Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 28
Edda Björgvinsdóttir Edda hefur í rúman aldarfjórðung verið ein okkar ástsælasta leikkona. Enda þótt hún hafi vafalaust fleiri kætt en grætt er þó víst að hún mun jafnvíg á hvort tveggja gaman og alvöru, eins og títt er um klóka leikara. Raunar birtist hún áhorfendum fyrst á svið í grafalvarlegu hlutverki er hún “debuter- aði” kornung, skömmu eftir útskrift úr leiklistarskóla, í svanasöng Jökuls Jak- obssonar Syni skóarans og dóttur bakar- ans í Þjóðleikhúsinu. Þótt Edda sé kunn- ust fyrir ótalmörg og ógleymanleg leik- hlutverk sín á sviði, í sjónvarpi, hljóð- varpi og kvikmyndum, hefur hún lagt gjörva hönd á margt annað, verið skáld, skrifað leikrit, bækur, framhaldsþætti og áramótaskaup, leikstýrt allra handa upp- færslum á sviði og í sjónvarpi, flutt fleiri fyrirlestra en hún hefur sjálf tölu á og haldið námskeið í tjáningu og mannleg- um samskiptum um land allt. Edda hef- ur leikið í fjölmörgum uppfærslum m.a. í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykja- víkur , Leikfélagi Íslands, Alþýðuleikhús- inu, Gríniðjunni, hjá Leikhúsmógúlnum og með ýmsum leikhópum. Meðal eftir- minnilegra gamanleiksýninga Eddu má nefna Nörd, Brávallagatan- Arnarnesið, Sex í sveit, Allir á svið og nú nýlega 5 stelpur.com. Af vinsælum kvikmynd- um Eddu eru m.a. Stella í orlofi, Stella í framboði, Perlur og Svín, Karlakórinn Hekla, Hrafninn flýgur og Gullsandur. Sjónvarpsseríurnar Heilsubælið í Gervahverfi og Fastir Liðir eins og venju- lega þekkja velflestir Íslendingar. Edda hefur skapað nokkrar eftirminnilegustu erkitýpur íslenskrar gamanleikjasögu og eru fremstar meðal jafningja málhrösun- arfrúin Bibba á Brávallagötunni og hin færeyska Túrhilla Júhanson. Edda hefur í seinni tíð verið afar eftirsótt til uppi- stands með grín á fæti og hefur með undraverðum hætti tekist að blanda saman fræðandi kennsluefni og grát- broslegu gamanefni. Edda kveður það hafa verið einstakt ánægjuefni en þó ekki laust við sársauka að takast á við skilnað Ástu í einleiknum Alveg BRILLJ- ANT skilnaður og fagnar því að eiga enn einu sinni kost á samstarfi við sam- verkafólk sitt til margra ára, leikstjórann Þórhildi Þorleifsdóttur og höfund leik- gerðar Gísla Rúnar Jónsson. LEIKSTJÓRI Þórhildur Þorleifsdóttir Þórhildur er án vafa einn svipmesti leik- húslistamaður sinnar kynslóðar í íslensku leikhúsi. Hún hefur verið áhrifaríkur brautryðjandi allt frá því hún hóf bein af- skipti af leikhúsi og var einn stofnenda Leiksmiðjunnar 1968 og Alþýðuleik- hússins 1975 sem voru hvort tveggja framsækin grasrótarleikhús utan kerfis og alfaraleiða og áttu drjúgan þátt í að móta íslenska leikhúsmenningu eins og hún er í dag. Þórhildur hefur fært upp ótölulegan fjölda leiksýninga fyrir hin ýmsu leikhús, sviðsett fleiri óperur en nokkur annar íslenskur leikstjóri, leikstýrt sjónvarps- og bíómyndum, hljóðvarps- leikritum og samið dansa- og leikhreyf- ingar (choreography) við sínar eigin uppfærslur og annarra. Meðal eftir- minnilegra sviðsetninga Þórhildar má nefna tímamótauppfærslu Alþýðuleik- hússins á Skollaleik sem gerði m.a. víð- reist um Norðurlönd, rómaða uppfærslu á Niflúngahringnum í Þjóðleikhúsinu og nú síðast söngleikinn CHICAGO sem hlaut Grímuna s.l. vor þar sem hún var valin vinsælasta sýning ársins af áhor- fendum og Híbýli vindanna hjá