úr ríkissjóði, þannig að hægt sé að gera eðlileg-
ar arðsemiskröfur til greinarinnar.
,,
Hafdís
Halla
Lella Margrét
Einar
Auður
Ásta A. Ásta B.
www.kramhusid.is
Opið
og
Yogakort
Námskeiðin hefjast 10. janúar 2004
Leikfim
i
Símar:
551-5103
551-7860
Guðný
leikfimi-
Leikfim
i Lei
kfimi
Stott
Pilates Tai Ch
i
:
Ashtan
ga
Yoga Kripal
u
Yoga Kripal
u
Yoga
Kripal
u
Yoga
Kripal
u
Yoga
Áslaug
Ægir
Streitu
-
stjórnu
n
og Yog
a
Soffía
Kripal
u
Yoga
Mannekla hrjáir VG
Í pistli í vefriti Framsóknar, Tímanum, ræð-
ir Pétur Gunnarson ástandið í R-listanum.
Segir hann að VG eigi orðið í mesta basli
með að axla ábyrgð sína á þeim vett-
vangi. „Þegar rúmt ár er eftir af kjörtíma-
bilinu er flokkurinn búinn að missa þrjá af
fulltrúum sínum í borgarstjórnarflokknum
fyrir borð og á nú aðeins eftir einn vara-
mann til þess að hlaupa í
skarðið fyrir borgarfull-
trúa sína“, skrifar Pét-
ur. Hann rifjar upp
söguna: „Fyrsti vara-
maðurinn hljópst á
brott í byrjun síðasta
árs vegna áforma um að
rífa Austurbæjarbíó, sá
næsti hætti um líkt
leyti af persónulegum ástæðum og nú
um áramótinn fór leiðtogi flokksins í
Reykjavík, Árni Þór, til starfa í Brussel. Þar
með á VG aðeins eftir þrjá fulltrúa af þeim
sem stillt var upp á vegum flokksins í að-
alsæti við síðustu borgarstjórnarkosningar
og má bókstaflega ekkert út af bregða til
þess að flokkurinn geti ekki axlað ábyrgð í
samstarfinu og verði að fá samstarfsflokk-
ana til þess að draga sig að landi.“
Gegn rétthugsun
Ekki er hægt að segja að skoðunum
Ragnars Árnasonar prófessors um fánýti
aðildar Íslands að Evrópska efnahags-
svæðinu, sem sagt var frá hér í gær, sé
vel tekið. „Hugmyndin er fráleit og algjör-
lega andstæð íslenskum hagsmunum“,
hafði Útvarpið eftir Eiríki Bergmann Ein-
arssyni aðjúnkt í stjórnmálafræði við Há-
skólann. Fleiri hafa tekið í sama streng.
Ragnar heldur væntanlega sínu striki
enda ekki óvanur því að halda fram sjón-
armiðum sem lítt eru til vinsælda fallin.
Rifjast upp í því sambandi að þegar stað-
greiðslukerfi skatta var tekið upp 1988
andmælti Ragnar kerfisbreytingunni af
miklum þunga og spáði illa fyrir henni í
greinum í vikuritinu Vísbendingu. Ríkjandi
skoðun er hins vegar að staðgreiðslan
hafi átt drjúgan þátt í að koma á jafnvægi
í efnahagskerfi okkar. En jafnvel þótt telji
megi að Ragnar hafi rangt fyrir sér bæði
um EES og staðgreiðsluna – og kannski
fleiri málefni – er rétt að hafa í huga að
mikil verðmæti eru fólgin í mönnum sem
þora að rísa gegn pólitískri rétthugsun
hvers tíma. Það skyldi ekki vanmetið.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA:
Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105
Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT:
Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
TÍÐARANDINN
SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON
Réttar skoðanir – og rangar
Kannski sjáum við
fram á tímabundið
ástand þess að stjórnmála-
menn reyni að verja völd
sín. Kannski verða komandi
tímar því marki brenndir að
ráðherravaldið verði af-
brýðisamt út í alþjóðavæð-
ingu samtímans. Kannski er
kynslóðum sem vaxið hafa
upp undir valdi, alltaf
nauðsynlegt að sýna svipað
vald og þær þurftu sjálfar
að þola.
,,
TE
IK
N
IN
G
/H
EL
G
I S
IG
U
RÐ
SS
O
N