Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 46
30 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR Ómissandi á DVD Blade Runner. Þessi myrka og regnvota framtíðarsýn leikstjórans Ridley Scott sem byggir á smásögu eftir Philip K. Dick er ómissandi á öll betri kvikmyndamenningar- heimili. Harrison Ford sýndi á sér nýja hlið í Blade Runner og hristi af sér Stjörnu- stríðs- og Indiana Jones-áruna í hlutverki vélmennaveiðarans Rick Deckard. All those moments will be lost in time, like tears in rain. Time to die.“ - Vélmennið Roy Batty kvaddi þennan heim á ljóðrænum nótum í Blade Runner. Kvikmyndin Flight of the Phoenix er endurgerð samnefndrar mynd- ar frá árinu 1965 sem var með Jimmy Stewart í aðalhlutverki. Dennis Quaid, sem vakti síðast athygli í The Day After Tomor- row, hefur hér tekið við hlutverki Stewarts sem flugmaðurinn Frank Towns sem er í eftirlitsför í Gobi-eyðimörkinni í Mongólíu til að kanna afskekkt olíuborunar- svæði. Hlutirnir fara heldur betur úr- skeiðis þegar flugvélin hrapar í miðri eyðimörkinni. Mikil eymd blasir við Quaid og aðstoðarmönn- um hans og svo virðist sem dauð- inn sé óumflýjanlegur úti í óvæg- inni náttúrunni. Eina von þeirra er sú að vélvirkjanum í hópnum (Giovanni Ribisi) takist að búa til nýja flugvél úr flakinu. Þangað til á hópurinn eftir að lenda í ýmsum vandræðum sem eiga eftir að reyna á þolrifin svo um munar. Auk Quaid og Ribisi fara með helstu hlutverk þau Miranda Otto, Tony Curran, Tyrese Gibson, rapparinn Sticky Fingaz og hinn breski Hugh Laurie. Leikstjóri er John Moore, sem síðast gerði Behind Enemy Lines með Owen Wilson og Gene Hackman í aðal- hlutverkum. Athygli vekur að annar af handritshöfundum myndarinnar er leikarinn og leik- stjórinn Edward Burns, sem hing- að til hefur gert lítið af því að skrifa handrit fyrir aðrar myndir en sínar eigin. Á meðal mynda hans eru The Brothers McMullen, Sidewalks of New York og Ash Wednesday. Michael Keaton fer með aðal- hlutverkið í vísindatryllinum White Noise. Keaton, sem er þekktur fyrir hlutverk sín í Beet- lejuice, Batman og Multiplicity, leikur arkitektinn Jonathan Rivers, sem missir eiginkonu sína á dularfullan hátt. Inn í líf hans stígur Raymond Price (Ian Mc- Neice) og heldur því fram að hann hafi heyrt í eiginkonunni í gegn- um EVP, eða Electronic Voice Phenomenon. Það er sá sam- skiptamáti sem framliðinir nota til að ná sambandi við hina lifandi með því að gefa frá sér hljóð eða myndir í gegnum tæki sem eru til á venjulegum heimilum. Það eina sem hinir lifandi þurfa að gera er að leggja betur við hlustir. Raymond fer að trúa á þennan samskiptamáta og ákveður að taka upp hljóð hinna framliðnu í gegnum tækin. Þegar hann heyrir í látinni eiginkonu sinni fær hann skilaboð sem eiga eftir að hafa æsispennandi atburði í för með sér. Með önnur aðalhlutverk fara Chandra West og Deborah Kara Unger en leikstjóri er Bretinn Geoffrey Sax, sem hefur mikla reynslu úr sjónvarpi. ■ Eyðimerkurhasar og vísindatryllir Hin endurgerða kvikmynd Flight of the Phoenix og vísindatryllirinn White Noise verða frumsýndar í dag. Með aðalhlutverkin fara hinir gamalkunnu leikarar Dennis Quaid og Michael Keaton. Grand Rokk - You´ll never drink alone. Á Grand Rokk ... Föstudagskvöld: Megasukk Laugardagskvöld: KK og Hjálmar ENGINN SYKUR ALVÖRU BRAGÐ SYKURLAUSU! DRYKKUR Á LAUSU E N N E M M / S ÍA / N M 14 8 8 4 Hjartaknúsarinn Brad Pitt ersagður eiga í ástarsambandi með fyrirsætunni April Florio, þrátt fyrir að búa enn þá með fyrrverandi eiginkonu sinni Jennifer Aniston. Tekin var ljósmynd af Pitt og hinni 22 ára Floria í ísbúð í Kaliforníu á dögunum og í kjölfarið spratt upp þessi orðrómur. Að sögn breska dagblaðsins Daily Express var það George Cloon- ey, vinur Pitt, sem kynnti þau í Evrópu síðasta sumar. Leikkonan Charlize Theron ætlarekkert að slaka á þrátt fyrir að hafa fengið Óskarinn á síðasta ári fyrir hlutverk sitt í Monster. „Síðan ég fékk Óskarinn eru allir að bíða eftir því hvað ég geri næst og hvort mér muni mistakast. Gleymið því. Ég hef lagt hart að mér til að kom- ast á þennan stað og ég er ekki á leiðinni í burtu. Ég birtist bara aftur í öðrum dular- gervum,“ sagði hún. Russell Crowe hefur gagnrýnt leikarana Ge- orge Clooney, Harrison Ford og Robert De Niro fyrir að koma fram í sjónvarpsauglýsingum. „Ég nota ekki frægð mína til þess að græða. Ég leik ekki í auglýsing- um fyrir jakkaföt á Spáni eins og George Clooney eða fyrir sígarettur í Japan eins og Harri- son Ford. Fólk gæti gagnrýnt mig fyrir þetta og sagt auglýs- ingar vera frábæra leið til þess að eignast auðveld- lega peninga. En fyrir mér er þetta fáránlegt. Ég meina, Robert De Niro er að auglýsa fyrir American Express. Jiiiii, þetta er reyndar ekki í fyrsta skipt- ið sem hann veldur mér vonbrigðum. Það hefur verið að gerast aftur og aftur undanfarið,“ sagði Crowe hneykslaður. ■ Gagnrýnir Clooney og De Niro FRÉTTIR AF FÓLKI ALLT Í HÁALOFT Frank Towns og aðstoðarmenn hans takast á í Gobi-eyðimörkinni í Mongólíu í myndinni Flight of the Phoenix. JONATHAN RIVERS Michael Keaton í hlutverki Jonathan Rivers í vísindatryllinum White Noise.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.