Fréttablaðið - 09.01.2005, Page 13
13SUNNUDAGUR 9. janúar 2005
imíS senragroB 113 www.bifrost.is 0003 334
Fjarnám til BS gráðu í viðskiptafræði
Háskólanám
í stofunni heima.
Nánari upplýsingar veitir verkefnastjóri fjarnáms
Ása Björk Stefánsdóttir (asabjork@bifrost.is) eða á www.bifrost.is
Viðskiptaháskólinn á Bifröst býður upp á 30 eininga fjarnám til BS gráðu í viðskiptafræði fyrir þá sem
hafa lokið 60 einingum í viðskipta- eða rekstrarfræðum frá íslenskum eða erlendum háskólum.
Námið er skipulagt sem nám með vinnu. Kennsla fer fram á gagnvirkum námsvef Viðskiptaháskólans.
Á hverju misseri eru tvær vinnuhelgar á Bifröst þar sem nemendur koma saman ásamt kennurum til
verkefna og hópavinnu.
Umsóknarfrestur er til 21. janúar 2005.
Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Ís-
landsbanka segir að horfur fyrir árið séu
betri en greiningardeildin hafi búist við áður
en hafist var handa við að greina stöðuna á
markaðnum nú fyrir áramótin.
„Þrátt fyrir hækanir í fyrra eru kenntiöl-
urnar ekki að versna mikið. Það er enginn
stórkostlegur munur,“ segir hann. Kennitölur
í rekstri fyrirtækja eru notaðar til að meta
verð fyrirtækja. Sem dæmi gefur hátt hlut-
fall markaðsverðmætis miðað við hagnað til
kynna að verð á fyrirtæki sé hátt.
Atli segir að Íslandsbankamenn séu ekki
svartsýnir en í nýrri skýrslu sinni bendir
bankinn þó á nokkra þætti sem fjárfestar
ættu að hafa hugfasta. „Það þarf að hafa í
huga hvort menn fái vott af fífldirfsku og
ráðist í næstu verkefni af of mikilli bjartsýni
og vanmeti áhættuna. Þegar það hefur geng-
ið vel þá er hætta á því að menn missi tilfinn-
ingu fyrir áhættunni,“ segir hann.
Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður grein-
ingardeildar Landsbankans, segir að bankinn
sé bjartsýnn á árið sem nú er að hefjast.
„Það er mikið að gerast hjá þeim fyrir-
tækjum sem eru skráð. Tvö félög standa í yf-
irtökum á félögum sem eru stærri en þau
sjálf. Velta Kögunar fjórfaldast við kaupin á
Opnum kerfum og veltan hjá Og Vodafone
tvöfaldast [við yfirtöku á Íslenska útvarpsfé-
laginu og Frétt]. Svo eru bankarnir ennþá í
mikilli útrás,“ segir hún.
Hún bendir einnig á að hér á landi séu
starfræktir öflugir fjárfestignarsjóðir sem
um þessar mundir hafa fullar hendur fjár.
„Þeir geta breytt sviðsmyndinni mikið og
það skiptir máli hvað þau gera. Þar eru bæði
skráð félög, eins og Burðarás, og eins óskráð
félög eins og Meiður sem er risi sem gæti
vaknað,“ segir hún.
„Það eru því miklir möguleikar í stöðunni
og þó að við höfum lifað spennandi ár í fyrra
þá held ég að þetta ár verði ekki minna
spennandi. Ég er hins vegar ekki að gera ráð
fyrir eins miklum hækkunum nema eitthvað
mjög sérstakt gerist,“ segir Edda Rós.
Actavis til Lundúna
Lyfjafyrirtækið Actavis naut
þeirrar sérstöðu meðal stórra ís-
lenskra fyrirtækja í fyrra að
hlutabréfaverð í félaginu lækk-
uðu á árinu. Þetta er þó ekki til
marks um vantrú fjárfesta á fé-
laginu heldur endurspeglar það
annars vegar þá staðreynd að fé-
lagið tók út gríðarlega hækkun
árið 2003 og hins vegar óvissu
um skráningu félagsins á kaup-
höll í Lundúnum.
Actavis hefur um langa hríð
unnið að undirbúningi skráning-
ar í Lundúnum og gera má ráð
fyrir að skref í þá átt verði stigin
fljótlega. Fjárfestar í Bretlandi
eru hins vegar varkárari en þeir
íslensku og verð hlutabréfa þar
er töluvert lægra en hér á landi.
Þetta þýðir að nokkur hætta er á
því að hlutabréfaverð í Actavis
lækki þegar félagið verður skráð
í Lundúnum.
Verður 2005 líka ævintýraár?
Þótt ekki gæti neinnar svartsýni
hjá sérfræðingum um árið sem
nú er að hefjast þorir enginn að
spá því að hlutabréfamarkaður-
inn verði jafngjöfull í ár og á síð-
asta ári. Reyndar gat enginn
spáð fyrir um þær miklu hækk-
anir sem áttu sér stað í fyrra en
ljóst er að varkárnin er miklum
mun meiri nú.
Miklar væntingar eru þegar
bundnar í hlutabréfaverð. Það
þýðir að svigrúm til mistaka er
ekki mikið. Ef hin stóru verkefni
gefa lítið af sér, eða ef langan
tíma tekur að hemja þann rekstur
sem íslensk fyrirtæki hafa tekið
yfir, getur það orðið mjög kostn-
aðarsamt bæði fyrir íslensku
fyrirtækin og íslenska fjárfesta.
Spár Landsbanka og Íslands-
banka gera ráð fyrir miklum
hagnaði í rekstri fyrirtækja á
þessu ári en ef þær spár ganga
ekki eftir er ljóst að forsendur
núverandi verðlagningar á hluta-
bréfum eru brostnar.
thkjart@frettabladid.is
HVAÐ SEGJA SÉRFRÆÐINGARNIR?
Á ekki von á hækkunum
Staðan betri en við héldum
Tækifæri í stöðunni
Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningar-
deildar KB banka, á ekki von á hækkunum á
hlutabréfaverði á þessu ári.
„Hvað varðar þau fyrirtæki sem við spá-
um sérstaklega um teljum við að hlutabréfa-
markaður standi meira og minna í stað,“ seg-
ir hann. Hann segir að efnahagsástand sé
gott um þessar mundir og því gerir hann
heldur ekki ráð fyrir að félög lækki í verði
jafnvel þótt sum þeirra séu að hans mati of-
metin.
„Það eru byggðar miklar væntingar í verð
hlutabréfa og lítið svigrúm til mistaka eftir í
þeirri verðlagningu og það þarf að ráðast
hvernig fyrirtækjunum vegnar í útrás sinni
og rekstri. Til þess að það verði meira svig-
rúm fyrir hækkanir þurfa fyrirtækin að skila
mjög verulegum rekstrarárangri,“ segir
hann.
Hann segir að teikn séu á lofti um að fyrir-
tæki þurfi að fara gætilega í áframhaldandi
útrás. „Þegar vel hefur gengið og hlutabréfa-
verðið hefur hækkað um langan tíma sýnir
sagan að það er hætt við að menn telji sig
ósæranlega,“ segir hann.