Fréttablaðið - 18.01.2005, Side 25

Fréttablaðið - 18.01.2005, Side 25
Borgarstjóri í góðum málum – eða hvað? Það var athyglisvert að sjá vitnað til þess í Morgunblaðinu í síðustu viku að borgarstjórinn í Reykja- vík, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, hefði í umræðum á Stöð 2 hinn 6. janúar sl. státað sig af því að fötluð börn hefðu aðgang að frístunda- heimilum við grunnskóla Reykja- víkur og borgin væri því að veita þjónustu sem önnur sveitarfélög veittu ekki. Formaður Félagsmála- ráðs Seltjarnarness var óhress með aðdróttanir borgarstjóra í garð nágrannanna. Ekki sá ég við- talið við Steinunni Valdísi sem vitnað er í en umræðan fannst mér athyglisverð, ekki síst í ljósi þess hversu erfiðlega hefur gengið að fá Reykjavíkurborg til samstarfs um þetta verkefni undanfarin ár. Það er því jákvæð breyting ef borgin er farin að sjá frístunda- heimili fyrir fötluð börn sem verk- efni til að vera stoltur af og von- andi að sú þróun haldi áfram. Þannig hefur það nefnilega ekki alltaf verið og barátta for- eldra fyrir því að tryggja nem- endum bæði í 1.-4. bekk Öskju- hlíðarskóla og eldri bekkjum skól- ans slíka þjónustu hefur verið þyrnum stráð og foreldrar talað fyrir daufum eyrum borgarinnar. Í áætlunum Reykjavíkurborgar við uppbyggingu frístundaheimila var ekki gert ráð fyrir nemendum Öskjuhlíðarskóla, sennilega vegna þess að þau eru fötluð. Starfsemi frístundaheimilis fyrir þennan aldurshóp var ekki tryggð fyrr en eftir að Foreldra- og styrktarfélag Öskjuhlíðarskóla sendi erindi til borgarráðs í maí 2004 þar sem lögsókn var hótað ef borgin mismunaði nemendum á grundvelli fötlunar. Hvað nemendur í 5.-10. bekk Öskjuhlíðarskóla varðar hefur baráttan fyrir því að tryggja þeim frístundaheimili verið enn erfiðari og leystist ekki fyrr en félagsmála- ráðherra ákvað að setja fjármuni til þessa verkefnis á haustdögum 2004. Ákvörðun Reykjavíkurborg- ar um að bjóða nemendum 5.-10. bekkjar upp á frístundaheimili veturinn 2004-2005 var ekki tekin fyrr en í september 2004. Afleið- ingin varð sú að illa gekk að fá starfsfólk í vinnu og veturinn hef- ur verið bæði nemendum og fjöl- skyldum þeirra erfiður. Það er hins vegar bjartara framundan, fleiri börn eru að fá þjónustu og starfsfólk ÍTR í frístundaheimil- inu stendur sig frábærlega. Það er því von okkar að hér eftir verði stöðugleiki í starfsemi frístunda- heimilanna í Öskjuhlíðarskóla og að það starf dafni og þróist í fram- tíðinni. En hvað um fötluð börn í 5.- 10. bekk í öðrum grunnskólum Reykjavíkur? Reykjavíkurborg starfrækir ekki frístundaheimili fyrir þessi fötluðu börn þó ráða- menn borgarinnar viti að þörfin er brýn. Skortur á heilsdagsúrræðum fyrir fötluð börn í grunnskólum borgarinnar er eitt af því sem hindrar það að ìskóli án aðgrein- ingarî, skóli þar sem öll börn eiga möguleika á að njóta sín á eigin forsendum, nái brautargengi. Þetta veit Reykjavíkurborg en skortir vilja til að breyta. Ráða- mönnum borgarinnar er einnig fullljóst að meðan ekki er boðið upp á frístundaheimili fyrir fötluð börn búa fjölskyldur þeirra við skerta möguleika til náms og starfs og slíkt hefur óneitanlega áhrif á fjárhagsstöðu þessara fjöl- skyldna. Jafnréttis- og fjölskyldu- stefna borgarinnar nær því ekki til þessa fólks. Foreldrar fagna af heilum hug þeim áföngum sem náðst hafa varðandi þjónustu frístundaheim- ila ÍTR við fötluð börn en mikið starf er þó óunnið til að öll börn njóti slíkrar þjónustu og brýnt að sú uppbygging sem nú er hafin haldi áfram. Því ber einnig að fagna að ÍTR hefur verið falið að sjá um þessa starfsemi enda er sú hugmynda- fræði sem starfsmenn ÍTR starfa eftir meðal fatlaðra barna til eftir- breytni. Ég skora á Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra að beita sér fyrir því að öll fötluð grunnskólabörn í Reykjavík njóti þjónustu frístundaheimila óháð aldri og óháð því hvaða skóla þau sækja og stuðla þannig að jöfnum rétti allra nemenda borgarinnar og fjölskyldna þeirra. Þegar það mál er komið í