Fréttablaðið - 18.01.2005, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 18. janúar 2005 23
Tveir leikmenn í NBA-körfuboltan-um, Nene hjá Denver Nuggets og
Michael Olowokandi hjá Minnesota
Timberwolves, voru
dæmdir í fjögurra
leikja bann fyrir
slagsmál og kýtingar
undir lok þriðja
fjórðungs í leik lið-
anna á dögunum.
Timberwolves vann
leikinn, 93-83. Þá
voru Marcus Cam-
by og Francisco El-
son, samherjar Nene, dæmdir í eins
leiks bann fyrir að yfirgefa vara-
mannabekkinn þegar slagsmálin
brutust út. Bannið var tilkynnt af Stu
Jackson, varaforseta NBA-deildar-
innar.
Enska knattspyrnusambandið bíð-ur átekta eftir rannsókn lögregl-
unnar á atviki sem
átti sér stað í leik
Manchester United
og Liverpool á laug-
ardaginn. Svo virðist
sem að farsíma hafi
verið kastað í
Wayne Rooney,
leikmann United,
eftir að hann skor-
aði sigurmark leiksins sem fór 1-0.
Lögreglan staðfesti að einn maður
hefði verið handtekinn en yfirheyrsl-
ur voru þá á frumstigi.
Það andar köldu milli knattspyrnu-stjóranna Arsene Wenger hjá
Arsenal og Alex Ferguson hjá
Manchester United um þessar
mundir. „Ég mun aldrei svara fleiri
spurningum um
þennan mann,“
sagði Wenger, sem
vildi meina að
enska knattspyrnu-
sambandið ætti að
refsa Ferguson fyrir
ummæli sem hann
lét falla um Arsenal á dögunum.
Ferguson sagði Wenger hafa kallað
leikmenn sína svindlara í hálfleik í
viðureign liðanna í október á síðasta
ári. „Ég sagði honum að láta þá í friði
og slaka aðeins á,“ sagði Ferguson.
„Þá vatt hann sér að mér með hend-
urnar upp í loft og sagði: Hvað ætlar
þú að gera í því? Svona framkoma er
til háborinnar skammar.“
Bandaríska tennisdrottningin Ser-ena Williams fór létt með
Camille Pin í opnunarleik ástralska
opna tennismótsins sem hófst í gær.
Williams vann örugglega í tveimur
lotum, 6-1 og 6-1,
og átti Pin ekki
möguleika í Willi-
ams sem virðist
vera í fínu formi
þessa dagana. „Ég
væri ekki hérna ef
ég teldi mig ekki
geta unnið mótið.
Þá væri ég bara
heima hjá mér,“ sagði Williams eftir
viðureignina. „Ég tel mig vera komna
hingað af fullri alvöru til að vinna
mótið.“
Jenson Button, ökumaður BAR-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum,
fullyrðir að það sé engin gremja í
hans garð af hálfu BAR eftir að hann
reyndi að ganga til liðs við Williams á
síðasta ári. „Um leið
og ég ákvað að vera
áfram þá settist ég
niður með liðinu og
útskýrði þetta allt
fyrir mínum mönn-
um. Hlutirnir eru
búnir að vera í
himnalagi allar göt-
ur síðan,“ sagði
Button. Þess má
geta að nýr og léttari BAR-bíll var
kynntur til leiks í Barcelona í fyrradag
sem ber heitið The BAR Honda 007.
Ray Allen hafði betur í einvíginugegn LeBron James þegar lið
þeirra, Seattle Supersonics og
Cleveland Cavaliers, áttust við í fyrr-
inótt í NBA-körfuboltanum. Sonics
vann leikinn, 105-
97. James skoraði
35 stig, tók 5 frá-
köst og gaf 11
stoðsendingar en
Allen var liði sínu
mikilvægur á
l o k a m í n ú t u m
leiksins og leiddi
það til sigurs.
Hann skoraði 27
stig. „Fjórði leik-
hlutinn er minn tími,“ sagði Allen.
