Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 11.02.2005, Blaðsíða 56
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 F í t o n / S Í A F I 0 0 1 8 4 1 Hva› langar flig a› gera www.spar.is flegar flú hættir a› vinna? fiví fyrr sem flú hugar a› framtí›inni fleim mun meiri eru möguleikarnir á a› láta framtí›ardraumana rætast. Lífsval, lífeyrissparna›ur Sparisjó›sins er traust lei› fyrir flig til a› ná fjárhagslegu öryggi á efri árum. fijónustufulltrúar Sparisjó›sins hjálpa flér vi› a› velja hentuga ávöxtunarlei›. Láttu draumana rætast me› Lífsvali Engin upphafsflóknun Gó› ávöxtun Sparna›ur greiddur vi› örorku Sveigjanleg starfslok Sömu lífsgæ›i á efri árum Sparna›urinn erfist Helstu kostir Lífsvals Bobbla Ritunartími Bobbys sögu Fischer(Bobbla) er genginn í garð. Land- laus villingurinn á að sjálfsögðu griðastað hér þegar ofríkir forsetar hans eigin lands bregða sér í skæði Haralds hins hárfagra og heimta að koma yfir hann höndum og böndum. Bobby karlinn er ekki á því að láta ná sér. Hvað við skiljum hann. Við höf- um aldrei verið þjóð sem lætur ná sér. Við skrifum doðranta um það hvernig við látum ekki ná okkur. Það eina sem Bobby vantar er fley og fagrar árar til þess að komast til okk- ar blíða heiðarbýlis í henni veröld. HEIMILDIR í sögu þessa næsta landnema, sem í nútíðinni er kallaður nýbúi, eru þegar farnar að berast okk- ur. Einhver Ilya Gurevich, fyrrum heimsmeistari unglinga í skák, er að munda sín vopn til þess að verða næsti Snorri Sturluson. Sendir gervallri ís- lensku þjóðinni bréf þar sem hann kvartar yfir því að við skulum ætla að leyfa Bobby að búa hér. Söguritarinn Ilya segir Bobby haldinn kynþáttafor- dómum, hafa fagnað hryðjuverka- árásinni á tvíburaturnana, og hafa vís- vitandi brotið lög í sínu heimalandi til þess að græða þrjár milljónir dollara. OG hvað með það? Okkar land byggð- ist upp á mönnum sem voru haldnir kynþáttafordómum gagnvart Írum, rændu þeim sem þeir drápu ekki og hnepptu í þrældóm. Þeir gerðu hryðju- verkaárásir á lönd og strendur hvar sem slíkt var að finna í Evrópu og brutu þau lög sem sett voru í Noregi. Heldur Ilya að við hrökkvum upp af standinum þótt hann upplýsi okkur um að Bobby „okkar“ sé ribbaldi? SVO segir Ilya hann geðveikan. Það eru nú bara skilgreiningarspursmál. Í dag þættu okkar landnámsmenn geð- veikir, brjótandi lög í Noregi, rænandi og ruplandi, lemstrandi og drepandi, siglandi síðan á sínum skektum til lít- illar eyjar norður við íshaf þar sem engin lög voru til. Við skilgreinum þá sem hetjur. BARA betra ef Bobby er ekki heill á geði – sem Ilya veit auðvitað ekki að hér á landi heitir að vera öryrki. Við erum kurteis þjóð. Í stað þess að vera hundeltur og ofsóttur af yfirvöldum getur hann snúið dæminu við, gengið til liðs við íslenska öryrkja sem hund- elta og ofsækja yfirvöld. SEM kann að vera ástæðan fyrir því hvað hann er lítið að flýta sér hingað, þrátt fyrir margítrekuð boð um að senda þotu eftir honum til Japan. Hann hefur örugglega frétt hvernig við för- um með þá sem minnst mega sín. ■ SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.