Fréttablaðið - 09.01.2005, Qupperneq 46
26 9. janúar 2005 SUNNUDAGUR
LEIKIR GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Ein óvæntustu úrslitin í
sögu ensku bikarkeppninnar litu
dagsins ljós á Old Trafford í gær
þegar utandeildarlið Exeter helt
jöfnu gegn stórliði Man. Utd sem
stillti upp varaliði sínu í leiknum.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd, skipti þrem sterkum mönn-
um á völlinn í síðari hálfleik –
Paul Scholes, Cristiano Ronaldo
og Alan Smith – en allt kom fyrir
ekki.
„Ég bið stuðningsmenn félags-
ins afsökunar. Þeir áttu þetta ekki
skilið. Þetta er versti leikur Man.
Utd. undir minni stjórn og er þá
mikið sagt því ég hef stýrt þessu
félagi í átján ár,“ sagði Ferguson
eftir leikinn en leikmenn United
voru baulaðir af velli í leikslok en
uppselt var á leikinn.
„Ég veit að við stilltum upp
mikið af ungum leikmönnum en
það er engin afsökun. Við ætlumst
til meira af þeim en þeir sýndu
hér í dag. Það er ljóst eftir þennan
leik að ég mun stilla upp sterkara
liði í seinni leiknum,“ sagði Fergie
en annar leikur var það síðasta
sem hann hafði óskað sér.
Leikmenn Exeter fögnuðu í
leikslok eins og þeir væru orðnir
heimsmeistarar og lái þeim hver
sem vill.
Eiður fyrirliði
Eiður Smári Guðjohnsen var
fyrirliði hjá Chelsea, lék allan
leikinn og skoraði eitt mark er
Chelsea lagði Scunthorpe, 3-1.
Sigurinn var reyndar ekkert sér-
staklega öruggur en Scunthorpe
tók forystuna í leiknum. Jose Mo-
urinho, stjóri Chelsea, hrósaði
Scunthorpe í hástert eftir leikinn.
„Ég get ekki annað en hrósað
þeim. Þeir gáfu sig alla í dæmið,
spiluðu vel, skoruðu eitt mark og
hefðu getað skorað fleiri. Ég hef
fulla trú á því að þeir vinni 2.
deildina,“ sagði Mourinho.
Þetta var góður dagur hjá ís-
lensku strákunum því Ívar Ingi-
marsson tryggði Reading annan
leik gegn Swansea með jöfnunar-
marki á lokamínútum leiksins og
slíkt hið sama gerði Heiðar
Helguson fyrir Watford gegn Ful-
ham en Heiðar skorar í hverjum
einasta leik þessa dagana.
Bjarni Guðjónsson lauk síðan
góðum degi hjá íslensku
strákunum með því að skora gegn
Everton og eiga þar að auki
stórgóðan leik í 3–1 tapi.
henry@frettabladid.is
MEÐ BÖGGUM HILDAR Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, var þungur á
brún eftir leikinn gegn Exeter. Hann bað stuðningsmenn félagsins afsökunar á
knattspyrnunni sem strákarnir hans buðu upp á.
Ég biðst afsökunar
Sir Alex Ferguson bað stuðningsmenn Man. Utd afsökunar eftir að þeim
mistókst að leggja utandeildarlið Exeter að velli á Old Trafford. Fjórir Íslend-
ingar voru á skotskónum í ensku bikarkeppninni í gær.
Karlalið Vals ætlar sér stóra hluti í Landsbankadeildinni í fótbolta á komandi tímabili og vill styrkja hópinn:
Vilja fá Veigar Pál og Tryggva
FÓTBOLTI Valsmenn hafa mikinn
áhuga á því að fá atvinnumennina
Veigar Pál Gunnarsson, sem er
samningsbundinn norska liðinu
Stabæk, og Tryggva Guðmunds-
son, sem er samningsbundinn
sænska liðinu Örgryte, í sínar rað-
ir.
Valsmenn báru sigur úr býtum
í 1. deildinni síðastliðið haust og
tryggðu sér þar með sæti í Lands-
bankadeildinni á komandi tíma-
bili. Þeim hefur gengið illa að
festa sig í sessi í efstu deild en
ljóst er að forráðamenn liðsins
ætla sér að snúa því ferli við.
Börkur Edvardsson, formaður
knattspyrnudeildar Vals, sagði í
samtali við Fréttablaðið í gær að
það væri mikill áhugi fyrir því
innan raða Vals að fá Veigar Pál
og Tryggva til liðs við félagið
enda væru þeir báðir öflugir leik-
menn.
