Fréttablaðið - 18.01.2005, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 2005 15
samband við þau ríki sem við ósk-
um eftir stuðningi hjá,“ segir
hann.
Spyrjum að leikslokum
Íslendingar etja kappi við Austur-
ríkismenn og Tyrki um þau tvö
sæti sem eru eyrnamerkt okkar
heimshluta og telur Hjálmar að
möguleikar okkar séu harla góðir.
„Ég er hvorki bjartsýnni né svart-
sýnni en ég á að vera á á þessu
stigi. Það eru tæp fjögur ár í kosn-
ingar og á þessu stigi er ekki hægt
að segja annað en að við eigum al-
veg jafngóða möguleika og hinar
þjóðirnar tvær.“ Hann bendir á að
Austurríkismenn hafi nokkrum
sinnum setið í ráðinu og eitt sinn
hafi aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna komið úr þeirra röðum og
Tyrkir hafi setið í ráðinu líka þótt
langt sé síðan það var. Því er röð-
in komin að Íslendingum.
Hvert ríki fer með eitt atkvæði
á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna, hvort sem það heitir Kína
eða Nárú. Íslenskir embættis-
menn hafa því sérstaklega reynt
að höfða til smærri þjóða í baráttu
sinni. Þannig er Hjálmar nýkom-
inn frá Indlandshafsríkinu Márití-
us þar sem málaleitan hans var
vel tekið. „Við erum búin að fá all-
mörg skrifleg loforð um stuðning,
þau eru orðin eitthvað á fimmta
tuginn. Á þessu stigi erum við í
góðum málum en útkoman er ekki
ljós fyrr en búið er að telja upp úr
kössunum.“
Ef svo færi að lokum að Ísland
næði kjöri stendur ekki á verkefn-
unum að mati Hjálmars. Hann sér
fyrir sér að Ísland muni sérstak-
lega láta sig mannréttindi og mál-
efni þriðja heimsins varða innan
ráðsins og vísar á bug að við verð-
um taglhnýtingar Bandaríkja-
manna á þessum vettvangi. „Ef
við hefðum þá ímynd innan Sam-
einuðu þjóðanna að við værum
ósjálfstæð og ekki með eigin utan-
ríkisstefnu þá yrði róðurinn al-
deilis þungur. Við getum þetta al-
veg eins og önnur ríki sem þarna
hafa setið við góðan orðstír.“
Tillögur hafa verið lagðar fram
á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
sem miða að því að fjölga ríkjum í
öryggisráðinu sem eiga þar fasta
aðild á kostnað smærri þjóða.
Hjálmar segir erfitt að meta
hvaða áhrif þetta gæti haft á stöðu
Íslands en býst þó síður við að
þessar tillögur snerti okkur um
sinn, ef þær verða þá nokkurn
tímann samþykktar.
Hjálmar W. Hannesson heldur
erindi um þessi mál á fræðslu-
fundi Miðstöðvar Sameinuðu
þjóðanna, Skaftahlíð 24 í dag.
Fundurinn hefst klukkan fimm og
er öllum opinn.
sveinng@frettabladid.is
PARÍS, AP Airbus A380 farþegaflugvélin
verður frumsýnd við hátíðlega athöfn í dag
í Toulouse í Frakklandi og muna marka
tímamót því hún er stærsta farþegaflugvél
sögunnar.
Vélin er sett Boeing 747 vélinni til höf-
uðs og tekur þriðjungi fleiri farþega í sæti
en keppinauturinn og hefur fimm prósent
meira flugþol. Talsmenn Airbus segja að
þetta geri þeim kleift að bjóða 20 prósent
lægri fargjöld en Boeing. Þeir viðurkenna
þó að hönnun og bygging vélarinnar hafi
verið þrautaganga, kostnaður hafi farið
fram úr áætlun og vélin sé þyngri en til
stóð. Það hefur kostað Airbus um 120 millj-
arða króna að framleiða vélina sem vegur
tæp 280 tonn.
Að sögn talsmanna Airbus hefur sala á
vélinni farið fram úr björtustu vonum en
þeir gera ráð fyrir að á næstu 20 árum
verði eftirspurn eftir 1.250 Airbus vélum
um allan heim. Spár benda til að fjöldi flug-
farþega muni þrefaldast á sama tímabili.
Tilraunaflug á Airbus A380 hefst fyrir 1.
apríl en gert er ráð fyrir að áætlunarflug
hefjist á næsta ári en Singapore Airlines
verður fyrsta fyrirtækið sem tekur vélina í
sína þjónustu. ■
Frumsýning í dag:
Stærsta farþegaflugvél
sögunnar
KOSNINGARNAR HAFNAR
Írakar ganga til kosninga í lok mánaðarins
en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar er
þegar hafin í nokkrum löndum. Í Ástralíu
hangir þetta veggspjald víða uppi þar sem
fólk er hvatt til að kjósa.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P
ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐ-
ANNA
Fimmtán þjóðir sitja í ráðinu, þar af eru tíu
kosnar af allsherjarþinginu. Ísland vill kom-
ast í þann hóp.