Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 39
SUNNUDAGUR 9. janúar 2005 19
Njótið þess að fljúga
Icelandair efnir til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast á
við flugfælni. Slík námskeið eru yfirleitt haldin á vegum
flugfélaga í löndunum í kringum okkur og hafa flest
svipaða uppbyggingu.
Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni
og farið yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu.
Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum
Icelandair í Evrópu.
Námskeiðið hefst
18. janúar n.k.
Skráning fer fram
á netfangi:
flug@icelandair.is
Umsóknir þurfa
að berast eigi síðar
en 14. janúar.
Sími: 50 50 300
Leiðbeinendur:
Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur
og Páll Stefánsson flugstjóri
Verð: 30.000 kr. (allt innifalið)
Námskeið gegn flugfælni
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
26
99
8
0
1/
20
00
5
„Alca torda vs. rest“ nefnist sýn-
ing sem Heimir Björgvinsson
opnaði í Gallerí Kling og Bang í
gær. Alca torda er latneska orðið
yfir álkuna, sjófugl sem á sér yfir-
leitt heimkynni í fuglabjörgum. Á
sýningu Heimis er hins vegar
búið að setja hana í umhverfi sem
verður að teljast henni ákaflega
framandi.
„Þetta er uppstoppuð álka,
kannski hefðbundinn skúlptúr en
samt óhefðbundinn. Ég hef eigin-
lega verið að sérhæfa mig í
álkunni,“ segir Heimir.
„Hún er sett þarna fram í sam-
hengi sem er ekki til í náttúrunni.
Oft setur maður sjálfan sig í ein-
hver spor sem maður ætlar sér
ekki beint að vera í, en áttar sig
svo stundum á því eftir á að þau
voru ekkert verri en annað sem
maður gerir. Þau virðast kannski
fáránleg en eru það samt ekki.“
Álkan er miðpunktur sýningar-
innar, en aðrir munir á sýningu
Heimis tengjast henni allir með
beinum eða óbeinum hætti.
„Álkan er í raun og veru á toppi
píramídans án þess þó að nokkur
píramídi sé til staðar. Hin verkin
eiga öll rætur sínar að rekja til
hennar, sum eftir mjög beinni leið
en aðrar eftir krókaleiðum.“
Heimir er búinn að veggfóðra
aðasýningarrými gallerísins,
einnig sýnir hann ljósmyndir,
teikningar og vídeóverk þar sem
hann sjálfur er í aðalhlutverki.
Heimir býr og starfar í
Amsterdam, er með aðalbækistöð
þar en hefur sýnt víða, bæði hér á
landi og í Evrópulöndum. Á þessu
ári fer hann til Ameríku til að
sýna verk sín þar.
Fyrsta einkasýning Heimis var
í Gallerí Hlemmi sumarið 2002.
Hún nefndist „Allt sem glitrar er
ekki illt“, og Heimir segir hana
hafa verið svipaða í uppbyggingu
og sýninguna í Kling og Bang
núna.
„Þar var ég líka með eitt titil-
verk sem restin af sýningunni
tengdist með beinum eða óbeinum
hætti.“
Árið eftir sýndi hann á Nýlista-
safninu, síðan í Slunkaríki með
sænska myndlistarmanninum
Jónasi Ohlson, og núna er hann
kominn aftur til Reykjavíkur með
álkuna í Gallerí Kling og Bang. ■
HEIMIR MEÐ ÁLKUNA SÍNA Heimir Björgvinsson opnaði í gær sýningu í gallerí Kling
og Bang við Laugveginn.
Álkan í undarlegu samhengi
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Þegar ég skoðaði Vesturfarasafn-
ið norður á Hofsósi í fyrsta skipti
rann mér til rifja þær skelfilegu
hörmungar sem blessað fólkið
þurfti að ganga í gegnum á leið
sinni yfir hafið að undangengnum
þeim bágindum og búsifjum sem
það hafði orðið fyrir áður en hin
stóra ákvörðun var tekin að yfir-
gefa ættjörðina með nánast ekk-
ert í farteskinu og eiga kannski
ekki afturkvæmt. Böðvar Guð-
mundsson hefur unnið mikið stór-
virki með sögunni um Ólaf fíólín
og afkomendur hans. Því hlýtur
að vera bæði krefjandi og spenn-
andi fyrir leikhúsið að gera til-
raun til að sviðsetja verkið og
gefa þannig leikhúsáhorfendum
tækifæri til að lifa sig inn í það
umhverfi sem íslenskt alþýðufólk
hrærðist í á seinni hluta 19. aldar
og öðlast skilning á því hvers
vegna það flutti unnvörpum til
vesturheims. Það lætur nærri að
um þriðjungur þjóðarinnar hafi
siglt á brott út í óvissuna (Ef við
gæfum okkur það að þetta fólk
hefði aldrei farið héðan og því
tekist með íslenskum baráttuvilja
að þrauka öldina á enda þá værum
við ef til vill um 600 þúsund tals-
ins í dag eða þar um bil – eða
hvað?).
Þórhildur Þorleifsdóttir axlar
þá ábyrgð að halda um stjórnar-
taumana á sýningu Borgarleik-
hússins og hefur fengið til liðs við
sig valinkunna leikhúslistamenn
sem kunna vel til verka og gott
betur. Hún er enginn nýgræðing-
ur í bransanum og ætti þess vegna
að hafa formið á valdi sínu eins og
hún hefur margsýnt. Þórhildur er
fullkomlega meðvituð um það að
hún þarf ekki að sanna sig í leik-
húsinu. Slíkan ægishjálm hefur
hún borið yfir marga kollega sína
í ljósi áratuga reynslu af því að
starfa af heilum hug við sitt fag.
