Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.02.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 11.02.2005, Qupperneq 28
Edda Björgvinsdóttir Edda hefur í rúman aldarfjórðung verið ein okkar ástsælasta leikkona. Enda þótt hún hafi vafalaust fleiri kætt en grætt er þó víst að hún mun jafnvíg á hvort tveggja gaman og alvöru, eins og títt er um klóka leikara. Raunar birtist hún áhorfendum fyrst á svið í grafalvarlegu hlutverki er hún “debuter- aði” kornung, skömmu eftir útskrift úr leiklistarskóla, í svanasöng Jökuls Jak- obssonar Syni skóarans og dóttur bakar- ans í Þjóðleikhúsinu. Þótt Edda sé kunn- ust fyrir ótalmörg og ógleymanleg leik- hlutverk sín á sviði, í sjónvarpi, hljóð- varpi og kvikmyndum, hefur hún lagt gjörva hönd á margt annað, verið skáld, skrifað leikrit, bækur, framhaldsþætti og áramótaskaup, leikstýrt allra handa upp- færslum á sviði og í sjónvarpi, flutt fleiri fyrirlestra en hún hefur sjálf tölu á og haldið námskeið í tjáningu og mannleg- um samskiptum um land allt. Edda hef- ur leikið í fjölmörgum uppfærslum m.a. í Þjóðleikhúsinu, hjá Leikfélagi Reykja- víkur , Leikfélagi Íslands, Alþýðuleikhús- inu, Gríniðjunni, hjá Leikhúsmógúlnum og með ýmsum leikhópum. Meðal eftir- minnilegra gamanleiksýninga Eddu má nefna Nörd, Brávallagatan- Arnarnesið, Sex í sveit, Allir á svið og nú nýlega 5 stelpur.com. Af vinsælum kvikmynd- um Eddu eru m.a. Stella í orlofi, Stella í framboði, Perlur og Svín, Karlakórinn Hekla, Hrafninn flýgur og Gullsandur. Sjónvarpsseríurnar Heilsubælið í Gervahverfi og Fastir Liðir eins og venju- lega þekkja velflestir Íslendingar. Edda hefur skapað nokkrar eftirminnilegustu erkitýpur íslenskrar gamanleikjasögu og eru fremstar meðal jafningja málhrösun- arfrúin Bibba á Brávallagötunni og hin færeyska Túrhilla Júhanson. Edda hefur í seinni tíð verið afar eftirsótt til uppi- stands með grín á fæti og hefur með undraverðum hætti tekist að blanda saman fræðandi kennsluefni og grát- broslegu gamanefni. Edda kveður það hafa verið einstakt ánægjuefni en þó ekki laust við sársauka að takast á við skilnað Ástu í einleiknum Alveg BRILLJ- ANT skilnaður og fagnar því að eiga enn einu sinni kost á samstarfi við sam- verkafólk sitt til margra ára, leikstjórann Þórhildi Þorleifsdóttur og höfund leik- gerðar Gísla Rúnar Jónsson. LEIKSTJÓRI Þórhildur Þorleifsdóttir Þórhildur er án vafa einn svipmesti leik- húslistamaður sinnar kynslóðar í íslensku leikhúsi. Hún hefur verið áhrifaríkur brautryðjandi allt frá því hún hóf bein af- skipti af leikhúsi og var einn stofnenda Leiksmiðjunnar 1968 og Alþýðuleik- hússins 1975 sem voru hvort tveggja framsækin grasrótarleikhús utan kerfis og alfaraleiða og áttu drjúgan þátt í að móta íslenska leikhúsmenningu eins og hún er í dag. Þórhildur hefur fært upp ótölulegan fjölda leiksýninga fyrir hin ýmsu leikhús, sviðsett fleiri óperur en nokkur annar íslenskur leikstjóri, leikstýrt sjónvarps- og bíómyndum, hljóðvarps- leikritum og samið dansa- og leikhreyf- ingar (choreography) við sínar eigin uppfærslur og annarra. Meðal eftir- minnilegra sviðsetninga Þórhildar má nefna tímamótauppfærslu Alþýðuleik- hússins á Skollaleik sem gerði m.a. víð- reist um Norðurlönd, rómaða uppfærslu á Niflúngahringnum í Þjóðleikhúsinu og nú síðast söngleikinn CHICAGO sem hlaut Grímuna s.l. vor þar sem hún var valin vinsælasta sýning ársins af