Borgar- leikhúsinu. Þórhildur hefur í tímans rás gegnt ótal ábyrgðarstörfum, sat á þingi um hríð, var formaður félags leikstjóra og Borgarleikhússtjóri á árunum 1996 til 2000. HÖFUNDUR Geraldine Aron Geraldine Aron sleit barnskónum í Galway og nærsveitum á Ír- landi. Eftir að hún hleypti heimdragan- um dvaldi hún lang- dvölum í Suður Afr- íku, einkum í Zambíu og Zimbabwe en á síðustu sex árum hefur hún skipt búsetu bróðurlega milli Belsize Park í norðurhluta Lundúna og Höfðaborgar í Suður Afríku. Geraldine hefur stundað ritstörf í rúman aldar- fjórðung og getið hefur sér gott orð bæði heima fyrir og annars staðar. Leik- rit sem hún hefur skrifað fyrir leiksvið eru nú orðin á annan tug og er hún höf- undur tólf leikrita sem flutt hafa verið í sjónvarpi og útvarpi, auk þess sem hún skrifaði handritið að kvikmynd Franco Zeffirelli ‘Toscanini’. Alveg BRILLJANT skilnaður var frumflutt á Druid leikhús- inu í Galway við afbragðs undirtektir árið 2001 og sló síðan rækilega í gegn þegar það var flutt í Lundúnum tveimur árum síðar. Leikrit skáldkonunnar hafa unnið til ótal verðlauna og verið færð upp víða um heim. Skáldkonan vinnur nú að nýjum þríleik sem ber vinnuheitið Vacant Possession . Hún er um þessar mundir stödd í Ástralíu þar sem verið er að færa Alveg BRILLJANT upp og er væntanleg til Íslands á næstunni. LEIKMYNDA- & BÚNINGAHÖNNUÐUR Rebekka A Ingimundardóttir REBEKKA nam leik- mynda- og búninga- hönnun í DAMU-lista- háskólanum í Prag í Tékklandi. Þá lagði hún og stund á nám í leikstjórn, leikhús- fræðum, hönnun leikmynda og búninga og almennri leiklist við Listaháskólann í Amsterdam hvaðan hún útskrifaðist árið 1995. Þá hélt hún enn áfram að for- framast á sviði leiklistar og útskrifaðist að síðustu sem leikstjóri frá The International Directing Studio í leiklistar- skóla Maastricht í Hollandi árið 1997. Rebekka hefur starfað með ýmsum leik- hópum í Tékklandi, Þýskalandi og Hollandi, meðal annars Hollandia, Dog- troep og Yell-O Company í Amsterdam sem hún stofnaði ásamt öðrum. Rebekka hefur unnið hin aðskiljanleg- ustu skapandi störf á vettvangi leiklistar, t.d. sem leikskáld, leikmynda- og bún- ingahönnuður, leikstjóri og leikkona, bæði heima og erlendis. Meðal verka Rebekku hér heima fyrir má nefna bún- inga fyrir Evu3 hjá Dansleikhúsi með ekka, leikmynd og búninga fyrir Ástkon- ur Picassos, Strompleik, Viktoriu og Georg, Ern eftir aldri í Þjóðleikhúsinu og Segðu mér allt í Borgarleikhúsinu. Hún hefur einnig unnið við kvikmyndir hér- lendis og erlendis og gerði meðal annars búninga fyrir kvikmyndina Stellu í framboði og Stuðmannamyndina í takt við tímann. ÞÝÐANDI & HÖFUNDUR íslenskrar leikgerðar Gísli Rúnar Jónsson GÍSLI RÚNAR stund- aði leiklistarnám við Leiklistarskóla Ævars Kvarans og Leiklistar- skóla leikhúsanna á árunum 1969-1975 og var við framhalds- nám á The Drama Studio í Lundúnum hvaðan hann út- skrifaðist 1981. Hann hefur starfað við leikhús í rúma þrjá áratugi einkum sem leikari og leikstjóri en einnig sem leik- skáld og þýðandi, við uppfærslur á leik- sýningum, skemmtidagskrám, revíum og kabarettum, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Íslands, Leikfélag Akureyrar, Alþýðuleikhúsið og fleiri auk tíðra leikferða um landsbyggð- ina með ýmsum leikflokkum. Gísli á að baki drjúgt starf í hljóðvarpi og sjón- varpi, m.a. við gerð ótal Áramótaskaupa og sem leikstjóri og höfundur tveggja vinsælustu framhaldsþátta íslensks sjón- varps. Hann stofnaði og rak um árabil Gríniðjuna hf. í félagi við Eddu Björgvins, Júlíus Brjánsson og Ladda en meðal verkefna þeirra voru Bibba og Halldór á Brávallagötunni, Fastir liðir eins og venjulega, Heilsubælið í Gervahverfi og Brávallagatan/Arnarnesið. Enda þótt Gísli Rúnar hafi í seinni tíð snúið sér í æ ríkari mæli að ritstörfum og leikritaþýð- ingum hefur hann þó ekki sagt alveg skilið við leiksviðið því stöku sinnum gefst fólki kostur á að sjá hann og Júlíus Brjánsson troða upp í gervum hinna ó- drepandi Kaffibrúsakarla auk þess sem Gísli má heita fastur gestur í Áramóta- skaupum sjónvarpsins. Meðal þýðinga Gísla má telja söngleikina Óliver, Chicago, Sweeney Todd, Grease, Kysstu mig Kata og gamanleikina Sex í sveit, Gleðigjafana og Allir á svið. Tilboðsmatseðill fyrir leikhúsgesti Við bjóðum gestum Borgarleikhússins vandaðan og glæsilegan matseðil fyrir leiksýningar á góðu verði. Leikhúsgestum er bent á að panta borð í tíma. Athugið að innangengt er frá leikhúsi. Eftir leiksýningar gildir leikhúsmiðinn einnig sem aðgöngumiði á helgardansleiki Kringlukráarinnar. www.kringlukrain.is Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Fjölbreyttur sérréttamatseðill Lifandi tónlist föstudags- og laugardagskvöld með bestu hljómsveitum landsins. Borðapantanir í síma 568-0878 Þann 1. des 1918 lauk heimastjórnartímabili Íslendinga og sambandslaga- samningurinn tók gildi. Áttatíu og þremur árum síðar, upp á dag, lauk heimastjórnartíma- bili Markúsar hér í þessari íbúð og sambandslagasamn- ingur okkar hjónanna féll úr gildi. Fyrrverandi maðurinn minn hefur alltaf verið sannur íslendingur, það verður ekki af honum skafið. Ég er viss um að hann á eftir að deyja 17. júní. ••• ... Silja vinkona hringdi. Alveg óð og uppvæg að koma mér á stefnumót við einhvern ná- unga sem hún hafði kynnst þegar hún vann á Skjá einum. Fráskilinn. Með góðar tekjur. Invikleraður í tónlistarbrans- ann. Helstu útlitseinkenni: Há- vaxinn - en svolítið þybbinn. Hár: Smávegis. Tennur: Hans eigin. ••• Ég vildi óska að ég væri þessi toj-boj-týpa, þið vitið, eins og Dulla föðursystir, forrík ekkja í Keflavík sem skiptir um ferm- ingardrengi oftar en batterí í heyrnartækinu sínu. Hún er orðin sextíu og átta - en brjóstin á henni eru ekki nema fimm ára. ••• ... Við skilnaðinn hafði Flat- skalli fengið forræði yfir flest- um giftum vinum okkar, svo ég varð auðvitað himinlifandi þegar Gógó og Diddi buðu mér yfir helgi upp í sumarbú- stað til sín. Og ég var svo þakklát fyrir að vera komin í hóp paraðra einstaklinga að ég þreif klósettið hjá þeim þrisvar sinnum þessa helgi. ••• ... Eftir aftansöng í sjónvarpi allra landsmanna, hringdi ég í vinalínu Rauðakrossins, neyð- arsíma AA-samtakanna, stuðningsnúmer Hjálpræðis- hersins - og Dekkjaverkstæðið í Skipholti. Það ansaði hvergi nema hjá Vinalínu Rauða- krossins. ••• Ég byrjaði í eftirskilnaðar-með- ferð. Þetta var sænskt prógram sem heitir Livlösa gossar, í beinni þýðingu: Dauðir karlar - og var alveg meiriháttar! ••• ... Hver hefði getað spáð því að hún Ástríður Jóna Kjartans- dóttir, sem var þriðja sætasta stelpan í sínum bekk allan barnaskóla, ætti eftir að leggj- ast svo lágt að þurfa að eiga blænd-deit við hobbita á Kringlukránni? “ „
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.