Fréttablaðið - 09.01.2005, Side 19
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 8
Flokkar & fjöldi
Bílar & farartæki 75 stk.
Keypt & selt 19 stk.
Þjónusta 15 stk.
Heilsa 11 stk.
Skólar & námskeið 5 stk.
Heimilið 21 stk.
Tómstundir & ferðir 5 stk.
Húsnæði 16 stk.
Atvinna 25 stk.
Tilkynningar 7 stk.
Á vegum Alcoa byggir Bechtel International Inc. álver á Reyðarfirði. Bechtel er yfir 100 ára gamalt bandarískt verktaka-
fyrirtæki með starfsemi um heim allan. Fjarðaál er hannað og byggt í samstarfi við HRV sem samanstendur af nokkrum
fremstu fyrirtækjum á Íslandi á sviðinu, Hönnun, Rafhönnun og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen.
Bechtel leitar að starfsfólki í bygginga-
vinnu við álver á Reyðarfirði
Með vorinu verður hafist handa við byggingaframkvæmdir þar sem áætlaður fjöldi
starfsmanna næsta ár mun verða yfir eitt þúsund. Þessi fjöldi iðnaðar- og verka-
manna telur fleiri en við reiknum með að finna hér á landi. Það er því ákaflega
mikilvægt að fólk sem hefur áhuga á vinnu hjá Bechtel skrái sig sem allra fyrst.
Fljótlega eftir áramót verður farið í að leita út fyrir landsteinanna að starfsmönnum
í þær stöður sem við sjáum ekki möguleika á að fylla.
Okkur mun vanta tækjastjórnendur og vörubílstjóra, handlangara,
verkamenn og byggingaiðnaðarmenn. Á byggingatímanum sem nær til
ársloka 2007 verður þörf fyrir smiði, járnsmiði, málmsuðumenn, móta-
smiði, plötusmiði, stálvirkjasmiði, uppsetningarmenn, vírsplæsingar-
menn, vélvirkja, múrara og málara.
Þeir sem áhuga hafa á störfum við byggingu álvers á Reyðarfirði eru vinsamlega
beðnir um að leggja inn umsókn sem fyrst. Umsóknir verða teknar til athugunar
samfara framvindu byggingaframkvæmdanna.
Á skrifstofunum eru veittar upplýsingar um störfin og annað sem að þeim lýtur. Þar
er einnig hægt að nálgast umsóknareyðublöð, sem og á heimasíðunni.
Ráðningarstofan á Reyðarfirði
Búðareyri 2
730 Reyðarfirði
Sími 470 7599
Eyðublöð og upplýsingar um verkefnið er að finna á heimasíðu Fjarðaáls,
www.fjardaalproject.com
Ráðningarstofan í Reykjavík
Suðurlandsbraut 4
108 Reykjavík
Sími 470 7400
Góðan dag!
Í dag er sunnudagurinn 9. jan.,
9. dagur ársins 2005.
Reykjavík 11.07 13.35 16.04
Akureyri 11.05 13.20 15.25
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Hjónin Einar Steindórsson og Þóra Egils-
dóttir stunda fisksölu á Freyjugötu 1 í
Reykjavík. Þar hafa þau staðið vaktina í
þrettán og hálft ár og eru þekkt fyrir
þægilega og persónulega þjónustu.
„Þetta er dálítið eins og í þorpi,“ segir
Þóra brosandi. „Fastakúnnarnir verða
kunningjar manns og maður fylgist með
heilsufari og öðru í lífi þeirra.“ Sjálf er
hún Eyrbekkingur að uppruna og þekkir
þorpslíf af eigin raun. Kveðst allt að því
fædd í slorinu og kunna vel við stemning-
una kringum fiskinn. Einar er líka
ánægður með starfið enda þótt vinnudag-
urinn sé oft langur. „Maður er sjálfs síns
herra og þetta er ágætt í alla staði,“ seg-
ir hann. „Ég var sendiferðabílstjóri áður
en ég byrjaði í þessu. Annars var ég á
Stokkseyri fyrstu 40 æviárin og þá lengst
af á sjó.“ En skyldi fiskbúðabransinn
hafa breyst frá því að þau byrjuðu árið
1992?
„Það eru engar stórbreytingar nema
hvað áherslan hefur verið að færast
meira yfir á tilbúna rétti sem fólk getur
gripið með sér og þarf lítið að hafa fyrir,
ofnrétti, bollur, plokkfisk og fisk í raspi.
