Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 40
20 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
Bak við litla lúgu á hvítmáluðum
dyrum sitja þeir tveir saman neð-
anjarðar. Annar á bekk með rauðu
gervileðri. Hinn á stól við fábreytt
borð og kíkir annað slagið í spegla
sem sýna útsýnið í herberginu fyr-
ir utan hurðina. Talsverður
straumur af körlum snarast inn úr
dyrunum enda þeim bara leyfður
aðgangur, þótt allt sé breytingum
háð. Eða eins og Sverrir Lyng
Bergþórsson, ekki lengur atvinnu-
klósettvörður á Núllinu, heldur
áhugamaður, segir svo réttilega:
„Konur eru alltaf að verða meiri
og meiri karlar. Og karlarnir að
verða meiri og meiri konur.“
Klósett á þjóðminjaskrá
Það er annars eitthvað tignar-
legt við handrið og steyptar tröpp-
urnar í Bankastræti núll. Þær eru
að vísu bæði þröngar og brattar
og kannski eilítið fráhrindandi
inngangurinn neðst; en hafa ber í
huga að hönnun og bygging Núlls-
ins eru frá því á þriðja áratug síð-
ustu aldar, en þessi frægustu al-
menningsklósett Reykjavíkur
opnuðu með pompi og prakt þann
17. júní 1930; sama dag og glæsi-
hótelið Hótel Borg.
Þau gleymast stundum í dags-
ins önn þessi gömlu náðhús þegar
allir ætla að troðast inn á kaffihús
til að komast á klósettið, en það er
óneitanlega eitthvað stórborgar-
legt við þessi haganlegu jarðhýsi
sem bjóða sprengfullum blöðrum
hlý húsakynni og hreinar setur.
Þegar ég snarast inn kvennameg-
in á Núllinu blasa við snjáðir
pappírsmiðar, upphengdir með
gulnuðu límbandi þar sem á tíu
tungumálum stendur að notkun
salernanna sé ókeypis. Í hugann
streyma minningar um innlit með
ömmu í bernskunni þegar vörður-
inn sat við hannyrðir og seldi
pottaleppa og klukkustrengi til að
drýgja launin. Þegar ég banka á
lúguna mætir mér þögnin ein. Það
er enginn við. Ekki í augnablikinu
að minnsta kosti.
Hinum megin götunnar; undir
túni Stjórnarráðsins er Núllið karl-
anna. Mér finnst ég boðflenna í
gættinni innan um mígildin, eins og
vörðurinn Einar Jóelsson kallar
það, þar sem þeir Sverri Lyng ræða
trúmál, enda Einar aðventisti og
vanur að prédika svolítið yfir vin-
um sínum. En líkt og sannir herra-
menn bjóða þeir til sætis í afdrepi
varðarins þar sem örmjór gluggi
liggur uppi með loftinu. Fyrir aug-
um eru klósettrúllur, hreinsivökv-
ar, kaffikanna, sími, plástralaus
sjúkrakassi og dagblöð.
Innvortis mengun
Áfram streyma inn karlar á öll-
um aldri og af öllum þjóðfélags-
stigum. Líka rokkarar, jakkalakk-
ar og leikarar. En sjaldan þing-
menn. Renna niður buxnaklauf-
inni, ná í skinnsokkinn og miða
eftir bestu getu í skálar sem eru
allmiklu breiðari en miðið. Hitta
samt næstum ekki allir og inni-
hald blöðrunnar slettist á veggi og
gólf. Þessa stuttu stund sem ég sit
með þeim Einari og Sverri er tutt-
ugu körlum sprengmál að pissa.
Einstaka maður lætur opna fyrir
sér luktar dyr, enda mál að gera
stærri hluti.
Við hliðina á glugganum ör-
mjóa er smávaxin úthreinsivifta.
Einar segir koma fyrir að hana
þurfi að setja á fullt.