„Hvort sem ég hitti úr skotum eða
ekki þá mun ég láta að mér kveða í
lokaleikhlutanum.“
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
UNNU SEINNI HÁLFLEIK MEÐ 18 STIGUM Keflvíkingar lentu mest tíu stigum undir í
fyrri hálfleik í toppslagnum gegn Snæfelli í gær en komu sterkir inni í seinni hálfleikinn og
unnu hann með 18 stigum, 48–30. Hér skorar fyrirliði og besti maður Keflavíkurliðsins,
Gunnar Einarsson, tvö af 26 stigum sínum í leiknum. Fréttablaðið/Valli
Toppslagur í Intersportdeild karla í körfubolta í gær:
Keflvíkingar einir efstir
KÖRFUBOLTI Snæfellingar hafa
aldrei unnið í Keflavík og það
varð engin breyting á því í
toppslagnum í Intersportdeild
karla í körfubolta í gær.
Keflvíkingar bættu sig með
hverri mínútunni í leiknum og
unnu að lokum 9 stiga sigur,
78–69, eftir að Snæfell hafði náð
níu stiga forskoti fyrir hlé, 30–39.
Keflvíkingar voru langt frá
sínu besta í upphafi leiks,
sérstaklega í sókninni, en það
dugði ekki Snæfellingum til að
brjóta ísinn en þeir hafa tapað í
öllum ellefu heimsóknum sínum
til Keflavíkur í úrvalsdeild frá
upphafi.
Snæfellingar voru í raun
miklir klaufar að vera ekki með
meira en níu stiga forskot eftir
fyrri hálfleikinn og sérstaklega
fóru þeir illa með tvö hraðaupp-
hlaup á síðustu mínútunni.
Keflvíkingar áttu mikið inni og
þeir voru búnir að jafna leikinn
innan þriggja mínútna og náðu
síðan góðum tökum á leiknum
með stífri pressuvörn sem riðlaði
öllum sóknarleik Hólmara.
Það kom ekki að sök að tveir af
bestu leikmönnum heimamanna
(Anthony Glover og Magnús Þór
Gunnarsson) skoruðu ekki körfu í
leiknum því Gunnar Einarsson
átti frábæra innkomu af bekknum
með 26 stigum og frábæra vörn
þar sem hann og Sverrir Þór
Sverrisson léku bakverði
Snæfells grátt.
Snæfellsliðið vann illa saman
og því fór upplagt tækifæri til að
komast á toppinn forgörðum. þess
í stað sitja Keflvíkingar núna
einir á toppnum þegar þeir fara í
erfiðan Evrópuleik á fimmtu-
daginn. ooj@frettabladid.is
Intersportdeildin
KEFLAVÍK–SNÆFELL 78–69
Stig Keflavíkur: Gunnar Einarsson 26, Nick
Bradford 25 (8 fráköst), Sverrir Þór Sverrisson 9
(6 stolnir, 5 stoðsendingar), Arnar Freyr Jónsson
9, Anthony Glover 4, Jón Nordal Hafsteinsson 2,
Elentínus Margeirsson 2, Magnús Þór
Gunnarsson 1.
Stig Snæfells: Mike Ames 23, Calvin Clemmons
16 (8 fráköst), Magni Hafsteinsson 12 (7 fráköst),
Hlynur Bæringsson 10 (21 frákast, 13 í sókn),
Pálmi Freyr Sigurgeirsson 3, Sigurður Þorvaldsson
3, Helgi Reynir Guðmundsson 2.
STAÐAN
KEFLAVÍK 13 10 3 11157:1012 20
NJARÐVÍK 13 9 4 1215:1026 18
FJÖLNIR 13 9 4 1231:1161 18
SNÆFELL 13 9 4 1145:1062 18
SKALLAGR. 13 8 5 1130:1086 16
ÍR 13 7 6 1180:1163 14
KR 13 6 7 1132:1127 12
HAM./SEL. 13 6 7 1192:1247 12
GRINDAVÍK 13 6 7 1179:1199 12
HAUKAR 13 4 9 1097:1108 8
TINDAST. 13 4 9 1076:1219 8
KFÍ 13 0 13 1072:1396 0