„Við höfum látið þá vita af
áhuga okkar en lengra er málið
ekki komið. Þeir eiga báðir eftir
að leysa sín mál gagnvart félögum
sínum en þeir hafa báðir gefið í
skyn að þeir geti losnað og þegar
það gerist þá munum við bregðast
við því,“ sagði Börkur.
Veigar Páll gekk til liðs við Sta-
bæk í byrjun árs 2004 eftir nokk-
urt þref við félag sitt, KR. Hann
skrifaði undir þriggja ára samn-
ing við félagið en náði sér ekki á
strik á síðasta tímabili frekar en
liðið sem féll úr norsku úrvals-
deildinni.
Veigar Páll sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að hann vildi
gjarnan losna frá Stabæk og væri
spenntur fyrir því að koma á nýj-
an leik. Hann sagði að fjögur lið,
Valur, FH, Fylkir og KR, hefðu
haft samband við sig en allt sner-
ist um það hvort forráðamenn
norska liðsins vilja sleppa honum
og þá fyrir hversu mikinn pening.
Tryggvi á eftir tvö ár af samn-
ingi sínum við Örgryte en er úti í
kuldanum hjá forráðamönnum fé-
lagsins eftir að hafa gagnrýnt
þjálfara liðsins opinberlega. Hann
er í Svíþjóð eins og stendur að
ganga frá sínum málum við félag-
ið en auk Vals hafa FH-ingar lýst
yfir áhuga sínum á Tryggva.
-ósk
VEIGAR PÁLL OG TRYGGVI Þessir tveir snjöllu leikmenn væru hvalreki á fjörur Vals-
manna.
RUT SIGURÐARDÓTTIR Frábært ár að
baki hjá þessari snjöllu íþróttakonu.
Íþróttamaður Akureyrar:
Tvöfaldur
titill hjá Rut
TAEKWONDO Rut Sigurðardóttir, úr
Þór á Akureyri, var kjörin
Íþróttamaður Akureyrar fyrir
árið 2004. Rut, sem á síðasta ári
varð Norðurlandameistari í
Taekwondo, var einnig kjörin
Taekwondo-kona ársins af
Íþrótta- og Ólympíusambandi Ís-
lands.
Árni Þór Sigtryggsson, ung-
lingalandsliðsmaður í handknatt-
leik og leikmaður með Þór, varð í
öðru sæti í kjörinu um Íþrótta-
mann Akureyrar og i þriðja sæti
varð Guðlaugur Már Halldórsson,
Bílaklúbbi Akureyrar. Audrey
Freyja Clark, listdansari úr
Skautafélagi Akureyrar, varð í
fjórða sæti og fimmti varð Jónat-
an Þór Magnússon, fyrirliði bikar-
meistara KA í handknattleik. -kk
Kristinn Lárusson:
Framlengir
við Val
FÓTBOLTI Kristinn Ingi Lárusson,
einn af burðarásum Valsliðsins í
knattspyrnu, hefur framlengt
samning sinn við félagið eftir því
sem fram kemur á heimasíðu
Vals. Ekki kemur fram á síðunni
hversu langur samningur Kristins
Inga er en hann spilaði þrettán
leiki með Val í 1. deildinni síðasta
sumar og skoraði eitt mark. Krist-
inn Ingi hefur leikið 79 leiki með
Val í efstu deild og skorað í þeim
sextán mörk. ■
Enska bikarkeppnin
SHEFF. UTD–ASTON VILLA 3–1
Andy Liddel 2, Danny Cullip – Gareth Barry.
WOLVES–MILLWALL 2–0
Ki-Hyeon Seol, Carl Cort.
BIRMINGHAM–LEEDS 3–0
Darren Carter 2, Emile Heskey. (Gylfi Einarsson
var ekki í leikmannahópi Leeds.)
BOURNEMOUTH–CHESTER 2–1
Shaun Maher, Wade Elliott – Kevin Ellison.
CARDIFF–BLACKBURN 1–1
Alan Lee – Morten Pedersen.
CHARLTON–ROCHDALE 4–1
Bryan Hughes 2, Jonathan Fortune, Danny
Murphy – Grant Holt. (Hermann Hreiðarsson
lék allan leikinn fyrir Charlton.)
CHELSEA–SCUNTHORPE 3–1
Mateja Kezman, Andy Crosby (sjm.), Eiður Smári
Guðjohnsen. (Eiður Smári lék allan leikinn.)
