Fréttablaðið - 09.01.2005, Page 41

Fréttablaðið - 09.01.2005, Page 41
Handfylli af saurgerlum Það vekur athygli að ekki einn einasti þeirra sem hlýða kalli nátt- úrunnar þessa stund sem ég staldra við hefur fyrir því að þvo sér um hendurnar. Sama hve veigamikil athöfnin var. Hins veg- ar fara margir þeirra að speglin- um og laga hárgreiðsluna með hlandstorknuðum puttunum. Vilja vera snyrtilegir áður en þeir halda út í dagsins önn. „Nei, það heyrir alveg til und- antekninga að mennirnir þvoi sér um hendurnar eftir klósettferð- ina. Sama hvort þeir eru að vinna í sjálfum sér að framan eða aftan. Það er viðburður ef maður heyrir skrúfað frá krana,“ segir Einar en hvað skyldi það vera há prósenta? Tíu? Jafnvel fimm? „Nei, blessuð vertu, það nær engri prósentu.“ Undir þetta tekur Arna Jóhanns- dóttir klósettvörður á Vesturgöt- unni. „Karlmenn þvo sér almennt ekki um hendurnar þótt þeir eyði drjúgum tíma í „aðgerð númer tvö“ á klósettinu. Það liggur við að mað- ur hrökkvi í kút ef maður heyrir skrúfað frá krana á karlaklósettinu og verður beinlínis forvitinn að sjá hvaða snyrtimenni er þar að verki. En konurnar; sama hvort þar fara fínar frúr, gamlar konur, litlar stelp- ur, eða heimilislausar ógæfumann- eskjur; þær þvo sér allar vel og vandlega eftir klósettferðirnar.“ Kynlíf á almenningsklósettum Núllið er opið frá átta á morgn- ana til sex á kvöldin, nema um helg- ar þegar það er opið til fjögur á nóttunni. Þá ku stundum vera æði skrautlegt ástand á Núllinu enda verðirnir sammála um að drykkju- læti og ómenning, auk mikillar dóp- neyslu sé orðið ofvaxið vandamál. Reyndar vilja ekki allir taka nætur- vaktina, en allir ganga verðirnir með öryggishnapp á sér ef ske kynni að eitthvað færi úr böndun- um. Einar er hættur að taka nætur- vaktina en þarf að vinna aðra hvora helgi samt sem áður. Fyrir helgar- vinnuna og tíu stunda vinnudag á virkum dögum fær hann útborgað 110 þúsund krónur. Hann segir tím- ann stundum lengi að líða, en vinir og kunningjar komi og kíki á hann til að spjalla. Það skipti svo mestu að hafa þjónustulund til að vinna starfið, vera liðlegur og bjóða góðan daginn, þótt starfið felist mest í því að þrífa gólfið og klósettin. „Þetta er nú ekki mikið líkamlegt erfiði enda má ég ekki við því, allur hálfslappur innvortis eftir slys og af því er ég hérna núna. Ég var áður umsjónarmaður á Hlemmi, en þar var klósettunum lokað vegna hroða- legrar umgengni. Menn ganga svo- sem ekki alltaf vel um hér heldur; skyrpa á veggina og gólfið og sýna oft ótrúlegan sóðaskap; kúka á gólf- ið, æla allt út og annað. Hingað kem- ur stundum fólk í annarlegu ástandi og víst hafa fundist sprautur eftir dópista. Þá draga kallar með sér stelpur hingað niður eða frúna til að stunda kynlíf á almenningsklósetti, en sjálfsvirðingin virðist engin á þessu stigi málsins. Við reynum af fremsta megni að koma í veg fyrir þetta en konurnar koma með þeim niður og stundum tekst að smygla þeim inn án þess að við sjáum til. Þá hafa komið allt niður í tólf ára krakkar sem freista þess að stunda kynlíf inni á klósettunum og stund- um hafa fundist smokkar á gólfum eftir þær uppákomur.