Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 66

Fréttablaðið - 31.01.2005, Qupperneq 66
MÁNUDAGUR 31. janúar 2005 Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Vi› segjum fréttir Kristinn Júníusson hefur lengi verið í tónlistarbransan- um hér heima. Hann er bróðir söngkonunnar Móeiðar Júní- usdóttir sem hefur látið að sér kveða vel og lengi og sjálfur hefur hann verið meðlimur rokksveitarinnar Vínyl í átta ár ásamt tvíburabróður sínum Guðlaugi. Hefur sveitin vakið athygli bæði hér heima og er- lendis fyrir töffaralegan stíl sinn. „Brilliant“ „Það er brilljant að vera búinn með plöt- una og gaman að sjá hana koma út,“ segir Kristinn um fyrstu plötu sveitarinnar, LP, sem hefur verið í tæp tvö ár í vinnslu. Þegar Vínyll var stofnuð árið 1997 spilaði sveitin rokk í sinni einföldustu mynd, eins og Krist- inn orðar það. Undanfarin ár hefur hún þó þróast áfram og farið meira út í hljómborðs- og e f f e k t a p æ l i n g a r. „Við komum dálítið hver frá sínum staðnum músíklega,“ segir Kristinn sem hlustaði mikið á Chuck Berry í æsku. „Við erum að reyna að finna það sem okkur finnst spennandi sam- an, það er svona aðaltilgang- urinn með þessu. Annars kom- um við eiginlega beint úr bíl- skúrnum í Kópavogi þar sem við vorum að reykja sígarett- ur og drekka landa. Þess vegna er maður í hljómsveit, það er einhvern veginn eðli- legt umhverfi fyrir okkur. En við erum samt miklir músík- áhugamenn og spenntir fyrir því að spila músík.“ Hugrekki er nauðsynlegt Eftir að Vínyll hafði verið starfandi í tvö og hálft ár tóku þeir félagar pásu og fóru að spila með Móeiði Júníusdóttur undir nafninu Lace. Sveitin fór m.a. í tónleikaferð um Bandaríkin og gaf út plötu sem lítið var fylgt eftir. Fyrir tæpum tveimur árum kom Vínyll aftur fram á sjón- arsviðið og gaf út EP-plötuna Vínyl. Hafði hún m.a. að geyma lögin Nobody’s Fool, Miss Iceland og Who Gets the Blame, sem nutu mikilla vin- sælda hér á landi. Síðan þá hefur lítið heyrst til sveitar- innar þar til nú. Kristinn, eða Kiddi eins og hann er kallað- ur, segir að sveitin hafi þróast töluvert síðan þá, enda sé það afar mikilvægt að staðna ekki í tónlistinni. Nauðsynlegt sé að sýna hugrekki. „Ég skil ekki sum bönd sem eru búin að ganga í 15 ár og búin að gera sömu plötuna tíu sinnum í röð. Mér finnst það hálf- fáránlegt og einkennandi fyrir hræðslu.“ Útsendarar í Texas Vínyll spilar á tónlistarhátíð- inni SXSW í Texas í mars ásamt íslensku sveitunum Ske og Ampop og hlakkar Kiddi mikið til þeirrar ferðar. Einnig eru fyrirhugaðir tvennir tónleikar í Los Angel- es í sömu ferð. Hann segir íslenska tónlist- armarkaðinn erfiðan. „Við erum búnir að vera hérna heillengi og það er takmarkað hægt að gera á Íslandi. Við erum búnir að upplifa ýmsa hluti sem eru kannski ekkert spennandi eftir tíu ár. Þá lang- ar þig kannski að fara eitt- hvert annað. Þú sérð sjálfan þig kannski ekki sem einhverja æðislega poppstjörnu, heldur er það bara spenn- andi fyrir þig sem persónu að fara nýjar slóðir.“ Að sögn Kidda munu útsendarar einhverra plötu- fyrirtækja fylgjast með frammistöðu þeirra í Texas. „Hvað sem verður úr því þá breytir það kannski ekkert lífi okkar mikið. Við fáum kannski pen- ing til að gera eitt- hvað í smá tíma og fáum tækifæri til að ferðast.“ Hlýðir ekki skipun- um Hvað varðar metnað Vínyls segir Kiddi aðalatriðið að menn hafi gaman af hlutunum og heimsfrægð sé ekki tak- markið. Hann segist ávallt hafa farið sínar eigin leiðir og eigi erfitt með þóknast öðr- um. „Það er náttúrulega nóg af drasli sem er framleitt fyrir markaðinn. Ég sé bara ekki alveg sjálfan mig þannig fyrir mér. Ég hef aldrei verið góður í því að gera það sem aðrir segja mér að gera.“ Útgáfutónleikar Vínyls vegna nýju plötunnar verða haldnir á Gauki á Stöng á fimmtudaginn, sama dag og platan kemur út. Frítt er inn og opnar húsið klukkan 21.00. freyr@frettabladid.is Spennandi að fara nýjar slóðir Eftir langa bið gefur hljómsveitin Vínyll á fimmtudag út sína fyrstu plötu, hún ber heitið LP. Fréttablaðið ræddi við söngvarann Kristin Júníusson um hljómsveitina, upprunann og metnaðinn. VÍNYLL Kristinn Júníusson, í miðjunni, og félagar í Vínyl gefa út sína fyrstu stóru plötu á fimmtudag. LP Platan LP er loksins komin út eftir að hafa verið tvö ár í vinnslu. VÍNYLL Söngur: Kristinn Júníusson Gítar: Egill Tómasson Bassi: Arnar Snær Davíðsson Hljómborð: Þórhallur Bergmann Trommur: Guðlaugur Júníusson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.