Fréttablaðið - 18.01.2005, Page 17

Fréttablaðið - 18.01.2005, Page 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 4 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 121 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 39 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 11 stk. Tómstundir & ferðir 4 stk. Húsnæði 12 stk. Atvinna 12 stk. Tilkynningar 2 stk. Góðan dag! Í dag er þriðjudagurinn 18. jan., 18. dagur ársins 2005. Reykjavík 10.47 13.38 16.30 Akureyri 10.50 13.23 15.56 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Ísleifur Þórhallsson, athafnamaður og, skemmtanahaldari heldur sér vel í formi og lætur ekki annasaman dag hafa áhrif á hollt líferni sitt. „Ég æfi í World Class í Laugum og er með kort sem veitir mér aðgang í baðstofuna sem er eitt það besta sem gerst hefur á Ís- landi. Baðstofan hefur svo sannarlega gert lífið betra. Það er yndislegur staður og hann gerir það að verkum að ég fer oftar í ræktina. Það er góð tilfinning að vita að baðstofan bíður niðri í kjallara eftir æf- ingu,“ segir Ísleifur sem sparar ekki góðu orðin um stofuna. „Að koma inn í baðstof- una er eins og að koma inn í annan heim. Þar er maður í inniskóm og slopp og hefur það huggulegt. Þar eru átta eða níu mis- mundandi gufur með mismunandi ilmi og stemningu, pottur, bar, veitingastaður og hvíldarherbergi þar sem maður steinsofn- ar. Þar eru stólar og arinn og voðalega kósí. Ég fer með alla útlendinga sem ég býð til landsins í baðstofuna. Þeir eru góðu vanir en þeir eru rosalega hrifnir þegar þeir koma þangað inn.“ Þó að baðstofan sé hugguleg þá eyðir Ís- leifur líka talsverðum tíma í sjálfum tækjasalnum og passar mataræðið. „Ég hleyp og lyfti. Ég er ekki með neinn þjálf- ara eða í neinum tímum. Ég borða líka holl- an mat. Ég borða ekkert kjöt nema kjúkling og borða mikið á grænmetisstöð- um eins og Grænum kosti og Á næstu grös- um. Þeir gera manni svo auðvelt að taka með sér hollan grænmetismat þegar mikið er að gera því maturinn er tilbúinn á staðn- um og þetta tekur enga stund. Þetta er líka bara grænmeti. Alveg rosalega gott og hollt,“ segir Ísleifur nýstiginn út af Á næstu grösum og endurnærður fyrir amst- ur dagsins.■ Baðstofan eins og nýr heimur heilsa@frettabladid.is Fleiri hjartaáföll eiga sér stað um tíuleytið á morgnana en á öðrum tímum sólarhringsins. Nýleg bandarísk rannsókn sýndi að hjartslátturinn er dæg- urbundinn óháð því sem verið er að gera hverju sinni. Í ljós kom að hjart- slátturinn nær hámarki milli klukkan 9 og 11 á morgnana jafnvel þótt fólk sé sofandi. Þetta er talin helsta ástæða þess að fólk sem er hjartveikt fái hjartaáfall á þessum tíma dags. Ný þunglyndissíða hefur verið sett upp á doktor.is þar sem sérstaklega er tekið á þung- lyndi og öðrum geðsjúkdóm- um. Á síðunni eru lifandi um- ræður um þunglyndi auk þess sem ítarefni er að finna um tengda sjúkdóma. Jafnframt býðst notendum síðunnar að senda inn fyrirspurnir og þar liggja upplýsingar um hvert eigi að leita ef fólk telur sig þjást af þunglyndi. Rannsóknir vísindamanna Ís- lenskrar erfðagreiningar hafa leitt í ljós að þeir sem bera sérstaka umhverfu á litningi 17 eignist að með- altali fleiri börn en aðrir. Mest finnst af þessari um- hverfu í Evrópubúum en hún finnst í um 20% af litningum þeirra. Til saman- burðar finnst hún í um 6% af litningum Afríkumanna og 1% af litningum Asíumanna. Ein- kenni umhverfunnar í þjóðum Evrópu og Vestur-Asíu benda til þess að tíðni hennar hafi aukist á undanförnum árþúsundum vegna náttúruvals. Grein um rannsóknina mun birtast í febr- úarhefti erfðafræðitímaritsins, Nature genetics. Ísleifur tekur vel á því í World Class og skellir sér síðan í baðstofuna. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í heilsu Til sölu Skidoo MXZX 440, árgerð 1998, vél árgerð 2001, allar legur í búkka nýjar. Lítur vel út og í góðu lagi. Verðhugmynd 350 þús. Uppl. í síma 869 1756. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Pabbi! Af hverju er maður með putta á fótunum? Sölvi gefur góð ráð BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.