Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 63,05 63,35 117,29 117,87 80,62 81,08 10,83 10,90 9,56 9,62 8,88 8,93 0,59 0,60 94,73 95,29 GENGI GJALDMIÐLA 10.02.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 111,30 -0,06% 4 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Bruninn í Grindavík: 700 milljóna króna tekjutap BRUNI Íslendingar verða hugsan- lega af 700 milljónum króna vegna brunans í fiskimjölsverk- smiðju Samherja í fyrradag að mati sjávarútvegsráðherra. Þetta kom fram á fundi Árna Mathiesen ráðherra með Ólafi Erni Ólafssyni bæjarstjóra í Grindavík, Guðjóni Hjörleifssyni formanni sjávarút- vegsnefndar Alþingis og Þorsteini Má Baldvinssyni forstjóra Sam- herja í gær. Ráðherra sagði að í ljósi af- kastagetu verksmiðjunnar og ríf- legum loðnukvóta mætti gera ráð fyrir að tapið yrði þetta mikið. Á fundinum kom þó einnig fram að Þorsteinn Már er bjartsýnn á að hægt sé að vinna hrogn og frysta loðnu í Grindavík. „Þetta er auð- vitað mikið áfall fyrir bæinn og búsifjar fyrir hafnarsjóð,“ segir Ólafur Örn Ólafsson. „Það já- kvæða í þessu er þó að Samherji virðist reiðubúinn til að leggja nokkuð á sig til að frysta loðnu hér og vonandi tapast ekki miklar tekjur eða störf.“ -bs Ráðherra vill konur í stjórnir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hvetur stjórnarformenn 80- 90 helstu fyrirtækja í landinu til að beita sér fyrir því að konur fái tækifæri í stjórn og hefur sent þeim bréf þess efnis, þó ekki þeim fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel. VIÐSKIPTI Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur sent stjórnendum 80-90 helstu fyrirtækja landsins bréf þar sem hún hvetur þá til að beita sér fyrir því að konur fái tækifæri í stjórn. Ráðherra út- skýrir að þátttaka ís- lenskra kvenna í stjórn skráðra fyrirtækja sé minni hérlendis en í öðr- um samanburðarlönd- um. Aðeins tvær konur hafi verið í stjórn skráðra félaga hér í fyrra. Engin sérstök ástæða sé fyrir því að íslenskar konur hafi ekki tekið sæti í stjórn- um. „Ég vil beita mér fyr- ir því að íslensk fyrir- tæki skoði möguleg tækifæri fyrir konur í stjórn þeirra og taki upp betri hætti. Þannig er hægt að benda á að í stað lagasetningar um þátttöku kvenna í stjórnum geti fyrirtæk- in sjálf tekið sig á í þess- um efnum. Nú eru aðal- fundir í vændum og hvet ég þig til þess að beita þér fyrir því að konur fái aukið tækifæri í stjórn,“ segir Valgerður í bréfinu. „Þetta eru vinsamleg tilmæli. Með þessu er ég að hvetja til upp- byggilegrar umræðu um þessu mál. Það eru mikil fundahöld fram undan og þess vegna sendi ég bréfið núna. Ég vonast til að það sé hægt að ná árangri án atbeina löggjafans,“ segir hún og vill ekki segja hvað gerist ef ár- angur verður ekki við- unandi. „Þetta er mitt útspil á þessum tíma- punkti, á vinsamlegum nótum.“ Ara Edwald, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, finnst allt í góðu lagi að ráð- herra sendi svona bréf enda gefur hann sér að bréfið gefi ekki í skyn neitt boðvald heldur sé bara um einfalda hvatn- ingu að ræða. „Það er öllum frjálst að reyna að hafa áhrif á þróun mála með slíkri hvatn- ingu,“ segir hann. Rannveig Rist, for- stjóri Ísal og stjórnar- formaður Símans, telur allt í lagi að ráðherra hafi skoðun á þessu máli og hvetji til þess að konur fái sæti í stjórn. Jafnréttismálin séu að mörgu leyti á leið aftur á bak. Konur hafi menntun en séu ekki sýnilegar. Frammistaða kvenna almennt í samfélaginu eigi að duga þeim til að veljast í