áhor- fendum og Híbýli vindanna hjá Borgar- leikhúsinu. Þórhildur hefur í tímans rás gegnt ótal ábyrgðarstörfum, sat á þingi um hríð, var formaður félags leikstjóra og Borgarleikhússtjóri á árunum 1996 til 2000. HÖFUNDUR Geraldine Aron Geraldine Aron sleit barnskónum í Galway og nærsveitum á Ír- landi. Eftir að hún hleypti heimdragan- um dvaldi hún lang- dvölum í Suður Afr- íku, einkum í Zambíu og Zimbabwe en á síðustu sex árum hefur hún skipt búsetu bróðurlega milli Belsize Park í norðurhluta Lundúna og Höfðaborgar í Suður Afríku. Geraldine hefur stundað ritstörf í rúman aldar- fjórðung og getið hefur sér gott orð bæði heima fyrir og annars staðar. Leik- rit sem hún hefur skrifað fyrir leiksvið eru nú orðin á annan tug og er hún höf- undur tólf leikrita sem flutt hafa verið í sjónvarpi og útvarpi, auk þess sem hún skrifaði handritið að kvikmynd Franco Zeffirelli ‘Toscanini’. Alveg BRILLJANT skilnaður var frumflutt á Druid leikhús- inu í Galway við afbragðs undirtektir árið 2001 og sló síðan rækilega í gegn þegar það var flutt í Lundúnum tveimur árum síðar. Leikrit skáldkonunnar hafa unnið til ótal verðlauna og verið færð upp víða um heim. Skáldkonan vinnur nú að nýjum þríleik sem ber vinnuheitið Vacant Possession . Hún er um þessar mundir stödd í Ástralíu þar sem verið er að færa Alveg BRILLJANT upp og er væntanleg til Íslands á næstunni. LEIKMYNDA- & BÚNINGAHÖNNUÐUR Rebekka A Ingimundardóttir REBEKKA nam leik- mynda- og búninga- hönnun í DAMU-lista- háskólanum í Prag í Tékklandi. Þá lagði hún og stund á nám í leikstjórn, leikhús- fræðum, hönnun leikmynda og búninga og almennri leiklist við Listaháskólann í Amsterdam hvaðan hún útskrifaðist árið 1995. Þá hélt hún enn áfram að for- framast á sviði leiklistar og útskrifaðist að síðustu sem leikstjóri frá The International Directing Studio í leiklistar- skóla Maastricht í Hollandi árið 1997. Rebekka hefur starfað með ýmsum leik- hópum í Tékklandi, Þýskalandi og Hollandi, meðal annars Hollandia, Dog- troep og Yell-O Company í Amsterdam sem hún stofnaði ásamt öðrum. Rebekka hefur unnið hin aðskiljanleg- ustu skapandi störf á vettvangi leiklistar, t.d. sem leikskáld, leikmynda- og bún- ingahönnuður, leikstjóri og leikkona, bæði heima og erlendis. Meðal verka Rebekku hér heima fyrir má nefna bún- inga fyrir Evu3 hjá Dansleikhúsi með ekka, leikmynd og búninga fyrir Ástkon- ur Picassos, Strompleik, Viktoriu og Georg, Ern eftir aldri í Þjóðleikhúsinu og Segðu mér allt í Borgarleikhúsinu. Hún hefur einnig unnið við kvikmyndir hér- lendis og erlendis og gerði meðal annars búninga fyrir kvikmyndina Stellu í framboði og Stuðmannamyndina í takt við tímann. ÞÝÐANDI & HÖFUNDUR íslenskrar leikgerðar Gísli Rúnar Jónsson GÍSLI RÚNAR stund- aði leiklistarnám við Leiklistarskóla Ævars Kvarans og Leiklistar- skóla leikhúsanna á árunum 1969-1975 og var við framhalds- nám á The Drama Studio í Lundúnum hvaðan hann út- skrifaðist 1981. Hann hefur starfað við leikhús í rúma þrjá áratugi einkum sem leikari og leikstjóri en einnig sem leik- skáld og þýðandi, við uppfærslur á leik- sýningum, skemmtidagskrám, revíum og kabarettum, m.a. fyrir Þjóðleikhúsið, Leikfélag Reykjavíkur, Leikfélag Íslands, Leikfélag Akureyrar, Alþýðuleikhúsið og fleiri auk tíðra leikferða um landsbyggð- ina með ýmsum leikflokkum. Gísli á að baki drjúgt starf í hljóðvarpi og sjón- varpi, m.a. við gerð