“ ■ málastofu segir lokun salerna við Vesturgötu vera fyrirhugaða á næstunni. Fáir virðast annars vita um þau snyrtilegu salerni og nota þau takmarkað. Áður var almenn- ingsklósettum í Hljómskálagarði lokað, en þau sóttu fáir. Núllið stendur því bráðum eitt eftir, en ákvörðun um áframhaldandi opn- un þess liggur ekki fyrir. SUNNUDAGUR 9. janúar 2005 21 Fasteignamat ríkisins sendir um flessar mundir tilkynningu um n‡tt fasteignamat og brunabótamat sem gildir frá og me› 31. desember 2004. FASTEIGNAMAT skal endurspegla sta›grei›sluver› fasteignar mi›a› vi› ver›lag fasteigna í nóvembermánu›i 2004. Fasteignamat skiptist í húsmat og ló›armat. Uppl‡singar um söluver› fasteigna má finna á vef Fasteignamats ríkisins www.fmr.is/ver›sjá fasteigna. Samkvæmt lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 ákve›ur yfirfasteignamatsnefnd í nóvembermánu›i ár hvert framreikningsstu›la fyrir skrá› matsver› fasteigna me› hli›sjón af breytingu ver›lags fasteigna vi› kaup og sölu frá nóvembermánu›i fyrra árs. Skrá›u matsver›i fasteigna er sí›an breytt í fasteignaskrá í samræmi vi› flá stu›la, sem og breytingu á byggingarkostna›i og afskriftir, sbr. regluger› nr. 406/1978, og fla› ver› tali› fasteignamatsver› frá og me› 31. desember til jafnlengdar næsta árs nema sérstakt endurmat komi til. A›ili, sem hefur verulega hagsmuni af matsver›i eignar og sættir sig ekki vi› skrá› mat, getur krafist úrskur›ar Fasteignamats ríkisins um mati›. Frestur er til 1. apríl 2005 til a› óska breytinga á fasteignamati frá 31. desember 2004. Krafa um endurmat skal vera skrifleg og studd rökum og nau›synlegum gögnum. Kæra má úrskur› Fasteignamats ríkisins til yfirfasteignamatsnefndar. BRUNABÓTAMAT er vátryggingarfjárhæ› brunatryggingar og skal fla› taka til fleirra efnislegu ver›mæta húseignar sem ey›ilagst geta af eldi og mi›ast vi› byggingarkostna› a› teknu tilliti til aldurs, slits, vi›halds og ástands eignar a› ö›ru leyti. Brunabótamati skal breytt árlega skv. fleim breytingum sem or›i› hafa á byggingarkostna›i hinna ‡msu tegunda húseigna næstli›i› ár a› teknu tilliti til útreikna›ra e›a áætla›ra afskrifta vegna sama tímabils. Brunabótamat breytist jafnframt mána›arlega í samræmi vi› breytingu á byggingarvísitölu. Húseiganda er skylt a› óska n‡s brunabótamats á húseign ef ætla má a› ver›mæti eignarinnar hafi aukist vegna endurbyggingar e›a endurbóta. Á heimasí›u Fasteignamats ríkisins www.fmr.is má fletta eftir heimilisfangi, fastanúmeri e›a landnúmeri upp á fasteignamati og brunabótamati fasteigna. TIL FASTEIGNAEIGENDA ALMENNINGS- SALERNI VIÐ VESTURGÖTU Kannski best geymda leyndar- mál borgarinnar því þetta snyrti- lega klósett virð- ast fæstir vita um og nota. Því stendur til að loka því til fram- búðar. GAMALDAGS OG SNYRTILEGT Erna Héðinsdóttir er klósettvörður kvennamegin á Núll- inu. Áður fyrr voru þar seldar hannyrðir sem verðirnir sköpuðu á vaktinni og einnig dömu- bindi, en sú þjónusta er ekki lengur fyrir hendi einhverra hluta vegna. Smokkar fást hins vegar á Núllinu, enda kannski meiri nauðsyn? RÓTGRÓNAR STOFNANIR OG NÁGRANNAR Núllið er næstum í framgarði Stjórnarráðsins, en eitthvað yngri í árum. Klósettverðirnir Erna Héðinsdóttir, Helgi B. Kárason og Einar Jóelsson segja þingmenn þó sjaldan nýta sér þessi sögulegu almenningssalerni Bankastrætisins.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.