COVENTRY–CREWE 3–0
Gary McSheffrey 2, Stern John.
DERBY–WIGAN 2–1
Inigo Idiakez, Junior – Alan Mahon.
HULL–COLCHESTER 0–2
– Gareth Williams, Craig Fagan.
IPSWICH–BOLTON 1–3
Tommy Miller – Henrik Pedersen 2, Stelios
Giannakopoulos.
LEICESTER–BLACKPOOL 2–2
Robert Edwards (sjm.), Gareth Williams – Peter
Clarke, Keith Southern (Jóhannes Karl Guðjóns-
son var í byrjunarliði Leicester og lék allan
leikinn.)
NORTHAMPTON–SOUTHAMPTON 1–3
Lee Williamson – Kevin Phillips, Peter Crouch,
Jamie Redknapp.
NOTTS COUNTY–MIDDLESBROUGH 1–2
Tony Scully – Doriva, Joseph-Desire Job.
OLDHAM–MAN. CITY 1–0
Scott Vernon.
PORTSMOUTH–GILLINGHAM 1–0
Aiyegbini Yakubu.
PRESTON–WBA 0–2
– Robert Earnshaw 2.
QPR–NOTT. FOREST 0–3
– Andy Reid, Kris Commons, Yoann Folly.
READING–SWANSEA 1–1
Ívar Ingimarsson – Paul Connor. (Ívar var í
byrjunarliði Reading og lék allan leikinn.)
ROTHERHAM–YEOVIL 0–3
– Phil Jevons, Darren Way, Andrejs Stolcers.
SUNDERLAND–CRYSTAL PALACE 2–1
Andrew Welsh, Marcus Stewart (víti) – Andy
Johnson.
WATFORD–FULHAM 1–1
Heiðar Helguson (víti) – Zat Knight. (Heiðar og
Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í
byrjunarliði Watford og léku allan leikinn.)
HARTLEPOOL–BOSTON UTD 0–0
LUTON–BRENTFORD 0–2
– Chris Hargreaves, Jay Tabb.
MAN. UTD–EXETER 0–0
MILTON KEYNES DONS–PETERB. 0–2
– Richard Logan, Mark Arber.
TOTTENHAM–BRIGHTON 2–1
Ledley King, Robbie Keane – Richard Carpenter.
WEST HAM–NORWICH 1–0
Marlon Harewood.
PLYMOUTH–EVERTON 1–3
Bjarni Guðjónsson – Leon Osman, James
McFadden, Nick Chadwick.
DHL-deild kvenna:
GRÓTTA/KR–FH 22–25
Mörk Gróttu/KR: Arna Gunnarsdóttir 7, Arndís
Erlingsdóttir 4, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 4,
Íris Ásta Pétursdóttir 3, Björk Gunnarsdóttir 1,
Gerður Einarsdóttir 1, Ragna Karen Sigurðardóttir
1, Eva Margrét Kristinsdóttir 1.
Mörk FH: Gunnur Sveinsdóttir 9, Dröfn
Sæmundsdóttir 9, Sigrún Gilsdóttir 3, Guðrún
Drífa Hólmgeirsdóttir 2, Bjarný Þorvarðardóttir 1,
Aníta Eyþórsdóttir 1.
ÍBV–VALUR 27–26
Mörk ÍBV: Alla Gorkorian 9, Darinka Stefanovic 6,
Zsofia Pazstor 3, Tatjana Zukovska 3, Guðbjörg
Guðmannsdóttir 3, Anastasia Patsion 2, Eva Björk
Hlöðversdóttir 1.
Mörk Vals: Ágústa Edda Björnsdóttir 7, Katrín
Andrésdóttir 5, Díana Guðjónsdóttir 4, Arna
Grímsdóttir 4, Soffía Rut Gísladóttir 3, Anna María
Guðmundsdóttir 2, Hafrún Kristjánsdóttir 1.
Bikarkeppni KKÍ, karlar:
HÖTTUR–BREIÐABLIK 88–94
Bikarkeppni KKÍ, konur:
LAUGDÆLIR–TINDASTÓLL 67–57
FYRIRLIÐINN SKORAÐI Eiður Smári var fyrirliði hjá Chelsea í gær og skoraði eitt mark í
leiknum gegn Scunthorpe. Hann fagnar hér markinu með Joe Cole.
GUÐBJÖRG STERK Guðbjörg
Guðmannsdóttir átti ágætan leik fyrir ÍBV
gegn Val í gær og skoraði þrjú mörk.