höfn getur borgar- stjóri borið höfuðið hátt og verið stolt af starfsemi frístundaheimila borgarinnar sem þá stuðla að því jafnrétti sem starfsemi þeirra byggist á. Það er einnig von mín að önnur sveitarfélög landsins taki þessari áskorun og byggi upp skóladagvistarþjónustu við hæfi þeirra einstaklinga sem þjónust- unnar þarfnast. Höfundur er læknir, foreldri fatlaðs barns og formaður For- eldra- og styrktarfélags Öskju- hlíðarskóla. ■ ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 2005 Aðgát skal höfð Borghildur Ragnarsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Víðiness, hjúkrunarheimilis aldr- aðra, skrifar: Höggvið þótti mér í sama knérunn þeg- ar ég las viðtal við fyrrverandi starfs- mann í Víðinesi, hjúkrunarheimili aldr- aðra, Eirík Kjartansson, sem birtist í DV þann 13. janúar síðastliðinn. Mér er bæði skylt og ljúft að standa vörð um og vera málsvari íbúa á heimilinu fyrr og síðar. Það er sárt til þess að vita þegar starfsmaður bregst starfsskyldum sínum með slíkum hætti eins og raun ber vitni. Ég vil minna fyrrverandi starfsmann á þagnarskyldu þá sem hann ber gagnvart einkahögum heimilismanna samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga og hann hefur skrifað undir við upphaf starfs við heimilið. Þagnarskylda þessi helst áfram þótt heimilismaður látist eða starfmað- ur hætti störfum á heimilinu. Af sömu ástæðum get ég ekki tjáð mig um einkahagi heimilismanna í fjölmiðl- um. Ég get aftur á móti fullyrt að hjúkr- unarheimilið hefur á að skipa góðu og samhentu starfsfólki sem tekur fullan þátt í að skapa þá umgjörð og heimilis- brag að heimilismönnum geti liðið sem best. Ennfremur leggjum við áherslu á að halda góðum samskiptum við ætt- ingja þeirra sem hér búa og hafa treyst okkur fyrir að annast sína nánustu. Þannig skyldi aðgát höfð í nærveru sálar og fyrrverandi starfsmaður ekki reyna að bjarga eigin skinni á kostnað þess sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. AF NETINU Su mar sól 19 .950 kr. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Fyrstir koma - fyrstir fá! Alicante Beint leigu- flug me› Icelandair í allt sumar! Sumarhúsa- eigendur og a›rir farflegar til Spánar! Flugáætlun Flug fram og til baka með flugvallarsköttum. Verð miðast við að bókað sé á Netinu, ef bókað er í síma eða á skrifstofu bætast 2.000 kr. við hverja bókun. Netverð frá 19. og 31. mars 11. apríl 18. maí og síðan alla miðvikudaga í sumar til 5. október. Náðu þér í eintak á www.sagabout ique . i s söluskrifstofu Icelandair sími 50 50 100 eða á ferðaskrifstofum. kominn í loftið Nýr vetrarbæklingur Saga Boutique Tollfrjálst skýjum ofar Verð 8.400 kr DKNY 3329 Safnaðu vildarpunktum, verslaðu í Saga Boutique. GERÐUR AAGOT ÁRNADÓTTIR UMRÆÐAN MÁLEFNI FATLAÐRA BARNA Össur, Ingibjörg eða.... Þegar rætt er um næsta formann Sam- fylkingarinnar koma vanalega þessi tvö nöfn upp á yfirborðið, Ingibjörg og Öss- ur. Össur er fínn í innra starfinu en nær ekki ekki til almennings. Ingibjörg Sólrún hafði mikil áhrif á fylgisaukningu Sam- fylkingarinnar í síðustu kosningum þegar margir kusu flokkinn til að koma henni sem einstaklingi inn á þing. Maður veltir því fyrir sér hvort hún sé ekki einmitt til þess fallin að koma flokknum úr kjör- gengi, ná til þess hóps jafnaðarmanna sem kýs aðra flokka í reiðileysi sínu og stýra Samfylkingunni til sigurs. En er kannski einhver annar möguleiki í stöðunni? Nei annars, umorðum spurn- inguna, væri það kannski ágætis kostur fyrir flokkinn ef þriðji möguleikinn væri til staðar? Gæti verið, en sá aðili þyrfti að vera laus við fortíðarflækjur Ingibjargar og Össurar, laus við tengslin við gömlu flokkana. Sannur Samfylkingarmaður en ekki krati, allaballi eða femínisti í nýjum pólitískum búningi. En ef slíkt er ekki mögulegt þá er þetta spurningin um Össur eða Ingibjörgu, kjörgengi eða hugsanlega eitthvað meira. Og ef sú verður raunin, þá kýs ég meira. Haukur Agnarsson á sellan.is BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.