Hún er vandvirk, kröfuhörð, hef-
ur góða yfirsýn yfir það sem hún
er að gera og veit sínu viti. Hún
hefur auk þess farið áður höndum
um verk Böðvars Guðmundssonar
og ég fékk það strax á tilfinning-
una að hún hefði orðið djúpt snort-
in af sögu íslensku vesturfaranna
og sökkt sér á bólakaf í viðfangs-
efnið. Sem er nota bene afskap-
lega áhugavert. Hún hefur valið
að fara þá leið að láta leikhópinn
segja söguna á sviðinu, nokkurs
konar „ensamble-sýning“ – en sú
frásagnaraðferð hefur oft reynst
vel þegar bækur eru teknar og
gerðar á þeim formbreytingar til
aðlögunar fyrir leiksvið. Við höf-
um oft fengið að sjá slíkar sýning-
ar og þeim hefur jafnan verið vel
tekið af íslenskum sagnaþyrstum
áhorfendum (Það er stundum eins
og stórar epískar sögur höfði
meira til landans en knappara
form.). Það sem ég leyfi mér að
kalla „ensamble-leikhús“ gerir
annars konar kröfu til leikarans
heldur en ef um venjubundið leik-
rit væri að ræða en gefur honum
jafnframt tækifæri til að sýna á
sér margar hliðar og skapa
margskonar persónur. Leikhópn-
um í Borgarleikhúsinu tókst að
hrífa áhorfendur á frumsýning-
unni með því að standa heiðarlega
og einlæglega á bak við þá sögu
sem þeir voru að segja með öllum
þeim aðferðum og stílbrögðum
sem þeir beittu. Hver og einn gaf
það sem hann átti til af einurð og
trúmennsku við söguna. Hins veg-
ar fannst mér leikstjóranum
óvenju mislagðar hendur við að
byggja upp sumar senur sem því
miður urðu fyrir bragðið of teygð-
ar á langinn. Leikararnir voru oft-
ar en ekki löngu búnir að skila til-
finningunni og sitúasjónni til
áhorfandans þegar einhverra
hluta vegna leikstjóranum hefur
þótt betra að draga sum augna-
blikin á langinn. Það var eins og
hún vildi láta sýninguna sigla
áfram á „rússneskum hraða“ sem
er auðvitað gott og gilt þegar það
á við en ekki var alltaf innistæða
fyrir því og af þeim sökum varð
þessi hægagangur til vansa frem-
ur en hitt. Svo þótti mér eins og
leikstíllinn hefði ekki verið gegn-
umfærður alla leið. Um miðbik
seinni hlutans fór beiting ljósanna
að verða allt önnur en í fyrri hlut-
anum og stundum var söngur á
bandi en stundum ekki. Mér þótti
að minnsta kosti miklu skemmti-
legra þegar ég heyrði leikhópinn
syngja á sviðinu. Tónlistin hæfði
verkinu mjög vel en varð á köfl-
um of mærðarleg fyrir minn
smekk í stað þess að skapa tog-
streitu. Nægar eru víst hörmung-
arnar sem persónur leiksins þurfa
að þola. Samt fannst mér eins og
skorti oft og tíðum þetta íslenska
baráttuþrek þegar á móti blés og
saknaði þess að sjá ekki menn
spýta í lófana mitt í geðshræring-
unni og fara þess í stað að gera
eitthvað í stað þess að sitja og
kveina yfir örlögum sínum. Ann-
ars var hljóðmyndin sérlega vel
unnin. Tímasetning á ljósum var
ekki alltaf sem best en það veit ég
að mun slípast af sýningunni. Sig-
urinn er fyrst og fremst leikara-
hópsins sem á eftir að standa á
sviðinu næstu vikur og mánuði.
Björn Ingi Hilmarsson átti feiki-
lega góðan leik sem Ólafur fíólín.
Hann lék á mildari nótunum og
gæddi persónu sína hlýrri barns-
legri einfeldni og því ekki að
undra þótt hans húsfrú legði við
hann djúpa einlæga ást. Katla
Margrét átti samúð manns allan
tímann með blæbrigðaríkri túlk-
un en ég hefði viljað sjá meira til
þeirra Ólafs og Sæunnar þegar
sambandið var að byrja til að
byggja betur undir þegar fer að
reyna á þau síðar á ævinni. Ólafur
og Sæunn eru jú einu sinni í for-
grunni verksins. Allir leikararnir
fá tækifæri til að njóta sín og hver
og einn nýtir sín tækifæri vel en
það er einmitt aðalsmerki góðs
leikara að gera sér mat úr því
allra smæsta. Valgeir Skagfjörð
Fyrirheitna landið
Borgarleikhúsið / Híbýli vindanna eftir Böðvar Guðmundsson / Leikgerð: Bjarni
Jónsson / Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir / Leikmynd: Vytautas Narbutas / Bún-
ingar: Filippía Elísdóttir / Tónlist: Pétur Grétarsson / Lýsing: Lárus Björnsson/ Dans:
Cameron Corbett / Hár og förðun: Guðrún Þorvarðardóttir / Leikarar: Björn Ingi
Hilmarsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir, Sveinn Geirsson,
Bergur Þór Ingólfsson, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Theódór Júlíusson, Pétur Einarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Halldóra
Geirharðsdóttir, Gunnar Hansson, Guðmundur Ólafsson, Birna Hafstein, börn og fl.
HÍBÝLI VINDANNA Allir leikararnir fá tækifæri til að njóta sín og hver og einn nýtir sín
tækifæri vel en það er einmitt aðalsmerki góðs leikara að gera sér mat úr því allra
smæsta.