Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 18
Tannhirða Notaðu tannþráð daglega til að koma í veg fyrir tannholdsbólgur og skemmdir. Ágætt er að nota þráðinn skömmu eftir kvöldmat og bursta þá tennurnar vel í leiðinni, því gjarnan er maður of þreyttur til að vanda sig við verkið rétt fyrir svefninn. Ef maður nartar í eitthvað má ekki gleyma að bursta tennurnar aftur fyrir svefninn.[ ] HÁGÆÐA AMERÍSK FÆÐUBÓTAREFNI Eykur brennslu líkamans meðan þú hvílist. Minnkar matarlyst. 3 hylki fyrir svefn. Fæst í apótekum, Fjarðakaupum og Hagkaupum Kringlunni NÝTTfráFuturebiotics YGGDRASILL, KÁRASTÍG 1, 101 RVK., S: 5624082 - þar sem þú getur treyst á gæðin - Lífrænt ræktaðar vörur NÝTTfráFuturebiotics Hindrar að líkaminn taki sykur og fín kolvetni úr fæðunni. 2 hylki fyrir máltíð. Fæst í apótekum, Fjarðakaupum og Hagkaupum Kringlunni HÁGÆÐA AMERÍSK FÆÐUBÓTAREFNI Ætla að taka tonn af fitu Þau Sara og Georg Ögmundsbörn reka líkamsræktarstöðina Orkuverið ásamt Halldóru systur sinni. Líkamsræktarstöðin Orku- verið opnaði í Egilshöllinni í Grafarvogi í haust. Stöðina reka þrjú systkini sem hafa orðið samrýmdari með rekstrinum. „Systur mínar, Sara og Halldóra Ögmundsdætur, reka stöðina með mér og svo sýnir náttúrlega restin af fjölskyldunni mikinn stuðning. Það er bæði gott og slæmt að vinna með systrum sín- um. Þá er stundum óþarfa hrein- skilni en það verða að minnsta kosti ekki varanleg vinaslit. Við höfum líka orðið samrýmdari eftir að við byrjuðum að vinna saman sem er gott mál,“ segir Georg Ögmundsson, einn af rek- endum Orkuversins. Orkuverið er á tveimur hæð- um og er tækjasalurinn þrískipt- ur. „Á neðri hæð er íþróttasalur og herbergi fyrir mestu öskrin. Þar er pláss fyrir kraftakarlana og nauðsynleg aðstaða í alvöru líkamsræktarstöð. Þar eru bekk- pressur og lóð og allt sem þarf til að iðka ólympískar lyftingar. Efri hæðin er síðan ætluð almenningi þar sem er frekar róleg og góð líkamsrækt. Það finna sem sagt allir eitthvað við sitt hæfi og fólk fer á hvora hæðina sem það vill. Síðan er tengingin við Egilshöll- ina mjög sterk en þar er margt hægt að gera. Þar er innanhúss- fótbolti, skautasvell og keilusalur á leiðinni. Maður getur beinlínis eytt deginum í Egilshöllinni,“ segir Georg en bæði hann og systur hans hafa brennandi áhuga á líkamsrækt. „Ég hef ver- ið að keppa í aflraunum en Sara systir mín er meira í jógalínunni. Þetta er sem sagt hvor sinn póll- inn og þegar tækifæri bauðst að reka líkamsræktarstöð þá ákváð- um við að kýla á það.“ Orkuverið er að fara af stað með leik í samstarfi við útvarps- stöðvarnar FM 957 og Létt 96,7. „Við ætlum að verðlauna fólk fyrir að missa kíló og ætlum að taka tonn af fitu af landsmönn- um. Fólk bara kaupir kort og skráir sig og vigtar sig reglulega. Síðan fær það verðlaun á þriggja kílóa fresti. En sá sem missir grammið sem kemur okkur yfir tonnið fær vegleg verðlaun. Það eru góð verðlaun í boði eins og til dæmis GSM-símar, rúm, ferða- vinningar, DVD-spilarar og margt fleira. Við erum búin að fá svakalega, löggilta vigt sem mæl- ir hvert einasta gramm,“ segir Georg og er bjartsýnn með fram- tíð Orkuversins sem hefur fengið góðar móttökur. ■ SPLENDA er náttúrulegt sætuefni sem hefur eðlilegt sætubragð. SPLENDA er kalóríufrítt og veldur ekki tannskemmdum. Hægt er að baka, elda og sulta úr SPLENDA. SPLENDA kemur í stað sykurs og er frábært fyrir sykursjúka. Fæst í Lyf og heilsu, Hagkaupum og Lyfju Á FIMMTUDÖGUM Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.