Þannig eru kröfur tímans og maður verð-
ur að fylgja þeim,“ segir Einar og þakkar
konu sinni vinsældir tilbúnu réttanna
þeirra. „Við höfum þetta bara eins og það
sé heimatilbúið og eins og maður lærði af
mömmu og tengdamömmu. Þannig vill
fólk hafa það,“ segir Þóra. Einar kaupir
fiskinn á mörkuðunum í gegnum tölvuna,
mest á Faxamarkaði. „Ef ég kaupi fisk til
dæmis austan af Hornafirði þá næ ég
bara í hann niður á Faxamarkað morgun-
inn eftir. Bílarnir eru á ferðinni allan sól-
arhringinn,“ segir hann.
Meðan Einar sér um að kaupa fiskinn
sér Þóra um að selja hann og í lokin er hún
spurð hvort þetta sé ekki kuldalegt starf.
„Nei,“ svarar hún og hlær. „Oftast er ég
berfætt í stígvélunum, þannig líður mér
best. Svo er ég alltaf berhent. Þó að ég sé
á kafi í ísnum þá er mér aldrei kalt.“
gun@frettabladid.is
Á kafi í ísnum en aldrei kalt
atvinna@frettabladid.is
Atvinnuleysisbætur hækkuðu
um þrjú prósent 1. janúar síð-
astliðinn. Dagpeningar bótaþega
sem eru með fullar
bætur hækkuðu
úr 4.096
krónum í
4.219
krónur
eins og
kemur
fram á vef
Vinnumálastofnun-
ar. Fullar atvinnuleysisbæt-
ur á mánuði hækka þar með úr
88.760 krónum í 91.426 krónur.
Dagpeningaskrá má nálgast á
vefsíðunni vinnumalastofnun.is.
Ný rannsókn hefur leitt það í
ljós að mismunandi kröfur eru
gerðar til starfsmanna og fer
það eftir hjúskaparstöðu þeirra
og hvort þeir séu barnlausir eða
ekki. Vísindamenn í Ohio State
háskólanum framkvæmdu
könnunina og er greint
frá henni á fréttavef Ya-
hoo. Strangari kröfur
eru gerðar til barn-
lausra kvenna á
vinnustað. Það sem
kemur hins vegar á
óvart er að þátttak-
endur í rannsókninni setja
minni starfskröfur á feður en á
mæður og menn sem eiga eng-
in börn. Ennfremur kom fram
að háskólanemendur vildu frek-
ar ráða einstæða konu til vinnu
en konu með tvö börn og sömu
starfshæfni.
Þóra og Einar segja fiskinn hafa vaxið í áliti sem fæðu á undanförnum árum, enda sé hann hollustuvara.
Smáauglýsingar
á 995 kr.
visir.is
LIGGUR Í LOFTINU
í atvinnu
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ NEYTENDUR O.FL.
Þú getur pantað
smáauglýsingar á
www.visir.is
Bloggið bakar
vandræði
BLS. 3
][
Félagsleg heimaþjónusta.
Félags- og þjónustumiðstöðin Árskógum 4 óskar
eftir að ráða starfsmenn nú þegar við félagslega
heimaþjónustu. Starfið felur í sér ýmsa aðstoð við
almenn þrif, heimilishald og félagslegan stuðning.
Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að gera
fólki kleift að búa á eigin heimili,eins lengi og
mögulegt er. Starfið krefst færni í mannlegum sam-
skiptum og áreiðanleika. Starfshlutfall eftir sam-
komulagi. Við veitum starfsfólki góðan stuðning og
leggjum áherslu á símenntun og þróun í starfi.
Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og
Eflingar.
Allar nánari upplýsingar veita Elísabet E Jónsdóttir,
deildarstjóri, netfang:elisabet.eyglo.jonsdott-
ir@reykjavik.is og Pála Jakobsdóttir, deildarstjóri,
netfang: pala jakobsdottir@reykjavik.is , í síma 535-
2700.
Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og
starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni:
www.felagsthjonustan.is
MEST LESNA ATVINNUBLAÐ LANDSINSER ÞÍN ATVINNUAUGLÝSING HÉR?
KRÍLIN
Fá prestar laun
eða bara það sem
kemur í samskota-
baukinn?
Fisksalarnir á Freyjugötu 1 eru samhent hjón sem viðhalda þorpsstemningu í
sinni jákvæðustu mynd í Þingholtunum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA