Fréttablaðið - 18.01.2005, Page 2
2 18. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Fannfergi á Bíldudal og nágrenni:
Komst ekki í fjárhús
vegna snjóflóðs
SNJÓÞYNGSLI Björgunarsveitin
Kópur á Bíldudal þurfti að að-
stoða fjáreiganda inni í Auða-
hringsdal við að gefa sauðfé sínu í
gær, þar sem snjóflóð hafði fallið
á veginn heim að bænum, svo
þangað var ófært. Auðahringsdal-
ur er næsti dalur fyrir austan
Bíldudal.
„Bóndinn er með fjárhúsin
þarna en býr sjálfur á Bíldudal,“
sagði Jón Hákon Ágústsson í
björgunarsveitinni Kópi í gær.
„Það er brött hlíð þarna inneftir
og nánast daglegt brauð að þarna
fari flóð yfir veginn. Það hafði
greinilega gerst í morgun. Við
ætluðum á bílnum alla leið með
fjáreigandann, en urðum að sækja
snjósleða til að koma honum á
áfangastað. Það tókst og hann gat
gefið kindunum sem eru 50 tals-
ins.“
Jón Hákon sagði, að mikið
hefði sett niður af snjó á Bíldudal
í fyrrinótt.
„Það var allt á kafi hér þegar
fólk vaknaði í morgun,“ sagði
hann.
- jss
GJALDÞROT Sigurður Gizurarson,
skiptastjóri í gjaldþrotamáli
Frjálsrar fjölmiðlunar, ætlar
sjálfur að leita upplýsinga í Lúx-
emborg um dótturfyrirtæki
Frjálsrar fjölmiðlunar og hugsan-
legar eigur þeirra þar. Embætti
ríkislögreglustjóra hefur ákveðið
að rannsaka ekki fyrirtækið Time
Invest en skiptastjóri hafði óskað
eftir aðstoð embættisins við að
nálgast gögn um fjárreiður fé-
lagsins þar sem það var á lista
yfir dótturfélög Frjálsrar fjöl-
miðlunar. Ef félagið ætti fjármuni
í erlendum bönkum ætti það með
réttu að falla í hlut kröfuhafa í
þrotabú Frjálsrar fjölmiðlunar.
Jón H. Snorrason, yfirmaður
efnahagsbrotadeildar ríkislög-
reglustjóra, hefur sagt að skipta-
stjóri gæti styrkt grunsemdir sín-
ar með frekari vinnu. Sigurður
Gizurarson mun á næstunni leita
upplýsinga í hlutafélagaskrá í
Lúxemborg. Í hlutafélagaskrá hér
á landi koma ekki fram upplýsing-
ar um eigendur félagsins.
– ghg
Ótti um snjóflóð
Víða á Vestfjörðum var ótti í gærkvöld um að snjóflóð kynnu að falla. 53 þurftu að yfirgefa heimili sín í
Bolungarvík og Ísafjarðarbæ. Magni Guðmundsson og kona hans fluttu frá Seljalandi fyrir fáum dögum.
Hraun í Hnífsdal:
Enn að
heiman
SNJÓFLÓÐAHÆTTA Hjálmar Sigurðs-
son ábúandi á Hrauni í Hnífsdal
og fjölskylda hans hafa ekki
geta dvalið heima hjá sér síðan
snjóflóð féll á bæ þeirra í síð-
ustu viku. Stór hluti af bænum
eyðilagðist í flóðinu, en beðið er
eftir efni sem pantað hefur ver-
ið til viðgerðar. Fjölskylda hans
dvelur nú í Hnífsdal og bíður
þess að geta hafið viðgerðir á
húsi sínu, en Hjálmar hefur þó
farið á bæinn til að sinna skepn-
unum og þrífa eftir skemmdirn-
ar sem voru mestar í eldhúsinu
þar sem flóðið kom inn um
gluggann. ■
FRIÐRIK SOPHUSSON
Forstjóri Landsvirkjunar ræddi í gær við for-
svarsmenn orkufyrirtækja á Norðurlandi
vegna hugsanlegrar stóriðju í fjórðungnum.
Landsvirkjun:
Orkumál
rædd
ORKUMÁL Friðrik Sophusson, for-
stjóri Landsvirkjunar, fór til fund-
ar við forsvarsmenn orkufyrir-
tækja á Norðurlandi í gær. Meðal
þeirra eru forsvarsmenn Norður-
orku og fulltrúar Akureyrarbæjar,
Húsavíkur og Lauga.
Friðrik segir rætt hafi verið um
ástand og horfur í orkumálum.
„Við fórum yfir stöðuna með tilliti
til hugsanlegrar nýtingar í framtíð-
inni.“ Nýting raforku mun aukast
verulega á Norðurlandi ef stóriðja
verður byggð í fjórðungnum. ■
SPURNING DAGSINS
Sigurður, varstu orðinn
flugleiður?
Alls ekki.
Sigurður Helgason lætur af störfum sem forstjóri
Flugleiða 31. maí, eftir nær 30 ára starf hjá fyrir-
tækinu, þar af 20 ár sem forstjóri.
Kjalar vogi • 104 Reykjav ík • www.jonar. is
Sama s ímanúmer
535 8000
Jónar Transport
fluttir í Kjalarvoginn!
ar
gu
s
05
-0
01
5
FANNFERGI
Elínborg Benediktsdóttir, íbúi á Bíldudal, í
snjótröðinni í gærkvöld. Mikið fannfergi er
á Bíldudal.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/J
Ó
N
H
ÁK
O
N
SNJÓFLÓÐAHÆTTA 53 íbúar í Bolung-
arvík og Ísafjarðarbæ gátu ekki
sofið í rúmum sínum í nótt vegna
snjóflóðahættu. Alls voru rýmd
28 hús, bæði íbúðarhús og vinnu-
staðir. Þá voru vegir víða lokaðir
eða takmarkanir settar á umferð
vegna snjóflóðahættu úr brött-
um hlíðum. Hættumat verður
endurmetið nú strax í morg-
unsárið.
Sjö til níu íbúar við Árvelli í
Hnífsdal þar sem snjóflóð féll í
byrjun janúar rýmdu hús sín í
gær. Halldór Halldórsson, bæj-
arstjóri á Ísafirði, segir ekki
verða búið við Árvelli í framtíð-
inni þar sem stendur til að kaupa
upp húsin. Eins segir hann mörg
hús á hættusvæðum þegar hafa
verið keypt upp og því hafi færri
þurft að yfirgefa heimili sín en
ella.
Magni Guðmundsson er ný-
fluttur af Seljalandi vegna snjó-
flóðahættu og býr nú ásamt konu
sinni á Skógarbraut sem er tvö
hundruð metra frá gamla heimil-
inu. Í gærdag þurfti Magni að
rýma vinnustað sinn, Netagerð
Vestfjarða, ásamt vinnufélögun-
um vegna snjóflóðahættu.
Húsið Seljaland var keypt af
Magna og konunni hans síðasta
haust af Ísafjarðarbæ og ofan-
flóðanefnd. Síðasta föstudag
fluttu þau alveg yfir á Skógar-
braut en þegar þurfti að rýma á
Ísafirði í byrjun janúar gistu þau
nokkrar nætur í nýja húsinu. Þau
ætla að leigja Seljaland yfir sum-
artímann en leyfilegt er að vera í
húsinu sex mánuði á ári. Magni
segir ástæðuna vera að honum
hafi liðið vel á Seljalandi sem er
gamalt sveitasetur. Hann hafi
aldrei haft áhyggjur af snjóflóð-
um þó að flóð hafi fallið á húsið
árið 1947. Jafnframt bendir hann
á þarna hafi verið búið í átta
hundruð ár. „Aðrir hafa haft
meiri áhyggjur af okkur þarna
en við sjálf,“ segir Magni. Hon-
um finnst undarlegt að ekki hafi
verið hægt að verja húsið sem sé
mitt á milli garðsins og þess sem
enn er kallað hættusvæði.
„Kostnaður við að verja húsið
átti að vera á milli tuttugu til
þrjátíu milljónir en það þótti of
mikið. Aftur á móti fór kostnaður
við varnargarðinn, sem ég bý
núna undir, um 130 milljónir
fram úr áætlun,“ segir Magni.
hrs@frettabladid.is
SIGURÐUR GIZURARSON
Skiptastjóri í gjaldþrotamáli Frjálsrar fjölmiðlunar ætlar að hefja rannsókn á því hvort fyrir-
tækið eigi dótturfélög í Lúxemborg.
Snjóflóðavaktin:
Hættan metin úr fjarska
SNJÓFLÓÐ Snjóflóðavakt hefur verið á Veðurstof-
unni í Reykjavík síðan snemma í gærmorgun, og
helst er fylgst með Vestfjörðum þar sem ekki hef-
ur verið svona mikill snjór í fjöllum síðan 1995.
„Þetta snýst mest um samskipti okkar við þá sem
eru fyrir vestan og þá sem eru á staðnum að meta
snjóalögin, en við erum í stanslausum samskipt-
um,“ segir Hörður Þór Sigurðsson, snjóflóðasér-
fræðingur á Veðurstofunni, spurður um hvernig
hægt sé að meta snjóflóðahættuna úr fjarska. „Auk
þess skoðum við veðurspána vel og metum vindátt-
ina og hversu mikið snjóar og þá höfum við
ákveðna staði sem við vitum að eru í mestri
hættu.“ Hörður segir menn vera á hverjum stað
sem fara í fjöllin og fylgjast með hvernig snjórinn
þéttist og geri það daglega þegar ástæða þykir til.
„Það eru meðal annars grafnar gryfjur ofan í snjó-
inn og ýmsar leiðir notaðar til að kalla fram brot í
snjóþekjunni til að meta hvaða lag er veikt.“ - keþMAGNI GUÐMUNDSSONMagni er fluttur frá Seljalandi og býr nú á
Skógarbraut en það tekur hann tvær mín-
útur að ganga á milli.
Frjáls fjölmiðlun:
Skiptastjóri til Lúxemborgar
Viðræður við ETA:
Stjórnvöld
treg í taumi
SPÁNN, AP Spænska ríkisstjórnin
segist ekki ráðast í neinar viðræð-
ur við aðskilnaðarsinnaða Baska
fyrr en uppreisnarhreyfing ETA
hættir vopnaðri baráttu sinni og
lætur vopn sín af hendi. Þannig
svöruðu stjórnvöld umleitunum
ETA og stjórnmálaarms þeirra,
Batasuna, um viðræður.
Leiðtogar Batasuna lögðu til að
þeir ræddu við spænsk stjórnvöld
um friðarsamkomulag en að full-
trúar ETA semdu á sama tíma um
önnur mál, svo sem lausn ETA-
liða úr spænskum og frönskum
fangelsum. ■