ótal Áramótaskaupa og sem leikstjóri og höfundur tveggja vinsælustu framhaldsþátta íslensks sjón- varps. Hann stofnaði og rak um árabil Gríniðjuna hf. í félagi við Eddu Björgvins, Júlíus Brjánsson og Ladda en meðal verkefna þeirra voru Bibba og Halldór á Brávallagötunni, Fastir liðir eins og venjulega, Heilsubælið í Gervahverfi og Brávallagatan/Arnarnesið. Enda þótt Gísli Rúnar hafi í seinni tíð snúið sér í æ ríkari mæli að ritstörfum og leikritaþýð- ingum hefur hann þó ekki sagt alveg skilið við leiksviðið því stöku sinnum gefst fólki kostur á að sjá hann og Júlíus Brjánsson troða upp í gervum hinna ó- drepandi Kaffibrúsakarla auk þess sem Gísli má heita fastur gestur í Áramóta- skaupum sjónvarpsins. Meðal þýðinga Gísla má telja söngleikina Óliver, Chicago, Sweeney Todd, Grease, Kysstu mig Kata og gamanleikina Sex í sveit, Gleðigjafana og Allir á svið. Tilboðsmatseðill fyrir leikhúsgesti Við bjóðum gestum Borgarleikhússins vandaðan og glæsilegan matseðil fyrir leiksýningar á góðu verði. Leikhúsgestum er bent á að panta borð í tíma. Athugið að innangengt er frá leikhúsi. Eftir leiksýningar gildir leikhúsmiðinn einnig sem aðgöngumiði á helgardansleiki Kringlukráarinnar. www.kringlukrain.is Hópamatseðill • Sérsalur fyrir hópa Fjölbreyttur sérréttamatseðill Lifandi tónlist föstudags- og laugardagskvöld með bestu hljómsveitum landsins. Borðapantanir í síma 568-0878 Þann 1. des 1918 lauk heimastjórnartímabili Íslendinga og sambandslaga- samningurinn tók gildi. Áttatíu og þremur árum síðar, upp á dag, lauk heimastjórnartíma- bili Markúsar hér í þessari íbúð og sambandslagasamn- ingur okkar hjónanna féll úr gildi. Fyrrverandi maðurinn minn hefur alltaf verið sannur íslendingur, það verður ekki af honum skafið. Ég er viss um að hann á eftir að deyja 17. júní. ••• ... Silja vinkona hringdi. Alveg óð og uppvæg að koma mér á stefnumót við einhvern ná- unga sem hún hafði kynnst þegar hún vann á Skjá einum. Fráskilinn. Með góðar tekjur. Invikleraður í tónlistarbrans- ann. Helstu útlitseinkenni: Há- vaxinn - en svolítið þybbinn. Hár: Smávegis. Tennur: Hans eigin. ••• Ég vildi óska að ég væri þessi toj-boj-týpa, þið vitið, eins og Dulla föðursystir, forrík ekkja í Keflavík sem skiptir um ferm- ingardrengi oftar en batterí í heyrnartækinu sínu. Hún er orðin sextíu og átta - en brjóstin á henni eru ekki nema fimm ára. ••• ... Við skilnaðinn hafði Flat- skalli fengið forræði yfir flest- um giftum vinum okkar, svo ég varð auðvitað himinlifandi þegar Gógó og Diddi buðu mér yfir helgi upp í sumarbú- stað til sín. Og ég var svo þakklát fyrir að vera komin í hóp paraðra einstaklinga að ég þreif klósettið hjá þeim þrisvar sinnum þessa helgi. ••• ... Eftir aftansöng í sjónvarpi allra landsmanna, hringdi ég í vinalínu Rauðakrossins, neyð- arsíma AA-samtakanna, stuðningsnúmer Hjálpræðis- hersins - og Dekkjaverkstæðið í Skipholti. Það ansaði hvergi nema hjá Vinalínu Rauða- krossins. ••• Ég byrjaði í eftirskilnaðar-með- ferð. Þetta var sænskt prógram sem heitir Livlösa gossar, í beinni þýðingu: Dauðir karlar - og var alveg meiriháttar! ••• ... Hver hefði getað spáð því að hún Ástríður Jóna Kjartans- dóttir, sem var þriðja sætasta stelpan í sínum bekk allan barnaskóla, ætti eftir að leggj- ast svo lágt að þurfa að eiga blænd-deit við hobbita á Kringlukránni? “ „

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.