„Ef daunninn er mikill setur
maður viftuna í gang. Sumir eru
svo illa haldnir og skilja eftir sig
svo mikla lykt að mann slær fyr-
ir brjóst. Þá lætur maður dæluna
ganga til að soga þetta út til
þeirra hérna hinum megin,“ seg-
ir hann hláturmildur og á við
Stjórnarráðið.
Náðhús framtíðar
Þetta er svokallað AFA-al-
menningsklósett sem nú
stendur við Ingólfstorg, en
tvö önnur fyrirfinnast á
Klapparstíg og í Hafnar-
stræti. Þau munu í framtíð-
inni leysa af almennings-
salerni borgarinnar og
þann mannskap sem tekur
á móti gestum og gang-
andi. Þessa tegund salerna
má finna í flestum stór-
borgum heimsins, en til að
komast inn í þau þarf að
borga tíu krónur. Þá opnast
hurðin og gesturinn hefur
fjórtán mínútur til að gera
þarfir sínar áður en hurðin
opnast aftur. Eftir hverja
heimsókn í turninn fer
sjálfhreinsandi búnaður í
gang og smúlar gólfið og
klósettið. Inni fyrri er
vaskur, spegill, klósett,
pappír og öskubakki og þar
er bjart og hlýtt. Fyrsta
AFA-klósettið var tekið í
notkun fyrir sex árum en
síðan hafa tólf þúsund
manns notfært sér aðstöð-
una. Klósettin hafa þótt
vinsæl til kynlífsiðkana
skemmtanalýðsins um
helgar en heimilislausir
fundu fljótt út að staðurinn
var óhentugt skjól á köld-
um nóttum þar sem mínút-
urnar fjórtán eru fljótar að
líða. ■
KLÓSETT Í SÍVALNINGSTURNI
Þetta AFA-klósett er það sem koma
skal fyrir skattborgara Reykjavíkur.
Þau eru sjálfhreinsandi og gefa
fjórtán mínútur með luktar dyr.
Til stendur að loka almennings-
klósettum Reykjavíkurborgar,
nema Núllinu í Bankastræti. Nú
um áramótin var almenningskló-
settinu í undirgöngunum við
Lönguhlíð undir Miklubraut lok-
að, en þangað komu fáir ef undan-
skilinn er sumartíminn þegar
fleiri eyða frítíma á Klambratúni
og skólabörn eru í vettvangsferð-
um. Undirgöngin hafa tíðum verið
vettvangur fyrir graffiti-lista-
menn en jafnan verið málað yfir
listaverkin jafnóðum. Jóhann Jón-
mundsson, flokkstjóri almenn-
ingsalerna borgarinnar, tók ávallt
myndir af listaverkum unga fólks-
ins og á af þeim full albúm til
minninga.
Baldur Einarsson hjá Gatna-
Almenningsklósett fortíðar
ALMENNINGS-
SALERNI VIÐ
LÖNGUHLÍÐ Fáir
komu orðið á kló-
settin í undirgöng-
unum undir Miklu-
brautinni og því hef-
ur þeim verið lokað.
Núllstillt neðanjarðar
Það er sama hver maðurinn er eða hvaða stöðu hann gegnir. Allir þurfa að hlýða kalli náttúrunnar þegar það kemur. Þess vegna
urðu almenningsklósettin til. Mishrein og aðlaðandi í verslunarmiðstöðum, á bensínstöðvum og kaffihúsum, en ávallt hlý og
nýhreinsuð á Núllinu í Bankastræti og á Vesturgötunni. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir leitaði náða á náðhúsum skattborgaranna
og fékk að upplifa hinar mannlegu móttökur sem senn eiga að heyra sögunni til.
HEIMSMÁLIN RÆDD Á NÚLLINU Sverrir Lyng Bergþórsson, sá sem stendur lengst til vinstri, segist nú áhugaklósettvörður en áður var
hann í atvinnumennskunni og gætti almenningsalerna borgarinnar í Hljómskálagarðinum, í göngunum við Lönguhlíð, á Vesturgötunni og
á Núllinu. Hann kemur iðulega við í kaffi til þeirra Helga og Einars á vaktinni.