Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 48
■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Hljómsveitin Reykjavík spilar í Smekkleysu Plötubúð, Laugavegi 59.  23.00 Bresku sveitin Killin Paplo verður með tónleika á Gauki á Stöng ásamt Hoffman, Solid I.v og eins manns verkefni Heiðars í Botnleðju, The Giant Viking Show.  23.00 Megas og Súkkat verða með Megasukk á Grand Rokk. ■ ■ SKEMMTANIR  Þröstur 3000 verður með nýjustu og ferskustu dansmúsikina á Sólon. Tosca eftir Puccini frum- sýnd í Íslensku óperunni í kvöld. Tosca eftir Puccini verður frum- sýnd í Íslensku óperunni í kvöld. Tosca er ein allra vinsælasta ópera Puccinis og sýndi Íslenska óperan hana fyrst fyrir fimmtán árum. Hátt á annað hundrað manns taka þátt í sýningunni að þessu sinni, þar á meðal 36 manna kór og 60 manna hljómsveit. Söguþráðurinn í Toscu er byggð- ur á leikriti eftir Victorien Sardou sem var frumsýnt í París árið 1887. Eftir að Puccini sá leikritið á sviði árið 1895, þar sem hin franska Sarah Bernhardt fór með hlutverk Toscu, hófst hann handa við smíði óperunnar. Tosca var frumsýnd í Róm árið 1900 og naut strax mikilla vinsælda. Tónlistin í Toscu er marg- slungin og grípandi og persónu- sköpunin kemur ljóslega fram í tón- listinni í gegnum allt verkið. Titilhlutverkið syngur Elín Ósk Óskarsdóttir – en hún hefur áður sungið hlutverkið hér á landi, því hún debúteraði í Toscu í sýningu Þjóðleikhússins 1986, aðeins 25 ára að aldri. „Það var dálítið ævintýri,“ segir Elín Ósk. „Öðruvísi ævintýri en núna. Ég var yngri og kannski ekki eins þroskuð.“ Elín segir þetta óvenjulega ungan aldur til þess að syngja Toscu. „Tosca er seinni tíma dæmi fyrir sóprana sem syngja hana ekki fyrr en um miðjan aldur. Að minnsta kosti þykir betra að við séum komnar vel á fertugsaldurinn. Þar spilar margt inn í, bæði hvað varðar tilfinninga- og raddþroska. Ég var svo heppin að vera með mjög þroskaða rödd og fékk því að glíma við hana.“ Hvað er það sem gerir Toscu að einni vinsælustu óperu sögunnar? „Ætli það sé ekki þessi mikla lita- dýrð í stykkinu. Þá er ég að tala um tónlistina. Hún spannar allt frá því að vera hálýrísk yfir í mikla drama- tík í morðum og sjálfsmorðum. Það er því allur pakkinn í verkinu. Ef ég tala út frá Toscu sjálfri, þá er hún saklaus kona sem lifir fyrir listina og ástina og vill öllum vel en lendir í hringiðu ásamt ástinni sinni, Cavaradossi. Þegar hún sér það að hún er svikin af lögreglustjóranum í Rómaborg, Scarpia, sem vill fá hana til sín – þótt ekki sé nema í eina nótt – þá fórnar hún sér.“ ■ 32 11. febrúar 2005 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 8 9 10 11 12 13 14 Föstudagur FEBRÚAR LANDIÐ VIFRA Leiksýning byggð á barnaljóðum Þórarins Eldjárns Sun. 13. feb. kl. 14. laus sæti Mið. 16. feb. kl. 10. uppselt Lau. 19. feb. kl. 14. uppselt Þri. 22. feb. kl. 14. uppselt Sun. 6. mars kl. 14. laus sæti Miðaverð kr. 1.200 Miðasala s. 562 5060 - www.moguleikhusid.is Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Mi 16/2 - Helga Ögmundardóttir Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna Miðasölusími 568 8000 midasala@borgarleikhus.is Miðasala á netinu www.borgarleikhus.is Miðasalan í Borgarleikhúsinu er opin: 10-18 mánudaga og þriðjudaga, 10-20 miðviku-, fimmtu- og föstudaga 12-20 laugardaga og sunnudaga Börn 12 ára og yngri fá frítt í Borgarleikhúsið í fylgd fullorðinna - gildir ekki á barnasýningar STÓRA SVIÐ HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT Lau 12/2 kl 20 Fi 17/2 kl 20 - UPPSELT Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20 Lau 26/2 kl 20 Fö 4/3 kl 20 Lau 5/3 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Sýningar halda áfram eftir páska. LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 13/2 kl 14, Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana. Forsala aðgöngumiða hafin. NÝJA SVIÐ/LITLA SVIÐ SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Aðalæfing mi 16/2 kl 20 - kr. 1.000 Forsýning fi 17/2 kl 13 - kr. 1.000 Frumsýning fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: VIÐ ERUM ÖLL MARLENE DIETRICH FOR e. Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin Í kvöld kl 20 - UPPSELT Síðasta sýning BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson, Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Lau 12/2 kl 20 - UPPSELT, Su 13/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 17/2 kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT, Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT, Sýningum lýkur í febrúar AUSA eftir Lee Hall Í samstarfi við LA. Í kvöld kl 20, Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20 Ath: Miðaverð kr. 1.500 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI,SÖGN ehf. og LA Su 13/2 kl 20, Su 20/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson. Í samstarfi við TÓBÍAS. Lau 12/2 kl 20, Fö 18/2 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára 15:15 TÓNLEIKAR Benda - Nýtt efni Lau 12/2 kl 15:15 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Sögur kvenna frá hernámsárunum Fumsýning 13. febrúar kl.14.00 Miðvikudaga kl.14.00 Sunnudaga kl.14.00 ÁstandiðTenórinn Sun. 13. feb. kl. 20 Sun. 20. feb. kl. 20 örfá sæti Sun. 27. feb. kl. 20 Sýningum fer fækkandi Vetrarhátíð - Grímuball Bardukha og Andrea Jónsdóttir laugardaginn 19. febrúar. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir: 2. sýn. 13. feb. kl. 19 örfá sæti laus - 3. sýn. 18. feb. kl 20 örfá sæti laus 4. sýn. 20. feb. kl. 19 nokkur sæti laus – 5. sýn. 25. feb. kl. 20 nokkur sæti laus 6. sýn 27. feb. kl. 19 – 7. sýn. 4. mars kl. 20 – 8. sýn. 6. mars kl. 19 – 9. sýn. 12. mars kl. 19 Vivaldi - Trúarleg verk og óperur Hádegistónleikar þriðjudaginn 15. feb. kl. 12.15 – Marta Hrafnsdóttir, alt, Sigurðar Halldórsson, selló og Kurt Kopecky, sembal flytja verk eftir Vivaldi. Miðasala á netinu: www. opera.is Frumsýning 11. febrúar kl. 20 – UPPSELT Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. ELÍN ÓSK ÓSKARSDÓTTIR Syngur Toscu hér á landi öðru sinni. EKKI MISSA AF… ... myndlistarsýningu ísraelsku listakonunnar Efrat Zehavi í sýn- ingarýminu Gallerí Dvergur, sem ber titilinn „FIRELAND“, og lýkur næstkomandi sunnudag. ... Eivöru Pálsdóttur, sem flyt- ur eigin lög ásamt KaSa-hópnum í Salnum, Kópavogi, klukkan 20 á sunnudaginn. Eivör syngur lögin í splunkunýjum útsetningum eftir Hilmar Örn Hilmarsson, Árna Harðarson, Pétur Grétarsson og Kjartan Valdimarsson. ... fyrirlestri Jóns Proppé, list- fræðings og heimspekings, um peninga og siðmenningu, sem hann flytur á laugardaginn klukk- an 15 í Ketilhúsinu á Akureyri í til- efni af sýningunni Stríðsmenn hjartans, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Hin árlega ljósmyndasýning Blaðaljósmynd- arafélags Íslands, Mynd ársins 2004, verður opnuð á morgun í Gerðarsafni í Kópavogi. Sýninguna opnar Ólafur Ragnar Grímsson for- seti Íslands. Að venju verða veitt verðlaun fyrir Mynd ársins ásamt verðlaunum í níu mismunandi flokkum. Meðal þeirra eru fréttamyndir, portrettmyndir, íþróttamyndir, opinn flokkur og myndraðir. Í ár tóku 42 ljósmyndarar þátt í forvali fyrir keppnina og valdi dómnefnd 200 ljósmyndir á sýninguna af 1800 innsendum myndum, en það er metfjöldi. Undanfarin ár hefur skapast sú hefð að gesta- sýning sé á neðri hæð safnsins í tengslum við sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins. Að þessu sinni er það sýning Ragnars Axelssonar sem hlotið hefur heitið Framandi heimur. Ragnar eða Rax eins og hann er oftast kallaður hefur löngum verið á faraldsfæti, bæði innanlands sem utan, og er þekktur fyrir mannlífsmyndir sínar sem bera vitni einstakri nálægð við fólk og lífshætti sem eru óðum að hverfa. Bára K. Kristinsdóttir ljósmyndari opnar sýningu sína, Heitir reitir, í Ljósmynda- safni Reykjavíkur á morgun. Á sýning- unni hefur hún valið gróðurhús sem myndefni en þar má jafnframt greina ýmsar skírskotanir til listasögunnar. menning@frettabladid.is Mynd ársins valin ! Kona sem lifir fyrir ástina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.