stjórn fyrirtækja. ghs@frettabladid.is Lögreglan á Egilsstöðum: Kannar leyfi Litháa KÁRAHNJÚKAR Atvinnuleyfi Litháa, sem eru að störfum hjá Impregilo á Kárahnjúkum, eru til rannsóknar hjá lögreglu á Egilsstöðum. Oddur Friðriksson, aðaltrúnað- armaður á Kárahnjúkum, segir að Útlendingastofnun virðist hafa aðra sýn á þessi mál en Vinnumálastofn- un. Litháarnir hafi 90 daga dvalar- leyfi frá Útlendingastofnun. Þeir koma í staðinn fyrir Íslendinga sem var sagt upp störfum. „Þetta er það sama og á Reykja- víkursvæðinu. Mennirnir koma inn í landið á þjónustusamningum í gegnum þjónustufyrirtæki erlend- is,“ segir Oddur. ■ Styttra nám: Umræðan á villigötum SKÓLAMÁL Umræða um styttingu framhaldsskólanáms er á villigöt- um, segir Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykja- víkurborgar: „Ég tel að það hljóti að verða þannig í framtíðinni að í staðinn fyrir að hugsa um skólastig sem sérstakt hólf sem eigi að stytta, lengja eða breyta, þá eigi að horfa á ein- staklingsmið- að nám frá unga aldri til stúdentsprófs. Það þýðir að ólíkir einstaklingar fara á mis- jöfnum hraða í gegnum skóla- kerfið.“ Stefán sat ráðstefnu Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur um ein- staklingsmiðað nám á miðviku- dag. - gag MINNSTA BARNIÐ Stúlkan Rumaisa er talin minnsta barn sem fæðst hefur og lifað af. Lífseig stúlka: Vó eina mörk við fæðingu BANDARÍKIN, AP Kornabarn sem vó tæplega eina mörk við fæðingu og var 23 sentímetrar á lengd er komið heim til sín. Stúlkubarnið fæddist 19. sept- ember í Chicago og er talið minnsta barn sem fæðst hefur lifað af. Það er nú um tíu merkur og 43 sentí- metrar á hæð. Litla stúlkan fær enn aukasúrefni allan sólarhringinn en læknar telja samt allar líkur á að hún eigi eðlilega ævi fram undan. Vegna veikinda móðurinnar var stúlkan tekin með keisaraskurði eftir rúmlega fimm mánaða með- göngu. ■ Höfðabakka 1 - sími 587 50 70 Stór og fallegur humar Risarækjurnar eru komnar aftur!! Opið laugardaga 10-14:30 Sléttbakur: Kanadísk hjón kaupa EYJAR Kanadíska útgerðarfyrirtæk- ið Osprey Marine, sem er í eigu hjónanna Ron og Hetty Mann, hefur gert tilboð í togarann Sléttbak frá Akureyri. Þetta er sama fyrirtæki og gerði tilboð í Stíganda frá Vest- mannaeyjum í fyrra. Stígandi er í eigu Þorsteins Viktorssonar. Tilboði Kanadamannanna í Stíg- anda var tekið og greitt inn á skipið en síðan kom upp ágreiningur um afhendingu og náðist ekki sam- komulag. Þetta mál er í málaferlum í dag. - ghs Breytingar hjá borginni: Vilja láta gera úttekt BORGARMÁL Borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins vilja að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á þeim stjórnkerfis- breytingum sem staðið hafa yfir frá því sumarið árið 2002. Tillaga þessa efnis var lögð fyrir borgar- ráð í gær en afgreiðslu hennar frestað. Samkvæmt tillögunni vilja sjálfstæðismenn meðal annars fá upplýsingar um heildarkostnað vegna breytinganna og hversu margir starfsmenn hafi skipt um störf og muni skipta um störf vegna þeirra. - th Á VETTVANGI Ólafur Örn Ólafsson, Þorsteinn Már Baldvinsson, Ármann Kr. Ólafsson að- stoðarmaður ráðherra, Guðjón Hjörleifs- son, Ómar Jónsson forseti bæjarstjórnar Grindavíkur og Árni M. Mathiesen. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur sent stjórnarformönnum fyrirtækja bréf þar sem hún hvetur þá til að fá konur til að setjast í stjórn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R STEFÁN JÓN HAFSTEIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.